Þjóðólfur - 23.11.1900, Blaðsíða 2
109
Fyrirlestur
um hina nýju stafsetningarorðabókBjarnar Jóns-
sonar Isafoldarritstjóra hélt dr. Bjöm M. Ólsen
rektor þriðjudagskveldið 20. þ. m. i leikhúsi VV.
Ó.Breiðljörðs. Voru þarSviðstaddir 90— ioomanns
úr hinum menntaða flokki bæjarbúa, þar á meðal
margir embættismenn, skólakennarar, skólapiltar
allmargir o. fl. Hafði rektor boðið mönnum
þessum að hlýða á umræður, er út af fyrirlestr-
inum kynnu að spinnast, þvi að hann hafði boð-
ið höfundi orðbókarinnar og aðstoðarmönnum
hans að vera þar viðstöddum til að verja handa-
verk sín. £n enginn þeirra lét sjá sig, ekki einu
sinni höfundurinn sjálfur, og féllu dómar manna
um það á einn veg, að karl hefði ekki þorað að
koma og verða þar til athlægis fyrir fáiræði, and-
spænis jafn mörgu fólki, ekki tréyst sér til »að
ganga upp« hjá rektor, öðru vísi en uppá »gat«,
og því ekki viljað standa þar sem málfræðilegur
nagli, en enginn aðstoðarmanna hans heldur vilj-
að Ieysa hann af hólmi, eða treyst sér til að
verja allar vitleysurnar í bók hans, og þess vegna
tekið þann kostinn að fara hvergi, enda var það
skynsamlegra frá þeirra sjónarmiði, því að eptir
því sem rektor Uetti bók þessa í sundur hefði
höfundurinn átt lítið^erindi í hendurnar á honum
og ekki setið undir þeim lestri sér til ánægju.
Leiddi rektor mjög ítarleg rök að því, »að bæði
vantaði í bókina allan þorra algengra íslenzkra
orða og auk þess væri hún full at ósamkvæmni,
smekkleysum og vitleysum«, eins og hann hafði
tekið fram í yfirlýsingu í Þjóðólfi 2. þ. m. En
því lýsti rektor yfir í upphafi ræðu sinnar, að
hann hefði ekki viljað með yfirlýsingu þessari
sneiða til tveggja mikilsvirtra samkennara sinna
(Pálma Pálssonar og G. Zoéga) eða »ganga nærri
vísindalegum heiðri þeirra«, eins og sér-hefði ver-
ið borið á brýn. Eptir því sem þeim báðum
hefðu farizt orð við hann, áður en hann birti
yfirlýsingu sína, hefði hann ekki getað grunað
að þeir mundu taka neitt í henni til sín, því
að þeir hefðu báðir sagt honum, að þeir bæru
enga ábyrgð á stafsetningarorðabókinni, eins og
hún væri úr garði gerð, hefðu ekki haft handritið
til yfirlesturs nema örstuttan tíma. Kvaðst hann
hafa heimild frá þeim til að lýsa þessu sama
yfir fyrir þeirra hönd, að því viðbættu, að þeir
auðvitað tækju ábyrgð á því, ef svo kynni að
vera, að höf. fyrir þeirra ráð hefði gert sig sek-
an í einhverri villu. Kvaðst og rektor sannfærð-
ur um, að gallarnir á bókinni væru ekki þessum
2 samkennurum hans að kenna, og þess vegna
væri það, er hann segði um bókina ekki til þeirra
mælt. Það vaéri höfundurinn, sem bæri einn
ábyrgð á bókinni.
