Þjóðólfur - 23.11.1900, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 23. nóvember 1900.
Nr. 54.
Biðjið ætíðum
OTTO MÖNSTEDS
danska smj örlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
Páll Briem og alþýðumenntun vor.
Eptir kennara í Reykjavík.
II.
Eg hef sagt, að íslenzk alþýða lesi meira og
mennti sig meira sjálf en alþýða í öðrum lönd-
um, og sönnunin fyrir því er sá mikli sægur aí
vel menntuðum alþýðumönnum um allt land, sem
aldrei í skóla hafa verið, og hin mikla bóka- og
blaðaútgáfa á Islandi. Bóka- og blaðagerð er,
þegar miðað er við fólksfjölda, ríflega helmingi
meiii hjá oss, en hjá nágranna-þjóðunum, sem
eru bezt menntaðar. Danir og Norðmenn geta
ekki selt bækur ódýrar en vér, og þó er bókagerð
þeirra tiltölulega minni. Kemur hér ekki sýnis-
horn af menntunarástandi þessara þjóða?
Eg býst nú við, að mér verði svarað því, að
það sé ekki sama, hvað sé í bókunum, eða hvað
■alþýðan lesi, og bókmenntir vorar séu lélegri en
annara þjóða bókmenntir, og þetta er víst áreiðan-
lega rétt. — En les nú alþýða í öðrum löndum
hinar betri bókmefmtir annara þjóða. Eg held nú
■síður, enda eru slík rit óaðgengileg fyrir alþýðu,
með lægri menntun. Tímarit, vísindarit og listarit
eru ekki skrifuð svo’, að alþýða hafi þeirra veruleg
not, enda ekki lesin af alþýðu nema meðalstéttinni,
sem í menntuðu löndunum er vel menntuð og sumir
í þeirri stétt hámenntaðir menn. Það má næst-
um því svo að orði komast, þegar um fróðleik
alþýðu vorrar er að ræða, að hér séu allir Jónar
jafnir, þegar þeir eru taldir frá, sem á gagn-
fræða- og búnaðarskólana ganga. Vér eigum
eiginlega enga meðalstétt í líkingu við það, sem
er 1 öðrum löndum, að minnsta kosti ekki hvað
menntun snertir. Mismunurinn á menntun alþýðu
vorrar verður því minni en á aJþýðumenntun 1
öðrum löndum, og er það aðallega námfýsi al-
þýðu vorrar að þakka, en ekki löggjöfinni.
Hr. Páll Briem talar um nágrannalönd vor,
að alþýða vor standi þeim að baki í menntun.
Þetta er ekki rétt, svo framarlega sem Frakkland,
England og Belgía eru talin með nágrannnalönd-
um vorum, sem eg held að venjulega sé talið.
Rússar mega líka teljast til nágrannalandanna,
eða jafnvel mest öll Evrópulönd.
En hvernig er nú menntunarástand alþýðu
1 þessum nágrannalöndum, að frá töldum þessurn
bezt menntuðu löndum: Danmörk, Þýzkalandi,
Sviss, Holland, Noregi og Svíþjóð. Á Eng-
landi, þessu volduga landi, er um 5 miljónir
manna eldri en 10 ára, sem ekki þekkja bók-
stafi né kunna að klóra nafnið sitt, eða um 15
af hverjum hundrað mönnum eldri en xo ára.
Á Frakklandi eru þessir ólæsu og óskrifandi um
10 miljónir eða um 32% af hverju hundraði
manna eldri en 10 ára. Hlutfallið á ólæsum og
■óskrifandi mönnurn er líkt í Belgíu og á Frakk-
landi. En á Rússlandi er það 80 at hverjum
100 manns, sem er ólæs og óskrifandi. Skyldi
■ekki vera sanngjarnt að setja alþýðu vora í mennt-
unarlegu tilliti á bekk með alþýðu þessara landa?
Þetta eru þó þjóðir, sem leggja margfalt meira
af almannafé en vér til alþýðumenntunar, að
Rússum undanteknum. Á Spáni, Ítalíu, Portú-
gal, Grikklandi og Búlgaríu er að eins helm-
mgur af mönnum eldri en 10 ára læsir og skrifandi,
■°g Austurríki og Uugveijaland telur einungis 2/3,
Sern hafa fengið slíka uppfræðslu. Bágt þætti
a'Þýðu-menntunarástandið á íslandi, ef það væri
svona. En hjá oss er ekki 1 af hverjum 100
ólæs og óskrifandi. Að vísu segir Páll Briem, að
það muni vera helmingur af alþýðu á Islandi,
sem ekki kann nema að stauta, svo hún hafi
ekki gott af bóklestri, og ekki betur sendibréfs-
fær en það, að hún geti ekki skrifað bréf sér að
gagni. —- Þetta er, leyfi eg mér að segja, sá
mesti sleggjudómur um alþýðu vora, sem nokkru
sinni hefur birzt á prenti. Á Vesturlandi, þar
sem eg er víðast vel kunnugur, munu flestir svo
læsir, að þeir geti lesið hverja prentaða bók á
fslenzku frá seinni tímum, svo viðunandi sé, og
haft full not af lestrinum, þeir sem annars hafa
það sem kallað er heilbrigða skynsemi. Ekki
trúi eg því, að Norðlendingar séu lakar að sér,
því orð hefur farið af þeim, sem yfirleitt vel upp-
fræddum. Á Suður- og Austurlandi þekki eg
minna til, nema af afspurn. En þeir munu vera
fáir, sem af sanngirni tala eða rita, sem gefa al-
þýðu slíkan vitnisburð. Það er ekki hægt.
Flestir sem fæddir eru eptir 1850—60 af Jifandi
mönnum, að undanteknum börnum, eru óefað
sæmilega læsir og skrifandi, og meiri hluti yngri
manna, sem kann að minnsta kosti einskonar
tölur í reikningi, þótt ekki hafi í skóla gengið.
Eg þekki fjölda alþýðumanna, sem Jært hafa al-
veg tilsagnarlaust fyrri part af reikningsbók E.
Briems, og sumir hala komizt aptur í síðari part
bókarinnar. og má það heita gott. Mikill fjöldi
af alþýðumönnum, sem enga skólamenntun hefar
fengið, les danskar og jafnvel enskar bækur. Og
þessa munu víst fá dæmi 1 öðrum löndum. Eng-
in alþýða, nema vor, á heldur aðgang að öðr-
um eins gimstein í bókmenntum og vér eigum,
þar sem um fornsögurnar er að ræða, sögusinn-
ar eigin þjóðar. Og alþýða vor er yfirleitt vel
að sér 1 fornsögunnm. Það sýnir bezt hvað
mikið selst af þeim hjá eins fámennri þjóð, sem
vér erum.
III.
(Síðasti kafli).
Áður en eg lýk þessu máli, leyfi eg mér að
tilfæra hér nokkrar setningar úr 9. árg. Alda-
mótanna eptir séra Friðrik Bergmann. Hann
segir meðal annars á bls. 133: »Engin þjóð í
heimi á tiltölulega neitt llkt því eins mörg al-
þýðuskáld og vér Islendingar«. Á bls. 136: »Hvar
meðal annara þjóða má taka bændur og bein-
ingamenn og leiða þá inn 1 hirðsali konunganna
upp á það, að þeir beri sig til eins og ættu þeir
þar heima og standa þar engum að baki. —
Hvar er sú þjóð í heiminum nú á dögum, þar
sem bóndinn og beiningamaðurinn getur komið
fram við hirð hugsananna og listanna, eins veg-
lega búnir og tigulegir til fara og óskabörnin
sjálf, sem á hverjum degi eiga þess kost, að lauga
sig í lindum fegurðarinnar*.
Þetta er sagt um suma óskólagengnu alþýðu-
mennina vora af fagurfræðilega menntuðum
manni. Og þessi ummæli eru nákvæmlega f
sama anda og ýmsir merkustu útlendingar, sem
hér hafa dvalið lengri eðá skemmri tíma, hafa
ritað um Islendinga. Það eru því ekki Islend-
ingar sjálfir, sem mest hafa haldið sér fram fyrir
andlegt atgjörfi, heldur miklu fremur aðrar þjóð-
ir. Þetta veit hr. Páll Briem mæta vel.
Hvað verklega þekkingu alþýðu vorrar á-
hrærir, þá verður annað uppi á teningnum. —
Það er eins og þjóðin sé frábitin öllum fróðleik,
er snertir hið verklega. Þar stöndum vér að
baki allra siðaðra þjóða undantekningarlaust. En
það er ekki af vöntun bamaskólafræðslu, heldur
af vöntun á góðri sérskólafræðslu í iðnaði og
búnaði o. fl. En það er einmitt sú menntun,
sem með réttu verður þó sagt, að verði látin f
ask og á disk. Okkur vantar duglega leiðtoga,
»fagmenn«. Það eru þeir, sem segja má um í
öðrum löndum, að beri framfarir þjóðanna á
herðum sér ásamt meðalstéttinni. Öðrum þjóð-
um hefur farið fram í öllum greinum, þótt meiri
hluti alþýðu kunni ekki að lesa eða skrifa. —
En þessi meiri hluti hefur að tilhlutun stjórnanna
verið með ýmsu móti knúður áfram, til þess a3
taka sér fram í hinu praktiska. — En án mennt-
aðrar meðalstéttar og fagmanna í ýmsum grein-
um, þrífst engin þjóð. Og það er einmitt þetta,
sem okkur Islendinga hefur vantað, og vantar að
mestu leyti þann dag í dag.
Þetta þarf að hafa hugfast, þegar fyrir al-
vöru verður farið að bæta menntun alþýðu yfir
höfuð. Með þessu er þó ekki sagt af mér, að
hin lægri alþýðumenntun sé lítils virði, fjarri fer
því. En það er tæplega rétt, að skoða hana
stærzta gerandann 1 framförum vorum.
Eg skal taka það fram, að eg álít mennt-
unarástand vort, eins og það nú er ekki gott. Eg
hefi fengizt við kennslu á börnum ogfullorðnum
í mörg ár, og finn því vel hvar skórinn kreppir.
En eg ann þjóð minni, og vil því ekki heyra
gert of lítið úr menntun hennar. Eg hefi líka
þá skoðun, að alþýðumáli voru þoki ekki hænu-
fet framar fyrir þaó, þótt menntunarástandinu sé
Iýst með sem svörtustum lituni og alþýðan ekki
látin njóta sannmælis, heldur kastað að henni hnút-
um og brigsli. Alþýðan er engin sök í því,
þótt menntamáli voru þoki lítið fram, það er
þing og stjórn, eins hjá oss sem annarsstaðar,
sem á að koma rekspöl á málið með lögum og
fjárveitingu. ________________