Þjóðólfur - 11.09.1900, Blaðsíða 4
i68
hennar vísu, auðsjáanlega í þeirri meiningu einni
að kasta skarni á hr. bankastjóra Tryggva Gunn-
arsson, eins og að undan förnu, og leitast við að
gera hans framkomu miður heiðarlega fyrir aug-
um kjósenda bæjarins, þá get eg ekki stillt roig
um, að leiða sannleikann £ ljós, og segja frá at-
burði þeim, er þessi Saga mun vera spunnin út af.
Eptir miðjan ágúst mætti eg kjósanda, er eg
þekkti, í biðstofu Landsbankans — að banka-
stjóranum öldungis óafvitandi ogfjarverandi,
og spyr hann, hvern hann ætli að kjósa á þing,
„Jón“, segir hann, og er þó Tryggvi kunningi
minn“. „Spyr eg þá kjósandann, hvaða þingmanns-
hæfileika hr. Jón Jensson hafi í hans augum fram
yfir Tryggva Gunnarsson", Gat þá — að mínu
áliti — kjósandinn engu svarað, enda beið eg
ekki og gekk út þá þegar.
Það sem stendur 1 „ísafold.um þetta framyfir
það, sem eg hér hef sagt lýsi ^helber ósann-
indi. I sambandi við þetta vil eg geta þess, að
eg mun síðar heilsa „Isafold" fyrir framkomu
hennar við mig, sem ekki er mér þess meðvitandi,
að hafi gert henni neitt til miskahingað til og enn-
fremur vil eg geta þess, að eg er öldungis sam-
dóma þeirri skoðun, að á „Isafold" skarti bezt
ósannindi ein og öfgar, og sú skoðun hefir greini-
legast komið 1 ljós hjá fréttasnötum blaðsins, hvort
sem þeir nú heíta Pétur, Helgi, Páli eða Jón, er
mest braska við að prýða Foldina með ósönnum
fréttaburði.
Reykjavík 10. sept. 1900.
Gísli Þorbjarnarson.
Um Vatnsfjörð eru í kjöri séra Páll
prófastur Óiafsson á Prestbakka; séra Sigurður
próf. Jensson í Flatey og séra Oddgeir Gudmund-
sen í Vestmannaeyjum. Auk þeirra sóttu: séra
Bjarni Símonarson á Brjánslæk, séra Björn Jóns-
son á Miklabæ, séra Eyjólfur Jónsson í Arnesi,
séra Guðm. Guðmundsson í Gufudal, séra Páll
Stephensen á Melgraseyri, séra Sigurður Stefánsson
í Vigur og séra Þorsteinn Benediktsson í Bjamanesi.
Um Landprestakall £ Rangárvalla-
sýslu eru í kjöri: séra Óleigur Vigfússon í Gutt-
ormshaga, Ólafur Briem kandídat (frá Stóranúpi)
og séra Richard Torfason á Rafnseyri. Aðrir
sóttu ekki.
Um Hvamm 1 Laxárdal er að eins
1 kjöri: séra Björn L. Blöndal að Hofi<á Skaga-
strönd. Hinn, sem sótti, séra Arnór Ámason í
Felli, tók umsókn sína aptur.
Nýr sigur.
Nú er komin fregn hingað í dagum kosn-
inguna í ísafjarðarsýslu:
Kosnir voru: Hannes Hafsteinn og
Skúli Thoroddsen. Séra Sigurður Stefáns-
son fallinn. Fundur mjög fjölsóttur. Um at-
kvæðafjölda enn ófrétt.
Er nú hniginn að velli annar máttarstólpi
Valtýskunnar, þar sem Vigurklerkurinn var. Hver
skyldi verða hinn þriðji ? Reykvíkingar ættu að
muna eptir því á morgun, að lofa þeiin þriðja
að fylgjast með stallbræðrum sínum.
Stappið i ,tsafold‘. í magnlausri gremju
yfir þvl, að allur þorri fundarmanna stappaði á
þingmálafundinum hér um daginn, þá er Björn
ritstj. talaði, staðhæfir blað hans, að það hafi ver-
ið samantekið ráð þeirra Tryggva manna, sem auð-
vitað er helber ósannindi og uppspuni. En sann-
leikurinn er, að það greip menn ósjálfrátt — eins
og opt ber við á fundum — þessi vanþóknunar-
yfirlýsing yfir óskammfeilni þeirri, er B. J. dirfð-
ist að bera á borð á opinberum fundi. Það var
hún, sem mönnum blöskraði svo, að þeir gátu
ekki kyrrir setið. ísafold hefur svo opt stappað
framan í sannleikann, ekkert gert annað en stapp-
að móti góðum og gildum rökum, að ritstj. henn-
ar hefur gott af því að stappað sé á almennum
íundi að ósannindafleipri hans, sem ekki var á
neinu viti byggt. Hann getur naumast tekið til
þess. Og það er ekki til neins fyrir hann að ætla
sér að svala gremju sinni með því, að eigna
háreysti þessa Tryggva bankastjóra eða hinum
öðrum vinum(l) sínum, sem ísafold telur frum-
kvöðla að þessu, því að slíku bulli trúir enginn
maður.
