Þjóðólfur - 26.10.1900, Blaðsíða 3
195
ir þvi virðist mesta nauðsyn á, að bera ofan í
meiri hluta af vegi þessum að sumri komandi;
mun þá ekki annað ráðlegra en sækja ofaníburð
upp fyrir Ölfusárbrú eða niður á sjáfarbakka. —
Vitanlega er sá galli á hvorutveggju þessu, að leið-
in er löng. — Samt virðist þetta liggja næst, þeg-
ar annarsstaðar á leið þessari fæst ekki nema fínn
moldarsandur, er bæði fýkur úr eða rennur burt
í leysingum. I holtunum fyrir ofan Ölfusárbrúna
er bezti ofaníburður, fastur og haldgóður,; og sé
hann borinn ofan í vel púkkaðan veg, með nokkr-
um ofaníburði mun hann duga vel.
í okt. 1900. 5. y.
Evrópu-siðmenning i Afriku.
Með þessari fyrirsögn birtir þýzka blaðið
sBerliner Volkszeitung« um miðjan f. m. grein
nokkra um fáheyrð grimmdarverk, er fulltrúar
belgisku stjórnarinnar í Kongóríkinu hafa gert
sig seka í. Hafa opt borizt ófagrar sögur um
aðfarir Evrópumanna gagnvart hinum villtu þjóð-
flokkum þar syðra, svo að menn hafa naumast
getað trúað því, að þær væru sannar. Og þó
hafa þær opt verið staðfestar af mörgum sjónar-
vottum og svo er um frásögn þessa þýzka blaðs.
Heimildarmenn fyrir henni eru amerískir presbyt-
erianskir tráboðar við Efri- Kongó. Er höf-
uðstöð þeirra Luebo við stórfljótið Kasai, er
rennur í Kongó. Þangað fréttist, að stjórnartull-
trúar Belgja í Luluaburg hefðu sent hinn illræmda
Zappó-villimannahöfðingja Malumba N’buso til
héraðánna í grennd við Kasai, til að heimtíi
skatt og að hann hefði þar gereytt meiri hluta
landsins. Fregnirnar um athæfi hans voru svo hroða-
legar, að trúboðarnir amerískuí Luebo trúðu þeim
ekki í fyrstu og sendu klerk einn W. H. Sheppard
að nafnitil rannsókna. Ogskýrir «BerlinerVolks-
zeitung« þannig frá þessari rannsóknarferð hans:
I héraði því, er Shepphard hitti Malumba,
hafði hann framið hin verstu nfðingsverk; þannig
sá Sheppard þar stóra trjágirðingu, er höfðingjar
héraðsbúa höfðu verið ginntir inn í og því næst
skotnir þar niður í hrúgu. Sheppard minntist á
þetta við Malumba, og spurði hann, hvernig þetta
hefði atvikazt, en hann svaraði: »Eg skipaði
öllum höfðingjum æðri og óæðri, ásamt flokks-
mönnum þeirra að koma og greiða það, sem
þeir ættu ógoldið skattsins, og er þeir voru komn-
ir inn fyrir krafði eg þá um það, sem mér var
boðið að krefja þá um, og er þeir færðust und-
an að greiða gjaldið, skipaði eg að loka hliðun-
um, og drap þá svo inni í girðingunni Shepp-
ard spurði þá, hversu marga hann hefði drepið.
»Eg hygg um 80—90« svaraði Malumba, »auk
þeirra sem liðsmenn mínir, er eg sendi í önnur
þorp tóku af lffi«. Ennfremur segir Sheppard
svo frá: Malumba og eg gengum út á völlinn
hjáherbúðum hans. Þar lágu þrjú lík, og varhold-
inu flett frá beini frá lendum niður. »Hvers
vegna eru þessir búkar svona sundur höggnir,
og ekkert eptir nema beinin?« spurði eg. »Fylgd-
arlið mitt hefur etið kjötið« svaraði hann. Þar
hjá lá höfuðlaust lík af manni nokkrum«. Hvar
er höfuðið af þessum manni? spurði eg. »01
svaraði Malumba«, menn mínir hafa gert skál úr
hauskúpunni hans, til að mylja í henni neftóbak«.
Er við gengum lengra taldi eg 41 lík, og spurði
þá hvar hin væru, en hann svaraði, að menn
hans heíðu etið hin. Ennfremur þótti trúboðan-
um undarlegt, að hægri hendina vantaði á öll
líkin. Og er hann spurði, hvernig á þessu stæði
var honum svarað, að þessar hendur yrðu að af-
hendast stjórnarfulltrúunum íLuluaburgtil sanninda-
merkis um, að fyrirskipunum þeirra hefði fullkom-
lega verið hlýttl Og síðar sá Sheppard í herbúð-
um Malumba 81 hönd, er héngu þar eins og til
þerris yflr eldinum. Sagt er, að á 75 mílnasvæði
umhverfis Luebo hafi 50,000 innborinna manna
flúið út í skógana af ótta við herlið stjórnar-
innar!
