Þjóðólfur - 04.05.1900, Blaðsíða 3
79
af fiski var að sögn í skipinu, mest þorskur og
ýsa og töluvert af kola. Hestburðurinn af þorsk-
inum seldist á4 kr. 50 a.—7 kr.2oa., en af ýsunni
2,50—3,00. Allmikið af kolum var og í skipinu
og var kolahesturinn (200 pd.) seldur á 75 a.—
1 kr.
Stranduppboð 1 Þykkvabænum var haldið 24.
f. m. Skipið, sem þar strandaði 18. s. m. (sbr.
síðasta blað) var norskt seglskip »Kamp« frá Man-
dal til verzlunarinnar »Edinborgar« á Stokkseyri
(ekki til Olafs Arnasonar, eins og sagt var 1 fyrstu).
Seldist skipskrokkurinn á 21 kr. mastralaus, en
hestburðurinn af kornmat á 1 kr. 50 a. að jafnaði,
kafii á 65—70 kr. sekkurinn, og fleira fór fulldýrt,
en þó munu sýslubúar (Rangæingar) hafa haft
fremur gott upp úr þessu, og utanhéraðsmönnum
var alls ekki selt af strandgóssi þessu, nema gegn
ábyrgð.
Snjókoma allmikil hefur verið hér síðan
um mánaðamótin og allmikil norðankólga suma
dagana, en nú hefur veðuráttan breytzt til batnað-
ar, svo að vonandi er, að íhlaup þetta hafi engu
tjóni valdið á fénaði manna.
Póstskipið >Laura« (kapt. Christiansen)
komst ekki af stað héðan fyr en í gær um miðj-
an dag. Með henni sigldu frú Erica Gísla-
son (kona Odds Gíslasonar málaflutningsm.) og
frk. Agnes Frederiksen.
Til Vestmannneyja ætluðu með skipinu um
20 manna, þar á meðal Anton Bjarnasen, hinn
nýi verzlunarstj. Brydes þar á eyjunum og Árni
Filippusson verzlunarmaður. En skipstjóri sagð-
ist koma að eyjunum um hánótt og sér dytti ekki
í hug að bíða þar neitt til að koma farþegum i
land, heidur fara með þá beina leið til Færeyja.
En við það gátu farþegarnir ekki sætt sig og
settust aptur, þótt farangur sumra þeirra væri
þegar kominn út i skipið. Þykir þessi aðferð
skipstjóra allóliðleg og ónærgætnisleg, þótt hann
væri nú orðinn á eptir áætlun. Hann er optast
eins og byssubrenndur hér við land, en unir sér
því betur í Færeyjum, ems og dæmin sanna.
Ekki þurfti þó annað, en að hann hefði fullvissað
farþegana um, að hann skyldi gera allt sem í hans
valdi stæði til að koma þeim í land á eyjunum,
en þeir gætu verið við því búnir að fara ef til
vill til Færeyja. Þá hefði hann ekki orðið með
réttu sakaður um neina óbilgirni.
Heiðursmerki dannebrogsmanna
hefur konungur sæmt Gísla hreppstjóra Guðmunds-
son í Bitru í Flóa.
Endurprentun á Vigrarvizku úr
„Þjóðviljanum" hefur nú enn að nýju birzt í „ísa-
fold", sem ekki virðist hafa um auðugan garð að
gresja heima fyrir, úr því að hún gerist svo labba-
kútsleg að hirða rnolana af borðum Þjóðviljans, jafn
lélegir sem þeir eru, t. d. eins og vaðallinn úr Vigri,
því að þótt leitað sé með logandi ljósi að röksemdum
1 þessari bankagrein Vigrarklerksins, þá finnast þær
alls engar. Greinin er öll frá upphafi til enda ekkert
annað en tómur mælgivefur í prédikunartón um pen-
1ngaleysi og aptur peningaleysi í landinu, um lánþörf
og aptur lánþörf, án alls tillits til, hvernig þetta
stóra bankamál horfir við gagnvart þjóðinni. Höf.
hyggur víst, að íslenzk alþýða sé svo sauðvitlaus,
að hún hlaupi í hugsunarleysi á eptir honum, ef
hann hringir barlómsbjöllunni nógu hátt, og hrópar
í sífellu: „Peningar, peningar, peningar í boði(!!)“.
