Þjóðólfur - 22.06.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. júní
1900.
Nr. 29.
Vesturflutningar.
Skæðasta landplágan.
Með »Lauru«, er héðan fór til útlanda 19.
m. fóru eitthvað hátt á 2. hundrað eða um
180 Ameríkufarar, og fjöldi situr eptir, sem ekki
gat komizt sakir rúmleysis í skipinu. Btður það
fóik hér byrjar fram í næsta mánuð, og þykir
súrt í brotið. En vonin um að losna héðan mun
gera biðina léítbærari. Flest mun fólk þetta vera
á bezta skeiði, miðaldra heimilisfeður með konu
og börn og einhleypir, dugandi menn, og er ekk-
ert smáræðistjón fyrir landið að þessum burtflutn-
ingi. Nú er víst þeim mönnum skemmt, sem
unnið hafa og að því vinna í orði og verki að
eyða landið og mála allt hér með verstu og svört-
ustu litum. Og þeir eru allmargir hér á landi,
er þetta fargan styðja og rétta Sigurði Kristófers-
syni og hans nóturn hjálparhönd við þennan virðu-
lega(!) atvinnuveg. Eptir að Sigurður kom hing-
að með fullar hendur f jár frá Kanadastjórn, kom
drjúgur vindur í seglin, því að ýmist lánaði a-
gentinn mönnum farareyri, eða lofaði að lána
þeim það, sem þá vanhagaði um, er þeir kæmu
á land í Ameríku. Og svo göfugmannlegt(l) til-
boð var auðvitað þakksamlega þegið af mörgum.
En þótt Sigurður og Kanadastjórnar-peningar
hans hafi sópað mörgum til Amerlku, þá þykjast
menn þó sannfærðir um, að þessi vesturfara-
hviða nú í ár eigi rót sína að rekja til þess und-
irbúnings, þess grundvallar, er guðsmennirnir að
vestan lögðu hjá mörgum manni á yfirreið sinni
1 fyrra, sömu guðsmennirnir, sem mest stáss var
gert af hér 1 bænum og annarsstaðar. Verður ef
til vill unnt að minnast dálítið nánar á þá för
síðar.
Tjón það, er vort fámenna þjóðfélag hefur
beðið við vesturfaraflutningana næstl. 20 ár, er ó-
metanlegt, bæði beinlínis og óbeinlínis. Þeir eru
einhver hin skæðasta landplága, er gengið hefur
yfir landið síðan það byggðist. Þeir eru Svarti
dauði 19. aldarinnar hér á landi, því að þeir
menn, sem vestur flytja eru ekki að eins dauðir,
sem Islendingar, sem sérstakur íslenzkur þjóð-
flokkur, heldur sýkja þeir þá, sem eptir eru hér,
þannig, að þeir missa allan vilja, allan áhuga til
að komast hér áfram, og hafa ekki hugann áöðru,
•en losna héðan sem fyrst. Það eru þessi skaðiegu
óbeinu áhrif, sem vesturflutningarnir hafa á þjóðlíf
vort. Að gera sér í hugarlund, að Islendingar haldi
þjóðerni sínu vestanhafs og renni ekki saman
við ensku þjóðina, er hreinn og beinn barnaskap-
ur, bláber heimska. Það er llka langréttast fyr-
ir þá þar vestra, að gleyma sem fyrst öllu ís-
lenzku, varpa öllu fyrir borð, sem einkennir þá,
sem sérstakan þjóðflokk, því að þeir geta ekki
hvort sem er, spyrnt gegn broddunum. Þeir
hljóta að hverfa inn í hringiðuna, og það er
þeim sjálfsagt tyrir beztu. Með stöðugum útflutn-
ingi héðan, stöðugri blóðtöku á þjóð vorri hér,
.getur sú kynslóð, sem vestur flytzt haldið þjóð-
■erni sínu að nafninu til, meðan hún er uppi. En
törnin, sem flytja ung héðan og öll yngri kyn-
slóðin verður ensk.