Hér er þvl miður ekki rúm til að skýra
nánar frá fyrirlestri þessum eða röksemdum rekt-
ors, er áheyrendunum munu hafa virzt bæði marg-
ar og þungar á metunum, enda gerist þess síður
þörf, þá er fyrirlesturinn verður að sjálfsögðu
prentaður, og sést þá, hversu varnirnar verða veiga-
miklar. Meðal annars sýndi rektor fram á, að
höfundur bókarinnar kynni ekki einu sinni að
fylgja sínum eigin stafsetningarreglum, villtist
þráfaldlega á i og y, kynni ekki einu sinni að hafa
rétt eptir útlend orð úr öðrum orðabókum, er
hann hefði notað, en sletti hingað og þangað
fornyrðum og ýmsum smekkleysum, líklega til
að sýna lærdóm sinn, en það væri flest á aptur-
fótunum, og ætti auk þess ekki heima f svona
lagaðri orðabók. Tók rektor mýmörg dæmi
þessu til sönnunar. Hann sýndi og fram á með
ýmsum dæmum, hversu ritháttur helztu höfuð-
pauranna í hinu svo nefnda »Blaðamannafélagi«
væri ósamkvæmur, og tók upp ýms orð, er þeir
Jón Ólafsson og Björn Jónsson rituðu sinn á hvorn
hátt, og hvorum ætti þá fremur að trúa? Lauk
rektor máli sínu með því, að orðbók þessi væri
svo meingölluð, smekkleysurnar og vitleysurnar
svo margar og hroðalegar, og ósamkvæmnin svo
ffam úr öllu lagi, að hann teldi það mesta skað-
ræði að leggja slíka bók í hendur nemendum,
eða jafnvel lítt fróðum alþýðukennurum, sem ekki
kynnu að vinsa kjarnann tráhisminu, og kvaðst
hann ekki fá betur séð, en að móðurmáli voru
væri mikil hætta búin af bókinni. Til dæmis
um, hvernig íslenzkan mundi líta út, efbókþessi
mætti ráða, las rektor upp að lokum eptirfarandi
sýnishorn:
»Eg (Ég?) hefi nú gert (gjört?) talsverðan
»auvisla« 1 »orðbókinni«, en samt hefi eg
(ég?) ekki talið »sextung« af því, sem um þyrfti
að »gnyðja«. Þar er víða »hangur« á. Eg
(Ég?) hefi eigi vfljað »auvirða« höfundinn per-
sónulega í neinu og eg (ég?) hefði líklega látið
bókina liggja í »þ a g n a r þ e i«, ef hann hetði
ekki verið svona »meskinn« í formálanum. Eg
(Ég?) tek með »aufúsu« »gauðrifi« því, sem
eg (ég?) á von á hjá »stíveluðu« shöttun-
um« og ætla að reyna að »pottloka« fyrir
mig, þó að einhver »eykinn« »filungur« eða
»veifiskafi« helli yflr mig heilu »lífspundi«
af »tigulmó« í Reykjavlkinni. Það verður lík-
lega gleymt » fy r« (o: áðuren) »sóleyg« »frjóv-
ast« (»frævast«?) »hindra« sumars.
Varð hlátur mikill, er rektor las upp sýnis-
horn þetta. En fyrirþá, sem ekki hlýddú á fyrirlestur-
inn mun sumt í sýnishorni þessu verða nokkuð
torskilið, og verða menn að brjóta heilann um stíl-
þraut þessa, þangað til skýringarnar birtast á prenti
í fyrirlestri rektors. — Var gerður mikil rómur
að máli hans öllu og hélt H. Kr. Friðriksson
stutta ræðu á eptir. En aðrar umræður urðu ekki,
þvf að enginn fann köllun hjá sér til að verja
þennan nýja orðabókarhöfund eða afsaka hann.
Hafði hann til málamynda rétt fyrir fundinn sent
rektor og nokkrum fleirum einskonar »opiðbréf(!)«
með ónotum og ókurteisi í garð rektors. Hefur
hann nú birt þetta mikilsháttar bréf í blaði slnu
með löngum formála og eptirmála. Með vana-
legri sannleiksást gerir hann hrakfarir þær, er
»Blaðamennirnir« fóru fyrir rektor í stúdentafélag-
inu í hitt eð fyrra að glæsilegum sigri, segir að
margir hafi farið út af þessum fundi — þeir voru
að eins 2 af c. 100. Vér höfum og sannspurt,
að það eru helber ósannindi eða Isafoldarsann-
leikur, að nokkur maður hafi sett ofan í við rekt-
oríklúbbnum. Þetta snilldarlega stíjaða(!) »opna
bréf« til rektors mun hafa átt að vera til afsök-
unar því, að B. J. þorði ekki á fundinn. En hann
þurfti ekkert að afsaka sig, þvf að allir vita, að
hann gat ekki annað betur gert en sitja heima.
Svona fer það, þegar menn láta aðra ginna sig
til þess að fást við það, sem menn hafa enga
þekkingu á. B. J. ætti að muna eptir heilræðinu:
»Skomager bliv ved din Læst«, og eins, hvernig
fór fyrir asnanum, er hann skreið í ljónshúðina
og hélt, að hann þekktist ekki í því gerfi, og
allir hyggðu hann Ijón vera. Einshefur B. J. hald-
ið, að hann kæmist í tölu vísindalegra málfræð-
inga(H) yrði réttritunar »reformator« Islands(!)
með því að semja þessa fyrirmyndar-orðabók(H).
Margt er manna bölið.
Kolaskorturinn.
Eins og kunngt er hefur verð á steinkolum
hækkað svo gífurlega á þessu yfirstandandi ári,
að til vandræða horfir, ef þetta verð helzt lengi
eða hækkar enn. Það er ekki að eins til heim-
ilisnotkunar, eins og hjá oss, sem kolin hafa
mikla þýðingu. I iðnaðarlöndunum hefur kola-
verðið enn meiri áhrif á hag manna, því að flest-
ar vélar í heiminum eru, enn sem komið er, knúð-
ar af kolaafli. Nægileg og ódýr kol eru því lífs-
skilyrði fyrir hvert iðnaðarfyrirtæki, og ef kola-
verð í einhverju landi hækkar meir en fyrirtæki
þessi geta afborið er iðnaðarframleiðslu þess
lands hætta búin. Hverja þýðingu kolin hafa
fyrir önnur eins iðnaðarlönd, sem England, Þýzka-
og Bandaríkin þarf t. d. engrar skýringar við.
