Þjóðólfur - 08.05.1900, Side 2
82
helga dóma á húsdyrnar og biðu svo rólegir
eptir eldinum. Varð lögreglan að reka þá með
harðri hendi burtu úr húsunum. — Segja blöðin,
að sllk verði fyr eða síðar forlög allra bæja, er
úr timbri séu byggðir, og mun það sönnu næst.
Hvernig mundi t. d. fara, ef mikill eldur kæmi
upp hér í Reykjavlk. Það yrði þá ekki mikið
eptir af henni.
Val týsk u p u ku r.
Ur ýmsum héruðum eru þegar farnar að ber-
ast fregnir um, að Hafnarstjórnarmennirnir —
Valtýingar — séu teknir að ókyrrast, og þreifa
fyrir sér í laurni, hvar líkast sé, að þessiogþessi
kandldat úr þeirra flokki muni komast að við
næstu kosningar. Það verður einskonar niður-
jöfnun, sem þar fer fram. Og þá er búið er að
jafna niður fara kandídatarnir ósköp varlega í
fyrstu, þykjast t. d. vera alveg litlausir í pólitík,
þar sem þeir ætla, að Valtýskan sé ekki ofarlega
á baugi. Eins og fyr hefur verið bent á í blaði
þessu, verða kjósendur að gjalda varhuga við slík-
um piltum, sem ef til vill um langan veg og lítt
kunnir vilja trana sér fram í þingmannasæti til
að styðja hina fótfúnu Valtýsku á stóli. Sagter,
að mörgum prestum muni nú vera áhugamál,
að kornast á þing. Margir í þeirri stétt eru
ramvaltýskir, en hafa jafnframt annað bak
við eyrað: breytingu á prestalaununum, þannig,
að þau verði að mestu leyti greidd úr landsjóði.
Hvernig alþýða lítur á það mál, skal ósagt lát-
ið, en vandlega mun þurfa að athuga svo stór-
vægilega breytingu.
I sumum kjördæmura hafa menn þegar ver-
ið fengnir í laumi til að senda áskoranir til val-
týskra þingmanna, er taldir hafa verið valtir í
sessi. Seint í marzmánuði síðastl. var t. d. hald-
inn leynifundur í Hjarðarholti í Dölum og nokkr-
ir Laxdælir fengnir þar til að rita undir áskor-
tmarskjal til séra Jens Pálssonar um að gefa apt-
ur kost á sér til þingmennsku þar í Dölunum.
Hafa 2 merkir menn í Laxárdal, er ekkert vissu
um pukur þetta fyr en eptir á, ritað Þjóðólfi
hvor í sínu lagi um fund þennan, og lýsa mik-
illi óánægju yfir þessum aðförum Hjarðarholts-
feðganna (séra 'Jóns og Guttorms sonai' hans) og
Sigurðar læknis á Hrappsstöðum, er var með þeim
íþessari undirskriptasöfnun þar í Hjarðarholti. Var
almennur hreppsfundur haldinn þar þennan dag,
og svo var kallað á einn og einn í einu upp á
lopt til undirskripta, og voru það einkum þeir
hreppsbúar, er prestur og læknir vissu leiðitam-
asta og lftilsigldasta, en hinir vissu ekkert um
þetta fyr en nokkru síðar, þá er það tók að kvis-
ast, hvað í efni var. Beinast fregnritarnir all-
mjög að Sigurði lækni og bera honum miður
vel söguna við þetta tækifæri, segjast ekki vita
til, að hann hafi komið fram, sem sjálfstæður
»politíkus« eða »leiðandi« maður í sveitafélaginu
til þessa« o. m. fl., sem óþarft er að telja Öðr-
um fregnritanum þykir mjög óskiljanlegt, hve
fljótir þeir Hjarðarholtsfeðgar hafi verið að snú-
ast 1 lið með Valtýingum, eins hárðir og þeir
hafi verið móti þeirri stefnu áður; þeir hafi al-
gerlega breytzt við eina póstferð o. s. fr. Ann-
ar fregnritinn getur þess, að líkar aðfarir muni
vera annarsstaðar í sýslunni, og hinn kemst svo
að orði síðast í skýrslu sinni: »Með þessari puk-
ursaðferð er ómögulegt að segja, hvað þeir kunna
að vinna, því að það má langt leiða fáfróða al-
þýðu, þegar einn og einn maður er tekinn og
gyllt fyrir honum þingmannsefnið, en ekkert tal-
að um, hverja stefnu þingmaðurinn eigi að hafa
í nokkru máli, og mennirnir hafa ekki tíma til
að leita sér neinna upplýsinga eða skoða huga
sinn. Það er svo átakanlegt hér 1 hreppi, þar
sem svona fjölmennur fundur var, sð það skyldi
ekki vera borið upp á fundinum. Þeir hafa vit-
að sem var, að ef það væri gert opinberlega, þá
xnundi valtýskan ekki fá sem beztan byr hér«.
