Þjóðólfur - 12.10.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.10.1900, Blaðsíða 1
M ÞJOÐOLFUR 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. október 1900. Nr. 47. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 26. sept. Afríkustríðið er nú að heita má á enda. Ein- stakar hersveitir af Búum gera dálítinn usla hér og þar, en Bretar eru óðara á næstu grösum og skakka leikinn. Að Búar eru þrotnir að kröptum sést bezt af því, að Kríiger gamli er fiúinn. Hann er sem stendur í bænum Lorenzo Marques við Delagoa- flóann. Það land lýtur Portúgals yfirráðum. Eng- inn getur láð þessum seiga öldung, að hann ekki vildi ganga á náðir Breta. Hann ætlar nú til Hollands með herskipi, sem hollenzka stjórnin ljær honum. Búar láta í veðri vaka, að hann fari að eins snöggva ferð til Evrópu; meðan hann er fjar- verandi á hershöfðinginn Schalk Burger að gegna forsetastörfum — í orði kveðnu! Allir vita, að völd Krugers og Búa eru »saga blott«. Krflger hefur vitanlega verið dugnaðarmaður, en misjafnar sögur fara af honum. Margir segja, að Búar geti hrósað happi yfir, að verða af með hann ; hann hafi gert Transvaal sér að féþúfu, að eins hugsað um að raks saman peningum, hafi gert allt fyrir fé, en kært sig kollóttan um fram- farir þjóðarinnar. Og líklega er þetta ekki með öllu tilhæfulaust; Búar eru langt á eptir tímanum í flestu tilliti og kjör alþýðu kvað ekki hafa ver- ið glæsileg; þar á móti kvað Kriiger eiga fleiri hundruð miljónir króna. Það Htur með öðrum orðum út fyrir, að hann eigi naumast þá hlut- tekningu skilið, sem honum hefur verið sýnd. Að Hollendingar taka tauma Búa, er ekki undra- vert, þeir eru frændur; en heldur hafa sígið brýr á Bretum, er þeir fréttu, að Hollendingar ætluðu að létta flótta Krúgers á þann hátt, sem áður er sagt. — Flótti Kriigers kvað hafa dregið mjög hug úr Búum og hnekkt áhuga þeirra í mótvörn gegn Bretum. Bretar þykjast nú hér um bil hafa lokið störf- um þar syðra. Róberts ætlar bráðum heim og Buller á að ljúka við friðun þjóðveldanna. Stjórn- inni hefur virzt þetta ástand vel lagað til þess að stofna til nýrra þingkosninga, og hefur þess- vegna slitið þinginu, þótt 2 ár séu eptir af kjör- tímabilinu. Þess er vænt, að Torymenn (stjórn- arliðar) og þeirra fylgifiskar muni vinna sigur mik- inn, einmitt vegna hinna heppilegu úrslita Afríku- stríðsins og svo sitja þeir Salisbury og Chamber- lain fastari í sessi en nokkru sinni fyr. Þingkosn- ingar eiga fram að fara í byrjun n. mán. og þing- ið nýja byrjar fundi sína 1. nóvbr. En því verður þó ekki neitað, að Bretar eiga um sárt að binda eptir viðureignina við Búa; í miðjum þessum mán. var manntjón þar talið alls 40,075 manns, að þeim undanskildum, sem liggja sjúkir og særðir á sjúkrahúsum í Suður-Afríku. Viðureign Kínverja og stórveldanna stendur svona hér um bil í stað. Yfirhershöfðinginn, Wald- ersee greifi, er nú kominn til Shanghai, en að öðru leyti ekki tekinn til starfa. Um eiginlegt stríð er ekki lengur að ræða, en friðarsamning- arnir virðast ætla að verða nokkuð flóknir. Þjóð- verjar halda því föstu, að fyrsta skilyrðið fyrir sáttum sé, að hvatamenn ófriðarins verði