Þjóðólfur - 12.10.1900, Blaðsíða 2
aptur af stað. Pétur var sendur út af örkinni í
annað sinn og Benedikt Gröndal stúdent, oddviti
Neshreppinga slðastliðið fardagaár, var sendur inn
1 Eyrarsveit. Benedikt þessi hafði búið til kjör
skrána og talið þar meðal annara kjósenda 2 kerl-
ingar, nokkra unglinga og allmarga lausamenn,
en vitanlega hafði skráin verið rekin aptur. Björn
kaupstjóri Sigurðsson lofaði að lána gufubátinn
sínn kauplaust. Það var breitt út, að sýslumaður
væri staddur í Revkjavík, svo að ekki þyrfti að
óttast „embættissvipinn" á honum. Sæm. kaup-
maður Halldórsson átti að stýra fundinum. Verri
Einar og „síra" Helgi báru jöfnum höndum út
ýmsar ósannar sögur um sýslumann. Og svo
bræðingurinn milli séra Sig. og gloppaðist allur
verra Einars upf)úr Einari við honum skynsamari
mann í úthreppinum einum.
Svo rann upp kjördagurinn. Meiri mannfjöldi
hefur ekki sézt í Stykkishólmi lengi. Að vísu bar
ekki mikið á Einarsliðum, þeir höfðu skriðið af
hestunum fyrir ofan kaupstaðinn og læðst heim
til prófasts yfir lftt færa mýri í skjóli tveggja
höfða. Unnu það til þess að fara ekki sýsluveg-
inn. Kl. varð 12 og kjörfundurinn varsettur. Einar
talaði fyrst, langlengst og gersamlega röksemda-
laust; marg endurtekna stappið um valtýskuna
frá 1897, stóra bankann og fréttaþráðinn vall fram
úr honum. Hann minntist aptur á móti ekki á
valtýskuna frá 1899.
Sfðan talaði sýslumaður, benti á, hve lítil bót
væri í valtýskunni frá 1897 og hve breytingamar
1899 væru óverulegar, taldi stóra bankann og frétta-
þráðinn ekkert þarfamál að svo stöddu.
Loks talaði Sigurður prófastur. Hann talaði
stytzt; kvaðst vera sammála Einari að öðru leyti
en því, að hann vildi „ógjarna" sleppa 61. gr.
Meðmælendum vesalings Einars leizt ekki á
blikuna að verja hans málstað. Þeir þögðu og
var það rétt. Meðmælendur sýslumanns og próf.
töluðu nokkur orð. Einar Þorkelsson las upp
fyrir þingheimi lýsingu verra Einars á Snæfelling-
um í „Isafold“ 1. ágúst þ. á. og var auðséð á
manngarminum, að hann tók sér þá hugvekju
nærri.
Loks var gengið til kosninga og hlaut sýslu-
maður, sem kunnugt er, 116 atkv., næg atkv. til
þess að yfirstíga báða, Einar og prófast (26 + 9
atkv.), þótt gufuskip Björns hefði komið með þá
„framundir 80 kjósendur", er Einar greyið var
langeygðastur eptir. Annars brostu margir að
þessari tölu, sem vitanlega var hvergi til taks af
þeirn ástæðu, að svo margir voru ekki til í út-
hreppunum. Sýslumaður hafði fengið áskorun frá
24 Breiðvíkingum, 23 Neshreppingum utan Ennis
og átti- 20 vísa í Olafsvík, en í þessum hreppum
voru alls kosningabærir 115 manns, þar af kom
skárri Einar með 25 og sýslumaður átti vísa 67,
ef veður hefði eigi tafið. Mundi gufubáturinn því
aldrei hafa flutt fleiri en 23 f viðbót og hefði það
ekki hrokkið langt.