En hinn fregnritinn kveðst bera það traust til
séra Jens, að hann muni ekki fara að gefa kost
á sér þar til þingmennsku, þótt hann fái þessa
áskorun, því að bæði muni ekki allir, sem hafi
skrifað sig hafa verið kosningarbærir, og svo muni
allhætt við, að aðrir hreppar sýslunnar verði ekki
jafnleiðitamir eða öruggir til liðveizlu, er áÉkyldi
reyna, svo að það gæti orðið gabb fyrir þing-
manninn að fara vestur þangað { kosningarer-
indum, valtýskan sé yfirleitt illaþokkuð í Dala-
sýslu, og ekki margir henni hlynntir, nema ef til
vill nokkrir menn í Laxárdal, undir handarjaðri
Hjarðarholtsfeðga, og örfáir í Hvammssveit (presta-
kalli séra Kjartans prófasts mágs Valtýs).
Samkvæmt skýrslu þessara tveggja Laxdæla,
er ekki ber neitt á milli í neinu aðalatriði, er
auðsætt, að Valtýingar setja sig ekki úr færi að
ná undir sig þeim kjördæmum, er þeir hafa
nokkra minnstu von um að geta unnið, eins og
þeir hafa nú t. d. reynt þarna í Dalasýslu, er tal-
ið hefur verið þeim tapað, því að fullyrt hefur
verið, að séra Jens mundi alls ekki kosinn
þar aptur, enda mundi hann alls ekki gefa kost
á sér. Það sést á sínum tíma, hversu mikið Val-
týingum verður ágengt í Dölunum. En það er
viljann að virða.
Nokkuð mikið bjartsýni virðist það vera hjá
valtýska flokknum, að ætlasért. d. að vinnaNorður-
Þingeyjarsýslu. Það er að minnsta kosti fullyrt,
að tilraunir hafi þegar verið til þess gerðar að
komaþaraðvaltýskum kandídat héðan úr Reykja-
vík(!) Það kallar maður að seilast um hurðarás
til loku. Skyldu þeir ekki hafa neinn líklegan
héðan að sunnan til að steypa Guðjóni í Stranda-
sýslu? Þá er Húnavatnssýsla. Það er fullyrt, að
kandídat héðan úr Reykjavík, Húnvetningur að
uppruna, og allmjöghandgenginn valtýsklíkunni hér
í bænum, eigi þar að freista hamingjunnar. Mun
síðar verða tækifæri til að minnast nánar á hann.
En hvað mun þá til varnar verða í Borgarfirði
og á Mýrunum? Þar er 2 valtýsk sæti að verja,
og er annað víst þegar alveg slaust og liðugt«
og hitt ekki nándanærri öruggt.
Að sinni verður ekki farið frekar út 1 þetta
efni, en síðar verður líklega minnzt á það bet-
ur. Það verða hreinustu vandræði fyrir Valtý-
inga, að fara svo dult, að Þjóðólfi komi ekki
njósnir um pukrið, áður en þeir ætlast til. Þeir
verða sannarlega að fara varlega til þess, þótt
þeir hafi sýnt, að þeir séu vel að sér í »laumu«.
Flutni ngabraut á Austfjörðum.
Þegar alþingi fyrir 7 árum með vegalögunum
(staðf. 13. apríl '94) ákvað flutningsbraut um
Fagradal, og þó þessi braut væri hin síðasta (9.)
af öllum flutningsbrautunum, og * af því mætti
ráða, að hún yrði síðast færð í verk, fögnuðu
samt allir, er hlut eiga að máli yfir, að þetta var
þó komið á pappírinn, — og sættu sig við að
vera olnbogabarnið, sem yrði að bíða, þangað til
eptirlætisbörnin væru búin að fá sitt. Hver sann-
girni var í því, að láta Austfirðingafjórðung vera
síðastan í þessu tilliti geta allir séð, sem þekkja
nokkuð til hinna landsfjórðunganna, er hafa til-
tölulega mjög marga greiða vegi af náttúrunnar
hálfu. Þó tekur út yfir allt, að láta Eyjafjarðar-
hérað í þessu tilliti ganga á undan, sem liggur
hér um bil lárétt án nokkurra teljandi mishæða
um grænar grundir fram til óbyggða. Þar var
komin á stórverzlan langt inn í landi (Grund)
og lýsir það bezt þörf þessa héraðs móts við
Austurland, og þvf, hvernig Austurland er haft
útundan í tilliti til samgöngubóta. —
Austurland allt girðir 2—3 þúsunda feta
hár fjallgarður, nema á Fagradal og Héraðssandi.
Á Héraðssandi er Lagarfljótsós, er Austfirðingar fyrst
fengu augastað á sem höfuðkauptúni, en sem er
búinn að margsýna sig sem ómögulegan sök-
um brima og útgrynnis, og sem þau skipti, er
hann hefur verið reyndur til fhitninga, jafnopt
hefur valdið slysum og manndauða, enda má við
því búast, að flutningsskip vikum saman gætu
legið þar, án þess að viðlit væri að komast í land
á lausum báti, hvað þá fermdum vöru. Lagar-
fljótsós sem verzlunarstaður er því eins og falleg-
ur draumur, sem aldrei getur ræzt, en slíkir lopt-
kastalar eins og Lagarfljótsós, ættu ekki að standa
öðrum hentugri vegum fyrir þrifum.
