Þjóðólfur - 01.06.1900, Blaðsíða 3
99
lega aptan í skipinu, heldur að framanverðu í
hulstri einu í skipskrokknum. Skrúfan sogar vatn-
ið irm og spýtir því svo aptur á bak eptir tveim-
ur pípum, er liggja frá hulstrinu aptur eptir skip-
inu, svo sem svarar ’/io af lengd þess. Á þenn-
an hátt verður skrúfan aflmeiri, bæði með því
að soga vatnið til sín og hrinda því út, aptur
með skipinu. Mótstððukraptur vatnsins framan
Tið skipið minnkar verulega við það, að skrúfan
sogar þar vatnið að sér, svo að hraðinn getur
aukizt. Þægindi eru það og, að ekki beránein-
um öldugangi við skrúfuna. Hvort þetta nýja
fyrirkomulag ryður hinu eldra úr vegi er ekki
unnt að segja, en menn fullyrða, að svona gerð-
ur gufubátur sé rniklu hraðskreiðari en bátar með
hinu eldra lagi, og jafn-óhult að ferðast með hon-
um, sem unnt sé að óska sér.
Grafin lifandi. Fyrir rúmum 2 mánuðum
gerðist sá atburður í smábæ einum, Lecce í Ap-
úlíu á Suður-Italíu, er vakið hefur mikla gremju
alstaðar og varpað óhug miklum á íbúa Italíu,
enda var atbuiður þessi svo sorglegur og hroða-
legur, að jafnvel í skáldsögum er leitun að öðru
■eins. Hefur fréttaritari einn í Róm skrifað ensk-
um blöðum allítarlega um þetta og verður hér
tekið stutt ágrip af frásögn hans: Ung kona í
Lecce veiktist undarlega, og læknarnir þóttust
sannfærðir um, að barn það, er hún gekk með
mundi aldrei sjá dagsins ljós. Svo dó konan —
eða svo virtist læknunum. Á Italíu er greptrun
manna hraðað sem mest og jarðarför konunnar
var ákveðin daginn eptir. Henni voru veittar
nábjargirnar, augunum lokað og krossmark lagt
i hönd henni. Líkið var fært í líkklæði og lagt
í kistu. Nóttina eptir var lokið skrúfað á kist-
una, og hún flutt í líkkapelluna, skammt frá
kirkjtlgarðinum. Tvö kerti voru látin loga við
höfðalag líksins og tvö við fótagaflinn. Um nótt-
ina brast á hvassviðri mikið, það hrikti í glugg-
unum á llkkapellunni, og vindurinn gnauðaði á
þakinu. Vörður kapellunnar, er sat í hnipri við
inngangsdyrnar heyrði þá allt í einu lágt óp, er
líktist mannlegu neyðarópi. En af því að vörð-
urinn var mjög hjátrúarfullur, hélt hann, að illir
andar væru að gera honum skráveifur í þessu ó-
veðri, því að hann hafði heyrt sagnir um, hversu
opt þeir tækju á sig mannlega rödd til að ginna
fólk í greipar sínar. Hann gerði þá krossmark
fyrir sér, stakk fingrunum í eyrun og þuldi bæn-
ir til allra helgra manna, allt til morguns. Hann
sagði frá þessu síðar, þá er rannsókn var hafin.
— Þá er birti um morguninn kom ljósmyndari,
er hafði verið beðinn um, að taka mynd afl lík-
inu. Kapelluvörðurinn hjálpaði honum til að
opna kistuna. Var hann utan við sig af hræðslu
eptir það, sem hann hafði heyrt um nóttina, og
þá er hann hafði opnað kistuna, fleygði hann sér
niður á grúfu og hrópaði: Jarteikn!, jarteikn!
Og sannarlega var það jarteikn, en mjög sorg-
leg- Að eins einn líkami lá í kistunni, er lok-
ið var skrúfað á, en nú skinu ljósin á tvö and-
lit. Hjá móðirinni lá barnið hennar, frítt og
hraustlega vaxið. Það hafði fæðzt í myrkri und-
ir líkkistulokinu, og kafnað þar. Móðirin hafði
velt sér á hliðina, og engin orð geta lýst þeirri
baráttu, er hinar samanbitnu varir hennar og
snúnu handleggir báru þögult vitni um.
Atburður þessi hefur leitt til þess, að stjórn-
arvöldin ítölsku hafa harðlega fyrirskipað lækn-
unum að beita öllum mögulegum lífgunartilraun-
Um, áður en dánarvottorð séu gefin, og að greptr-
unum sé ekki jafnmjög flýtt, sem venja hefur ver-
ið, eða innan sólarhrings frá andlátinu, nema um
drepsóttir sé að ræða. Það hefur og einmitt
komið í ljós, að víðar en þarna í Lecce muni
menn hafa verið grafnir lifandi á Ítalíu. Ein-
mitt um sama leyti var gamall maður 1 Liguríu,
nserri grafinn lifandi, Hann raknaði við, þá er
verið var að skrúfa lokið á líkkistuna.
