Þjóðólfur - 04.05.1900, Side 2

Þjóðólfur - 04.05.1900, Side 2
78 birgð og basl, og geta fyrir það alls ekki notið sín, hvorki sem prestar né félagsmenn. Eg er ekki sá prestaóvinur, sem ritstjóri »Þjóðviljans« hyggur. En eg vil samt heldur enga prestastétt, en þá, sem að litlu liði getur komið, af því hún er kafin undir fargi eymdar og vol- æðis og svipt sæmd og heiðri, með því, að hverj- um óþokka er gert heimiltað hrækja á hana, án þess að neinn finni að. Enda sýnist nú ætla að verða sjálfgerðursil- inn, að því er forlög prestastéttarinnar snertir. Auðsjáanlega telja stúdentar frá lærða skólanum það neyðarkost, að verða prestar. Þeim er farið að þykja nóg um sældina og sómann, sem þeirri stétt er sýndur. Og þegar svo er komið, mágeta því nærri, hvort þeir fáu, sem kunna að hröklast á prestaskólann, verða af betri endanum eða hinum. Það var þetta, sem eg vildi vekja athygli manna á með greiii minni í vetur, án þess að verá neitt að bera prestana fram á bænarörmum. Vilja Islendingar þá hafa nokkra presta eða enga? Og vilja þeir gera prestum það mögulegt, að vera nýtir menn í stöðu sinni? Svarið frá þjóðinni kemur bráðum. í aðsígi. í gulli liggur hin græna sveit og gleðilag spóar taka og rósin unga er rjóð og heit, en — rjúpan er hvikul á hvað sem það veit og öldur á voginum vaka; þær fara hvíslandi reit af reit og rísa og horfa til baka. í dalnum efra er sumar að sjá og sólbros um fífil ungan; og allt hið hlýjasta’ er hugurinn á á heima í dalnum þar suður frá því — vindurinn veinar svo þungan; á Utfjöllum þoka grúfir grá og geig-svört er lafandi tungan. Til landsins á hlíðin bjarta brá, hún býr þar enn — gleðinnar vinur, með allt það, sem vonina vekja má, það vekur mér glaða — og sára þrá, því aldan við ströndina stynur; og norðrið er dimm-svart og djúpinu frá berst dapur og þungur hvinur. Eg gekk fram i dalinn. Eg gekk fram í dalinn. Þá glitruðu blóm og gljá-hvít var straumlygn áin; og fuglanna kvak varð að ástþráaróm, og andvarinn leið um stráin. Mér fannst eins og eitthvað svo máttugt og mjúkt um mörkina’ í blænum færi, og vefðist um hjarta mitt saknaðarsjúkt og til sóllanda fegri bæri. Haust. Nú bliknar þú fífill í fjalla tó og þú fjóla ert köld og grá, og áin, sem fyrrum við endurnar hló fer einmana, þögl að sjá, og lóurnar flögra um lyngmó víða með löngun og kvíða. * * * # * * * * * Hinnstu dagsgeislar húmi og dauða eltir, ógn undan hörfa. Stend eg og stari, stirð eru augu. Flýr þú mig fegurð? — Eg fylgi þér, Tak mig 1 faðm þinn og flyttu héðan, dökkhærða, nákalda næturgyðja! — Hví fer svo hrollur að hjarta mínu ? Þrýstu niér fastar og flýttu þér! 5. F. Veigalítil meðmæli, Út af grein í „Nationaltidende" g. f. m. eptir þennan gamla valtýska „Kiwa“ stendur ofurlítil klausa í vinstrimannablaðinu „Póhtiken" ii. f. m. á þessa leið: „Fleiri, sem vilja komast að. Mánudagsblað Þjóðtíðindanna hefst meðgrein, er fer fram á, að stofnað verði sérstakt ráðaneyti fyrir Island. Þessa alleðlilegu tilhögun fyrir Is- lendinga hafa hægrimenn aldrei fyr skeytt um. En nú er þetta sérstaka, íslenzka ráðaneyti orðið að brýnni nauðsyn, þá er mest á ríður að fá svo marga hægrimenn sem unnt er í ráðgjafasæti, áð- ur en það er um seinan, og