Þjóðólfur - 08.06.1900, Qupperneq 3
io7
haft nein áhrif á gang málsins. Og í sjálfu sér
var málaleitun þessi óþörf og þýðingarlítil, því
að menn gátu hér um bil vitað fyrirfram, hverju
stjórnin mundi svara. Verði enn meira veður
gert úr þessari fyrirspurn til ráðgjafans og farið
að »flagga« með henni stjórnarliðunum 1 vil,
rnunu hvatamennirnir birta það, sem umboðs-
manni þeirra og ráðgjafanum hefur farið á milli,
svo að menn sjái, hvernig málaleitun þessari eða
fyrirspurn var háttað.
íslenzku munirnir í París
Og
frakknesku blöðin.
Það hefði vel mátt við þvl búast, að sýn-
ingarnumirnir héðan af Islandi hefðu falizt aug-
um frakkneskra blaðamanna og athygli heimsins
innanum þann aragrúa af stórfeldum og stórmerki-
legum deildarsýningum, sem heimssýningin í Par-
ís hefur í sér fólgnar. Svo er þó ekki. Þeirra
hefur verið minnzt í helztu blöðum Frakka. Er
sjaldgæft, að Islands sé getið hjá stórþjóðunum
nema í smáum stíl 1 báðum merkingum orðsins
og hlýtur það þvl að gleðja hverja sanníslenzka
sál að sjá landsins okkar minnst á fremstu síð-
unni á stórblöðum eins og »Le Figaro* og »Le
Matinc með velvild og hlýjum orðttm, eins og
þessi blöð gerðu daginn eptir að íslenzka sýn-
ingin var opnuð ii. maí af hr. kaptain Daniel
Bruun að viðstöddum fjölda frakkneskra og út-
lendra boðsgesta, helzt mönnum Dana í París,
meðlimum frakkneska landfræðis- og mannfræða-
félagsins, prinz Bonaparte, útl. hertogum og greif-
um og vísindamönnum, sem frakknesku blöðin
nafngreina. Einn einasti Islendingur var meðal
boðsgestanna, ungfrú Dagmar Bjarriaspn (systir
þeirra Björns sýslumanns og Sigfúsar konsúls á
Isafirði), er hefur dvalið í París í io ár. Var
þar úr mörgum spurningum að greiða fyrir hana,
einkum þar sem blaðamennirnir voru á ferðinni.
Hitti hún meðal annars fregnrita frá Daily News
í London, sem laukiofsorði ásýningunaog kvaðst
mundi skrifa um hana í blað sitt.
Eptir að fregnriti Le Figaro's hefur dáðst að
kvennbúningnum íslenzka, æðardúninum og sel-
skinnunum, handritunum og fornbókunum, þar á
meðal Guðbrandarbiblíu frá 1584, sem hann nefnir
»bible énorme« (stóru biblíuna), kemst hann svo
að orði: »Einn af hinum ensku sambræðrum
niínum var stundunum saman í þessum fornhelgu
handritum og bókum og hann sagði við mig:
Eg efast ekki um, að Island er okkar klassiska
land og að fslenzkan er fyrir okkur, þjóðirnar af
germanska ættbálkinum, sarna sem latínan er fyr-
ir ykkur, rómönsku þjóðirnar. íslendingar hafa
geymt þessa. fornu tungu hreina og óblandna öll-
um útlendum orðum og þeir eiga bókmenntir,
sem eru (régal divin) guðdómleg nautn þeirra,
sem íslenzku skilja í landi voru (Englandi). Þér
mttuð að læra íslenzku«.