Þess má geta, að Einar fékk bara atkv. bróð-
ur síns úr Skógarstrandarhreppi og sýnir það
skörungskap og álit þess velmetna, eg ætlaði að
segja velæruverðuga manns. ' Hann fékk þó 3 atkv.
hér um árið, er hann ætlaði að verða varasýslu-
nefndarmaður. Þeir 6 menn úr Skógarstrandar-
hreppi, sem kusu Sigurð prófast af alveg sérstök-
um ástæðum, lýstu því yfir í heyranda hljóði, að
þeir mundu aldrei hafa kosið Einar og mér er ó-
hætt að segja, að þær 3 sálir, er kusu prófast úr
öllum hans 3 sóknum, hefðu heldur ekki kosið
Einar, enda mun prófastur hafa átt alveg sérstök-
um ástæðum að þakka að minnsta kosti 2 atkv.
af þessum 3 atkv. og þó mættu allir ófatlaðir,
Helgafellingar og Stykkishólmsbúar, aðrir en þeir
er veður teppti.
Einarsliðar ætluðu að gista í Stykkishólmi, en
þá varð síra Helga snögglega illt, en þó ekki
meir en svo, að mágur hans lagði á stað með
liann heimleiðis, án þess að vitja læknis, og höfðu
Olsar sumir fengið sér duglega neðan í því áður
en þeir fóru á stað, enda hafði skárri Einar,
fengið félögum sínum nokkrar krónur, en til hvers
og fyrir hvað veit eg ekki. Svo hélt allur hópur-
inn á stað upp óþverramýrina, rétt eins og þeir
væru að fela einhvern.
Snœfellingur.
II.
Ur Rangárvallasýslu er ritað 1. þ. m.
Kjörfundurinn hérvar haldinn29. sept. og hlutu
182
kosningu Þórður í Hala og Magnús sýslumaður.
Aðrir frambjóðendur voru Eggert prestur á Breiða-
bólstað og Tómas bóndi á Barkarstöðum. Brýndi
sýslumaður fyrir kjósendum í fundarbyrjun að
kjósá samvizkusamlega og láta ekki vinsemi ráða,
og setti svo þá reglu, að þingmannaefnin skyldu
fá orðið eptir upphafsstöfum í nöfnum þeirra og
svo meðmælendur þingmannaefna allra í einu lagi
eptir upphafsstöíum í nöfnum þeirra. Sighvatur
gamli sagði það ekki rétta reglu, samkvæmt kosn-
ingarlögunum og þrættust þeir Sighv. og sýslum.
um það lítið eitt. Sighv. sagði, að meðmælendur
ættu líka að taka til orða eptir upphafsstaf í nöfn-
um þingmannaefnanna, sem þeir mæltu með (sbr.
31. gr. kosningalaganna), en sýslum. hélt eptir
sem áður sínu stryki. Þingmannaefnin fengu 15
mín. ræðutíma í fyrra skipti, en 5 í síðara skipti.
Meðmælendur fengu 5 mín.
Eggert lýsti þvf í tilþrifamikilli ræðu, að hann
væri algerlega á móti valtýskunni, og stóra bankan-
um og ritsímanum með hinu fyrirhugaða fyrirkomu-
lagi. Landbúnað vildi hann styðja með verndartoll-
um o. s. frv. og taldi það mál aðalmál Islendinga.
Prestalaunamálinu var hann mótfallinn: vildi hafa
færri presta og láta þeim líða vei. Sýslum. lýsti
því greinilega, að hann væri valtýskur og með
dilkinum: stóra bankanum, en á móti ritsímanum,
eins og það mál lægi fyrir. Landbúnaðinn vildi
hann styðja á þann hátt er hann gæti og fórust
honum vel orð um það mál. Tómas var að öllu
leyti á sama máli og Eggert í öllum málunum.