fyrir þeirri refsingu, sem þeir eigi skilið, og flest stór- veldin, einkum Frakkar, eru á sama máli, en Rúss- ar og Austurríkismenn halda taum Kínverja og vilja láta þá sjálfa ráða refsingu óróaseggjanna. Þeir vilja því sem fyrst sleppa Peking úr herkví- um og að eins láta þar eptir nokkurt gæzlulið. Verði þessu framgengt, halda margir, að Kínverj- um muni vaxa fiskur um hrygg og að þeir muni aptur heíja ofsóknir gegn útlendingum. Sem frið- arsemjendur af Kínverja hálfu eru nefndir Li-Hung- Chang og prins Ching, sem í mótsetning við prins Túan heldur taum útlendinga. Fréttirnar að austan eru að öðru leyti einatt óljósar. Þrátt fyrir allar friðarumleitanir, lendir þó stundum í orustum. Þannig segja blöðin nú, að stórveldin undir forustu Rússa hafi 20. þ. m. tekið kastalana við Peitang (2 mllur fyrir norðan Taku við Petschiliflóa) eptir stutta vörn af hendi Kínverja; tilgangurinn með þessum sigurvinningi kvað vera sá, að tryggja sig fyrir áhlaupum af Kínverjum frá Taku-héraðinu. Kínverjar höfðu einmitt byggt kastala þessa fyrir 40 árum til þess að verjast árásum af framandi herskipum. Þess er getið, að Evrópumenn hafi fundið mann þann, er drap Ketteler sendiherra Þjóðverja. Það var undirforingi í her Kfnverja, sem þóttist hafa frarnið illverk þetta eptir skipan yfirboðara sinna. Hann var eigi að slðui skotinn. Prinz Georg, landstjóri á Krít, ætlar nú í kynnisför til helztu konga og keisara Norðurálf- unnar. Þegar hann kom til Aþenu í gær, ætlaði maður nokkur, er reyndist að vera hálfbrjálaður fyrv. herforingi, að veita honum tilræði, en var gripinn, áður en nokkuð aðgerðist. Ritstjóri blaðsins »Göteborg- Handels- og Sjöfartstidning«, Hedlund, maður í miklu áliti, er dáinn. Kristján krónprinssonur hefur aptur eignazt son, sem skírður var Knútur. Fréttaritari Þjóðólfs hefur átt tal við ýmsa hluttakendur í íslandsferðinni, og láta þeir allir mætavel yfir og gátu ekki nógsamlega lofað ís- Ienzka gestrisni og alúð. Til sannindamerkis báru þeir kveðju frá ýmsum nafngreindum góðkunn- ingjum. 24 pestsjúklingar kvað sem stendur liggja á spítala i Glasgow. Spánski hershöfðinginn, Martinez Campos, kunnur meðal annars frá Kúbustyrjöldinni,erdáinn. Kjörfunda-fréttir. 1. Ur Snæfellnessýslu er Þjóðólfi ritað 27. f. m. Herra ritstjóri! Nú eru kosningarnar um garð gengnar og fluttu þær, sem við mátti búast, glæsi- legan sigur og hafði þó mótstöðuflokkurinn, fylgi- fiskar Einars Hjörleifssonar og Sigurðar prófasts Gunnarssonar, haft alla skækla úti. Einkum hafa Einarsliðar sótt málið af kappi. Einar Hjörleifsson, eða verri Einar eins og hann almennt er kallaður hér, kom hingað í sýslu um miðjan maímánuð, fullur af valtýsku, útsteyttur af stóra bankapeningum og flæktur í fréttaþráðinn. Einar Markússon, eða skárri Einar svo nefndur, og bindindisfrömuðurinn „s(ra“ Helgi Arnason höfðu þefað, að sýslumaður mundi vera á annari skoðun en verri Einar og gleyptu því strax við manninum. Þessi svipfríða þrenning lagði svo strax á stað til ferða kringum Jökul og árangurinn hafði orðið sá, að skárri Einar hafði fengið nokkr- ar hræður til að lofa nafna sínum fylgi, enda hafði umboðsmaðurinn