Þjóðólfur - 08.06.1900, Síða 2

Þjóðólfur - 08.06.1900, Síða 2
io6 undir, er láta mun nærri lagi, þá samsvarar upp- hæð þessi, er bankinn átti þá úti í skyndilánum um 13 kr. á hvert mannsbarn á þessu svæði, eða rúmar 100 kr. á hvert heimili, er hefur 8 manns. Hinn víðfrægi kallar þetta vitanlega ekki röksemdir, af því að þetta eru sannar tölur; hann kallar sem sé ekki röksemdir annað en spádóma þá og bollaleggingar þær fyrir framtíðinni, sem honum þóknast að unga út úr sínu víðfræga höfði. En venjulegum mönnum til fróðleiks skal eg benda á, að þjóðbankinn danski með 4 útibú- um hafði um líkt leyti (31. okt. ’gg) úti alls í líkum lánum tæpar 38 milj. kr., eða um 15 kr. á mann í landinu. Þetta sýnir öllum þeim, sem skilja tölur og hafa að minnsta kosti eina tána tyilta við jörðina, að landsbankann vantar ekki svo gífurlega mikið upp á að vera það fyrir Island, sem þjóðbankinn danski með 4 útibúum sínum er fyrir Dani, verzlun þeirra og iðnað og búskap til lands og sjávar. Sá víð- frægi er því ekki réttlátur né sannsög- ull, þegar hann segir, að »vér höfum engan verzlunarbanka í landinu«, »að bankaleysi standi iðnaðarstéttinni alveg fyrir þrifum«, »að sveitabóndinn geti ekki fengið bankalán 6—8 mánuði af árinu« og að »fyrir útvegsbóndann sé enginn banki til, nema að nafninu«, því að banki, sem hefur úti í bráðabirgðarlánum til allra þessara stétta tiltölulega við fólksfjölda nærri því eins mikið og þjóðbankinn danski með 4 útibúum sínum, — hann verður þó að teijast með; dugar ekki að skoða hann, sem al- veg gagnslausan. Fátækramálið. Eptir Þ. II. Að »sama útsvarsþunga-misvægið yrði milli sýslna, eins og nú milli hreppanna«, er algerlega röng ályktun. Slíkt misvægi gæti ekki orðið neitt til muna. Eptir því, sem fátækrahéruðin stækka, eptir því vex útsvarsþunga-jafnvægið. — Bezt, að allt landið væri óskipt að þvl leyti, en af því slíkt er nú, sem stendur, lítt framkvæman- legt, er ekki til neins, að tala um það. — »Hóf er bezt í hverjum hlut«, og svo er með þetta. »Fyrir árveknisleysi og ódugnað einnar sveit- arstjórnar, yrðu aðrar sveitir, er betur gættu skyldu sinnar, að gjalda«, segir B. B. En hefur hann hugmynd um, að geta gert a 11 a jafn árvakra og duglega, svo að þeir duglegri þurfi ekki lengur að gjalda ódugnaðar hinna? Svo mikið er víst, að slíku verður ekki til vegar komið með því,iað nema 1 ö g i n ú r g i 1 d i. — En ef það væri meiningin, að hinir sterku ættu ekki lengur að styðja þá veiku, þá held eg færi nú að verða frá sjónarmiði shinna betri eiginlegleika« lítið gefandi fyrir slíkt »program«. »Sveitarþyngslin eru meiri I sjávarsveitum en landbúnaðarsveitum«, og enn fremur að: »eptir tillögu minni (o: Þ.) yrðu landbúnaðar-sveitabúar að borga aukinn hlut sinna sveitarútsvara til þurfalinga 1 sjáfarsveitunum«, segir B. B. Hvað fyrra atriðið snertir, þá er þess að geta, að í hverri sýslu landsins er bæði landbúnaður og sjáv- arútvegur, en auðvitað mismunandi. Aptur á móti er í mörgum hreppum að eins landbúnað- ur, en naumast í nokkrum hreppi eingöngu sjáv- arútvegur, og enginn landbúnaður. — Ef maður gerir nú ráð fyrir, að einhver sjávarsveit hafi meiri sveitarþyngsli, en önnur eindregin landbúnaðarsveit, t. a. m. helmingi meiri og í sjávarsveitinni eru að eins fáir efnaðir bændur, sem eingöngu stunda landbúnað, þá verður niðurstaðan sú, að hver þeirra verður að borga til fátækrafram- færis um helmingi meira, heldur en jafn efn- aður bóndi í landbúnaðarsveitinni á sama tíma. Getur nokkur kallað þetta réttlátt? Eða hvers á sjávarbóndinn að gjalda? Þess, að hann er nær sjó en hinn! eða hvað? — Hverjum þeirn, sem óhlutdrægt lítur á þetta mál, hlýtur að vera illa við þennan ójöfnuð, enda er hann ekki einungis ranglátur og lítt þolandi, heldur og skaðlegur fyrir landbúnaðinn o. fl., eins og eg hef drepið á í »Þjóðólfi«. Það sem eg því í þessu sambandi sérlega