Þjóðólfur - 08.05.1900, Síða 1

Þjóðólfur - 08.05.1900, Síða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 8. maí 1900. Nr. 21. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 26. apríl. Sýningin milka í Paris var opnuð, eins og ráð var fyrir gert, 14. þ. m. með mikilli viðhöfn, ræðuhöldum, hljóðfæraslætti óg f allbyssuskot- um. Fyrst talaði Millerand, sósalistinn, ráðgjafi fyrir verzlunarmálum, því næst hélt Loubetfor- seti aðalræðuna. Báðir lofuðu þeir og prísuðu framfarir ig. aldarinnar og báðum þótti segjast vel. Annars gerðist ekkert sögulegt. —Umsjálfa sýninguna er það að segja, að hún var og er enn öll í molum, e-kki halfbúin; mörg hús stóðu alveg tóm; sýningargripirnir lágu enn í kössun- um. Margir af þeim, sem ætla sér til Parisar í sumar, hafa því frestað ferðinni fyrst um sinn. Mótstöðumenn ráðaneytisins með Meline í broddi gerðu rétt áður en sýningin hófst nýja tilraun til að steypa því, en Waldeck-Rousseau ráðaneytisforseti fékk eins og optar afstýrt á- hlaupinu svo greinilega, að hann þótti sitja fast- ar eptir en áður. Blöðin kölluðu ræðu hans snilldarlega, og það var samþykkt með 286 atkv. gegn 211 að birta ræðuna í hverri sveit. — Gallifet hermálaráðgjafi hefur lengi legið veikur af lungnabólgu. Ófriðurinn milli Breta og Búa stendur næstum því í stað. Þeir hafa barizt við Elands- laagte (í Natal) og á ýmsum stöðum í Oranjeríki, einkum við Wepener og Dewetsdorp, en lítið áunnið. Eptir seinustu fréttum hafa Búar þó nú orðið að hverfa frá Wepener, þar sem þeir lengi hafa haldið enskri hersveit í kvíum og frá Dewetsdorp, þar sem þeir höfðu tekið stöð, svo hafa og Bretar tekið aptur vatnsbólin við Bloemfontein. — Það hefur heyrzt, að Lucas Meyer, yfirforingi Búa í Natal, væri fallinn, en ósannað er það enn. — Það hefur vakið mikla eptirtekt, að hermála- ráðaneytið enska hefur birt skýrslu frá Roberts yfirhershöf ðingja um herstjórnina í Suðurafríku, þar sem hann fer hörðum orðum um ýmsa af hers- höfðingjum Breta, en lætur aðra, sem ekkit þykja hafa staðið betur í stöðu sinni afskiptalausa. Þannig ámælir hann Buller fyrir herstjórnina í Natal og gerir lítið úr Warren undirherforingja hjá Buller, er meðal annars stýrði orustunni við Spionkop. Þar á móti talar Roberts ekki um Methuen lávarð, er fór ófarirnar við Modderfljót «g Magersfontein, hetdur ekki nefnir hann nafn Þess, er stýrði enska liðinu við Hornspruit, en Það segja menn verið hafa prinsinn af Teck, mág hertogans af York. Það kvað vera einsdæmi, að svo hlífðarlaust er farið að gagn''art herforingj- 11 m, sem enn standa fyrir liði á vígvellinum. Warren er Þegar scttur af, á að sögn að verða ttniboðsmaður ensku stjórnarinnar í Betchuana- landi.—White herforingi (frá Ladysmith) er nú hominn til Englands.— Seinustu fréttir frá Maf- eking segja þar neyðarástand. Búar eru nú að sögn búnir að læra fallbyssu- gerð- hafa komið verksmiðju á stofn í Pretoria; hemur þeim það í góðar þarfir, en ekki mun það stytta ófriðinn. — Ef þeir bíða ósigur að leiks- lokum, ætla þeir að hefna sín meðal annars með því að sprengja námurnar við Johannesburg í lopt upp. Það er rígur milti Bandamanna og Tyrkja um þessar mundir. Tyrkir höfðu fyrir rúmu ári lofað að borga go,ooo dollara sem skaðabætur fyrir skemmdir, er höfðu orðið á eignum amerískra trúboða. í óeirðunum 1 Ar- meníu, en trássast við að efna loforðið. Ameríku- menn gerðust svo óþolinmóðir, hótuðu að slíta diplomatisku sambandi við Tyrki og ef til vill senda herskip austur yfir haf til þess að sýna, að þeim væri alvara. En nú kvað vera útlit fyrir, að allt jafni sig; Tyrkir vilja þó gjarnan fá lengri gjaldfrest, en Bandamenn heimta féð þeg- ar 1 stað. Þegar prinsinn af Wales hér á dögunum fór héðan frá Höfn heim á leið, kom Þýzka- landskeisari, systursonur hans til móts við hann í Hamborg til þess að fagna honum. Þetta þótti mörgum furðu sæta, af því að Þjóðverjar, sem undir niðri halda með Búum, hafa ýmugust á Englendingum um þessar mundir, og kongar og keisarar eru vanir að setja pólitík hærra en frændsemil I Berlín verður, bráðum mikið um dýrðir í tilefni af, að elzti sonur keisara verður mynd- ugur. Austurríkiskeisari ætlar að mæta sjálfur, þótt gamall sé, og aðrir landsdrottnar senda konungborna