»Le Matin« minnist einnig handritanna,
kvennbúninganna, sem sumir séu 400 franka virði,
Þykir útskurðurinn einkar einkennilegur á rúm-
fjötum og trafakeflum, minnist á grútarlampana
(lampes á huile rudimentaires), sem mtnni á
'ampana, er enn séu notaðir til sveita á Frakk-
'andi; auk drykkjuhornanna, spónanna, askanna,
Sem nefndir eru með íslenzku nafni, eptirllkinga
^ndabýlanna og kirkjunnar á Hofsstöðum í
^kagafirði, minnist blaðið sérstaklega á altaris-
kaleik frá kirkjunni á Skarði í Dalasýslu, útskorinn
°8 gulli greyptan, frá 1500, ennfremur á eptir-
1/V • 1
Klng holdsveikraspltalans og hinar einkennilegu
*andslagsmyndir.—
Óneitanlega hefði það verið viðkunnanlegra
og íslendingum sjálfum meiri sómi, ef þeir hefðu
haft manndóm 1 sér til að fela hæfum Islendingi
sýningu sína á hendur, til að vera fulltrúi lands-
ins okkar gagnvart öllum heiminum, þó að eng-
inn efist um, að herra Daniel Bruun hafi í alla
staði leyst verk sitt vel af hendi.
Þjóðvinur.
Bókmenntafélagsfundur — síðari
ársfundur deildarinnar hér — var haldinn í gær.
Höfðu mótstöðumenn forseta (dr. B. Ólsens) fjöl-
mennt þar allmjög til sámblásturs gegn honum,
út af því, að þeim þótti hann hafa sýnt einræði
í félaginu, einkum gagnvart einum Tímaritsnefnd-
armanni, Einari Hjörleifssyni, er forseti kvaðst
ekki vilja vinna með í nefndinni eptir deilur þeirra
í vetur. Skildi forseti svo fundarákvörðun um
þetta mál í vetur, að hann þyrfti ekki að kalla
þennan mann á nefndarfundi og var þeim því
frestað. En þetta var svo notað til að ófrægja
rektor meðal félagsmanna hér í bænum fyrir ráð-
ríki og hefja flokk gegn honum. En sakir þess,
að rektor fylgdi máli sínu fast fram og engin
miðlun gat á komizt tókst svo óhappalega til, að
mótstöðumenn hans báru efra hlut við forseta-
kosninguna, þó að eins með 2 atkvæðamun, því
að dr. B. Ólsen fékk 18 atkv., en Eiríkur Briem
prestaskólakennari var valinn forseti með 20
atkv. Köllum vér þetta óhappaleg úrslit, ekki
sakir þess, að hinn nýi forseti sé ekki 1 alla staði
hinn virðulegasti sæmdarmaður, alkunnur hæfi-
leikamaður og starfinu eflaust vel vaxinn, heldur
sakir þess, hversu dr. B. Ólsen hefur staðið frá-
bærlega vel í stöðu sinni, og hvernig honum hef-
ur tekizt að hefja félagið eða deildina hér upp
úr mjög ískyggilegri skuldasúpu frá tíð fyrirrenn-
ara hans (B. J.), auk þess, sem félaginu hefur ver-
ið mikill heiður að þvf, ekki sízt erlendis, að hafa
jafn fjölhæfan og viðurkenndan vísindamann, sem
forseta sinn, og að þvl leyti höfum vér ekki jafn-
ingja rektors á að skipa f forsetasætið. En þá
er illa farið, ef þessi virðingarstaða (forsetatignin)
í félaginu verður höfð að leiksoppi einhverrar ó-
hlutvandrar klíku, er að eins velur af einhverjum
persónulegum og eigingjörnum hvötum, til að ná
tangarhaldi á félaginu, án tillits til hags ogsórna
þess, því að óvíst er, að sfðar takist eins vel með
forsetavalið, eins og þó tókst í þetta skipti, þar
sem séra Eiríkur Briem á hlut að máli.—Féhirð-
ir félagsins var kosinn Björn Jensson adj., skrifari
séra Þórh. Bjarnarson (endurkosinn) og bókavörð-
ur Morten Hansen skólastj. (endurkosinn). Vara-
embættismenn sömu og áðurog tfmaritsnefnd hin
sama. Dr. B. Ólsen bauð félaginu til prentunar
sögurit eptir sigf minningu 900 ára afmælis kristn-
innar hér á landi og var nefnd kosin til að segja
álit sitt um það. Er ætlazt til, að það verði
prentað um 24. júní, sem er 900 ára afmælisdag-
ur kristninnar hér.