Þetta er kallað útbreiðsla Evrópu-siðmenn-
ingarinnarl
Með þessum orðum endar blaðið skýrslu sína
um þessi hroðalegu rnorð. Og þótt sumum kunni
að þykja sagan ótrúleg, þá eru sarnt allar líkur
til, að hún sé sönn, því að svo mörg ódáðaverk
hafa verið unnin þar suðurfrá, fyrir sunnan öll
landslög og rétt, að þeir sem kynnzt hafa nokk-
uð ástandinu þar segja, að því verði aldrei lýst
syo hroðalega eða ótrúlega, að þeir geti ekki
trúað því. Stjórn Belgja hér í álfu getur við
ekkert ráðið, þótt hún vildi, því að Kongóríkið
er ekki nema að nafninu til undir yfirstjórn
Belgjakonungs, og færi hann verulega að hlutast
til um mál manna þar, ogleitast við að hegna hin-
um seku, mundi allt landið óðara úr greipum
hans gengið. Það vita einnig þessir svonefndu
stjórnarfulltrúar Belgja þar suðurfrá, vita, að arm-
ur mannlegrar réttvísi nær þeim ekki, 'nvers kon-
ar glæpaverk og ódáðir, sem þeir fremja gagnvart
þarlendum þjóðflokkum til að raka saman auð
fyrir sig og sína.
f Húsfrú Guðný Mðller.
í friði drottins farðu vel,
til frelsis hafin ör.d!
upp er nú rofið rauna él
og röknuð dauðans bönd.
Vér fögnum því að stríð er stytt
sem stillt ei gátu menn, —
þó fremur kosið hefðum hitt:
að heil þú lifðir enn.
Þvl skal þér flutt vor kveðja klökk, —
ei kunnum annað nú, —
og heiðursorð og hjartans þökk,
sem hvervetna’ ávannst þú.
Og hann sem átti hjarta þitt
og hjartasár nú ber,
hið elskuríka ávarp sitt
í anda sendir þér.
Og móðir þín í myrkri þreytt
ei megnar orð að fá
er söknuðinn í ljós fær leitt
sem leggst r.ú hjartað á.
En gegnum myrkrið samt hún sér
með sjón hins innra manns,
að samvist búin ykkur er
í ástvinanna krans.
Hún sér í anda sæla þig
í sölum drottins há,
68
sér klukkuna heim þá um kvöldið og ávarpaði þannig þá, er við
voru staddir:
„Vinir mínir! Gerið svo vel og komið til mín í kvöld, og
svo skulum við vígja nýju stundaklukkuna mína með dálítilli
samdrykkju".
„Hvað snemma?"
„Klukkan 9“.
Auðvitað tók Pierret ekki boð þetta til sín. Þegar hann
var orðinn einn brenndi hann 500 franka seðilinn. Síðan fór
hann inn í herbergið, sem var innar af búðinni, og kom þaðan
aptur með litla öskju. Þessa öskju festi hann inn í stunda-
klukkuna.
Á tilteknum tíma var klukkan flutt inn í hina veglegu borðstofu
Locard’s. Hann sjálfur og vinir hans sitja hlæjandi hringinn í
kring um borðið og eru að drekka og syngja.
Klukkan slær 11 Hinn fagri hljómur kveður við um allt
herbergið. En þeir tónar! "Allir urðu sem agndofa, er þeir
hlustuðu.
Um miðnætti heyrðust aptur hinir silfurskæru tónar.
Allt í einu varð dimmt í herberginu — einhver snöggur
gustur hafði slökkt á lampanum en blár bjarmi lék um skífuna
á klukkunni, svo að á hana glóði í myrkrinu.
Klukkan hætti að slá, en þá heyrðist allt í einu einkenni"
leg og dularfull rödd:
„Jaques Locard! Jaques Locard!"
Húsbóndinn og gestirnir verða öldungis forviða og geta
ekki komið upp nokkru orði".
„Jaques Locard I Játaðu glæp þinn! Játaðu hann tafar-
laust".
Locard! sagði einn af gestunum", hvernig víkur þessu vi??“
65
Á þessu augnabliki var það, að dró frá tunglinu og bjarma
sló af geislum þess á hina silkimjúku grænku.
Kælandi gustnr þaut í gegnum skóginn; með hægum nið
opnaðist skógarþykknið og lokaðist síðan aptur.
Og milli trjánnakom í ljós himnesk mynd með skínandi hvítt
andlit, gullbjart hár er hrundi niður um herðarnar og blá, sorg-
döpruð augu, og á hinum snjóhvíta hægri handlegg, er úr blæddi
af þyrnisting, svaf rólega lítið barn.
„Þú heilaga mey", æpti Anna óttaslegin.
Gabor huldi andlitið með báðum höndum.
„Vei mér, blessaða guðsmóðir! Miskuna þú mér! sagði
Anna kjökrandi, og fleygði sér til jarðar, og sló örvæntingarfull
á brjóst sér “Eg er kona syndug. Eg hef stolið peningum
þínum; eg hef logið í þínu nafni..................“
Móðirin með hinu sorgbitna útliti brosti blíðlega.
„Við höfum ekki neitt saman að sælda, vesalings kona!
Þú Gabor, þér færi eg hér son þinn. Eg vi!di eigi gera þér
vanvirðu í margmenninu".
Þá bætti hún í klökkum róm við: Eg hef njósnað um
þig. .. . Eg hef gengið á eptir þér, og nú finn eg þig loksins hér“.
Gabor neri enni sitt með hinum vinnubörðu höndum sín-
um og færði sig hræddur nær henni, er talaði. Barnið hafði þá
einmitt opnað augun og brosti.
„Þú hefur fundið mig, María Kóvacs, og skalt aldrei missa
mig aptur, ef þú fyrirgefur mér...........“
María rétti honum barnið til sátta. Hann greip fljótt ept-
ir því, en dró hendina þegar til sín aptur.
„Nei nei! Láttu mig horfa á þig á þennan hátt, — á þig
og barnið okkar". (Þ. J. þýddi).