hef fyrir augum með tillögu minni, er: að hver sá, er fátækrastyrk lætur af hendi, láti hann í sem réttustu hlutfalli við aðra í landinu (ekki hreppnum!) eptir efnum og ástæðum, án til- lits til þess, hvort hann býr við sjó, eða til sveita, eða hvort hann lifir á landbúnaði eða sjávarút- vegi. Þetta vona eg, að B. B. skilji eins og aðr- ir. Það er annars hálfkynlegt, að jafnframt því sem hann er að tala um að nema framfærslu þurfamanna úr lögum o. s. frv., þá virðist hann vera svo gagntekinn af hreppapólitík, að sjón- deildarhringur hans f fátækramálinu sé eitthvað svo sorglega líkur að víðáttu einum einasta hreppi. III. (Síðasti kafli). Eitt er það, sem B. B. virðist þykja athuga- vert við tillögu mína, að hún ákveður ekki neitt hapt á einstaklinginn, sem hindri hann frá að leita sér atvinnu þar, eða við það er hann vill og bezt getur gengið, til lands eða sjávar, þar sem hann er að tala um, að fólk »flökti« frá einum stað til annars, til atvinnuleita, og býr svo til úr því þurfamenn, sem er fremnr skrítið. Því þeir menn, sem að verkinu fara úr sveit til sjávar í atvinnuleit, af því þá er lítið eða ekkert að gera heima, eru vanalega alls ekki þurfaling- ar, heldur duglegir, optast einhleypir menn, sem nauðsynlegt er, að alltaf geti haft eitthvað þarf- legt að starfa, ef ekki heima, þá annarsstaðar. — Enginn skyldi ætla, að hið bágborna fjárhags- ástand alþýðunnar yrði bætt með því, að minnka atvinnufrelsi einstaklingsins. Menn verða því að virða mér til vorkunnar, þó í tillögu minni sé ekkert sllkt, enda fer hún þvert á móti fram á mikilsverða aukning þessa frelsis, því það tel eg eitt aðalatriðið til umbóta á hinu núverandi tyrir- komulagi. Hið skaðlega atvinnuófrelsi, sem nú á sér stað er, eins og eg drap á hér að frarnan —sér- staklega fólgið í því, að fátækir fjölskyldumenn eru eigi sjaldan hraktir þaðan sem þeir hafa bú- ið um sig og er farið að líða nokkurn veginn vel. Þarf ekki annað en þess konar manni fæð- ist eitt barníviðbót, eða eitthvert smáræði komi fyrir, sem gerir fjárhagsástand hans ískyggilegra í svipinn, þá þýtur hreppsnefndin upp til handa og fóta og drífur manninn úr sveitinni. Hann er búinn að búa þar og vinna fleiri ár, hefur borgað mikið til sveitarþarfa, og verið yfirhöfuð nýtur félagsmaður og vel látinn. En nú, — burt með hann! og hann verður að fara nauðugur viljugur. Hann hefur máske búið og alizt upp við landbúnað; nú fær hann ekkert þannig lagað hæli, flækist því eitthvað til sjávar, í þurrabúð eða á eitthvert örreitiskot, langt frá þeim stöðum, er hann áður var á,—þekkir þar engan mann, kann næst- um ekkert, er að sjávaiútveg lýtur, getur þar enga stund ánægður lifað, eignir hans þverra óðum, fyrst af flutningskostnaði og fl., svo sér hann þessa nýju atvinnu bera lítinn arð, kraptar sálar og líkama lamast af hinum stöðugt vaxandi erfið- leikum, viðleitnin við að bjarga sér smá sljófgast; afleiðingin af öllu þessu verður bráðlega sú, að maðurinn með skylduliði sínu fer á sveitina. En hvar er þá þessi sveit ? Það er máske ekki gott að vita, ef til vill er hún á öðru landshorni. Þangað verður að flytja þennan aumingja, sem hefur orðið svona óhamingjusamur, að vera rek- inn af óhlutvöndum mönnum á sveitina, frá góðum bjargræðisvegi, og um leið frá allri tím- anlegri gleði og ánægju. Nú má gera ráð fyrir, að þessi maður verði á sveit það sem eptir er æfinnar og þiggi fleiri hundruð, ef ekki þúsundir króna, í stað þess að hann heftji getað orðið uppbyggilegur meðlimur þjóðfélagsins , og veitt börnum sínum sæmílegt uppeldi, hefði hann mátt vera kyr þar sem hann upphaflega bjó. Mjög þessu lík dæmi mætti finna hér á landi, ogligg- ur í augum uppi, hve afarmiklu fjárhagslegu tjóni slíkt veldur fyrir þjóðina yfirleitt, — jafnvel þó það sýnist I svipinn hagur fyrir einhvern einstakan hrepp; — og auk þessa beina skaða þau illu á- hrif, er þessir