þess vegna eykst daglega tala hinna matvana munna, sem æpa um mat. Undir greininni stendur „Kiwa", og leynist að líkindum undir því dulnefni refsbróðir („sjakall") sá, sem sérstaklega er gráðugur í munn- fylli þessa". Þetta eru öll meðmæli „Politikens" með Kiwa- greininni, er Isafold lætur svo mikið yfir, að hún hafi stutt(!). Litlu verður Vöggur feginn. Hins þarf naumast að geta, að „Kiwa„ þessi ritar ept- ir innblæstri Valtýs, sé það ekkihann sjálfur, eða þessi „kunnugi maður“(!l), sem leiðir Isafold í all- an sannleika um danska ráðaneytið og væntanleg ráðgjafaefni (sbr. næst síðustu Isafold). V öd vasafalækning. Ný lækningaaðferð gegn lungnatæringu hefur verið reynd með góðum árangri, af tveimur nafn- kenndum frakkneskum vísindamönnum, Charles Richet, kennara við læknaskólann í París og J. Hericourt, yfirmanni við rannsóknarstofnun hans. Richet er jafnframt aðalritstjóri hins ágæta viku- blaðs »Revue Scientifique«. Það voru einmitt þessir 2 vísindamenn, er fyrst sýndu fram á það árið 1888, að blóð úr dýrum, er sóttnæmisgerlar bíta ekki á, getur með innspýtingu 1 önnur dýr, varið þau sýkingu. Og þessi uppfundning varð undirstaða blóðvatnslækninganna gegn »difteritis« sem kenndar eru við Behring og Roux. Það má þvf ganga að því vísu, að þessir 2 vísindamenn muni ekki fara með neitt fleipur, að því er snert- ir rannsóknir þeirra um nýja lækningaaðferð gegn lungnatæringu. Skömmu fyrir jól í vetur skýrðu þeir læknaháskólanum í París frá, að þeir hefðu gert tilraun til að fita tæringarveika hunda á hráu kjöti, og síðast í næstl. febrúar skýrðu þeir frá árangri tilrauna sinna í frakkneska vísinda- félaginu. Hafa þeir sannað, að lungnatæring drepur hunda á 4 mánaða fresti, með venjulegu fóðri. Soðið kjöt stoðar ekkert gegn veikinni, það missir lækningakraptinn við suðuna. En að fita tæringarveika menn á hráu kjöti er ekki unnt, því að meltingarfærin mundu ekki þola það. Þeir Richet og Hericourt hafa nú siglt fyrir það sker, því að þeir hafa fundið hvað það er 1 hráa kjötinu, sem áhrifamest er gegn lungnatær- ingunni, og það er eínmitt kjötsafinn eða vökv- inn, sem þrýstist út úr vöðvunum, og nefndur er vöðvasafinn. Má ná honum algerlega úr kjötinu með sérstakri aðferð. Kjöt, sem allur safi var tekinn úr hafði engin áhrif á sjúkdóminn, en hundar, sem fóðraðir voru á vöðvasafanum ein- um tóku að þyngjast eptir nokkrar vikur, og voru allir orðnir heilbrigðir að 1—-2 mánuðum liðnum. Og meðal þetta hreif, þótt sýkin væri komin á hæsta stig. Einn hundur, er var svo aðframkominn, að spýta varð safanum inn í maga hans, af því að hann gat ekki bragðað á neinu, rétti svo við, að hann gat von bráðar staðið upp, og að 3 vikum liðnum var hann ekki að eins alheill, heldur orðinn þyngri, en hann var áður en sýkinni var hleypt í hann með innspýtingu. Richet og Hericourt hafa nefnt þessa aðferð sína zomotherapie (þ. e. vöðvasafalækning, af grísku orði zomos = vöðvasafi). Komast þeirsvoaðorði síðast í skýrslu sinni: »Eptir því sem fram er komið, er sennilegt, að bæði megi nota vöðvasafalækning- una gegn öðrum sjúkdómum en lungnatæringu, og að hún geti komið í veg fyrir þróun sóttefnisins sem varnarlyf«. Hefur Hericourt reynt aðferð þessa við