Til dæmis um, að Þjóðólfur hafi í vetur lýst
'tokkurnveginn rétt vesturfaraæðinu í fólki og
ekki farið með neinar ýkjur gagnvart prestaöld-
llngnum á Mosfelli, skal geta þess, að gömul
kona úr prestakalli séra Stefáns, einmitt sama
konan, sem minnst var á í Þjóðólfi, lét núna
flytja sig á kviktrjám hingað suður til Reykjavík-
ur til að komast til Ameríku, en eins og nærri
má geta, hefur henni verið neitað hér um flutn-
ing til þessa fyrirheitna lands, svo að nú verður
að flytja hana á kviktrjám aptur heim til sín.
Er óskiljanlegt, hvernig venzlamönnuro þessarar
gömlu konu hefur getað komið til hugar, að þessi
farlama aumingi yrði fluttur vestur yfir Atlants-
haf, hversu fegin, sem hún vildi.
Hin kirkjulega klíka vestanhafs með »Lög-
berg« í broddi fylkingar getur nú hrópað nífalt
húrra, er hún sér innflytjendahópinn lslenzka á
járnbrautarstöðinni 1 Winnipeg og látið syngja
»Te deum« 1 kirkjunni til lofs og dýrðar þeim, er
svona vel hafa smalað hér heima. Og ætti þá
ekki að gleyrna að þakka sérstaklega stjórnar-
málgagninu reykvíska og ritstjórum þess fyrir
þann mikilsverða þátt, er þeir eiga i sálnafjölg-
uninni þar vestra, með flágjallandi útflutninga-
hugvekjum, upphvatningum og góðfúslegum bend-
ingum, bæði beinlínis og óbeinlínis í málgagn-
inu þeirra.
,ísafold‘ og ,Mercator‘.
Eptir Mercurio.
IV.
14. I hinum 3 síðustu greinum sínurn í 34—
36. tölubl. Isafoldar, snýr sá víðfrægi sér sérstak-
lega að því, að finna að landsbankanum og stjórn
hans. Aðfinningarnar eru í sjálfu sér ómerkileg-
ar og á víst bankastjórnin hægt með að svara
þeim, ef hún vill virða höfundinn þess. En sem
sýnishorn af bankafræði hins víðfræga og hin-
um afareinkennilegu kenníngum hans skal bent
á, að hann kennir, að bankastjórn eigi
ekkert atkvæði að hafa um það, hve
stórlánbankiveitir ogtil hve langs
tí m a, Það væri auðvitað þægilegast fyrir alla,
sem peninga þurfa — og hverjir eru það, sem
ekki vilja peninga — að geta gengið að pen-
ingaskúffu og tekið úr henni eins mikið og menn
vilja, og borgað aptur þegar mönnum þóknast
sjálfum — eða aldrei; en slíkt mun vera alveg
nýmóðins bankastjórn. Og það get eg skilið, að
þeim mönnum, sem ætla, að hlutafélagsbankan-
um muni verðastjórnað eptir þessari reglu,
sé umhugað um, að hann komist á stofn, sem
allra fyrst. En þá væri án efa gott, að auka
stofnfé hans sem mest — vera ekki eins og þing-
ið, að draga úr því um eina miljón, — því að
margar eru þarfirnar vor íslendinga; — og svo
væri þetta sparnaður að því leyti, að bankastjórn
og gjaldkera þyrfti alls ekki með. Sá víðfrægi
ætti að kenna erlendum bönkum þessa aðferð,
svo að þeir og þjóðirnar gætu notið blessunar
af þessari uppfundning hans.
