Þjóðólfur - 05.10.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.10.1900, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. október 1900. Nr. 46. Þjóðólfur 1901. 53. árg. Nýir kaupendur að þeim árgangi fá ókeypis síðasta ársfjórðung þessa yfir- standandi árgangs nú frá októberbyrjun til ársloka, alls 15 tölublöð. Ennfremur þrenn sögusöfn Þjóðólfs sérprentuð (1896, 1897 og 1898) svo lengi sem þau end- ast, en þá er vissara fyrir menn að panta blaðið nú í næsta mánuði. Oski menn að fá sögusöfnin send strax, verður borgun fyrir blaðið að fylgja pöntuninni. En þeir sem panta blaðið hjá áreiðanlegum útsölumönn- um þurfa ekki að senda fyrirframborgun. Verður þá kaupbætirinn sendur með fyrstu skipaferðum kringum land að vori í þá staði, sem skip koma við. Flýtið yður landar góðirað panta Þjóðólf, áður en kaupbætir- inn er á þrotum. Af Húnvetninga-bardaga. Það var eigi orðið áliðið sumarsins, er »Val- tývar« hér í sýslu tóku að hugsa til þingkosn- inga-orustu þeirrar, er heyja skyldi hér einhvern tíma í sept. Þeir vissu, sem var, að þeir voru fáliðaðir ærið — og að þeir myndu því alls við þurfa, ef þeir ættu eigi að falla með hinni mestu hneysu og svívirðu. — Björn bóndi á Kornsá afréð snemma að láta Húnvetningum sig falan til þingmennsku. Hefur hann — að líkindum — verið farinn að gleyma þingmálafundinum, er haldinn var á heimili hans árið áður, því að ella er ólíklegt, að hann hefði boðið sig. Þorleifur Jónsson hefur verið minn- | ngri — og gaf hann ekki kost á sér. Urðu »Valtývar« því að útvega sér þingmannsefni í stað hans. — Lagði Björn bóndi þá af stað í vesturvíking — og léttir hann eigi fyr sinni ferð, en hann kemur að Melum vestur. Þar býr mág- ur hans, Jósep Jónsson, bróðir Jóns fornfræðings á Stafafelli. Eru litlar frásagnir gerðar af sam- ræðum þeirra, en svo munu þeir hafa samið með sér, að Jósep bóndi byði Húnvetningum sig til þingfarar. Hefur hann fremur kosið að gefa kost á sér hér í sýslu, þar sem hann er lítt kunnur, helduren á Ströndunum. Þar er hann betur þekkt- ur en hér —- og þar kunna menn því betur að meta sgreindar- og skírleiksmanninn«(H), er »ísa- fold« lofaði svo mjög. Þegar er þingmannsefnið var fengið f stað Þorleifs, tóku þær apturgöngurnar1) að sækja róðurinn all-knálega. Fóru þeir í liðsbænir aust- ur og vestur, norður og suður. Björn bóndi Sig- fússon reið út á Skagaströnd og hét á bændur og búalýð að duga sér nú drengilega, en þeir 1) Hinir fyndnu og orðhögu „ísafoldar"-rit- snillingar hafa einatt kallað oss „apturhaldsmenn", €r eigi viljum sæta ,,tilboði“(!) stjórnarinnar. En ef vér erum „apturhaldsmenn", þá eru „Valtývar" líka apturgöngur, því að stefna þeirra rniðar aptur ^ bak, en ekki fram. synjuðu honum liðveizlu, allflestir. — Sá orðróm- ur gengur hér um sýsluna, að þá hafi hann snú- ið uppgjafapresti einum til Valtýstrúar, erLoðvfk heitir Knudsen, — og víst er um það, að hann snerist all-skyndilega. Gerðist Loðvík þessi skjald- sveinn Bjarnarjbónda á kjörfundinum, sem síðar greinir. — Hjörleifur gamli drottinsþjónn undir Felli fórum Svínavatnshéruð — og má segja, að hann réðist þar á garðinn, er hann var lægstur fyrir. Þar bjó Þorleifur Jónsson áður og hafði honum tekizt að »valtýska« þar flesta bændur og klerk. Átti shann Hjörleifur« fund með Svín- vetningum drottins daginn tuttugasta í sumri — og kom Jósep á Melum þangað. Á fundi þessum kom það í ljós, að Stefán Auðkúlu-prest langaði mjög að komast á þing. Nú var vandi úr vöndu að ráða. — Svíndælir eru menn presthollir og þótti því leitt að geta ekki nú orðið blessuðu barninu, honum séra Stefáni sínum, að liði í þessu efni. En það sáu þeir af viti sínu, aðekki dygði að þrfr væru í kjöri úr þeirra flokki, því að þá voru líkur til, að atkvæðin dreifðust fyrir þeim. Varð það þá að samþykki þeirra þar á fundinum, að Stefán prestur skyldi ferðast aust- ur um Blöndu og spjalla við búendur, en Jósep ætlaði að fara hið vestra um sýsluna og tala við fólkið, átti svo sá þeirra að draga sig í hlé á kjörfundi, er ólíklegri þótti til þess að ná kosn- ingu. Lítt er mér kunnugt um farir þeirra, en mælt er, að mjög hafi bilað hryggurinn prestsins í ferð þessari, enda er sagt, að hann hafi eigi verið allhraustur fyrir. Jósep mun og hafa fisk- að illa, er hann fór um Víðidal og fjörðuna, Miðfjörð og Hrútafjörð. Björn á Kornsá mun hafa kynnt sér nokkurn veginn flokkaskipan í Vatnsdal og Þingi. — — Þá víkur sögunni til »and-Valtýva«. Þeir höfðu snemma í vor viljað fá Hermann búfr. Jónasson á Þingeyrum, þjóðkunnan nytsemdar- mann, til þingfarar fyrir sig, en hann varð eigi við bæn þeirra. Varð það þá úr, að þeir Jósa- fat hreppstj. Jónatansson og Júlíus læknir Hall- dórsson gáfu kost á sér. En illt þótti mönnum að senda embættismann á þing, er svo nýtur bóndi og hæfur til þingmensku var innan héraðs, þar sem Hermann Jónasson var. Var þess því enn farið á leit við hann, að hann gæfi kost á sér — og gerði hann það. Varð meginþorri »and-Valtýva« þá ásáttur á að kjósa þá Hermann og Jósafat. Hefðu þeir þá helzt kosið, að læknirinn hefði tekið framboð sitt aptur, en það gerði hann ekki. -- Þannig stóðu þá sakir, er á kjörfund kom. Það mátti sjá mannareið og heyra jódyni mikla í héraði voru laugardaginn 15. sept. — og var förinni stefnt til Blönduóss, því að þar hafði sýslumaður vor lýðnum haslaðan orustuvöll. Þar áttu »Valtývar« og »and-Valtývar« hér í sýslu að heyja hinn alvarlega hildarleik, er nú er háð- ur um sjálfstæði þessarar þjóðar um landið allt.— Um hádegisbilið tóku menn að tlnast á stað- inn. — Voru »Valtývar« all-kampagleiðir og létu drjúglega yfir sér. Hafði Jósep bóndi nú dregið sig í hlé og kom ekki á fundinn. Þótti mörgum leitt, er þeir fengu eigi að sjá hina dýrðlegu á- sjónu »skírleiksmannsins« á fundinum. Ur flokki »and-Valtýva« voru þrír f kjöri, sem fyr er ritað. Var það »Valtývum« gleðiefni mikið, enda er mælt, að Björn Sigfússon hafi talið sér endur- kosning vísa morguninn þess sama dags, er til kosninga var gengið. En ekki hafði hann verið alveg viss um Auðkúlu-klerkinn, en gerði sér þó beztu vonir þess, að hann næði kosningu. Nú var tundur settur og safnaðist fjöldinn saman í tjaldi