Þá er Vestdalsheiði, hún getur sem fjallveg-
ur verið góð fyrir Uthérað, þó mundi Borgarfjörð-
ur liggja betur við verzlan og flutmngum.—
Þá er Fjarðarheiði, um 2000 fet á hæð með
snarbröttum klettastöllum íjarðarmeginn, og mikl-
um halla héraðsmeginn ;yrði ómögulegt að koma þar
á flutningsbraut fyrir brettu báðum megin, og
svo, að um aðalbrattann fjarðarmeginn yrði að
sprengja brautarstæðið gegnum kletta, í fjölda-
mörgum sneiðingum, er mundi gera hana að
lengsta vegi til Héraðs, og að sjálfsögðu hinum
langkostnaðarmesta. Heiðin liggur 9 mánuði árs-
ins undir snjó, og er það nóg til þess, að hún
eigi getur komið til greina sem flutningabraut. —
Að vísu eru nú sem stendur mestu verzlunarvið-
skipti héraðsmanna um þessa heiði, en hagsmuni
fjölmennra byggðarlaga í tilliti til haganlegra að-
drátta, hljóta þó að sitja í fyrirrúmi fyrir hags-
munum einstakra manna á Seyðisfirði. —
Lík hinni síðasttöldu heiði er Eskifjarðar-
heiðii nokkuð lægri og óbrattari, og rennur fyr,
en þó ekki vel löguð fyrir akbraut. Einasta
akbrautarstæði frá sjó til Héraðs, er úr Reyðar-
fjarðarbotni um íagradal, sem loks brýtur hinn
samanhangandi fjallgarð, og sem er svo vel
lagaður af náttúrunnar hendi, að hann er sann-
arlegt gersemi. Dalurinn liggur ^/2 mílu vegar
frá botni Reyðarfjarðar í norðvestur 2s/4 mílu,
þangað til hann sker Eyvindarárdal, sem einnig
er mjög greiðfær, og mun þá eptir til Lagar-
fljóts um 1 T/» mílu. Hæst mun á Fagradal
um 900 fet, og er þá allur hallinn frá sjó til
Egilsstaða og brúarstæðis á Lagarfljóti 1 móti 20.
Nægilegt efni er alstaðar við hendina í dalnum
til vegagerðar. Þrjár smáár þarf að brúa á þess-
ari leið, en hvergi þarf að sneiða veginn, og er
það fágætt. Dalurinn verður snjólaus um sömu
mundir og sveitirnar í kring, og er það mikill
kostur.
Brautin ætti svo að ná að Lagarfljóti við
Egilstaði, sem er miðdepill allrar umferðar um
Hérað, og aðalpóststöð frá Suður- og Norður-
landi; mundi þar fljótt rísa upp stærsta sveitar
verzlun á landinu, af því meginhluti Héraðsins
mundi sækja þar að, svo að jafnvel löggilda
yrði þar kauptún, Fiskiföngum gætu hér-
aðsmenn hvergi ódýrar náð að sér en um Fagra-
dal, enda stór hagur fjarðamönnum að geta selt
nokkru verði, það sem fúnar niður hjá þeim
fyrir ekkert, eins og opt hefur verið bæði um
upsa og síld. Margvísleg viðskipi mundu fyrir
flutningsbraut um Fagradal komast á, og er braut-
arlagning um Fagradal lífsspursmál fyrir stóran
hluta Héraðsins, og yfir höfuð allt Austurland.
Óskiljanlgt er það með öllu, að enn leið svo síð-
asta þing, að ekki var lögunum frá 13, apríl 1894
í tilliti til Fagradals fullnægja ger, og ekkert fé
á fjárlögunum ætlað til þess, og hafði þingmað-
ur Suður-Múlasýslu þó 1 höndum umboð til að
hreyfa máli þessu á síðasta þingi; á þvl þing-
maður vor eptir að standa okkur kjósendum í
þessu tilliti reikningsskap sinnar ráðsmennsku,
en það má fullyrða, að hér eptir nær enginn kosn-
ingu fyrir þetta kjördæmi, nema sá, er vita má
um með vissu, að iylgi þessu tramfaramáli ótrauð-
lega, þar eð það varðar hinna mestu hagsmuna
stórt svæði af 2 sýslum. —
Að síðustu vil eg benda á, hversu allri vega-
gerð er lítt á leið komið hér austanlands, móts-
við hina aðra landshluta, og mun þetta liggja í
því, að vér höfum eigi haft þá forvígismenn fyrir
málurn vorum, sem við hefði þurft, því þó marg-
ir þeirra hafi verið góðir menn, hafa þeir eflaust
ekki haft þrek til að draga taum kjördæmis síns
móts við hina fjórðunga landsins, þar sem full-