15. Það er ekki gott að sjá, hvað þeim víð-
fræga kemur það við, hvort bankastjórinn situr
á alþingi eða heima í stofu sinni á þeim tímum,
sem hann þarf ekki að gegna bankastörfum, eða
hvar bankagjaldkerinn elur manninn, þegarbank-
inn er ekki opinn til afgreiðslu. Það getur
heldur ekki haft neina vertilega þýðingu, hvort
banki er opinn fyrri híuta dagsfrákl. n—2 eða
frá 10—1. Slíkt er hótfyndni, er sýnir, aðskort-
ur er á réttmætum aðfinnslum. Sá víðfrægi finn-
ur ekkert að því, og álítur þar af leiðandi ekk-
ert á móti þvl, að sýslumenn, Jæknar og prestar
yfirgefi störf sín og sitji á alþingi og getur
það því eigi fremur verið ótilhlýðilegt, þótt aðr-
ir menn, er hafa á hendi störf fyrlr hið opinbera
geri það einnig, ef starfinu er borgið eins þá og
endrarnær. Og slíkt mun eiga sér stað bæði
með bankastjórastarfið og gjaldkerastarfið. Aldr-
ei hafa heyrzt kvartanir um hið mótsetta. Auk
þess ber þess að gæta, að þingtíminn, júlí og
ágústmánuðir, er aðal-bjargræðistíminn, þegar
minnst er um mannaferðir og þar af leiðandi
minna að starfa við bankahérhjá oss, en á flest-
um öðrum tímum. A vorlestum og haustlestum,
eins þá er póstskip koma og fara eru að sjálf-
sögðu störfin meiri, enda mun þá alltítt, að banka-
stjóri sé þá til viðtals jafnvel 2—3 tíma og að
bankinn afgreiðir 3—6 tíma, ef á þarf að halda
og aðsókn er svo mikil. Þetta hafa víst flestir
orðið varir við, sem hafa haft viðskipti við bank-
ann. Bankastjóri er ekki einn í bankastjórn,
heldur eru 2 gæzlustjórar við hlið hans, er al-
þingi kýs; og meðan þeir eru ekki launaðirnema
með 500 kr. á ári, er ekki sanngjarnt að beimta,
að þeir séu í bankanum að jafnaði lengur en
þeir eru nú. Þetta hefur alþingi sjálft viður-
kennt.
Eg minnist þess síðastliðið haust, eptir það,
að hin fyrsta grein hins víðfræga birtist í Isa-
fold, 11. nóvember, að allmargir verzlunarmenn
og fleiri borgarar voru komnir saman hér í einu
húsi í bænum og var þar ttðrætt um nefnda grein
hins víðfræga og hlógu menn dátt að henni —
einluim um 48°/o stórkaupmannanna. Bar þá á
góma, hver mundi geta verið höfundur að þess-
ari kaupmannsspeki. Leizt mönnum, að vart gæti
verið um annan að tala, en hinn víðfræga kaup-
mann (Mercator), er útgaf í fyrra sumar hinn ann-
álaða banka-spádómsreikning, er hann kallaði »á-
lit nokkurra kaupmanna«, ensemsíðan sannaðist,
að hann væri einn höfundur að, og sem ritstjóri
Isafoldar varð á opinbeium mannfundi í vetur að
f r á b i ð j a sér, að hefði átt að vera fylgirit með
ísafold. En þá fer öllum, sem til þekkja að verða
skiljanlegt, að sá víðfrægi reynir að tína allt til,
án tillits til sannleikans, er hann hyggur, aðgeti
niðrað landsbankanum og stjórn hans.
Kristnitöku-afmælið.
Á sunnudaginn kemur (24. þ. m.). er að
réttu lagi 900 ára afmæli kristninnar hér á landi.
En nú hafði biskup fyrirskipað, að þessa atburð-
ar skyldi minnzt 1 öllum kirkjum landsins á sunnu-
daginn var 17. þ. m. og þá var einnig lítilshátt-
ar viðhöfn hér í dómkirkjunni. Er svo að sjá
sem biskup sé ekki vel kunnugur Kristnisögu eða
öðrum fornum heimildarritum, er frá kristnitökunni
skýra, því að fyr en 24. júní getur afmæli
þetta ekki verið, eins og dr. Björn Ólsen mun
hafa leitt næg rök að í minningarriti því um
um kristnitökuna, sem nú mun fullprentuð. í
Grágás er svo fyrirskipað, að goðar allir skuli
koma til þings fimmta dag viku (fimmtudag), er
tíu vikur eru af sumri, áður sól gangi af þing-
velli. Nú hófst sumarið árið 1000 11. aprll ept-
ir gamla stíl, og miðvikudaginn 19. júnívoruþví
fullar 10 vikur af sumri. Goðarnir hafaþákom-
ið til þings ekki síðar en fimmtudagskveldið 20.
júni, líklega sama daginn og þeir Hjalti Skeggjason