Fundarmaður.
Þingmálafundur verður haldinn hér í
Iðnaðarmannahúsinu í kveld kl. 8'A Hafa bæði
þingmannaefnin boðað til hans. Hafði Jón loks-
ins unnizt til að vera með Tryggva á fundarboð-
inu, þó allnauðugur. Hann hefur ekki svo mikla
ánægju af þessum fundahöldum. Vonandi er, að
kjósendur fjölmenni á fund þennan, og láti ekki
atkvæðasmala Jóns fleka sig þar í laumi.
Eittlivert flugrit eða kosningableðil
kvað „Isafold" ætla að senda út í fyrra málið fyr-
ir kjörfundinn, að því er heyrzt hefur. Það má
geta nærri, hve samvizkusamlega hann verður úr
garði gerður. En auðvitað dettur engum í hug,
að taka nokkurt mark á því, sem undan Isa-
foldar rif jum • er runnið við þessa kosningu, eða
láta það ráða atkvæði sínu.
TEINOLÍA (Royal Daylight) fæst í
verzlun
Sturlu Jónssonar
Hvað er Gramophon?
Gramophon er vél sem syngur, spilar, talar
og yfir höfuð getur haft allt mögulegt eptir,
alveg eins og Fonograf, en Gramophon er
mikið fullkomnari vél og heyrist allt í hon-
um miklu greinilegra en í Fonograf. Með
Gramophon eru brúkaðar plötur en ekki
valsar.
Gramophon kostar 100 kr. og hver plata
2,25 aura, sem er sama útsöluverð og hann
kostar alstaðar um allan heim.
Einkaútsölu fyrir Island hefur
Leonh Tangs verzlun á ísafirði.
Allskonar sultutau
nýkomið í verzlun
Friðriks Jónssonar.
Látin er 2. þ. m. að heimili gullsmiðs Benedikts
Ásgrfmssonar í Reykjavík, tengdamóðir hans ekkj-
an Guöný Guðmundsdóttir, fædd 27. október 1828,
gipt 5. nóvember 1847, Gunnari Jónssyni bónda í
Eyrarkoti í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi, þar
sem þau bjuggu í farsælu hjónabandi til 31. janúar
1899; þeim varð 6 barna auðið, hvar af 3 lifa: 1 son-
ur ókvæntur og 2 dætur giptar, báðar í Reykjavík.
Guðný sáluga var trúrækin, bjartagóð og góðgerða-
söm, sæmdarkona í sinni stöðu og £ alla staði vel
látin. x.
Bútungur, þurr og vel verkaður og
allskonar tros fæst í verzlun
STURLU JÓNSSONAR;
» i'ilinTiiiiiiiiiiinnminnnnintiiTlj | |
Yín, vindlar og reyktóbak
frá
Kjær & Sommerfeldt
fæst hjá
Steingrími Johnsen.
Ætíð nægar birgðír.
Kúmen fest í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Fuglafræ fæst í verzlun
STURLU JÓNSSONAR.
Rammalistar
hvergi eins fallegir og í verzlun
Friðriks Jónssonar.
UNGUR MAÐUS, sem hefur verið við
verzlun, óskar eptir atvinnu við verzlun eða skrif-
störf hér í Reykjavík nú þegar, eða við októberbyrj-
un. Ritstj. vísar á.
Harðfiskur fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Hábær í Holtamannahreppi í Rangár-
yallasýslu 5 hundr. að dýrl. er til sölu. Lysthaf-
endur snúi sér til Klemens Egilssonar í Minni-
Vogum.
Álnavöruna er langbezt að kaupa
í verzlun
Gisla Þorbjarnarsonar.
irninnnmnii
Kristján Þorgrímsson
selur:
ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu
verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups-
verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem
vilj'a panta þessar vörur, þurfa ekki
að borga þær fyrirfram, aðeins lítinn
hluta til tryggingar því, að þær verði
keyptar, þegar þær koma.
Ekta anilinlitir
P1
3
j
p '
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins
og f verzlun
STURLU JÓNSSONAR
Aðalstræti Nr. 14.
■UIIÍUB
1
1 ’-P
1
5
: s
• u
>
í mörg ár hef eg þjáðst mjög af tauga-
veiklun og illri meltingu og leitað árangurslaust
við því ýmsra ráða. En eptir að eg nú í eitt
ár hef neytt hins heimsfræga Kína-lífs-elixírs,
sem hr. Waldemar Petersen í Frederikshavn
býr til, er mér ánægja að geta vottað, að
Kína-lífs-ellxír er hið bezta og öruggasta með-
al við allskonar taugaóstyrk og slæmri melt-
ingu, og framvegis mun eg taka bitter þenn-
an fram yfir alla aðra bittera.
Reykjum.
Rósa Stefánsdóttir.
KÍNA-LIFS-ELIXlRINN fæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixlr, eru kaupendur beðnir að líta vel
V.P.
eptir því, að-þA standi á flöskunum í grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínveiji með glas 1 hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
Þ EIR sem verzla mikið, fá 5% afslátt
við verzlun
Gisla Þorbjarnarsonar,
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan