Þjóðólfur - 02.11.1900, Page 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 2. nóvember 1900.
Nr. 51.
Bankavaxtabréf
þau, hljóðandi á 1000 kr, 500 kr. og
100 kr., sem gefin hafa verið út sam-
kvæmt lögum 12. janúar 1900, um stofn-
un veðdeildar við Iandsbankann í Reykja-
vík, fást keypt á afgreiðslustofu lands-
bankans. — Ársvextir af verðbréfum
þessum eru 41/* af hundradi.
Landsbankinn 26. október igoo.
Tryggvi Gunnarsson.
Með nýju öldinni,
er gengur í garð 1. janúar 1901 hefst
flmmtugasti og þriðji árgangur
Þjóðólfs.
Nýir kanpendur að þeirn árgangi eru beðnir
að minnast að þeir fá í kaupbæti:
þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins
{9., 10. og 11. hepti). Alls um 270 bls.
með mjög mörgum skemmtisögum.
Ekkert íslenzkt blað býður betri kjör.
í blaðinu verður haldið áfram íslenzkum
sagnaþáttum, er alþýðu þykja mjög skemmti-
legir. Þættinum af Pétri sterka á Kálfaströnd
er nú lokið, en jafnharðan verður byrjað
á áður óprentuðum sögnum um Árna Gísla-
son í Höfn í Borgarfirði eystra, og syni hans
hina nafnkunnu hreystimenn Jón og Hjörleif
sterka. Allir íslenzkir sagnaþættir, er birzt
hafa í blaðinu verða sérprentaðir og að eins
seldir skilvísum kaupendum fyrir mjög lágt
verð. Kaupendur blaðsins geta og fengið
keypt hið mjög merka og fróðlega sögurit
Kambsránssögu alla í gylltu bandi fyrir 3 kr.
Að eins fá eintök eptir.
Nú hefurÞjóðólfurogfengið ágætan frétta-
ritara frá Parísarsýningunni, cand. mag. Sig-
fús Blöndal, og munu fréttabréf frá honum
um hina miklu heimssýningu birtast við og
við í blaðinu nú nokkra hríð. — Ekkert
annað íslenzkt blað hefur slíktað
bjóða frá' sjónar- og heyr n arvottum
þar á sýningunni.
Nú vonast Þjóðólfur einnig eptir að geta
flutt fólki örara en verið hefur skemmtilegar
neðanmálssögur, og hefst í næstu blöðummjög
einkennileg og »spennandi« saga eptir fræg-
an höfund. Meðan kosningafarganið og hin-
ar pólitisku æsingar hafa staðið sem hæst,
hafa neðanmálssögur blaðsins orðið að rýma
sæti. En nú má búast við, að hinar pólitisku
öldur sjatni dálftið, að minnsta kosti fram
undir næsta þing.
Þét sjáið því, landar góðir, að þér fáið
aflmargbreyttan fróðleik í aðra hönd, ef þér
kaupið Þjóðólf. Þér verjið ekki öðrum 4 krón-
um betur. Og auk þess megið þér jafnan
reiða yður á, að hann ber ekki fals og flátt-
skap í landsmálum á borð fyrir yður.
Utsölumenn, er útvega 5—10 kaupendur
eða færri og standa skil á borgun frá þeim,
fá há sölulaun.
Nýir kaupendur hér í bænum og
annarsstaðar gefi sig fram sem allra
fyrst, því verið getur, að kaupbætirinn
þrjóti áður en varir.
IIJERMEÐ vil jeg vara almenning við
hinni níútkomnu »Stafsetningarorðabók'/. eftir
Bj'órn Jónsson, því að bæði vantar í kver
þettaallan þorra algengra íslenskraorða ogauk
þess er hún full af bsamkvæmni, smekkleis-
umog vitleisum. Samianir fyrirþessum harða,
enn rjttíláta dónii mun eg leggja fram síðar.
Reikjavík 1. nóv. 1900.
Björn M. Ólsen,
Andvaranefndin og
raunalegi ritdómarinn.
Eg er að vissu leytí þakklátur Andvara rit-
dómaranum í síðustu »ísafold«, að hann hefur
veitt mér tækifæri til að minnast á athugasemd-
ina, sem ritnefnd Andvara hnýtti aptan við æfi-
ágrip Benidikts Sveinssonar, er eg hef samið. Svo
lítils háttar, sem athugasemd þessi er, þá vissi
eg, að hún mundi verða smekkgott sætabrauð í
munni hr. E. Hjörl., enda sleikir hann út um
báðum megin af ánægju yfir þessum »varnagla,
er aldrei hafi áður verið sleginn 1 Andvara, svo
að það virðist sem nefndinni hafi þótt æfisaga
þessi nokkuð varhugaverð«, segir hann. En »var-
nagli« þessi er sá, að ritnefndin lýsir því yfir, að
hún beri »engan vegogvandaafæfisögunni«. Þetta
er ekki að eins barnalega orðað heldur naglalega
sannast að segja, að mínum og annara dómi og
menn furðar stórum á, að jafn gteindir menn,
eins og sumir ritnefndarmennirnir eru, skyldu
ekki sjá það, að svona löguð athugasemd er
blátt áfram hlægileg, því að hverjum lifandi
manni skyldi koma til hugar, að ritnefndarmenn
einhvers tfmarits beri nokkurn veg og vanda af
ritgerðum, er þar birtast eptir nafngreinda höf-
unda!! Ritnefndarmenn Andvara eru auk for-
manns Þjóðvinafélagsins Tr. Gunnarssonar banka-
stjóra, þeir séra Jens Pálsson, Jón Jensson yfir-
dómari, Jón Þórarinsson í Flensborg og séra
Þórhallur Bjarnarson. Það eru þessir herrar, eða
í rauninni 4 hinir síðastnefndu, sem afsaka sig
frá því að bera ábyrgð á þessari æfisögu!!. En
eg hef aldrei beðið þá um að ábyrgjast orð mfn
eða gerðir, enda mun enginn heimta það af þeim.
