Þjóðólfur - 05.10.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.10.1900, Blaðsíða 3
179 fengið miklu ódýrara kjöt á þennan hátt, heldur en héðan, og þó jafnbragðgott, sem þeir ekki gátu fengið með gömlu ísvörzlu aðferðinni. En þessi nýja uppfundning getur einmitt orðið illur keppinautur við sölu íslenzks fjár á Englandi. sakir þess, að oss veitir svo erfitt að keppa við þetta frosna kjöt frá Ástralíu og Argentínu, því að á því er flutningsgjaldið aðalatriðið, en hið tipprunalega verð sáralítið, af því að það kostar svo sem ekki neitt að koma fénu upp í löndum þessum og mergðin því feikileg. Þess vegna stöndum vér Islendingar svo illa að vígi á þessum markaði. Alþingiskosningar. VI. I Austur-Skaptafellssýslu var kosinn 22. f. m. Ólafur Ólafsson prestur í Arn- arbæli með 47 atkv. Séra J ó n próf. J ó n s s o n á Stafafelli fékk 29 atkv. — Séra Ólafur hafði sent framboð sitt, en kom ekki á kjörfund, sneri aptur við Markarfljót. Mælist það miður vel fyr- ir af valtýska flokknum að láta alókunnugan mann úr fjarlægri sýslu rýma flokksbróður sínum og samþjóni í drottni þar eystra úr þing- mannssæti. í Rangárvallasýslu voru kosnir 29. f. m. Þörður Guðmundsson hreppstjóri í Hala með 200 atkv, og MagnÚS Torfason sýslumaður (áttundi sýslumaðurinn á þingi!) með 179 atkv. Séra Eggert Pálsson á Breiðaból- stað fékk 158 atkv. og Tómas hreppstj. Sig- urðsson á Barkarstöðum 111 atkv.— Ur Barða- strandarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu er ekki enn frétt um kosningaúrslitin. Prestkosning. Hinn 12. f. m. varPáll prófastur Ólafsson kjörinn prestur 1 Vatnsfirði með 22 atkv. af 26, er atkvæði greiddu á fund- inum. Hin 4 fékk séra Sigurður Jensson í Flat- ey, en séra Oddgeir Gudmundsen í Vestm.eyjum ekkert. Hvalveiöar. H. Ellefsen hvalveiðari á Sólbakka í Önundarfirði hefur þetta ár fengið 205 hvali á 5 hvalveiðabáta, en C. Berg á Fram- nesi við Dýrafjörð 162 hvali á 4 báta. Póstskipið „Ceres" kom hingað í gær- morgun frá útlöndum norðan og vestan um land. Með því kom frá Stykkishólmi Lárus H. Bjarna- son sýslum. og alþm. með lík konu sinnar, er greptrast á hér; ennfremur Davíð Sch. Thorsteins- son héraðslæknir o. fl. „Hölar“ fóru austur um land síðustu ferð- ina á þessu ári 3. þ. m. Með bátnum fór til Austfjarða Oddur Gíslason málaflutningsmaður snöggva ferð og séra Jón próf. Jónsson á Stafa- felli, er hingað kom með bátnum frá Djúpavogi. Heiöursgjaflr úr styrktarsjóði Kristjans konungs 9. hafa verið veittar bændunum Guð- mundi Klemen ssyni í Bólstaðarhlíð og Þor- steini Jónssyni-Í _Vík í Mýrdal 140 kr. hvor- um fyrir framúrskarandi dugnað og framkvæmd- ir í jarðabótum. Manntjón, Hinn 30. ágúst fórst bátur með 3 mönnum frá Borgarhól við Seyðisfjörð, formaður, Magnús Magnússon, en hásetar Ingólf- ur Jónsson og Þorbjörn Jósepsson, allir kvæntir og dugnaðarmenn. í ofviðrinu 20. f. m. fórust 4—5 skip úr vestanverðum Arnarfirði og drukknuðu þar 17 manns (15 úr Selárdal en 2 úr Fífu- staðadal). Er mælt, að 9 ekkjur séu þar eptir. fJm þetta stórkostlega manntjón vantar enn greini- legar fregnir. Tjón af ofviðrinu 20. f. m. hefur orðið mikið víða um land, eptir því sem frétzt hefur. Auk mannskaðans mikla á Arnarfirði misstu 2 börn á Rauðuvík við Eyjafjörð lífið í veðri þessu. Húsið. sem þau voru í fauk og börnin lömdust til bana, en móðir þeirra komst lífs af við illan