Þjóðólfur - 31.08.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 31. ágúst 1900.
Nr. 40.
Að hverju leiðir Valtýskan?
Þetta er spurning, sem mjög margir munu,
án efa, nú um stundir leggja bæði fyrir sjálfa sig
og aðra og óska úrlausnar á. Því nú fer sá tími
að nálgast, að þjóðin sjálf á að gefa fullkomið
svar upp á það, hvort hún vilji aðhyllast hina
svo kölluðu valtýsku eða ekki. Og er því ekki
að undra, þótt allur þorri kjósenda, sem sjálf-
stæðir vilja vera í kosningu sinni óski að vita
hinn sanna anda og stefnu þessarar svo nefndu
stjórnarbótar. En þrátt fyrir það, þótt málið hafi
nú allmikið verið rætt í dagblöðum vorum, bæði
með og móti, þá munu þeir vera margir, sem
ekki hafa enn gert sér ljóst, að hverju valtýskan
leiði. Og sprettur það án efa að miklu leyti af
því, að kjósendur margir hverjir hafa ekki lesið
né fengið nógu ljósa eða nógu opt ítrekaða
skýringu á stjórnarskrárgrein valtýskuhöfundarins
sjálfs í Eimreiðinni V. i, þvl þar kemur svo ber-
lega í ljós, að hverju valtýskan leiði, hver áhrif
hún að sjálfsögðu hlýtur að hafa á skoðun þeirra,
sem fullkomlega aðhyllast hana. — Eins og gef-
ur að skilja, þá hefur höfundur valtýskunnar bit-
ið sig sjálfan fastan í sitt eigið frumvarp og af-
leiðingin af því hefur, samkvæmt Eimreiðargrein
hans að dæma, orðið sú, að sú danska skoðun
hefur rutt sér til rúms í huga hans, að stöðulög-
in og að nokkru leyti grundvallarlögin dönsku
giltu fyrir Island. En að játa það er, eins og
öllum hlýtur að vera Ijóst, sama sem að neita
sérstöðu Islands í hinu danska ríki. Island ætti
þá eptir því hvorki að hafa annan né æðri rétt
en t. d. Færeyjar, nema þó talsvert minni, þar
sem Færeyingar hafa að sínu leyti tekið þátt í
tilbúningi stöðulaganna og heyrt þau birt hjá sér,
en vér höfum hvorki tekið hinn minnsta þátt í
tilbúningi þeirra né heyrt þau eða séð á lögform-
legan hátt auglýst, en eigum þó, samkvæmt skoð-
un Dana og þessa einkennilega þjóðfulltrúa Is-
lendinga, að beygja oss í einu og öllu undir þau.
Mundi ekki vera þá mál til komið að fara að
birta þessi lög hinni íslenzku þjóð ? — En þessi
skoðun er svoddan fjarstæða og óaðgengileg fyr-
ir alla óbrjálaða íslenzka hugsun, að enginn Is-
lendingur allt fram á daga dr. ValtýsGuðmunds-
sonar hefur getað aðhyllst hana, heldur hafa þeir
1 einum anda neitað gildi hennar, bæði stjórn-
tnálamennirnir og aðrir. En þegar hann kemur
til sögunnar, lætur sig heilla af Danastjórn, og
fer að berjast með hnúum og hnefum fyrir frum-
varpi sínu, þá tekur hún sér fast aðsetur f heila
hans, og einn góðan veðurdag gerir hann almenn-
ingi kunnugt, að hann, forsprakki hinna pólitisku
framfara, sem hann og hans fylgifiskar vilja láta
álíta, hafi aðhyllst hana. Hann einn úr flokki
allra íslenzkra stjórnmálamanna — því til þeirra
vill hann óefað láta telja sig — kemst að þeirri
niðurstöðu, að stöðulögin og grundvallarlögin gildi
fyrir oss íslendinga. Að hann, einn allra íslend-
inga, kemst að þeirri niðurstöðu og vill þannig
að engu gera hin sérstöku þjóðréttindi íslendinga
verður að álítast, að eigi stafi af því, að hann
sé í raun og veru verri Islendingur en aðrir —
til þess eru engar eðlilegar ástæður — heldur
hefur þessi skoðun komizt inn hjá honum sem
bein afleiðing af stjórnarskrárbreytingarbralli hans
enda er það eptirtektavert, að hún kemur ein-
tnitt fram, þegar hann er að reyna til að verja
°g sýna fram á ágæti frumvarps síns. Vegna þess
að hann hefur neglt sig fastan við frumvarp sitt
sem gerir, með ríkisráðssetu hins íslenzka ráðgjafa
ráð fyrir afskiptum aldanskra ráðgjafa af alíslenzk-
um málum, hefur hann leiðzt til þessarar skoð-
unar. Og eins og hefur farið fyrir honum sjálf-
um meistaranum, sem bezt ætti að vera trúandi
til að geta rakið hugsun og afleiðing frumvarps
síns, eins má að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að
fari fyrir lærisveinum hans, styðjendum valtýsk-
unnar, Reyndar hafa þeir af þeim, sem tekið
hafa til máls um þetta atriði, enn þá sem kom-
ið er tekið því fjarri. En um suma þeirra má
segja, að þeir séu kynntir að því, að bera káp-
una á báðum öxlum. Og þótt þeir því nú hafi
tekið fjarri að þeir aðhyllist skoðun doctorsins
um gildi stöðulaganna og grundvallarlaganna fyr-
ir ísland, þá er eigi fjarri vegi að álíta, að það
geti verið hyggindabragð hjá þeim, með því að
þeim mun vera það fullkunnugt, að sú skoðun
muni eigi vera Islendingum yfirhöfuð geðfeld
enn sem komið er. En ef þeim yrði sigurs auð-
ið í þeirri kosningabaráttu, sem nú fer í hönd
— en sem betur fer litlar líkur eru til — þá má
fyllilega gera ráð fyrir því, að þeir hiki ekki
lengur við, að ljá dr. Valtý fylgi sitt til að sýna
Islendingum fram á, að þeim beri að álíta stöðu-
lögin og grundvallarlögin gildandi hjá sér, því
svo leiðitamir hafa þeir reynzt honum hingað til
í öðrum tilraunum hans. Og þeir munu ekki
bregðast honum fremur fyrir það, þótt svo ólík-
lega kynni að fara, að hann bæri sigurinn úr být-
um, því þeim mun máske ekki vera það óljúfara
að fylla þann flokkinn, sem meira má sfn, hvað
sem málefninu líður. Og þetta starf mun þeim
ekki erfitt veitast, ef þeim áður hefur tekizt að
fá samþykki Islendinga til þeirra breytinga, sem
þeir með dr. Valtý í broddi fylkingar vilja koma
á stjórnarfarið, því þeir muuu þá berlega geta
sýnt og sannað, að það, að játa með doctornum
gildi stöðulaganna og grundvallarlaganna fyrir
ísland, sé bein og sjálfsögð afleiðing af því, sem
Islendingar sjálfir hafa samþykkt sem sé valtýsk-
unni, enda hafi það ekkert að þýða, að neita því
með vörunum, sem hafi verið játað í reyndinni.
Og þar sem valtýskan hefur leitt sjálfan for-
sprakkann og mun því að sjálfsögðu leiða aðra,
sem hana aðhyllast fyr eður síðar til þeirrar skoð-
unar, að íslendingar hafi alls engu politisku sjálf-
stæði fyrir að fara, þá ættu vissulega allir íslend-
ingar að vera vel á verði við þær kosningar,
sem nú fara f hönd. Því þótt hið allra minnsta
kjördæmi landsins, og sem ekki á nokkurn hátt
á fremur skilið en Grímsey að vera kjördæmi út
af fyrir sig, ekki að eins geti verið þekkt fyrir
heldur jafnvel stæri sig af, að hafa þann fulltrúa,
sem líklega fremur í einfaldleik sínum en af ill-
girni vill troða upp á þjóð vora þeim breyting-
um á stjórnarfarinu, sem gera það að verkum,
að hún, ef hún aðhyllist þær, verður að dæmi
hans að játa ósjálfstæði sitt, þá ætti samt þjóð-
in f heild sinni að gæta sín í tíma við þeim til-
raunum, sem viljandi eða óviljandi er verið að
gera til þess að skerða sjálfstæði hennar og sér-
réttindi. — »Naar nogen giverDjævlen en Fing-
er tager han hele Haanden* segir danskt máltæki.
Og án þess Dönum sé líkt við þann, sem hér er
nefndur, þá_ getur sú hugsun, sem liggur í máltæki
þessu heimfærzt upp á afskipti Dana af oss Is-
lendingum í stjórnmálasökum. Ef vér hjálpum
þeim eða sendisveinum þeirra við hinar fyrstu
tilraunir þeirra til að rýra enn meir en orðið er
sjálfstæði vort, þá getur svo tarið, að vér eigum
erfitt með vörnina sfðar meir.
Kjósandi í sveit.
Illkvitni ,ísafoldar‘
og
afbragðsmenn vorir.
I meira en heilan mánuð hefur »IsafoId« aus-
ið óþverra sínum yfir Tryggva bankastjóra Gunn-
arsson í viðlíka mæli og hún hetur áður gert við
Benedikt heitinn Sveinsson og Bjöm rektor Ól-
sen. Ef spurt er að tilefni eða orsökum verður
svarið eingöngu það: Tryggvi hefur gert sig lík-
legan til þess að bjóða sig hér fram fyrir áskor-
un því nær 200 kjósenda, án þess að hirða um
heiptaræði og óþverrarokur Valtýs-gagnsins. Fúk-
yrðum hennar og ókvæðisorðum um Tryggva sjálf-
an og menn þá, er vilja styðja kosningu hans, skal
hér engu svarað; þau skarta bezt á gagninu sjálfu,
en á hinn bóginn viljum við hlutdrægnislaust og
án nokkurs málskrúðs virðá fyrir oss hinn opin-
bera æfiferil Tryggva bankastjóra og framkvæmd-
ir hans f þarfir lands og þjóðar og loks drepa
stuttlega á afstöðu hans til ýmsra áhugamála vorra.
Það var Tryggvi, sem fyrstur kenndi Norð-
lendingum að verka saltfisk og koma þannig fót-
um undir mikilsvarðandi og arðberandi atvinnu-
veg. í þann tfð var einkar erfitt að ná í salt á
Norður- og Austurlandi og saltið þar að auki
geisi dýrt (sem svarar 7—8 krónur tunnan). Til
þess að bæta úr þessum vandkvæðum lét Tryggvi
reisa 13 salthús á Norður- og Austurlandi og
birgði þau að salti, sem hann seldi fyrir miklti
vægara verð, en áður hafði gerzt (4 kr. tunnan).
Tryggvi varð fyrstur til þess að taka upp
gufubræðslu á lýsi; varð lýsið þannig miklu betri
og útgengilegri verzlunarvara, en nokkru sinni
áður.
Tryggvi bætti mikið húsa- og vegagerð á Norð-
urlandi þau ár, sem hann var þar, og allar hin-
ar stærri ár, sem brýr voru gerðar á um það leyti.
voru brúaðar fyrir tillögur og undir yfirumsjón
hans; fyrstu brúna (á Eyvindará) lét hann gera
algerlega á sinn kostnað.
Hversu Gránufélagið, sem hann veitti for-
stöðu um mörg ár, bætti lengi íraman af mjög
verð á útlendri og innlendri vöru, mun vera þeim
minnisstætt, sem á útkjálkum landsins hafa orðið
að borga 4 skildinga fyrir einn eldspítustokk og
annað eptir því.
Hverju hefur Tryggvi afkastað í þarfirlands
og þjóðar, síðan hann flutti hingað til Suðurlands?
Það er fyrst og fremst mikið Tryggva að
þakka, að landsjóður hefur nú á síðustu árum
veitt um fjárhagstímabilið með vægum kjörum
30,000 króna lán úr viðlagasjóði til þess að efla
þilskipaútveg hér á landi. Tryggvi hefur þrátt
fyrir töluverða mótspyrnu komið á fót þilskipa-
vátryggingu hér sunnanlands, til þess að útvegs-
menn stæðu ekki uppi með tvær hendur tómar,
ef skipin löskuðust eða týndust. Næst liðið sum-
ar gekkst hann fyrir stofnun reknetafélags hér á
Suðurlandi til þess að afstýra því, að sjómenn
vorir kæmu slyppir í land vegna beituleysis. Eru
öll líkindi til, að félag þetta verði einkar þarflegt
og affarasælt fyrir útgerð hér sunnanlands.
Árnessýslubúum mun vera það 1 fersku minni
með hvílíkri röggsemd og ósfngirni Tryggvi gekkst