Sólskin og inflúenza. Læknir einn í
Berlín, Ruhemann að nafni, hefur í læknfræðiriti
einu þýzku (»Berl. Klinischen Wochenschrift«)
sýnt frarn á, að inflúenza verði miklu ákafari og
illkynjaðri þá daga, er sól sér ekki. Veiki þessi,
sem geisaði 1 Berlín í janúarm. slðastl., varð þar
óvenjulega illkynjuð, enda hafði aldrei verið jafn-
lítið sólskin í Berlín þennan mánuð síðan 1893.
Samkvæmt athugunum veðurfræðis-stofnunarinnar
þar, var það að eins g4/s klukkustund, er sól
skein þar í næstliðnum janúar, en meðaltal sól-
skinstímanna næstl. 8 ár var 3Ó’/s kl.st. Og þetta
9^/5 kl.st. sólskin í vetur var að eins fyrri hluta
mánaðarins, þá er inflúenzan var allvæg, en all-
an síðari hluti hans (frá 16.—31. jan). voru al-
gerlega »sólarlausir dagar« og þann tímann versn-
aði influensasóttin um allan helming. Þá er
inflúenzan gekk í Berlín 1889 voru 22 sólskins-
lausir dagar og þá varð sóttin óvenjulega ill-
kynjuð og vlðtæk. Það er sannað, að sólin er
einmitt versti óvinur bakteríanna, og að sólar-
ljósið hefur drepandi áhrif á þær flestar.
Ónotagrikkur var það, sem Mc. Kinley
forseti og aðrir meiri háttar amerískir stjórnfræð-
ingar urðu fyrir nú fyrir skömmu. Skrautlega
búin kona og allvirðuleg sýnum, náði fundi þeirra
og sýndi þeim meðmælingabréf frá Chamberlain
Rhodes og öðrum enskum hefðarmönnum. Kvaðst
hún hafa f hyggju að semja sálfræðilegt ritverk
um hendur helztu stjórnfræðinga. Titill bókar-
innar átti að vera: xHendur, er reistu ríki«, og
hún átti að kosta 25 dollara (um 93 kr.). Mc.
Kinley, Henderson þingforseti í Washington, Da-
vis ráðherra o. fl. létu henni góðfúslega í té sýn-
ishorn eða stimpil af höndum þeirra, og rituðu
nöfn sín á pöntunarskrá að bókinni, er hún væri
komin út. Hin virðulega kona gekk svo með
þessi eiginhandarrit meðal manna í Washington,
og sveik nokkur þúsund dollara út úr hinum og
þessum fyrir þau, en hvarf svo allt í einu burt
úr bænum með feng sinn. — Nokkrir þessara
stjórnfræðinga, er hún blekkti, virðast hafa gefið
henni eiginhandarlýsingu á æfiferli þeirra, og
ekki dregið dulur á dyggðirnar. Og þessar sjálfs-
lýsingar hafa svo komizt í hendur mótstöðumanna
þeirra, er ekki hafa sett sig úr færi að nota þær
til að gera þá hlægilega, eins og geta má nærri.
Er gert allmjög dár að gabbi þessu í Washing-
ton, en stjórnspekingarnir, er fyrir því hafa orð-
ið brosa ekki, en núa hálfsneyptir hendurnar, er
þessi hrekkvísa kona þóttist ætla að gera frægar.
Strandferðaskipið ,Vesta‘ komhing-
að í fyrra kveld frá útlöndum norðan og vestan
um land. Með henni komu konsúlarnir: Jón
Vídalín með frú sinni og Jakob Havsteen frá
Akureyri með frú sinni og syni, ennfremur kona
Sigfúsar konsúls Bjarnarson's frá Isafirði, St.
Stephensen umboðsm. frá Akureyri, Sig. próf.
Gunnarsson og allmargir aðrir farþegar.
Frá ófriðnum engar verulegar fréttir
frekar en áður hafa borizt, enda ná útlendublöð-
in ekki lengra en fram í miðjan f. m. („Vesta"
fór frá Leith 16. f. m.).
