Þjóðólfur - 02.11.1900, Side 3
igg
nú eru orðnir verstu óvinir rollunnar. Þeir safn-
ast því að ætinu, er þeir halda, að hún sé orðin
afvelta, og hugsa sér til hreyfings, að höggva úr
henni augun. En hún getur orðið lífseigari en
þeir ætla, og það, er ekki víst, að þeim heppnist
svo vel að blinda. Samkv. þessari dæmisögu séra
Magnúsar eru því Valtýingar náhrafnarnir í ís-
lenzkri pólitík, og mega þeir gjarnan eiga það
sæmdárnafn fyrir mér. — Þjóðsagan um manninn,
sem átti að fara yfir eldhússtrompana mun vera all-
mjög afbökuð. En klerkinum hefur þótt viðkunn-
anlegra að vikjá henni við til að gera mann þenn-
an í gröfinni hlægilegan, gera hann að fífli; í
hverjum tilgangi það hefur átt að vera, skal
eg ekki dæma um. Það má klerkur vita. En
þjóðsaga þessi rétt sögð er manninum ekki til
vansa og gæti þá átt við frænda prestsins — syst-
kinabam við afa hans — og sá maður var ekki
fífl, líklega ekki öllu ógáfaðri en séra Magnús,
með allri virðingu fyrir honum. Klerki hefur
hlotið að renna mjög í skap, er hann gat ekki
stillt sig um að láta dauða menn í friði og má
h'ann einn eiga alla sæmd af því. Eg öfunda
hann ekkert af henni. Og það gerðu víst fæstir
kjósendur á kjörfundinum, að því er eg hygg.
Hafi hann ætlað að ná sér niðri á mér persónu-
lega méð þessum skáldskap sínum, þá hefur hann
skotið langt yfir markið.
Um annað efni í ræðu klerksins þarf eg ekki
að fjölyrða. Það er allt löngu kunnugt, fyrir
löngu prédikað hvað eptir annað í „ísafold" og
víðar: breyttar kringumstæður, sáttaboð stjórnar-
innar, krókaleiðir, töluverður vinningur, einhver
endi o. s. frv., allt saman í lausu lopti og tómar
ímyndanir, af því að stjórnin hefur aldrei gefið
neitt vilyrði um, að hún muni aðhyllast það, sem
Valtýingar nú hafa á prjónunum, að því slepptu,
hversu það er æskilegt(!) í sjálfu sér, sem þeir
eru að berjast fyrir.
Klerkurinn skorar á mig síðast í grein sinni
að sýna fram á, að Sigurður búfr. „standi nær„
vorum flokki en hann sjálfur. Það er harla auð-
velt, beinlínis eptir orðum Sig. sjálfs á kjörfundi.
Hann gat þess þegar í upphafi ræðu sinnar, að
hann fylgdi engri ákveðinni pólitiskri stefnu í
stjórnarskrármálinu og legði ekki aðaláherzluna
á það, heldur önnur mál t. d. landbúnaðarmálið,
er hann tók tyrst, sagðist helzt óska, ad stjórnar-
skrármáhnu vœri ekki hreyft á nœsta þingi, að
það kœmtst aldrei inn á þing, en það væri því
miður líklega ekki unnt að sporna við því. Séra
Magnús getur kallað þeita valtýsku, ef hann víll.
Eg geri það ekki, heldur þvert á móti, og þykist
því hafa fullan rétt til að telja Sigurð óvaltýskan
og miklu nær heimastjórnarmönnum, enda þótt
hann segðist verða miðlunarmaður í málinu, ef
það kæmi fyrir, en fylgjandi aðeins þeirri miðlun,
er fullkomlega tryggði réttindi vor gagnvart Dön-
um, og hann vildi helzt ekkert hreyfa við 61. gr.,
en það var auðheyrt á séra Magnúsi, að hann
vildi nauðugur víkja frá Valtýsfrumvarpinu einn-
ig í þessu atriði, og reyndi að færa ýmislegt því
til málsbóta, að 61. gr. mætti og ætti að breyta,
eins og Valtýr vildi, um leið og hann þverneitaði
því, að þessi breyting væri nokkurt skilyrði fyrir
samþykkt stjórnarinnar á frumvarpinu, auðvitað
þvert ofan í skýra yfirlýsingu Valtýs sjálfs, sem
hafði vizku sína frá Rump, sörnu vizkuna, sem
auðvitað ríkir enn hjá íslandsráðgjafanum, að því
er þetta snertir, af því að ráðaneytið hefur ekki
enn skipt lit, þótt mannaskipti hafi orðið.
Einna sárast virðist klerkinum hafa sviðið
það, er eg minntist á, hversu fá atkvæði hann fékk
úr sínu prestakalli, og segir að eg hafi gleymt að
geta um illviðrið fyrir kjörfundinn og árnar, er
innilykja Tungurnar. „ísafold" hefur gert þetta í
minn stað og eg aptur á móti leitazt við að
kenna henni landafræði, þótt klerkurinn segi, að
mér sé ækki ætlað að kenna mönnum þá fræði-
grein. En nú getur hann í 46. tölubl. Þjóðólfs les-
ið um veðrið og landafræðina og ófæru árnar,
sem „ísafold“ vorkenndi Tungnamönnum að sund-
ríða(!!). Klerkurinn hefur auðsjáanlega ekki les-
ið þetta, er hann reit grein sína í „ísafold" og
eg býzt því við nýrri hviðu frá honum út af því.
Verður þá ef til vill tækifæri til að minnast dá-
Ktið nánar á sum atriði í þessari fyrstu grein
Prestsins, sem nú er komin á þrykk t. d. á smala-
^ennskuna fyrir kosningarnar o. fl. smávegis, ef
^ierki er svo annt um að troða persónulega ill-
sakar við mig, sem ekki er alveg laust við, að
hann hafi gert sig líklegan til, því að svo mikil
„stillingarskepna" er eg ekki að taka slíkum send-
ingum þegjandi, hvar sem þær koma fram, en
heldur ekki svo „vanstilltur", að fárast yfir nafn-
lausum, meinlitlum blaðagreinum í kosningahríð-
inni, eins og séra Magnús gerði á kjörfundinum
út af grein Grímsnesings nokkurs íÞjóðólfi. Svo
hársár er eg ekki að fara að eltast við öll nafn-
laus „skrif", er á prent koma um mig t. d. í Isa-
fold, ekki einu sinni þótt eg viti, að þau komi
úr uppsveitum Árnesssýslu. Eg er heldur ekki
svo „vanstilltur" að kunna ekki að „dumpa" einu
sinni við kosningar nokkurnveginn með jafnaðar-
geði. Það gerði eg einu sinni, meðal annars fyrir
drengilega framgöngu prestsins og venzlamanna
hans, og lét lítt á mér festa. En klerkur mátti
vita, að eg mundi ekki gleyma því, ekki láta við
svo búið standa, né víkja af velli, þótt eg vissi,
að hann sjalfur kæmi beinlínis fram sem keppi-
nautur minn, erhlaut að verða allskæður. Að hann
teldi sig vísan gagnvart mér var eðlilegt og
því meiri blekking að svona fór. En ekki var
það mér að kenna; eg gerði ekkert til að bægja
honum frá kosningu, en eg get ekki neitað því,
að ræður hans á kjörfundi komu mér óvart, því
fremur, sem eg vék engu móðgunaryrði að honum
í ræðu minni. H. Þ.
Þáttur af Pétri hinum sterka á
Kálfaströnd.
Hallgrímur mun lengst af hafa verið lausa-
maður, þó lafði hann við búhokur nokkur ár í
Márskoti í Reykjadal og Víðum í sömu sveit.
Dvaldi og lengst 1 Reykjadal nema uppvaxtarár
sín, þau hefur hann fortakslaust verið í Mývatns-
sveit og fæddur mun hann þar. Átti hann og part
úr Kálfaströnd, sem fyr segir, er hann seldi Jóni
bónda Tómássyni. Hallgrímur kvæntist og fékk
konu þeirrar, er Steinunn nefndist Sölvadóttir
bónda á Brettingsstöðum í Laxárdal Marteinsson-
ar. Bræður hennar voru Marteinn og Sigmund-
ur, er eitt sinn bjuggu í Álptagerði við Mývatn
og ýmsar sagnir ganga af, þótt hér séu ei skráð-
ar. Ásmundur var og Sölvason faðir Magnúsar
hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal, föður
Þórarins hreppstjóra samastaðar. Hvort Hallgrím-
ur og Steinunn ættu börn saman fer tvennum sög-
um; segja nokkrir, að það hafi ekki verið, en aðr-
ir telja, að þau ætti eitt barn og væri það piltur.
Mun það réttara, því haft er eptir Hallgrími, að
hann segði eitt sinn: »Hefði Magnús litli sonur
minn orðið 18 vetra, þá hefði hann brigðað af
þeim Kálfaströnd«. Er þó flestra sögn, að »Magn-
ús litli« hafi fæðst andvana, ella dáið svo skjótt,
að eigi hreppti hann skírn. Er að skilja af þess-
um orðum Hallgríms, að honum sviði það eða
þætti miður, er Kálfaströnd skyldi ganga úrættis,
og fyrir von var komið, að hún yrði »brigðuð« af
þeim frændum.
Grunnhygginn var Hallgrímur mjög, einfald-
ur og fáfróður; þó er þess getið, að hann kunni
Göngu-Hrólfs sögu og fleiri sögur og sagði þær
svo við mátti hlíta. Hallgrímur var matmaður
mikill og afar matgefinn; fékkst hann til flests
fíflsskapar, ef matur var í aðra hönd. Málugur
var hann og fréttafróður um það, er við bar í
sveitinni og óstamur að segja frá því, er hann vissi
eða þóttist vita, mun og eigi hafa orðið óríflegri
spænir þeir og bitar, er hann fékk hjá kunningjum
sínum tyrir þá sök. Ruglaði hann og slengdi
öllu saman, er hann sagði frá og óð úr einu í
annað, því frá öllu vildi hann jafnsnemma segja.
Hefur mörgum klausum hans verið á lopt haldið,
þótt nú muni flestar gleymdar, og skal hér sett
ein til sýnis:
»Hún Helga mln í Garði er mesta gæðakona,
maður! Hún gaf mér fjögur hængstykki, sex egg,
hlemmistóra brauðköku og vel við öllu þessu.
Æi, setti hún þá e^ki úr sér skarð, helvítiö að
tarna! en við Tómíts minn á Kálfaströnd stukk-
um báðir í hana berlæraðir, en hún kastaði okk-
ur eins og soppi og erum við þó hæðarmenn. Þá
kom hann Jón minn í Garði með stautinn sinn
og rak í hana og sefaðist hún þá, svo við höfð-
umlífið*. Ucskýring klausu þessararer á þá leið,
að Hallgrímur fór með Jóni bónda Marteinssyni
í Garði við Mývatn —- eptir að hafa þegið góð-
gerðir þær, er hann nefnir hjá þeim hjónum —-
og fleiri mönnum að hlaða stýflugarð í Króká svo-
nefnda, en þegar garðurinn var ger, sprengdi
vatnsþunginn hann, svo áin náði framrás gegnum
hlið það, er þá myndaðist. Þeir Tómás hafa þá
ætlað að hamla og stöðva vatnið með einhverju
móti, en hafa við ekkertráðið, en sjálfum legið
við háska af straummegninu, en Jón hefur getað
dregið úr því með viðum, sem skarðið varð þver-
girt með. Má vera, að klausa þessi hafi lagfærð
verið af þeim, er um hana hafa fjallað, síðan Hall-
grímur hleypti henni af stokkunum.
Eitt sinn kom Hallgrímur í Stafn í Reykja-
dal, þar bjuggu þá Hallgrímur bóndi Jónsson og
Vigdís Einarsdóttir. Þáði hann þar góðgerðir
nokkrar og neytti þeirra í búri; var húsfreyja þar
hjá honum. Hafði hún gaman af karli og spyr
hvað hann segi í fréttum. »0-jú, maðurb segir
Hallgrímur, »eitthvað mætti segja, efmaðurmyndi«.
Lekur nú til að telja upp konur þær þar f sveit-
inni, er hann hafði heyrt, að þungaðar væri, en
fróður var hann um allt slíkt, sem fyr greinir.
Lýkur karl upptalning sinni með því að segja:
»og hún Vigdís í Stafni, og hún Vigdís í Stafni,
þá er hún ein«. Mun hann sízt af öllu hafa var-
ast það, að sú, er hann fræddi á þessu, var engin
önnur en »hún Vigdís í Stafni« sjálf.
Til er brot úr löngum brag, sem ortur var í
orðastað Hallgrlms. Er hann þar látinn segja frá
ýmsum afrekum sínum, svo og hinum og öðrum
almæltum tíðindum og því, er fyrir hann hafði
borið. Er þar flest meira og minna öfugt og á
apturfótunum og vaðið úr einu í annað. Höfund-
ar brags þess eru helzt tilnefndir Jónas bóndi
á Hallbjarnarstöðum i Reykjada! Jónsson ogEin-
ar bóndi á Hjalla Halldórsson, og mega fleiri ver-
ið hafa. Skal hér sett lítið sýnishorn brags þessa:
Sýlt á hægra eyra er,
en hið vinstra stýfing sker,
það madama Bóthildur ber,
hún beit þrjú yfir í núpi.
Hér er lýst marki frú Bóthildar konu Þórðar sýslu-
manns Björnssonar í Garði, og sagt frá því, að
tóa biti þrjú lömb fyrir þeim hjónum yfir í »núpn-
nm«.
Bleikkollu eg barði’ í spað,
bilaði öxin mín við það,
hleypa gerði eg hófanað
hratt að hlýða tíðum.
Þrjátíu telja mylkjur má
móum Húsavíkur á,
pottur var í presti þá,
piltum það eg kenni.
Til Flateyjar eg þá óð
upp á gamlan jötunmóð;
mikið var hún Gyða góð,
hún gaf mér nóg að éta.
í Húsavík eg sótti salt,
segi eg þér af ferðum allt,
vestur á Hólum var mér kalt,
eg varðist þó með ráðum.1)
Þá var Hallgrímur orðinn aldraður nokkuð,
er hann kom í Márskot og var þá á ferð uppi f
Mývatnssveit. Var það að vetrarlagi 1 ískyggi-
legu veðri og biður hann um fylgd upp yfirheið-
ina til Helluvaðs eða Brettingsstaða i Laxárdal,
að sumra sögn. Bjó þá í Márskoti Andrés bóndi
Guðmundsson bónda í Kasthvammi Árnasonar og
Ólafar Hallgrímsdóttur, systur Gunnars prests á
Upsum og seinna í Laufási. Andrés átti Ingi-
björgu laundóttur Jóns umboðsmanns á Breiða-
mýri Sigurðssonar, og var ein þeirra dóttir Helgu,
er andaðist haustið 1895, örvasa sveitarómagi 93
ára.
Andrés hafði engum á að skipa að fyigja
Hallgrími og fór því sjálfur. Voru þeirbáðirná-
kunnugir vegum þeim, er yfir heiðina liggja og
þekktu þeir svo að segja hverja þúfu á henni;
munu ærið margar hafa verið orðnar ferðir Hall-
gríms millum Reykjadals og Mývatnssveitar frá
því fyrsta, en þessi varð hans síðasta ferð og
beggja þeirra. Brast á þá stórhríðarbylur á heið-
inni og náðu þeir ekki til bæja og létu þar líf
sitt. Urðu þau afdrif Hallgrlms hins stóra og
endalok á flakki hans. Óvíst er um dauðaár Hall-
1) Nokkrum erindum úr brag þessum er hér
sleppt. Útgef.