leik, hafði handleggsbrotnað. Á Eyjafirði urðu miklar skemmd- ir á skipum. Á Seyðisfirði rak upp 3 færeyskar skútur og 2 Færeyingar drukknuðu þar. Nýsmíð- uð kirkja á Bakkagerði í Borgarfirði eystra fauk og sömuleiðis þak af Goodtemplarahúsi þar. Sagt er og að kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfað- ardal hafi fokið, og kirkjan á Völlum stórskemmzt (klofnað), en að eins ein kirkja þar í dalnum (á Tjörn) hafi staðizt veðrið. Á Stóruvöllum í Bárðardal rauf þak af steinhúsi, íbúðarhúsinu þar og sleit allt timbrið innan úr því, en stein- veggirnir einir stóðu eptir Á Reykjaströnd við Skagafjörð skemmdust bæir mjög og baðstofa fauk á Tindi í Tungusveit í Strandasýslu, einnig rauf bæinn í Byrgisvík á Ströndum. Á Isafirði og víðar við Isafjarðardjúp urðu allmiklar skemmd- ir á skipum. Þak af heyhlöðum fauk allvíða nyrðra, og urðu þar miklir heyskaðar, bæði á hirtu heyi og óhirtu. Ber öllum saman um, að þetta hafi verið eitt hið mesta forráðsveður, er komið hefur hér um þetta leyti árs. Ósatt yfirklór er það, sem „ísafold" flytur síðast um kosningadr- slitin í Árnessýslu, þessi „hraparlegu úrslit“(!) er hún svo nefnir og ávallt standa eins og kökkur fyrir brjóstinu á ritstj. ísafoldar. Núerþab veduráttanQ), sem á að hafa fellt séra Magnús á Torfastöðum frá kosningu. Einhverju verður um ófarirnar að kenna, og þá næst hendi að skella skuldinni á guð almátt- ugan, að hann hafi ekki viljað lofa þjóni sínum að komast á þing og styðja valtýskuna. Án þess að bera nokkurt blak af forsjóninni í þessu efni, getur Þjóðólfur ekki stillt sig um að bera sannleikanum vitni og afsaka forsjónina, segja eins og satt er, að Tungnamenn gátu vel sótt kjörfundinn veðursins vegna, engu síður en Hreppamenn og þurftu alls ekki að ríða ófærar ár á sund til þess að kjósa séra Magnús, eða stofna lífi sínu á annan hátt í voða. Ritstj. ísafoldur er víst heldur „þur.nur" í Islands- lýsingunni þar um slóðir. Eða heldur hann að fólk ríði venjulega á sund á ferjustöðum?!! Það er til ferjustaður yfir Hvítá á Iðu í Biskupstungum, ferja, sem allir Ytri-Tungumenn hindrunarlaust gátu not- að á kjörfundinn, og Eystri-Tungumenn lika, af því að Tungufljót er hér um bil ávallt fært, í hve mikl- um vexti sem er á svonefndu Valdavaði móts við Holtakot og auk þess ferja á því hjá Krók. Nei, það var ekki veðrið, ekki ófær vötn, sem þurfti að sundríða, er setti Tungnamenn — sóknarmenn séra Magnúsar — kyrra heima. Það voru allt aðrar ástæður. Og úr því að „ísafold“ fór að rugla um þetta, sem hún hefði átt að þegja um séra Magnús- ar vegna, þá ætla eg að fræða hana um sannleik- ann í þessu efni: Tungnamenn vildu almennt ekki sækja kjörfundinn af því að sóknarpresturinn þeirra séra Magnús, batt þá við borð að kjósa hann og Sigurð búfræðing, en það vildu þeir ekki, ætluðu víst flestir að gefa séra Magnúsi annað atkvæði sitt, en vildu vera óbundnir með hitt, og það er engin laun- ung á því, að allur þorri þeirra, minna gömlu, góðu sveitunga, er heima sátu, rnunu hafa verið einráðn- ir í, að gefa mér það atkvæði, hefði þeir farið á kjörfund, en ekki Sig. búfr. Það hef eg sannfrétt. Um framboð Péturs mun þeim ekki hafa verið kunn- ugt. En úr því að presturinn hélt Sigurði svo fast fram med sér, þótti þeim snjallast að leysa hnútinn á þann hátt, að fara hvergi. Og þetta er hin sanna ástæða til, að svo sárfáir