erindsreka með heillaóskir og — heiðurskrossa. I lagafrumvarpi því, sem Ástralíubúar hafa samþykkt um samband hinna einstöku fylkja (commonwealth bill) eru ákvæði, sem þykja skerða dómsvald móðurlandsins (Englands). Bretar vilja fá Þessu breytt, en eru ekki ófúsir á að gefa nokkrum áströlskum dómurum sæti í hæstaretti Englands. Slys mikið varð á Rín fyrir fáum dögum. Kaþólskt stúdentafélag hafði haldið samsæti og 22 af samsætisfólkinu — konur og karlar — ætluðu að gildinu afstöðnu á bát yfir ána. En báturinn var lekur og sökk og 18 manns drukknuðu. Þess var getið, að ung hjón, sem ætluðu með bátnum og voru komin út í hann sneru við, af því að þau með engu móti gátu fengið bundinn sinn til að fylgja þeim; það varð þeim tii lífs! Dáinn er Schepelern prófastur, lengi prestur við Trinitatiskirkju og mörgum íslend- ingum kunnur, meðal annars frá jarðarför Jóns Sigurðssonar. Viðauki. R.vík 8. mai. Danska ráðaneytið nýja var sett á laggirnar rétt um það leyti, sem »Ceres« fór frá Höfn. Það er svo skipað, að ráðaneytisforseti og utan- ríkisráðgjafi er Hannibal Sehested kamm- erherra,fjármálaráðgjafi: Wilh. Scharlinghá- skólakennari, landbúnaðarráðgjafi: F. Friis, for- stöðumaður landbúnaðarháskólans, samgöngumála- ráðgjafi Juul Ryssensten barón, innanríkis- ráðgjafi Ludvig Bramsen, dómsmálaráð- gjafi og ráðgjafi fyrir Island: Goos geheimetazráð, fyrrum háskólakennari, kennslu- málaráðgjafi Bjerre prófastur, hermálaráðgjafi: S c hn ack ofursti, sjómálaráðgjafi : C. G. Mid- delboe kapt., (er var yfirmaður á Heimdalli hér 1 hitt eð fyrra). Ensk blöð, er hingað hafa borizt og ná tii 1. þ. m. herma engar verulegar fréttir fráófriðn- um. Búar hafa hörfað fra Wepener eitthvað vest- ur á bóginn, en engan verulegan sigur hafa Eng- lendingar unnið á þeim. Roberts situr í Blo- emfontein og þykir aðgerðahægur. Búargera ráð fyrir, að hafast við í Natal, meðan veturinn stend- ur yfir þar syðra, og hafa gert samninga við Kaffa þar 1 landi því viðvíkjandi. Eitt enskt blað kemst svo að orði, að áður en ófriður þessi hófst, hafi Bretar o. fl. litið svo á, að Búar kynnu ekkert til hernaðar, og þessvegna mundi hægðarleikur að koma þeim á kné, en nú hefði það komið í ljós, að það væru einmitt Búarnir, er reyndust miklu herkænni en Bretar, alveg eins og Búar væru þaulvanir hermenn, en Bretar byrj- endur eða börn í hermennsku. Stórkostlegur bruni varð í Ottawa, höfuðborg Kanadaríkis 26. f. m. Kviknaði þar I húsi einu í útborg bæjarins Hull, norðanmegin Ottawaárinn- ar, og brann allur sá bæjarhluti svo að segja á svipstundu, því að hús voru þar öU úr timbri og þar að auki timburhlaðar miklir meðfram ánni, með því að þar er timburverzlun mikil og stór- um timburflekum jafnan fleytt ofan eptir ánm. Þá er Hull var brunnin til kaldra kola, læsti eld- urinn sig suður yfir ána til Ottawa, því að veð- ur var allhvasst og slökkviliðið gat við ekkert ráðið. Var járnbrú þar á ánni millum bæjanna og bráðnaði hún sem vax í eldinum. Brann þar '/4 hluti Ottawabæjar næst ánni, en stjórnarskrif- urnar og parlamentshúsið, er liggur nokkru hærra og lengra burtu sakaði ekki. Með þvf bruninn hófst um miðjan dag (kl. 3), gátu menn forðað sérúr eldinum, en þó misstu 5 menn lífið, þar á með- yfirmaður slökkviliðsins í Hull, er skemmdist svo við björgunartilraunir, að hann beið bana af. Talið er, að 15,000 manna hafi orðið hús- næðislausir, og að skaðinn sé metinn i5miljónir dollara, en auðvitað bera ýms vátryggingarfélög meiri hluta þess. Þó er sagt, að óvátryggð hús og munir, er brunnið hafa séu að minnsta kosti 3 miljónir dollara virði. Hefur ekki jafnmikill bruni orðið í Ameriku, síðan Chicago brann 1871. Þá er eldurinn var mestur náði hann yfir fullar 4 mílur á lengd, og að minnsta kosti hálfa mílu á breidd. Rafmagnslýsingarstöðvarnar skemmd- ust svo, að allir strætisvagnar, er gengu með raf- magni urðu að hætta, og koldimmt hetði orðið í bænum um nóttina, ef birtan at eldinum hefði ekki lýst hann upp. í útborginni Hull býr fjöldi frakkneskra manna, sem eru ramkatólskir og hjá- trúarfullir, og kom mörgum þeirra ekki til hugar að bjarga húsmunum sínum í tæka tíð undan eldinum, heldtir hengdu þeir helgra manna myndir og

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.