En hann má vara sig á því, þessi guðsmaður, að al-
Wenningur er farinn að skilja málið og sannfærast
flónsku þá, er lýsir sér í svona löguðum með-
^selum með „stóra bankanum", er bæði hann og
aðlir hafa gert sig seka í til að villa fáfróðri alþýðu
slónir með málæðisglamri og bláberum þvætting út
l°ptið, algerlega utan við aðalefnið. Og vér get-
Um f uggað fjármálafræðinginn í Vigri og hans nóta
með því, að Þjóðólfur eignar sér mikinn þátt í því,
hafa opnað augu almennings ( þessu danska ok-
ankaflani, eptir því sem ýmsir mikilsvirtir menn
hafa vottað oss bréflega og munnlega. Og mun
því ekki mikils við þurfa úr þessu til að kveða
draug þennan niður til fulls, því að málið er ber-
sýnilega steindautt í pví formi, er pað kom fram d
siðasta pingi. Og hvort sem Vigrarklerkinum og
kumpánum hans líkar það betur eða ver, þá mega
þeir reiða sig á, að alþýða manna er ekki svo
heimsk, sem þeir halda. Hún er sannarlega skyn-
samari en þessir herrar, sem annaðhvort af skamm-
sýni, fljótfærni eða öðru verra hafa flekazt í fyrstu
til að ljá máli þessu fylgi sitt, og vilja svo af ofur-
kappi og þráa halda því til streitu í lengstu lög, af
því, að þeir blygðast sín fyrir að kannast við glappa-
skot sitt gagnvart þjóðinni. En miklu væri það
samt drengilegra, heldur en að berjast í þaula fyrir
svona löguðu máli — dönskum okurbanka hér á landi.
Eyrarbakka 23. apríl. í fyrrakveld hélt kvenn-
félag Eyrbekkinga samsöng; var leikið fjórhent á for-
tepiano kafli úr söngleiknum „Faust". Frú K. Blöndal
ogfrk. Guðmunda Nielsen sungu„ dúett" og „solo"
„Systkinin" eptirB. Þorsteinssono.fl.Guðm.Guðm.son
yngri og Gísli Jónsson: „Við sjóinn frammi". Guðm.
Oddgeirsson og Jón Pálsson á horn og harmoní-
um „Sæterjentens Söndag" o. fl. Flest af söngvum
þessum tókst vel, og að dómi þeirra, sem vanir eru
slíku, álitu þeir margt með því bezta, sem þeir hefðu
vanizt. Einkum þótti bezt takast að syngja saman
íslenzku textana t. d. „Við hafið", „Sæta heimsins
svalalind" og margt fleira, sem ekki er rúm að telja.
Skemmtun þessi Var mjög vel sótt, og höfðu menn
almennt mjög góða skemmtun. Þær frúr Evgenía
Nielsen og frú Kirstín Blöndal, sem aðallega stóðu
fyrir þessu, eiga mjög góðar þakkir skildar, fyrir
allt það ómak og fyrirhöfn, sem þær hafa haft af
þessu öllu, þar sem ágóðinn eða réttara sagt allur
inngangseyrir gengur til hjálpar stúlkunni Filippíu
Árnadóttur frá Mundakoti á Eyrarbakka. Hún ligg-
ur nú til lækninga á spítalanum í Reykjavík. Þess
er og vert að geta, að til styrktar þessu hélt séra
Ol. Olafsson frá Arnarbæli fyrirlestur, sem hann
nefndi „ Tdkn tímanna“ .og flutti hann fram með sinni
alkunnu mælsku að vanda. —
Fyrirlestrarm. taldi menntun Islendinga mjögá-
bótavant (auðvitað væru margar undartekningar),
vaxandi trúleysi á kirkju og kristindóm hjáýmsum,
sem notið hefði lægri menntunar. Þessum flokki,
nvort heldur væri karí eða kona, fylgdi opt allskon-
ar tepruskapur með óbeit á allri vinnu, og þætti
jafnvel opt minnkun að eiga nokkurt samneyti við þá,
sem hana stunda; þetta væri svo rótgróið og frekt
hjá sumum, að þeir sýnast gera bjarta geisla að
svcrtum geislum. — Þetta þyrfti þjóð og stjórn
bráðlega að athuga og lagfæra, annars væri þjóð-
inni íslenzku bráð hætta búin. — Þessa galla kvað
ræðumaður bezt að laga með góðri heimilisfræðslu,
skólar dyggðu ekki einir til þess.
Þegar alls er gætt, rná með sanni segja, að
fyrirlestur þessi sé einn með þeim snjallari, sem
höfundurinn hefur flutt hér, enda er hann betri en
ýmsir þeirra, sem sést hafa á prenti eptir hann, og
á þv( eins vel skilið að birtast allri þjóðinni. —
n.
Eptirmæli.
