Þjóðólfur - 26.10.1900, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.10.1900, Blaðsíða 4
ig6 við helga von svo huggar sig til hans og þín að ná. Hún bíður enn um stutta stund - og stutt er allra bið. Guð gefi’ oss öllum fegins fund sitt föður brjóstið við! Svo far þá vel til föðurlands og friður sé með þér! Og verði’ í öllu vilji hans sem vís og góður er. (Br. J.) Slysför. Hinn 23. þ. m. fannst maður dauður hér í flæðarmáli að vestanverðu í bænum, hafði vantað3 undanfarna daga. HétBjörn Jak- obsson, ættaður úr Selvogi roskinn maður að aldri, hafði dvalið hérí bænum nokkurn tíma,með- al annars til lækninga. Ætlun manna, að hann hafi oltið í sjóinn í einhverju óráði. Sáttanefndarmann í stað Hallgríms biskups, er sagt hefur af sér því starfi, eiga kjós- endur hér í bænum að velja á morgun. Samkv. tilsk. 10. júlí 1795 hefur bæjarstjórnin tilnefnt 5 menn, er kjósendur eiga völ á: séra Eirík Briem, H. Kr. Friðriksson fyrv. yfirkennara, séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprest, Jón Magnússon land- ritara og séraÞórhallBjarnarson. Hinn sáttanefnd- armaður bæjarins, Arni Thorsteinsson landfógeti, er gegnt hefur starfi þessu langa hríð ásamtbisk- upi, hafði einnig beiðst lausnar, en ekki fengið að sinni, af því að báðir sáttanefndarmennirnir mega ekki fara frá í senn. Start þetta er nú orðið allumfangsmikið hér 1 bænum, því að mörg- um kemur illa saman. HEIÐRUÐUM ALMENNINGI gefst hér með til vitundar, að gistihúsið á Eyrar- bakka er til afnota ásamt húsi og heyi fyrir hesta. Eyrarbakka 8. okt. 1900. Margrét Skúlason. Fyrirlestur í Templarahúsinu sunnudaginn kl. 6r/2 síðdegis. D. Östlund. Yín, Yindlar og reyktóbak . frá Kjœr & Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen. Ætíð nægar birgðír. Með nýju öldinni, er gengur í garð 1. janúar 1901 hefst fimmtugasti og þriOji árgangur Þj óðólfs. Nýir kaupendur að þeiin árgangi eru beðnir að minnast að þeir fá í kaupbæti: þrjú sérprentuO sögusöfn blaösins (9., IO. og II. hepti). Alls um 270 bls. með mjög mörgum skemmtisögum. Ekkert íslenzkt blað býður betri kjör. í blaðinu verður haldið áfram íslenzkum sagnaþáttum, er alþýðu þykja mjög skemmti- legir. Þátturinn af Pétri sterka á Kálfaströnd er nú á þrotum, en jafnharðan verðurbyrjað á áður óprentuðum sögnum um Arna Gísla- son í Höfn í Borgarfirði eystra, og syni hans hina nafnkunnu hreystimenn Jón og Hjörleif sterka. Allir íslenzkir sagnaþættir, er birzt hafa í blaðinu verða sérprentaðir og að eins seldir skilvísum kaupendum fyrir mjög lágt verð. Kaupendur blaðsins geta og fengið keypt hið mjög merka og fróðlega sögurit Kambsránssögu alla í gylltu bandi fyrir 3 kr. Að eins fáeintök eptir. Nú hefurÞjóðólfur ogfengið ágætan frétta- ritara frá Parísarsýningunni, cand. mag. Sig- fús Blöndal, og munu fréttabréf frá honum um hina miklu heimssýningu birtast við og við í blaðinu nú nokkra hríð. Fyrsta sýnis- hornið í dag. — Ekkert annað íslenzkt blað hefur slíktað bjóða frá sjónar- og heyr n arvottum þar á sýningunni. Útsölumenn, er útvega 5—iokaupendur eða færri og standa skil á borgun frá þeim, fá há sölulaun. Nýir kaupendur hér i bænum og annarsstaðar gefi sig fram sem allra fyrst, því verið getur, að kaupbætirinn þrjóti áður en varir. Fyrir 2 árum síðan varð eg veikur. Veik- in byrjaði með lystarleysi og einnig varð mér illt af öllu, sem eg borðaði og þar á of- an bættist svefnleysi, máttleysi og taugaó- styrkur. Eg tók því að neyta Kína-lífs-elix- írs, sem hr. Waldemar Petersen í Frederiks- havn býr til. Eg notaði 3 flöskur og fann þegar bata. Með því að eg hef nú reynt hvorttveggja, að nota hann og annað veifið að vera án hans, er það sannfæring mfn, að eg megi að minnsta kosti ekki fyrst umsinn vera án hans. Sandlækj arkoti. Jón Bjarnason. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaup- mönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel v.p. eptir því, að F standi á flöskunum 1 grænu Iakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Klnverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. Klukkan. Hún sómdi sér vel þar sem hún stóð í valhnotviðarkassan- um í glugganum hjá Pierret úrsmið og messinghengillinn dingl- aði fram og aptur fagur sem gull. Allir sem leið áttu fram hjá staðnæmdust til þess að virða hana fyrir sér. Pierret var maður á bezta aldri, en mjög þunglyndur. Hann hafði líka orðið fyrir mikilli mæðu. Fyrir 7 árum síðan var faðir hans myrtur í sömu búðinni og klukkan nú stóð í.1) En hver var morðinginn? Lögreglunni hafði ekki tekizt að hafa hendur í hári hans. Seint á kvöldin sást Pierret ráfa um þorpið eins og hann væri að leita að einhverjum og það var enginn annar en morð- inginn, er hann leitaði að. Þessu hafði hann nú farið frám í mörg ár, en árangurinn varð enginn. Pierret hafði fyrir skömmu farið verzlunarferð til Parísar og þaðan kom hann með fallegu klukkuna, sem allir dáðust svo mjög að. „Gerið þér svo vel og gangið inn", sagði Pierret við áhorf- endahópinn, sem stóð fyrir utan búðargluggann hans. „Hvað kostar klukkanf" „500 franka". „Kostar hún svo mikiðf Það er þá ekki fyrir alla að kaupa djásnið, hérna í þorpinu er víst einungis einn maður sem hefur ráð á því". 1) Morðinginn haf ði einnig haft á burt með sér 4000 franka, sem gamli maðurinn hafði sparað saman handa syni sínum. 67 „Hver er þaðf" „Hver skyldi það vera annar en hann Locard, hann Lo- card ríki. Hann ætlar nú bráðum að fara að kvongvast og hann horfir ekki í skildinginn, þegar um það er að gera, að ná í ein- hvern fallegan og álitlegan hlut. „Viljið þér gera mér þann greiða, að vekja athygli hans á klukkunnif" „Með ánægju". Af ýmsum orsökum var Locard ekki vinsæll í þorpinu, í fyrsta lagi hafði hann orðið mjög ríkur á skömmum tíma, en enginn vissi, hvaðan auðæfi hans komu. Þegar hann var spurð- ur um það, sagði hann einungis, að fé sitt hefði hann fengið fyrir milligöngu málaflutningsmanns, en enginn fékk þó að vita, hvaða málaflutningsmaður það var. í annan stað var hann harla ófyrirleitinn, er hann skjögraði drukkinn um götuna og í þriðja lagi lét haun nágrannana sína sífelt finna til þess, að hann var auðugur og mátti sín mikils. En það var ekki eins auðvelt og kunningjar Pierrets hugðu að fá Locard til þess að forvitnast um þessa dýrmætu stunda- klukku. Þegar menn nefndu nafn Pierret’s virtist honum bregða undarlega við, og það var auðséð, að hann var enginn vinur hans. Loks gátu menn þó fengið hann til þess að fara til búðar úr- smiðsins og skoða klukkuna. Þegar Pierret sá Locard og vini hans koma þá hýrnaði yfir honum og bros lék um varir hans. Locard gekk inn og var nokkuð umsvifamikill, eins og honum var títt. Er þetta listaverkiðf" spurði hann með fyrirlitningu og sneri bakinu að Pierret, eins og hann væri að skoða klukkuna. Eptir nokkra stund samdist þeim um kaupin. Locard fleygði 500 franka seðli á borðið og skipaði þóttalega að færa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.