Það er víst bezt, að hver ábyrgist sig; að minnsta
kosti dettur mér ekki í hug að bera neina ábyrgð
á orðum eða gerðum þessara manna.— Þá er hin
hneykslanlega æfisaga um Pétur biskup eptir Grím
Thomsen var birt í Andvara, þá þagði hin þáverandi
ritnefndeins ogsteinn, hefur ekki þorað að Grími,
enda var Andvari þá ekki orðinn að pólitisku
klíkuriti, eins og hann nú er orðinn,
þá er formaðurinn (Tr. G.) er þar 1 á móti 4
Valtýingum, og það var einmitt þessi óheppilega
skipun nefndarinnar, sem olli því, að Valtýing-
arnir þar í nefndinni þóttust ekki samvizku sinnar
vegna geta látið æfisögu B. Sv. frá sér fara, án
þess að lýsa vanþóknun sinni á henni og semj-
andanum, líklega af því, að ekki var farið með
B. Sv. á sama hátt sem Pétur biskup og með-
fram af hræðslu við flokksmenn sína, eða til að
sýna þeim fram á, að þeir ritnefndarmennirnir
leyfðu ekki aðgang í »Andvara« með fúsum vilja,
öðru en því sem eptir þeirra nótum væri ritað.
Athugasemdin var því ekkert annað en kattar-
þvottur.
Þá er eg hafði samið æfisöguna, er eg hafði
mjög stuttan tíma til, af því að formaður félags-
ins kom nokkuð seint til mín, þá lét eg ritnefnd-
inni, — er eg vissi hvernig var skipuð — skrif-
lega í ljósi, að annaðhvort yrði æfisagan að prent-
ast, eins og hún kæmi frá minni hendi, eða þá.
alls ekki, og eg þóttist með fullum réttigeta far-
ið fram á þetto, af því að eg einsetti mér að
rita svo sanngjarnlega og stillilega um B. Sv. og
pólitiska starfsemi hans, að andstæðingar hans
í pólitík gætu ekki með réttu brugðið mér um
hlutdrægni og flokksfylgi. Og frá því sjónar-
armiði þykist eg hafa gætt þess meðalhófs, er
frekast var unnt. En ritnefndarm. Andv. gátu ekki
ætlazt til þess. að eg færi óvirðulegum orðum
um pólitik B. Sv. Til þess hefðu þeir þurft að
fá annan en mig, t. d. Einar Hjörleifsson, er hefur
gefið í skyn, að B. Sv. hafi verið ógæfumaður, ekki
borið gæfu til að koma neinu áleiðis, öll hans
pólitiska saga hafi verið raunasaga, og þá fyrst
hafi málum hans verið sinnt, er annar varð til
þess að bera þau fram (t. d. ullarverksmiðjumál-
ið). Og svo flennist E. H. allur út að eyrum
yfir því, að eg hafi ekki rakið þennan »rauna-
feril« mannsins, ekki gert grein fyrir hinum »sí-
fellda ósigri, er auðkenni lífsstarf hans«, þar sé
mestallt tómt »líkræðulof« og »lofgerðar-stóryrði«
um þennan lánleysing. Hér segir hr. E. H. ó-
satt gegn betri vitund, og eg er ekkert smeikur
við það, að skjóta því undir álit óvilhallra manna,
er æfisöguna lesa, hvort þar sé mjög mikið órök-
stutt líkræðulof, eða B. Sv. sé þar borin vilhallt
sagan, miklu betur en hann átti skilið. Jafnvel
harðsnúmr pólitiskir mótstöðumenn B. Sv. hafa ein-
mitt látið í ljósi að æfisagan væri mjög óhlutdrægt
og sanngjarnlega rituð í Benedikts garð. Það
þarf moldvörpuhatur ísafoldarmannanna á pólitik
B. Sv. og sjálfum honum til að fella jafn ómilda
sleggjudóma um lífsstarf hans, eins og þeir leyfa
sér að gera. Þeir vaxa líklega við. það 1
Eg þykist einnig hafa gert nógu glögga grein
fyrir því í æfisögunni, hvers vegna ýmshelztu
áhugamál B. Sv. fengu ekki svo góða áheyrn, sem
þau áttu skilið. Það stafaði meðal annars aðal-
lega af því, eins og eg tek fram með berum orð-
um (Æfis. bls. 35 sbr. bls 29—30) að hann var
að ýmsu 1 eyti áundan sínumtíma. Ein-
mitt ullarverksmiðjumálið, sem E. H. tekur til
dæmis er góð sönnun fyrir því. Það fékk sárlitla
áheyrn 1889 og 1891 en 1899 var allt fellt og smellt.
Þar var B. Sv. ekki lengra á undan en það, að
10 ára bið var nægileg til að láta málið verða
almennt áhugamál. Hr. E. H. fer því með hrein
og bein ósannindi, er hann ber mér á brýn, að
eg hafi ekki gert grein fyrir þessu »raunaatriði«.
Þessi sraunalegi höf.« (E. H.) blandar auk þess