Talaði hann um hvort þeirra fyrir sig og sagðist
honum vel. Þórður kvaðst hafa heyrt úr mörgum
áttum, að hann ætti að vera orðinn veill í stjórnar-
skrármálinu og að hann ætti að vera orðinn val-
týskur, en þetta lýsti hann helber ósannindi, sem
hann áliti spunnin upp til þess að spilla fyrir
kosningu sinni og kvaðst hann lýsa því yfir
afdráttarlaust og skýlaust, að hann væri þvert á
móti valtýskunni og hefði sömu skoðun-á henni
og hann hefði þegar hann stóð við alþingisborð-
ið á síðasta þingi. A sama máli og Eggert var
hann í öðrum málum. — Af því að sárfáir eða
engir hér kaupa Isafold, hef eg ekki getað séð
það í henni, að hún segði Þórð valtýskan, en heyrzt
hefur, að hún flytti þessa fregn og trúi eg því ept-
ir annari framkomu þess blaðs.1) — Meðmælend-
ur töluðu ýmsir og þar á meðal séra Ofeigur, sem
meðmælandi Magnúsar. Lét hann í Ijósi þá skoð-
un sína, að Islendingar væru ekki menn til þess
að stjórna sér sjálfir, og virtist það hneyksla fund-
armenn yfir höfuð að tala og datt þá einhverjum
í hug, að ráðgjafinn þyrfti að koma með þingmenn
handa okkur frá Danmörku, að svo miklu leyti
sem sýslumenn fengust ekki um land allt til þing-
setu og þegar hann svo færi, eins og Jörundui
sálugi eða förundur I. hundadagakóngur, til Dan-
merkur, yrði hann að skilja eptir hér í landinu
svo sem tylft danskra manna til þess að stjórna
landinu í fjarveru sinni. Sighvatur ætlaði að kveðja
kjósendur sína um leið og hann mælti með þeim
manni, sem hann bezt treysti til að verða eptir-
maður sinn (séra Eggert), en það fór svo, að hann
byrjaði strax á því að tæta í sundur Valtýsfrum-
varpið, en varð of naumt fyrir — 5 mínúturnar
hurfu — og sýslum. veik honum frá. Sighvatur
hafði búizt við þeirri kurteisi að fá, sem fráfarandi
þingmaður, fárra mínútna lengri tfma en aðrir með-
mælendur.
Eptir því sem eg komst næst mun Þórður hafa
fengið 200 atkv, Magnús 179 atkv., Eggert 158 at-
kv. og Tómas m atkvæði. Yfir 300 manns
greiddu atkvæði á fundinum. Af þessari atkvæða-
greiðsluerþá ljóst, að heimastjórnarmenn hafafeng-
íð 469 atkv., en Valtýingár 179 atkv og hafa þá
heimastjórnarmenn hrein og bein 290 atkv. fram
yfir Valtýsliða og skal eg þar að auki geta þess,
að flestjþeirra atkvæða, sem Valtýingar hafa hér feng-
ið eru atkvæði þeirra manna, sem ósjálfstæðastir
virðast í stjórnarmálinu. X.
1) Hún hefur fullkomlega látið það í ljósi nú
eptir kosninguna, en verður nú að renna þeirri aðdrótt-
un niður, sem fleiru. Ritst.
ísafold
og kosningfarnar í Árnessýslu,
I 59. tölublaði Isafoldar er grein með fyrir-
sögninni »Stærsta hneykslið*, vafalaust ritstjórnar-
grein. Það sýna hinar órökstuddu staðhæfingar
og illgirnislegu aðdróttanir í henni.
Auðvitað er það ekki ómaksins vert, að mót-
mæla öðru eins málgagni og Isafold; þegjandi
fyrirlitning á þar bezt við, — en af því að eg
er einn meðal margra, sem kusu ritstjóra Þjóð-
ólfs og Pétur kennara Guðmundsson, ætla eg að
minnast á dóm Isafoldar um kosningarnar hér.
í greininni stendur, að varla nokkurt þing-
mannsefni hafi nokkurntíma átt meira trausti og
vinsældum að fagna í sínu kjördæmi, en séra
Magnús hafi átt«meðal allra héraðsbúa und-
antekningarlaust«.