Influenzasóttin er nú fremur f rén-
un hér í bænum. Þó liggja enn margir og sumir
að leggjast, mjög fáir, sem sleppa að líkindum.
Sóttin hefur ekki orðið svo væg, sem menn hugðu
í fyrstu, því að þeir sem ekki hafa farið nógu
varlega með sig, hafa margir lagzt aptur allþungt
og sumir fengið lungnabólgu. Er því mjög áríð-
andi, að viðhafa alla varúð og fara ekki út eða
reyna neitt á sig, meðan veikin er í mönnum,
því að eptirköstin geta verið hin verstu. Munu
nafa látizt hér í bænum 8—10 manns úr veikinni
eða afleiðingum hennar, helzt gamalt fólk. Er
veikin nú óðum að breiðast út hér í nærsveitunum
og nærsýslunum.
Strandferða'bátarnir „Hólar" og „Skál-
holt" báðir komnir og með þeim allmikill fjöldi
farþega. Voru um miðjan dag í gær 4 gufu-
skip frá „hinu sameinaða" í senn nér á höfninni:
„Hólar" og „Skálholt", „Vesta" og „Laura“. —
För „Vesta" norður um land til útlanda í gær
síðari hluta dags, og með henni meðal annara
farþega: Sigfús Bjarnarson konsúll og frú,hans
til Isafjarðar, Björn Ólafsson augnlæknir, Ó. St.
Stefánsson tannlæknir og Sigurður Guðmundsson
bóndi í Vetleifsholtshelli áleiðis til landbúnaðar-
sýningar í Odense, senduraf stjórn búnaðarfélags
Islands. Magnús Einarsson dýralæknir var farinn
áður í samkýnja sendiför, og síðar kvað Þórhall-
ur Bjarnarson lektor ætla að fara í forföllum
Einars Helgasonar garðyrkjufræðings. Fá menn
Í>essir ókeypis flutmng íanda á milii og nokkurn
járstyrk þar að auki.
:■/ / / / / / > / / / / / / / / /á
JJ
VERZLUNIN
I
Með skipunum Vesta og Laura hafa
miklar vörubirgðir komið í ofannefnda verzlun.
A meðal annars: Laukur. Kaffi. Export.
Kandís. Melís. Púðursykur. Hrísgrjón. Hafra-
mjöl. Klofnar baunir. Overhead. Skraa. Rjól.
Reyktóbak o. m. fl.
Ásgeir Sigurðsson.
Nokkur íbúðarherbergi fást til leigu nú þegar.
Laugaveg 61.
Sveinn Jónsson, trésmiður.
Vín, vindlar og reyktóbak 1
frá
Kjær & Sommerfeldt
fæst hjá
Steingrími Johnsen.
Ætíð nægar birgðir.
J
Reykvíkingar og sveitamenn.
Takið nú vel eptirl
Undirskrifaður selur fyrir óvanalega lágt verð í peningum alls konar reiðtygi: Hnakka.
Söðla. Púða. Töskur. Höfuðleður. Tauma. Ólar og annað, sem að reiðskap lýtur. Aðgerðir
eru fljótt og vel af hendi leystar. Efni og verk hið vandaðasta. Gjaldgeng vara er einnig
tekin og borgunarskilmálar eru sérlega aðgengilegir. Ennfremur hefur undirritaður frá 30.
júní næstkomandi 6—8 gÖÖd reiðhesta eða eigi færri en að undanförnu með reiðtýgj-
um og klifsöðlum til leigu handa ferðamönnum, yfir tveggja til þriggja mánaða tíma. Þeir
sem vildu sinna tilboði þessu, korni og semji við mig fyrir miðjan júní næstkomandi.
Munið eptir, að hús mitt er
Nr. 31 við Laugraveg.
Það tefur ykkur ekki að koma við hjá mér, því þið munuð komast að raun um að það
borgar sig. Ennfremur hef eg frá þvi í dag alls konar nauðsynjavöru, sem verður seld
bæði fyrir peninga og alla gjaldgenga vöru, svo sem vorull, sundmaga 0. fl.
Reykjavfk, 1. júní 1900.
Virðingarfyllst.
Jón Ásmundsson.
Söðlasmiður.