En það virðist kátlegt að tala um kola-vand-
ræði eða kolaskort, þá er gætt er að þeirri ó-
hemju af kolum, sem grafin eru upp úr iðrum
jarðarinnar ár hvert, og þessi kola-framleiðsla fer
stöðugt vaxandi. Á 2 árum 1897—99 hefur hún ,
aukizt um 857» miljón ton, og var 1899 alls 600
miljónir ton, en samt sem áður er verulegur kola-
skortur, er stafar af því, hversu verksmiðjuiðnað-
inum hefur feikilega fleygt fram um heim allan,
er hins vegar leiðir af því, hversu kolin voru
orðin tiltölulega ódýr. Við það blómgvaðist verk-
smiðjuiðnaðurinn og eptirspurnin jókst stöðugt.
En þótt kolaframleiðslan ykist jafnframt að mikl-
um mun, eins og fyr er sagt, gat hún alls ekki
fullnægt þörfinni. Og á Englandi fór kolafram-
leiðslan að minnka, einmitt þá er eptirspurnin
var mest og stafaði það af tvennum ástæðum,
fyrst ogfremst sakir þess, að fjöldi verkmanna í
kolanámunum voru kvaddir til herþjónustu suður
í Afriku, og svo sakir þess, að verkamenn þeir,
sem eptir voru lögðu ekki eins hart að sér, sem
fyr. Daglaun kolanema eru nú svo há, að þeir
geta nú aflað alls þess, sem þeir þarfnast fyrir
sig og sitt heimilisfólk með því að vinna að eins
4 daga á viku, og menn geta þess vegna ekki láð
þeim, þá er svona stendur á, þótt þeir vilji helzt vera
lausir við að fara niður í hinar dimmu námur
hina 2 rúmhelgu daga vikunnar. Daglaun þessara
verkmanna eru nú hærri en nokkru sinni fyr, og
þeim eru tryggð þessi sömu laun með föstum
samningum, þangað til í febrúar 1901. En aðal-
ástæðan fyrir kolaskortinum verður samt sem áð-
ur aukning verksmiðjuiðnaðarins í öllum heimin-
•um, og þess vegna hefur England og Bandarík-
in flutt út töluvert meira af kolum, en að undan-
förnu. En útflutningur frá öðrum löndum hefur
lítið aukizt, svo að England og Bandaríkin hafa
orðið að fullnægja hinni vaxandi eptirspurn, bæði
heima hjá sér og á meginlandi Evrópu. Brezku
kolanámurnar framleiddu næstliðið ár alls 220
miljónir ton, eða 18 miljónir ton meira en 1898.
Af þessu var flutt út 55,335,369 ton eða hér
um bil 7 miljónum ton meira en 1898. Þessi
aukning í kolaútfiutningnum er mjög mikil, þá er
þess er gætt, að 1898 var flutt út að eins 300,
000 ton meira en 1897. Kolaframleiðslan á
Þýzkalandi var 1899 88 miljónir ton, þar af út
fluttar 14 miljónir, en innflutt 6^4 miljón. Kola-
framleiðslan á Frakklandi var 41 miljón ton, út-
flutt 2^2 miljón. I Belglu var kolaframleiðslan
187^ miljón ton, útflutt 6^4 miljón, innflutt 3 mil-
jónir. Kolaframleiðslan í Rússlandi var 12 mil-
jónir ton, útflutt svo sem ekki neitt, en innflutt
3^2 miljón ton, þrátt fyrir það þótt verndartoll-
ur (innflutningstollur) sé á kolum í Rússlandi.
Kolaeptirspurnin á Rússlandi hefur verið ákaflega
mikil bæði í fyrra og í ár, einkum sakir hinna
stórfeldu járnbrautarfyrirtækja.
Það eru hinar ríkulegu kolanámur, sem Eng-
land á að þakka yfirráð þau, sem það hefur á
heimsmarkaðinum í verzlun og iðnaði, og þess
vegna er eðlilegt, að þetta mál sé þar afarmikið
áhugamál, því að jafnskjótt, sem Bretar geta ekki
fengið nógu ódýr kol handa. verksmiðjum sínum,
lúta þeir 1 lægra haldi í samkeppninni við önn-
ur lönd, þar sem kolin fást ódýrari. Bretar selja:
verksmiðjuiðnað sinn í samkeppni við önnur Iönd„
og geti þau selt vöruna ódýrar hnignar verzlum
Englands við önnur lönd. Þess vegna er engin.
furða, þótt Bretar reyni að finna einhver ráð
til að lækka kolaverðið heima hjá sér, og meðal
annars hefur komið fram uppástunga um að tak-
marka eða banna öldungis útflutning kola. En
til allrar hamingju fyrir oss Islendinga og aðrar
þjóðir, sem kaupa ensk kol, er lítið útlit fyrir, að
gripið verði til slíkra örþrifráða. Ef útflutning-
ur á kolum frá Stóra-Bretlandi yrði bannaður
mundi það hafa algerlega drepandi áhrif á sigl'