Þjóðólfur - 28.09.1900, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFU R.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 28. september 1900.
Nr. 45.
Þjóðólfur
1901. 53. árg.
Nýir kaupendur að þeim árgangi fá
Ókeypis síðasta ársfjórðung þessa yfir-
standandi árgangs nú frá októberbyrjun til
ársloka, alls 15 tölublöð. Ennfremur
þrenn sögusöfn Þjóðólfs
sérprentuð
(1896, 1897 og 1898) svo lengi sem þau end-
ast, en þá er vissara fyrir menn að panta
blaðið nú í næsta mánuði. Óski menn að
fá sögusöfnin send strax, verður borgun fyrir
blaðið að fylgja pöntuninni. En þeir sem
panta blaðið hjá áreiðanlegum útsölumönn-
um þurfa ekki að senda fyrirframborgun.
Verður þá kaupbætirinn sendur með fyrstu
skipaferðum kringum land að vori í þá staði,
sem skip koma við.
JJgijjr' Flýtið yður landar góðirað
panta Þjóðólf, áður en kaupbætir-
inn er á þrotum.
Aíþingiskosningar.
V.
í Suður-Þingeyjarsýslu var kosinn 10.
þ. m. Pétur Jönsson á Gautlöndum. Aðr-
ir ekki í kjöri.
I N orður-Múlasýslu vorukosnirs. d. Ein-
ar Jönsson prófastur í Kirkjubæ með 129
atkv. og Jóhannes Jóhannesson sýslu-
maður með 115 atkv. Séra Einar Þórðarson
í Hofteigi fékk 109 atkv. og Jón Jónsson hér-
aðslæknir á Vopnafirði 97 atkv.
I Suður-Múlasýslu voru kosnir s . d.'
Axel Tulinius sýslumaður með 97 atkv. og
Guttormur Vigfússon bóndi í Geitagerði
með 88 atkv. Auk þeirra voru í kjöri: séra
Magnús Blöndal í Vallanesi og Ari bóndi
Brynjólfsson á Þverhamri, er fengu 73 atkv.
hvor, ennfremur Sveinn borgari Ólafsson, er fékk
7 atkv.
I Vestmannaeyjum var kosinn 15. þ. m.
dr. Valtýr Guðmundsson með 41 atkv.
Aðrir ekki í kjöri.
í Húnavatnssýslu voru kosnir s. d.
Hermann Jönasson bóndi á Þingeyrum
með 135 atkv. og Jósafat Jónatansson
bóndi á Holtastöðum með 119 atkv. Björn
Sigfússoná Kornsá fékk 51 atkv., séra Stef-
án M. Jónsson á Auðkúlu 38 atkv. og Júlí-
us Halldórsson læknir 17 atkv.
í Árnessýslu voru kosnir 22. þ. m.
Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Sig-
urður Sigurðssón búfræðingur (frá Lang-
holti) með 154 atkv. hvor. Pétur Guðmunds-
s o n kennari á Eyrarbakka fékk 125 atkv. og
séra Magnús Helgason á Torfastöðum 113
atkv.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu voru
kosnir s. d. ÞÓrður Thoroddsen héraðs-
læknir í Keflavík með 135 atkv. og BjÖrn
Kristjánsson kaupm. 1 Rvík með 120 atkv.,
báðir með endurtekinni kosningu, með því að
enginn frambjóðenda fékk nægan atkvæðafjölda
í fyrstu. Jón Þórarinsson skólastjóri fékk við
síðari kosninguna 117 atkv. og séra Jens Páls-
son í Görðum 84 atkv. Við fyrri kosninguna
fékk Þórður Guðmundsson hreppstj. á Hálsi
49 atkv. og Guðmundur Magnússon bóndi í Ell-
iðakoti 41 atkv., en þeir drógu sig í hlé fyrir
hinum 4 við slðari kosninguna.
I Snæfellsnes- og Hn ap pada Issýslu
varkosinn s. d. LáruS BjarnaSOn sýslumað-
ur með 116 atkv. Einar Hjörlei fssonmeð-
ritstjóri ísafoldar fékk að eins 26 atkv. og séra
S i g u r ð u r próf. Gunnarsson 9 atkv.
Útlendar fréttir
Kaupmannahöfn, 6. sept.
Rósturnar í Kína eru hvergi nærri bældar
enn þá, og því undanlegra virðist það, að Rúss-
ar hafa þegar stungið upp á því, að bandamenn
skyldu sleppa Peking aptur og sem skjótast sætt-
ast við Kínverja. Aptan í Rússum hanga, eins
og vant er, Frakkar, en Þjóðverjar og Bretar eru
uppástungunni mótfallnir. Þjóðverjar þykjasteiga
um sárt að binda, þar sem Kínverjar drápu sendi-
herra þeirra, og una því illa, að stríðið skuliekki
til lykta leitt, áður en yfirhershöfðinginn, Walder-
see greifi, nær vígvellinum.