Hvað veit Isafold um þetta? Alls ekkert.
Sleggjudómur eins og vant er.
Séra Magnús er án efa vel metinn af þeim,
sem þekkja hann, en hann er algerlega óþekktur
nema að nafni í öllum neðri hluta sýslunnar, og
þvl eru það hrein ósannindi og skrum úr Isafold,
að segja hann vinsælan smeðal allra héraðsbúa
undantekningarlaust«, —
Þá segir Isafold, að »moldvörpuiðja óskamm-
feilinna lýðskjalaras hafi undirgrafið álit hans.
— En kurteisin og orðbragðið! Eg hefi engan
mann heyrt kasta skugga á séra Magnús; en hitt
var eðlilegt, að þeir sem mótfallnir 'eru stefnu
dr. Valtýs í stjórnmálum, kysu hann ekki. Það
var fylgi hans og meðmæli með stjórnartilboð-
inu, stóra bankanum og ritsímanum, sem felldu
hann, og svo hræðsla við að hafa marga presta
á þingi sökum prestalaunamálsins. Þetta er hið
sanna og rétta í þessu máli, hvað sem ísafold
staðhæfir.
En svo kastar tólfunum, þegar ísafold segir,
að þetta sé gert salgerlega móti betri vitund«.
— Eg mótmæli harðlega þessum ósvífnu aðdrótt-
unum Isafoldar, og ritstjórnin má fyrirverða sig
fyrir að láta slíkt sjást í blaði sínu, þótt þar sé
raunarekki hvltt að velkja.—Þeirsemkusu ritstjóra
Þjóðólfs og Pétur kennara Guðmundsson kusu
með alveg eins miklu sjálfstæði og umhugsun,
eins og hinir.
Isafold fárast yfir að »þessi Pétur« hafi
fengið fleiri atkvæði en séra Magnús. Já, »þessi
Pétur« er reyndar ekki háskólagenginn, eins og
ritstjórar Isatoldar, en hann má óhætt teljast með
greindustu og bezt mefintuðu mönnum þessa
kjördæmis, og fullgildi Isafoldar-ritstjóranna beggja
að menntun og mannkostum. Ogþótt hann næði
eigi kosningu í þetta sinn, þá muna sýslubúar
eflaust eptir því við næstu kosningar, að þeir
eiga þar gott þingmannsefni, sem hann er. Skoð-
anir ritstjóra Þjóðólfs þekktu menn af blaði hans,
enda talaði hann vel og skipulega á kjörfund-
inum.
ísafold er að tala um undirróður! Hún, sem
sendi hvern smalann, hvert bréfið á fætur öðru
hingað austur, til þess að koma sínum mönnum
að. Man ritstjórnin ekki eptir merkisbónda í
Ölfusi, sem hún ætlaði að láta smala þar fyrir
sig, en mistókst. Man hún ekki eptir bréfunum,
sem hún skrifaði kaupmönnunum héreystra? Þar
mun ekki hafa verið moldvörpuundirróður á seyði?
Og svo er þessi sama ritstjórn að fárast yfir und-
irróðri annara. Henni ferst þaðl
Oss Árnesingum finnst, að vér eigum að
ráða hér kosningum sjálfir, en ekki ritstjóm ísa-
foldar, og vér ætlum að ráða þeim sjálfir eptir-
leiðis, hvort sem upp snúa sporðar eða höfuð á
ritstjórunum.
Þá koma einhverjir »sorglegir þankarc um
menntunarleysi hér í sýslu. — margt angrar ísa-
fold! — Það er eins og í sumar, þegar Snæfells-
nessýslu-búar gerðtl sig ekki líklega til að kjósa
Einar ságæta samverkamannc, þá fáraðist ísafold
yfir menntunarleysi þeirra; áður var ekkert aðþeim
fundið. Sama hafa Sléttu- og Grunnavíkurhrepp-