Hinn 27. ágúst 1898 andaðist í Hergilsey
á Breiðafirði merkiskonan Ingibjörg Andrésdóttir.
Hún var fædd í Gautsdal í Geiradalshreppi árið 1830.
Foreldrar hennar voru Andrés bóndi, er var lengi for-
maður á Gjögri (d. 25. des. 1868) Guðmundsson,
hins eldra frá Kaldrananesi, Guðmundssonar, og
Sigþrúður Ólafsdóttir (d. 16. júní 1893); móðir And-
resar hét Ásný, dóttir Andresar, auðugs bónda á
Skriðnesenni,Sigmundssonar, Halldórssonar, Sighvats-
sonar í Gilsfjarðarmúla, En faðir Sigþrúðar var
Ólafur Sveinsson, Sturlaugssonar, bróðir Níelsar,
föður þeirra Daða fróða og Sveins prófasts á Stað-
arStað, föður Hallgríms biskups.
Ingibjörg sál. Andresdóttir ólst upp á heimili
foreldra sinna, er voru orðlögð merkishjón, fyrst í
Gautsdal og síðan í Bæ í Króksfirði. Þaðan flutt-
ist hún til Hergilseyjar árið 1853 og gíptist þá um
haustið (21. okt.) Kristjáni Jónssyni frá Kleifum,
Ormssonar. En móðir Kristjáns var Kristín dóttir
Eggerts bónda Ólafssonar, er fyrstur byggði Her-
gilsey úr auðn (1783). Einkabarn þeirra hjóna Krist-
jáns og Ingibjargar er Snæbjörn hreppstjóri í Flat-
eyjarhreppi. Hann á Guðrúnu dóttur Hafliða dbrm.
í Svefneyjum, Eyjólfssonar. Nokkru síðar fluttust
foreldrar Ingibjargar til hennar í Hergilsey og önd-
ust þar bæði. Önnur börn þeirra, er upp komust
voru, Ólafur smiður í Bæ í Króksfirði, og Guðrún
kona Stefáns bónda í Berufirði, bróður Kristjáns í
Hergilsey, nianns Ingibjargar sál. — I Hergilsey
bjuggu þau síðan, þangað til Snæbjörn sonur þeirra
tók þar við búi vorið 1895.
Það er óhætt að fullyrða, að Ingibjörg sál. væri
í fremstu röð kvenna, hvort sem litið var á Kkamlegt
og andlegt atgjörfi og hæfilegleika eða mannkosti.
Hún var einkarstillt, þolgóð og þrekmikil. Skyldum
sínum sem eiginkona, móðir og húsfreyja gegndi
hún með einstakri umhyggju og alúð, nákvæmni og
Ijúfmennsku. Þau hjón máttu jafnan heita allvel
efnum búin, enda létu þau aðra njóta þess, því að
heimili þeirra var alkunnugt fyrir góðgerðir og hjálp-
serni; mun opt hafa reynnt á það rneira en minna,
því að um hinn langa búskapartíma þeirra var löng-
um harðæri og margur þá í nærsveitunum, sem við
bágan hag átti að búa; en hin látna sæmdarkona
var þá löngum eitthvert helzta athvarf hinna bág-
stöddu, bjargarlausu og snauðu, því að hún mátti
eklcert aumt sjá, svo að hún eigi líknaði því, ef
þess var nokkur kostur. Eigi var henni síður lagið
að veita þeim andlega uppbyggingu, er þess þurftu,
því að hjá henni fylgdust að gáfur og guðrækni.
Hagorð var hún vel, þótt hún léti lítið á bera.
Hlutverk konunnar fer að miklu leyti fram í
kyrþey. En hve miklu góðu geta þær þó til leiðar
komið. Og væru slíkar húsfreyjur sem þessi á hverju
strái — „ef kærleikur og mannvit hér ríkti á hveij-
um bæ“ — þá mundi hagur ættjarðar vorrar blómg-
ast og þjóð vor eiga fagurt vor í vændum.
Kærleikurinn einkenndi líf hennar. Hún bar f
brjósti svo innilega elsku til hins fagra, sanna og
góða. Fyrir því var hún svo innilega elskuð og virt
af þeim, er henni kynntust. Þess vegna er og minn-
ing hennar blessuð af svo mörgum. {£)
Vandað
Merkt
Bedste
íí
1 litlum dósum, er ekki reiknast sérstaklega,
með 10 og 20 pd. í hverri, hæfilegt handa heim-
ili. Betra og ódýrara en annað margarine.
Fæst von bráðar alstaðar.
H. Steensen’s Margarinefabrik, Vejle.