miklu, er slegið hafði verið upp þar á ósnum. Meðmælandi Bjarnar, séra Loðvík fyrnefndur, talaði fyrst. Hældi hann honum svo ákaflega, að sumir héldu helzt, að haun væri að draga dár að honum, enda fyllti hann eyður rök- semdanna óþverradylgjum í garð eins þingmanns- efnis »and-Valtýva«, að því er virtist. Gerði hann þar sannlega að dæmi sumra mestu glamr- aranna í liði Valtýs, er hann veik persónulega að mótstöðumönnum sínum. — »Vér eplin með«, sögðu hrossataðskögglarnir. — Séra Jón Þorláks- son var annar meðmælandi Bjarnar. Séra Bjarni Pálsson og -Þórarinn búfr. Jónsson á Hjaltabakka voru meðmælendur Hermanns, en Árni Árnason í Höfðahólum var meðmælandi Jósafats hrepp- stjóra, og töluðu þeir allir. Munu »Valtývar« vart geta brugðið þeim um, að þeir hafi sýnt sér ó- kurteisi — og skilur þar fíokkana. Sigurður bóndi Sigurðsson á Húnsstöðum tókst á hendur að mæla með Stefáni —- og þótti það vandaverk mikið. Kvað hann prestinn ekki mundu lenda »í vasa Vídalíns« og fullyrti, að hann myndi »ekki drukkna í brennivíns-kvarteli«. Hefðu það mátt kallast gleðitfðindi, prestsins vegna, ef skynsamur maður hefði frá sagt. Þá voru lagðar fyrirspurnir fyrir þingmannaefnin. Má geta þess, að Birni vorum Sigfússyni gekk stirðlega að svara því, hversu og hvernig lagaðri ábyrgð yrði komið fram á hend- ur hinum fyrirheitna og margumrædda ráðgjafa — og var það von. Við kosninguna sjálfa gerðist fátt sögulegt. Þeir Hjörleifur próf. Einarsson og Þorv. prestur Bjarnarson voru f kjörstjórn auk sýslumanns. Þreyttist »hann Hjörleifur« skjótt á því, að lesa upp nöfn þeirra Hermanns og Jósafats, sem von var að um svo gamlan mann og ellibeygðan. En góð hvíld var honum jafnan að nefna þá Björn og séra Stefán. Hefur hann þó fljótt séð, að bardagi þessi mundi vísa þeim á heljarslóð- i r, sem þingmönnum, en mælt er, að prófasti sé lítiðumallar »Helj arslóð arorustur*. Byrj- aði Vindhælishreppur kosninguna og þótti »Val- tývum« sveit'sú heldur ill viðskiptis, því að úr þeim hreppi voru greidd 33 »and-valtýsk« atkvæði. Urslit kosninganna urðu þau, að kosnir voru þingmenn þeir Hermann búfr. Jónasson með 135 atkv. og Jósafat hreppstj. Jónatansson með 119. Björn Sigfússon hlaut 51 atkv., séra Stefán M. Jónsson 38 og Júlíus læknir Halldórsson 17 atkv. — Þeir Björn og prestur kusu sjálfa sig, sem rétt var. — Slíkt er nú Valtýsfylgið hér í Húnavatns- sýslu og sést nú bezt, hversu mikið mark hefur verið takandi á »pólitíska« fundinum 11. rnarz 1899.------- Þá er kosningar voru á enda, tóku sValtýv- ar« ógleði mikla og gerðust hryggir í huga. Leit- uðu þeir sér huggunar á ýmsan hátt. Sumir laug- uðu höfuð sfn í óminniselfi hins volduga, vínguðs en aðrir rauluðu » Andrarímur« sér til hugraunaléttis. » And-Valtývar« voruhins vegar hinir kátustu. Það eitt þótti þeim á skorta gleðina, að nú vantaði »vestheimska« ffflið vfkverska til þess að henda gaman að. Höfðu þeir hina beztu skemmun af I að erta veslings »Valtýva«, er nú bárust svo hörmu- lega af. Var farið mörgum hörðum orðum um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.