Það væri óneitanlega vatn á mylnu Kín-
verja, ef Evrópumenn slepptu Peking, einkum
mundi gamli Li-Hung-Chang, þeirra bezti maður
og vitrasti hrósa happi yfir því. En þeir ættu
það naumast skilið. — Um grimmd og níðings-
verk Kfnverja ganga margar óþokkasögur. Ein af
þeim er þessi, sem hæglega getur verið sönn:
Jarlinn í Schansi-Yu hafði boðið útlendingum
þar að leita skjóls hjá sér; um 50 þágu boðið;
en er þeir komu á fund hans, voru þeir allir
teknir af lífi.
I byrjun þ. m. lýsti Róberts yfirhershöfðingi
því yfir, að Transvaal væri að skoða sem
innlimað í England, líkt og áður Oraníuríki.
Menn skyldu því balda, að ófriðurinn væri nú
lokið, en því fer fjarri. Það berast stöðugt frétt-
ir um orustur bæði í Transvaal og Oraníu. Bú-
ar, sem aldrei hafa haft meira en 35,000 manns
kvað nú hafa um 15,000. Einn af hershöfðingj-
um þeirra, De Wet, þykir einkum skeinuhættur.
Hann flýgur yfir landið með hersveit sína og ger-
ir hvervetna hinn mesta ógreiða. Nýlega fréttist
t. d. að hann hefði höndlað 4000 Englendinga
og 7 fallbyssur. Milli 15. og 20 f. m. höfðu
staðið orustur miklar við Belfast, og lítur út fyr-
ir, að Bretum hafi veitt betur, án þess þeir þó
hafi unnið neinn verulegan sigur. Seinustu dag-
ana hafa þeir barizt við Ladybrand í Oraníu, en
nánari fréttir um þau viðskipti vanta. í orust-
unum við Belfast höfðu Bretar handtekið Olivier
hershöfðingja, og nú er þess getið, að Delarey
hershöfðingi sé dauður af sárum, sem hann hafi
fengið í orustunni við Elandsriver.
Þegar Bretar tóku Prætoriu, höfðu þeir m.
a. fundið bréf frá 3 enskum þingmönnum, John
EUis, Clark og Labouchere til Kriigers forseta og
fleiri Búa. í bréfunum, sem voru skrifuð 1899,
voru Búum gefin ýms góð ráð, ef til ófriðar kæmi.
Chamberlain gerði allmikið veður út af þessu,
talaði um landráð o. þ., en ekki hefur þóheyrzt
neitt um, að bréfritararnir yrðu ákærðir fyrir
gerðir sínar.
í Glasgow hefur kýlapestin (svarti dauði)
skyndilega gert vart við sig til muna. Yfirvöldin
hafa gert alvarlegar sóttvarnarráðstafanir.
Bresci sá, er myrti Umberto Italíukonung,
var dæmdur til æfilangrar tangelsisvistar, sem
kvað vera svo ströng, að fáir þola hana nema
nokkur ár. Dauðahegning er afnumin í Italíu.
Við þingkosningar í Noregi hafa hægri-
menn óvænt unnið sigur í Kristianíu; annars
veitir vinstri mönnum betur.
Á Norður-Jótlandi varð nýlega vart við
arðskjálpta og þótti furðu sæta í fjallalausulandi.
M a n n a I á t. Heimspekingurinn þýzki N i e t z-
sche, f. 1844.
Rump amtmaður, fyrv. dómsmálaráðgjafi og
ráðgjafi fyrir Island.
Liebe geheimekonferensráð, fyrrum hæsta-
réttarmálfærslumaður og forseti í landsþinginu,
fjörgamall.
Smávegis. Af 75,531 manns, ergripi höfðu
á Parísarsýningunni, fengu 42.790 verðlaun.
Rússakeisari ætlar ekki að koma á sýn-
inguna, eins og við var búizt. I þess stað hefur
hann heiðrað Loubet með St. Andreasorðunni,
sem þykir fín.
Til dæmis um herkostnað Breta í Afríku-
stríðmu má nefna, að þeir hafa misst 91,000 hesta.
Hertoginn írá Abruzzum, bróðursonur Urn-
bertos konungs, er nú kominn úr norðurheim-
skautsferð sinni eptir 15 mánaða fjarveru. Skip
hans »Stella Polare« hafði setið fast í ísnum á
82. breiddarstigi 1 11 mánuði. Ferðamenn hafa
komizt lengra norður en Nansen; hann komst
14. mín.'yfir 86. st., en þeir komust 33 mín.
norður yfir 86 st., o: 19 mín. (eða 5 mílum) lengra
og voru þá eptir c. 52 míl. til heimskautsins. 3
af félögum hertogans (einn Norðmaður og 2 Ital-
ir) fórust; hertoginn hafði sjálfur misst 2 fingur
af kulda. Hundainir, sem þeir höfðu með, eru
flestir dauðir; nokkra af þeim höfðu þeirorð-
ið að éta. ___________
Viðauki. R.vík 28. sept.
Til 13. þ. m. hafa nú fréttir borizt frá út-
löndum, en lítt sögulegar. Bretar þrengja meir
og meir að Búum, hafa tekið Lydenburg og hald-