Þjóðólfur - 11.09.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.09.1900, Blaðsíða 3
xÓ7 myndi sér annan gjaldstofn mögulegan? Valt mun mörgum templurum þykja, að trúa á hina væmnu játningu, er stíluð er assessornum til undirskriptar af meðhaldsmönnum valtýskunnar, einkanlega þar sem á aðra hlið er hið drengilega og rökstudda svar bankastjórans, sem h e f u r unnið bindindismálinu gagn, æ 11 a r að gera það á þingi og g e t u r gert það. — Því hann er maður, sem getur notið góðrar samvinnu annara og sem hefur reynzt að geta komið málum fram öðruvísi en J. J. Bindiftdisvinur Alþingiskosningar. ii. I Borgarfjarðarsýslu var kjörfundur haldinn á Grund í Skorradal 8. þ. m. og hlaut kosningu: BjÖrn BjarnarSOn búfræðingur í Gröf í Mosfellssveit (fyr á Reykjahvoli) með 86 atkvæðum. Lektor Þórhallur Bjarnarson, er þar var einnig í kjöri, fékk 67 atkv. Kjörfundur þessi var sóttur af allmiklu kappi á báðar hliðar. Einkum fjölmenntu Reykdælir og aðrir uppsýslubúar með séra Þórhalli, en af Akranesi fékk hann sárfá atkvæði. Er þessa getið af þvl að sagt hefur verið, að hann hefði haft þar marga fylgismenn, er hefðu setið heima en því var ekki svo varið. Hann hafði þar lít- ið fylgi. Eiga Borgfirðingar heiður skilið fyrir rögg þá, er þeir sýndu af sér við þessa kosningu, þrátt fyrir mjög svæsnar æsingar Valtýsflokks- ins með lseknana í Stafholtsey og alla klerka- stétttina borgfirzku í broddi fylkingar. Atvinna Reykvíkinga. Getur nokkur maður efazt um það, að Tryggvi Gunnarsson verði drjúgari á metum heldur en hr. J. J. þegar til þess kemur að fá opinberan fjár- styrk til slíkra starfa hér í Reykjavík, sem atvinnu- snauðir menn gætu fengið laun við að vinna óg þannig séð fyrir konu, börnum og heimili. — Minnast menn ekki þess, að 50 þúsund krón- um hefur verið heitið af alþingi til stórbygging- ar, sem á að standa hér í Reykjavík og unnið verður að með íslenzkum höndum og úr íslenzku efni mestmegnis? Hver mun reynast betur af þeim tveim til þess að útvega þessa og aðra peninga inn í bæinn? Getur nokkur verið f efa um svarið? Það 'verður dugnaðarmaðurinn, sá sem hefur komið áður fram fjölda mörgum fyrirtækjum en ekki hinn — sem aldrei hefur getað komið neinu til leiðar á þinginu né annarsstaðar. Kosningin í Borgarfirði þ. m. hlýtur að vera gleðiefni fyrir heimastjórn- arflokkinn. Þar var ekki heldur óvöldum flokks- manni Valtýinga úr sæti að rýma, heldur einum hinum helzta máttarstólpa þeirra, forseta neðri deildar alþingis og æzta andlega verkamanni ís- lenzku kirkjunnar næst biskupi. Að því leyti er sigur þessi glæsilegri en ella og sýnir Ijósast, að alþýða manna í Borgarfirði veit hvað hún vill og lætur ekki leiðast að yild embættismanna sinna, er studdu einhuga lektor Þórhall til kosningar með miklu kappi. En það kom allt fyrir ekki. Almenningsviljinn varð þar yfirsterkari, sá rétti íslenzki þjóðvilji, að hafna þeim manni, er villzt hefur inn í uppgjafar- og innlimunarpólitík Val- týs ótilknúður, með þvf að hr. Þ. B. sem forseta neðri deildar rak enginn nauður til að skrifa undir 16 manna ávarpið sæla í þinglok 1897, Og mun sú vanhyggni hans, sem annars er þó gæt- in maður og varasamur, hafa stuðlað mjög til að fella hann nú frá þingsetu. — Eru nú komn- ar fregnir um alþingiskosningar í 3 kjördæmum, ^r áður höfðu valtýska fulltrúa á þingi, og hafa Valtýingar nú misst eitt þeirra, en haldið tveimur, svo að enn sem komið er þurfa þeir engum sigri að hrósa. Akkillesarhæll valtýskunnar, Það er mjög eptirtektavert, hversu Valtýing- ar hafa verið undarlega þagmælskir um einn að- alþáttinn í þessu »stjórnartilboði«, er þeirsvo kalla. Og þetta meginatriði, sem stjórninni er svo mikið áhugamál að fá framgengt er afnám 61. gr. úr hinni núgildandi stjórnarskrá, afnám þeirrar skyldu fyrir stjórnina að leysa upp alþingi og boða til nýrra kosninga, þá er frv. urn breytingu á stjórn- arskránni er samþykkt af þinginu. Fyrir þá greið- vikni að kippa þessu ákvæði burtu eiga svo Is- lendingar að fá þá náð að sjá framan í ráðgjafa úr danska ríkisráðinu á alþingi hér, eða réttara sagt: honum er gefin heimild til, að hann megi *ýna sig hér, ef honum þóknast. Hversu opt sem skorað hefur verið á Valtýinga að skýra það, hvers vegna stjórninni sé svo mikið áhugamál að fella þessa 61. gr. burt hafa þeir jafnan skellt við því skolleyrunum, ekki vitað hvað þeir áttu að segja, eða svarað út í hött, ef þeir hafa leitazt við að svara því. Það er þessi áfergja stjórnar- innar í því að skerða stjórnarskrá vora, sem þeim er ómögulegt að verja, með nokkurri skyn- semi, með nokkrum ástæðum, er nokkur óvitlaus maður geti glæpzt á. Það eru þessi undirferlis- legu, vítaverðu hrossakaup, sem er Akkillesarhæll valtýskunnar, sem hlýtur að ríða henni að fullu séu ekki allir orðnir svo staurblindir af því að stara á ‘»ráðgjafann á þingi«, að þeir sjái ekki eða vilji ekki sjá, með hvíllkri flærð er verið að ginna út úr oss lögbundin réttindi. Valtýingum hlýtur að vera það Ijóst, þótt þeir láti ekki á því bera, að tilgangur stjórnar- innarmeð þessari úrfellingu er enginn annar ensá: að kæfa og svæfa allar stjórnarbótar- hreyfingar hér á landi eptirleiðis með því að hamla þjóðinni frá að láta vilja sinn í ljósi með nýjum kosningum, nema að eins á 6 ára tímabili, sera er nógu langur tfmi til að drepa þann neista, er einhverntíma kynni að kvikna aptur í þessu máli, þegar val- týskanerbúinaðganga milli bolsog höfuðs á því. Það er svo sem ekki alveg til- gangslaust þetta afnám 61. gr., því að það er hyrningarsteinninn undir þeirri yfirlýsingu stjórn- arinnar, að með þessari valtýsku stjórnarskrár- breyting sé stjórnarskipunarmál Islands að fullu til lykta leitt. Auðvitað. Hvað styður annað. Þess vegna er Akkillesarhæll valtýskunnar ekki öldungis óþarfur stjórninni. Hann er líka auga- steinninn hennar með öðru fleira góðgæti. En þetta skilja hvorki né vilja skilja þau stjórnmála- fífl, er smella vilja valtýskunni á þjóð vora. Það er sannarlega ófagur leikur, reglulegur sorgar- leikur. Hr. J. J. vildi ekki þingmálafund. Tryggvi Gunnarsson var svo nærgætinn og kurteis við kjósendur að bjóða þeim að fyrra bragði að halda þingmálafund með þeim, þar sem kjósendum gæfist kostur á því að setjafram skoðanir sfnar um helztu málefni Reykja- vikur. En það var hörmulegt að sjá, hvernig hr. J. J. hagaði sér á fundi »Framfarafélagsins«, þegar bankastjórinn stakk upp á þessu. Hann sneri sér undan og vissi ekki, hvað hann átti að segja. — Hvers vegna? Jú, af því að hann veit, að hann getur hvergi á einum einasta þingmála- fundi staðið Tryggva á sporði. Þegar þeir tala tveir er gerður góður rómur að máli hins reynda og æfða þingmanns, en hálfyrði og fálm hr. Jóns, sem er reyndur að því að berakápuna á báðum öxlum, þó hann svari öllu »með jái« — »með jái» — er metið réttilega af þorra kjósenda sem séaðvettugi. X. Ávarp til Eyfjellinga. Eins og kunnugt er, liggja nú fyrir kosning- ar til alþingis í næstk. septbr. mánuði, sem eg vil hér með vekja alvarlegt athygli á mönnum til í- hugunar og góðra samtaka. Þó ekki kunni að koma til þeirra kasta, að eg verði í kjöri, þá vil eg samt sem áður stuðla til þess af öllum mætti, að kosningin gæti fallið á þann hátt, sem eg álít hollast fyrir land og lýð. Mitt augnamið er fyrst og frernst það, að hvetja menn alvarlega til samtaka um, að sækja rækilega kjörfundinn, því það væri óafmáanleg háðung fyrir okkur, að leggja nú árar í bát of- an í hinn glæsilega sigur í fyrra vor, sem allir dáðust að bæði nær og fjær, með því lfka, að eg er enn þvert á móti því, að senda Valtýsliða á þing, enda er valtýskan enn þynnri í roðinu nú eptir síðasta þing, heldur en hún var 1897, eptir að efri deildin hafði lagfært hana lítið eitt. Ef menn sækja örugglega kjörfundinn, þá gæti fljótlega talast til um það, okkar flokks- manna í milli, hverja tvo mennskuli kjósa, fleiri mega ekki vera í takinu okkar meginn, þvf þá dreifast atkvæðin og Valtýsliðar komast að. Eg vil alls ekki kjósa aðra en þá, sem eru í móti hinni svokölluðu valtýsku í stjórnarskrár- málinu, sem er innlimunarpólitík og sem stefnir í þá átt, að takmarka landsréttindi vor meir en verið hefur, — og þá sem eru á móti stórabanka- málinu, sem að líkindum er voðalegt féglæfra- mál erlendra auðkýfinga, og sem getur sett jarð- eignir landsjóðs og landsmanna í mesta voða, þeg- ar minnst varir og seðlaútgáfurétturinn í tilbót látinn til erlendrar þjóðar. Þriðja stórmálið er fréttaþráðarmálið, sem er ein valtýskan, sem kæmi til að verða óseðjandi peningahít, og óþarft mál, ef hin þráðlausu skeyti fara að tíðkast, sem að líkindum verður innan skamms. Yfir höfuð er nú svo háttað þjóðmálum vor- um, bæði þessum og öðrum fleirum, að aldrei um mína daga hefur að mínu áliti verið jafnbrýn nauðsyn á, að íhuga vel og vandlega, hvað við liggur, og væri því hörmulegt, ef menn vildu ekki gefa því gætur fyr en eptir dúk og disk, þegar ný og ný útgjöld koma til að skella á þjóðina, án sjáanlegrar uppskeru, eins og nú er opið fyrir, ef Valtýsliðar koma til að ráða lögum og lofum á alþingi, menn, sem vilja flana út í hvert stór- ræðið af öðru, sem landsmönnum eru ofvaxin og máske til tjóns. »Ekki veldur sá er varar, þó ver fari«, seg- ir máltækið, en eg hugga mig við það, að bet- ur takist til, og að Eyfjellingar sýni nú dáð og dug, eins og í fyrra vor, og þá er sigurinn vís, en annars ekki, og þar á ofan mundi kasta mikl- um skugga á hinn unna sigur í fyrra vor. Brýnið hver fyrir öðrum að sækja rækilega kjörfundinn og í tækan tíma og þá fer allt vel. Á kjörfundinum vildi eg geta lýst alvarlega skoðunum mínum á þeim málum, sem fyrir liggja og sem þar koma til umræðu, þeim til íhugun- ar, sem því vilja sinna. Eyvindarholti 27. ágúst 1900. Sighvatur Árnason. Ósannur fréttaburður. í síðustu „ísafold" stendur smásaga um mig, er blaðið segir hafa gerzt inn í bankastofunni við borðið hjá bankastjóranum o. s. frv. Af því eg er látinn vera aðalpersónan í sögu þessari og af þvl hún birtist í „ísafold" og á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.