menn og fjölskyldur þeirra verða að þola af ófrelsi, óánægju, örbirgð og volæði, sem enginn getur með tölum talið. — Allt þetta hneykslanlega ólag hlyti að hverfa, ef tillaga sú, er eg hef haldið fram, yrði í lög leidd, og með því væri vissulega mikið unnið. Það má ef til vill sýnast óþarft, að svara grein hr, B. B., en ei að síður álít eg rétt að birta þessar athugasemdir mínar til þess að koma í veg fyrir misskilning, er kynni að eiga sér stað hjá einstökum mönnum, og til þess að hvetja menn til að gefa málinu gaum, því án efa er fá- tækramálið eitt hið þýðingarmesta og vandasam- asta, sem fiú er á dagskrá þjóðarinnar, og því leiðinlegra er, að menn sem gætu ef vifdu rætt það skynsamlega og uppbyggilega, skuli vera svo skeytingarlausir, að láta það annaðhvort afskipta- laust, ellegar þá þyrla upp einhverju hreppapóli- tísku ryki, undir yfirskini frelsis og mannúðar, ein- ungis til þess að tefja fyrir framgangi málsins, með því að villa mönnum sjónir á þeirri leið, sem hyggilegast er að halda. Enginn bræðingur. Um þingmálafund Eyfirðinga á HjalteyrÍ2i. aprll hefur birzt skýrsla í »Bjarka« 5. f. m. ept- ir skrifara fundarins, Stefán kennara á Möðru- völlum (harðsnúinn Valtýsliða) ásamt viðbótar- hugleiðingum eptir hann. I bréfum úr Eyjafirði er hann að minnsta kosti talinn höfundurinn og þess jafnframt getið, að fundargerðin sé allmjög »lituð«, svo að Valtýingar yrðu ekki ofhart úti á pappírnum. En fundurinn var mjög fámennur, líklega sakir veikinda í héraðinu um þær mund- ir. Er skrifað að norðan, að þar muniekki hafa verið fleiri en 14— 15 atkvæðisbærir menn (ekki 25), svo að 12 atkv. af þeim voru þá ásjálegur meiri hluti með ályktunum fundarins í stjórnar- skrármálinu. En auðvitað gera Eyfirðingar betri svör og halda einhvern veigameiri fund fyrir kosningar í haust. Um yfirlýsingu þá, er fram kom á þessum fundi frá Klemens sýslumanni Jónssyni, hefur fregnritanum í »Bjarka« (St. St.) og »ísafold» orð- ið skrafdrjúgt. En yfirlýsingin var þess efnis, að 1 vetur hefði þess verið farið á leit við ráðgjaf- ann, að undirlagi nokkurra heimastjórnarmanna, hvort hann mundi ófáanlegur til að gera þær viðaukabreytingar við hið svonefnda Valtýsfrum- varp, er tryggðu þinginu full fjárráð m. fl. Var þetta ekki annað en tilraun til að vita, hvað ráð- gjafinn mundi frekast vilja veita, og hvort stjórn- inni væri nokkurt »áhugamál« að gera hér nokkr- ar breytingar til bóta, eins og Valtýsliðar eru á- vallt að klifa á, að hún vilji. En svarið frá ráð- gjafanum var eins og vænta mátti algerlega neit- andi. Danska stjórnin vill ekki að neinu ganga, nema því, sem hún sér sér hagnað í. Það er breyt- ing til óbóta, sem hún gjarnan vill fá á stjórnar- fari voru, nfl. Valtýskuna, þábreytingu, sem hnýt- ir hnútana dálítið fastar en áður og nemur burtu úr stjórnarskrá vorri ákvæði, sem|stjórninni þykja óþægileg og bindandi (61. gr.). Þetta er allt og surot, sem hún vill og hennar hðar. Þessar fyr- nefndu málaleitanir frá hálfu nokkurra heima- stjórnarmanna urðu því ekki til annars en til að sýna hinn sanna vilja stjórnarinnar, hinn sanna áhuga(!) hennar á þessu máli, og það var svo sem auðvitað, að þær mundu ekki leiða til ann- ars. Höf. í »Bjarka« vill skoða þessa »samn- ingatilraun«(l), er hann svo kallar, sem vott um, hve nálægt ýmsir þingmenn úr heimastjórnar- flokknum standi hinum flokknum sValtýsliðun- um«. Það er meiri »bræðingur« í málinu, sem stjórnarliðarnir óska svo ákaft eptir. En þeir geta naumast gert sér neinar vprulegar bræðings- vonir út af þessari málaleitun örfárra manna úr hinum flokknum, er upp á eigin spýtur gerðu þessa lítilsháttar tilraun til að kanna hugarfar stjórnarinnar. Þetta er því ekki neitt stórmerki- legt atriði í málinu, er stjórnarliðarnir geti tekið sér til neinna »inntekta«, því að það getur ekki

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.