og verzlunarstjórinn ekki verið spar á loforðum og litlu sparari hafði hann verið á hótanirnar, líðun velkomin öllum, er fylgdu nafna hans og þar fram eptir götunum, en hinir minntir á, að þeir væru leiguliðar og skuldugir verzluninni. Auk þessara gæðinga gerði verzlun- in Pétur nokkurn Þórðarson út til þess að horna hverja einustu umboðsjörð í sýslunni, en þar varð aflinú engin. Leið svo og beið að ekki fréttist til annara þingmannaefna. Að vísu höfðu sýslunetndarmenn- irnir allir einum munni skorað á sýslumann á sýslufundi 1899 að gefa kost á sér, en hann hafði áskilið sér umhugsunarfrest til manntalsþings 1900. En þegar spurðist af gerðum þrímenninganna fóru skriflegar áskoranir að renna inn til sýslu- manns, sumpart úr heilum hreppum, svo sem Helgafellssveit og Stykkishólmshreppi og sumpart frá meirihluta hreppsbúa annarsstaðar, enda urðu úrslitin þau, að sýslumanni voru alls sendaráskor anir frá hátt á þriðja hundrað kjósendum af 379 kjósendum, er til voru í sýslunni og hafði þó eng- inn smalinn verið útsendur, enda virðist ekki úr vöndu að ráða, þar sem verri Einar var einn um hituna hins vegar engum kunnur að góðu, og ó- þekktur að öðru leyti en því, að hann var bróð- ir síra Jóseps á Breiðabólsstað. Svo kom 3. maðurinn fram á sjónarsviðið: Sigurður próf. Gunnarsson. H. Haraldur Níels- son kom vestur í Stykkishólm fyrra hluta ágúst- mánaðar og hann hafði fært tengdaföður stn- um þau tlðindi, að Sunnmýlingar vildu ekki líta við honum og jafnframt stappað í hann stál- inu að gefa kost á sér hér. „Isafold" taldi sér kjördæmið víst, ef hann slægi pjönkum sínum sam- an við Einar hennar, Einar ætti úthreppana vísa, Helgfellingar og Stykkishólmsbúar mundu annað- hvort kjósa prestinn sinn eða sitja heima og vel- metinn séra Jósep mundi legga alla Skógstrend- inga fram fyrir fætur bróður síns. Prófastur stóðst h. Haraldi ekki snúninginn og gekk í valið. H o lgafellsslagurinn" var strax búinn til og h. Haraldur látinn lepja hann í „Isafold“, en sjálfur kom prófastur bardagasögunni f „Þjóðviljann", sitt uppáhaldsblað að fornu og nýju. En allur bardag- inn var sá, að prófastur,’ hinn afskiptalausasti og þess vegna hversdagslega prúður maður, hljóp á sig, er hann heyrði undirtektir Helgfellinga. Gekk hann með töluverðum móð um gólf í Helgafells- stofunni, meðan hann var að lýsa framboði sínu og gaut spurnaraugum til Haraldar síns, er sat krepptur f dimmasta stofuhorninu. Svo varð ein- hver Helgfellingur til þess að trúa prófasti fyrir því, aðHelgfellingar mundu fylgjasýslumanni. Kom þá kippur í andlitið á prófasti, kippur, er kunnugir vita hvað boðar og varð próf. þá á að segja eitt- hvað á þá leið, að það væri skrítið að „sjá menn setja upp hundshaus", þótt hann, gamall þingmað- urinn, byðisigfram, en hinn „hneykslanlegi ofstopi sýslumanns“ var í því fólginn, að hann hafði af vangá sett upp hatt prófasts og sagt um leið og próf. helgaði sér hattinn: „það varð að vera, svona stóran hundshaus hefur almenningur ekki“. Svo leið og beið frain undir kjörfund. Verri Einar kom aptur vestur. Þrímenningarnir lögðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.