allmargt tæringarsjúkt fólk með skjót- um og góðum árangri, eptir því sem hann segir, en honum þykir ekki enn tími til kominn, að gera þessar athuganir sínar heyrum kunnar, vill hafa nægar sannanir áður, því að aðferðin hafi ekki enn verið reynd við nógu marga sjúklinga, svo að menn megi ekki gera sér allt of miklar vonir um ágæti hennar. — Virðist allt bera vott um, að vísindamenn þessir fari mjþg varlega og vilji ekki draga fólk á tálar með svikulum von- um. En ’nver veit nema hér sé stigið stórt og þýðingarmikið spor á sigurbraut vísindinna í bar- áttunni gegn hinum skæðu óvinum lífsins, sótt- unum, þar sem lungnatæringin er einna fremst í flokki. Kínverski múrinn mikli, er margir munu hafa heyrt nefndan, á nú að rífast niður og er þegar byrjað á því verki. Þessi heljarmúr er um 380 mflur á lengd. Hann er 25 feta þykk- ur að neðanverðu en 15 fet að ofan og víða 30 feta hár. Er feikimikið verk að rífa múr þenn- an niður, svo að menn gætu á sama tíma rifið niður öll hús í borg, er væri helmingi stærri en París. Múr þessi var hlaðinn fyrir hér um bil 2000 árum og menn segja, að 2 miljónir roanna hafi unnið að því. Atti hann að stemma stigu fyriráhlaup- um óvinaþjóða norðan að, en hefur auðvitað aldrei komið að neinu gagni, hvorki til þess né annars. Nú á að nota efnið úr honum til að hlaða skipakvíar, stýflugarða, vatnsþrór o. s. frv. Kínverska stjórnin hefur tilkynnt öllum fylk- isstjórum í Kínaveldi, að á þessu ári skuli senda til Norðurálfunnar 1—2000 Ktnverja, er skuli vera að heiman 6 ár til að læra landbúnað, iðnað eða verzlun, eptir því sem hver óskar. Fylkis- stjórunum hefur verið bent á að velja til þessa hina hæfustu og duglegustu menn. En móðir keisarans velur að slðustu úr þá er senda skal. Botnvörpuiitvegur Vídalíns hér við land er sagður hættur að fullu, Hafði stórtjón orðið á honum síðastliðið ár, jafnvel 2—300,000 kr., enda var hér um bil fyrirsjáanlegt í fyrra, að hann mundi ekki standa lengi, með þeirri stjórn, er þar var á ýmsu.—Ward enski fiskikaupmaður- inn er og hættur við útveg sinn í Hafnarfirði, hann hafði eitt botnvörpuskip til veiða í fyrra. — Sagt er og, að »Garðarsfélagið« mikla á Seyðisfirði sé að fara eða þegar farið f hundana. Átti að halda aðalfund þess í Lundúnum 12. f. m. og ætluðu þar að vera við staddir 2 fulltrúar þess eða stjórn- endur af Seyðisfirði, þeir Þorsteinn Erlingsson Bjarka ritstj. og Hansen konsúll, sem verið hafa að skemmta sér á félagsins kostnað í útlöndum síðan í janúar. Fóru þeir fyrst að leita framkvæmdar- stjórans, Herrmanns að nafni, og hafa þeir Ilklega fundið hann. En fullyrt er, að félagið sé í andar- slitrunum, enda hefur því verið í ýmsu óhöndug- lega stjórnað, og færst alltofmikið 1 fang. — Þótt Englendingar stórgræði á útveg þessum lítur út fyrir, að hann ætli ekki að heppnast hér með ís- lenzka stimplinum. En auðvitað er Iítt að marka þær tilraunir, er enn hafa hér gerðar verið, og þá reynslu, er þær hafa veitt, jafn skamma stund. Uppboð á þýzka botnvörpuskipinu, hr strandaði við Meðalland 29. marz fór fram 9. og 10. f. m. Fór skipsskrokkurinn á 250 kr., en boð- ið lagt undir samþýkki amtsins. Um 40,000 pd.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.