Af nafnkenndum útlendum mönnum eru
látnir:
Carl Brosböll (Carit Etlar), skáldsagnahöfund-
urinn danski, 84 ára. — Lars Oftedal, hneykslis-
presturinn norski frá Stavanger, sem svo mjög var
talað um fyrir nokkrum árum. — Munckacsy hinn
nafnkunni ungverski málari; hann var jarðaður á
opinberan kostnað með mikilli viðhöfn.
f Séra Stefán P. Stephensen fyrrum prófastur
í Vatnsfirði er sagður látinn, rúmlega sjötugur að
aldri. Einnig er nýdáin Elín Elizabet Björnsdótt-
ir (síðast prests á Stokkseyri Jónssonar) kona
séra- Eyjólfs Jónssonar í Árnesi og móðir séra
Eyjólfs Kolbeins á Staðarbakka og systkina hans,
góð kona og merk, en hafði lengi verið heilsuveik.
Hún var fyr gipt Þorsteini Guðmundssyni „málara"
bróður Lýðs hreppstjóra í Hlíð f Eystrihrepp og
þeirra bræðra.
Nýr tannlæknir er væntanlegur hingað
til bæjárins nú með „Laura" frá Höfn 5. þ. m.
Það er cand. phil. Oli Steenback Stefánsson (frá
Grundarfirði), sem að undanförnu hefur dvalið
hjá bróður sínum Stefáni lækni í Aars á Jótlandi
norðanverðu.
Veitt prestaköll. Mosfell 1 Grlmsnesi
er veitt af landshöfðingja séra Gísla Jónssyni f
Meðallandsþingum, Reynivellir séra Halldóri Jóns-
syni aðstoðarpresti þar í brauðinu og Saurbær
á Hvalfjarðarströnd séra Einari Thorlacius í
Fellsmúla, allt eptir kosningu safnaðanna.
Óveitt prestaköll: Medallandsping
(Langholtssókn) í Vestur-Skaptafellssýslu. Mat
688 kr. 05 a. Brauðinu fylgir auk þess 200 kr.
bráðabirgðaruppbót þetta fjárhagstímabil. Veit-
ist frá næstu fardögum. Auglýst 28. maí. — Land-
þing (Skarðssókn) í Rangárvallasýslu. Mat 765 kr,
44 a. Fylgir einnig 200 kr. bráðabirgðaruppbót
þetta fjárhagstímabil. Veitist frá næstu fardögum.
Auglýst 28 maí.
Tjón af ofviðrinu um næstl. mánaðamót
hefur að því er frétt er utan af landi eigi orðið
voðalegt neinsstaðar. Af fiskiskipunum héðan
vantar þó eitt: „Falken" (eign G. Zoéga kaupm.);
það hefur ekkert spurzt til þess slðan fyrir ofviðrið,
og er því miður hætt við, að það hafi farizt. Á
því voru alls r6 manna.
Influenza-sóttin hefur nú gengið hér
um bæinn rúman hálfan mánuð og er enn lítt 1
rénun. Ekki er hún mjög illkynjuð, enn sem
komið er, en þó hefur hún snúizt upp í lungna-
bólgu á nokkrum. Ekki hafa dáið úr henni svo
menn viti nema 2 börn Gísla járnsmiðs Finns-
sonar, sem voru veik undir. Á sumum heim-
ilum liggur allt heimilisfólkið. Lærðaskólanum
var lokað þegar í byrjun veikinnar, með því að
skólapiltar sýktust einna fyrstir allra. Landsbank-
inn ekki opnaður í fyrra dag né í gær, sakir veik-
inda bankastjóra og starfsmannanna. Landsbóka-
safnið einnig þá lokað.— Sóttin er nú komin upp
um Borgarfjörð og Mýrar og austur í Árnessýslu.
Verzlun
Gísla þorbjarnarsonar
Reykjavík. Aðalstræti IO.
selur með góðu verði:
Kaffi. Export 2 teg. Kandís 2 teg. Melis.
Farin. Kaffibrauð. Hveiti (extra fínt). Riis-
grjón. Rúsínur. Fíkjur.
Niðursoðnar ertur. Picles o. fl.
Ennfremur: Bollapör fl. teg. Kökudiska m.
teg. Chocoladekönnur og Kaffikönnur af
porcelline og Blómsturvasa marg. teg. mjög
fallegir, sumir á förum.
Alnavara ýmiss konar, svo sem:
Skozk kjólatau. Enskt vaðmál. Hálfklæði
o. fl. Margar tegundir af sirtsum mjög ódýr-
um. Hvítu Iéreptin koma bráðum. Þá kem-
ur lfka Reyktóbakið, Munntóbakið og Nef-
tóbakið og Vindlarnir í verzlun
GÍSLA ÞORBJARNARSONAR.
VerzlunGísla Þorbjarnarsonar hef-
ur til sölu h ú s og j a r ð i r, er fást með gjaf-
verði.