sóknarmenn séra Magnús- ar sóttu fundinn. Aptur voru Hreppamenn (eink- um Ytrihreppsmenn) auðsveipari við hann, og fjöl- menntu mjög, enda þótt Stóra-Laxá væri nær ófær og jafnvel á sund. Hafi heimaseta Tungnamanna haft nokkur áhrif á kosningaúrslitin, sem eg tel mjög hæpið, þá má séra Magnús sjálfum sér um kenna, að hann komst ekki að í stað Sig. búfr., því að mér hefði hann ekki hrundið frá kosningu í þetta sinn. Hann gat að vísu hrundið mér með tilstyrk Hreppa- manna 1894, en tímarnir breytast. Og eg er þakk- látur mínum gömlu sveitungum fyrir, að þeir létu ekki, þrátt fyrir fortölur séra Magnúsar þar í sókn- um kúga sig til að kjósa á móti sannfæringu sinni, en sátu heima. Um hina ,,snilldarlegu(!) framkomu" séra Magn- úsar og hina ,,lélegu(!) framkomu" mína og félaga míns (Péturs kennara) á kjörfundinum ætla eg ekkí að þrátta við „ísafold". Ritstj. hennar voru þar hvergi nærri, og eg verð að lýsa því yfir, að eg met margfalt meira dóm skynsamra, óhlutdrægra alþýðu- manna, en hið alkunna illgirnis- og hatursþrungna fleipur ísaf.ritstj. í minn garð, sem eg kippi mér ekki upp við og allir vita af hverjum rótum er runn- ið. En á einhverju verða mannatetrin að svala sér, úr því að svona hraparlega tókst til, að allur kosn- ingarógur þeirra og kosningaærsli þar eystra, bréfa- skriptir og sendiferðir voru svona neyðarlega að vett- ugi virtar, eins og raun varð á. Það verður sú und, er sárast og lengst svíður í öllum kosningaósigrum blaðsins í þetta skipti. Að ókjörgengi Sig. búfr. var ekki hreyft af nein- um fundannanna á kjörfundi, stafaði beinlínis af því, að kjörstjóri sleit umræðunum skyndilega, áður en kjósendurnir gátu borið upp nokkrar fyrirspurnir til þingmannaefnanna. Mun hann hafa gert það vegna atkvæðagreiðslunnar, er vita mátti, að tæki Iangan tíma, jafnvel þótt tvíkosning færi ekki fram, sem vel gat orðið. Annars skipti það litlu, hvort þessu máli var hreyft á fundinum eða ekki, því að kjörstjóri mundi engan úrskurð hafa á það lagt, og var ekki skyldur til þess samkvæmt kosningalögunum, hafði ekki vald til að banna mönnum að kjósa manninn. Það er þingið, sem sker úr því, hvort kosning Sig. búfr. verður talin gild eða ekki. Þetta vita víst allir, nema hinn löglærði(!) spekingur Isafoldar, sem hræk- ir svo hraustlega yfir því, að allt sé klappað og klárt(!) úr því að Sigurður var kosinn. Mikil er ein- feldni mannanna. Annars held eg, að það væri myndarlegra af ísafold, að bera nú harm sinn í hljóði yfir kosning- unni í Árnessýslu, en vera ekki ávallt að halda hinni smánarlegu hrakför sinni á lopti, með því að þvæla um hana, ýmist í ískrandi vonzku eða hálf- skælandi, eins og illa vaninn strákhnokki, sem orð- ið hefur fyrir hirtingu. H. P. Þeir sem rituðu sig á tafllistann eru beðnir að mæta í húsi Jóns Sveinssonar á laugardaginn kl. 9 síðdegis. Reykjavík 2. okt. 1900. Péiur Zophoníasson, Sigurður Jónsson. Sturla Jónsson. Hinn 14. september næstliðinn, fannst á Bisk- upstungna afrétti rauðstjörnóttur hestur með grá hár í faxi, aljárnaður, vakur, mark: biti framan hægra biti aptan vinstra. — Réttur eigandi getur vitjað hestsins, en jafnframt að borga þessa auglýsingu og allan á fallinn kostnað. Laugarási í Biskupstungum 24. sept. 1900. Steingrímur Steingrímsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fest ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.