Þjóðólfur - 23.11.1900, Side 3
210
ingar og kaupskap Breta. Það er svo mikill fjöldi
enskra skipa, sem ílytja stöðugt ekkert annað en
iol landa á milli, að allar skipasmlðastöðvar á
Bretlandi, nema þar sem smíðuð eru póstskip og
herskip, mundu verða að loka sama daginn, sem
útflutningur kola yrði bannaður. Auk þess verð-
otr að athuga, að ensk skip, sem flytja út kol
'frá Englandi, flytja matvöru og annan varning
iheim aptur. Við kolaútflutningsbann yrðu öll
jþessi skip svipt flutningsgjaldi þeirra heiman að
og yrðu þess vegna að sigla að heiman með bar-
lest eina til að sækja vörur þær, er landið þarfn-
ast. En við þetta hækkaði svo flutningskostnað-
ur á innfluttum vörum til landsins, að verð á
matvöru og öðrum nauðsynjavörum mundi verða
allt of hátt. Menn verða að gæta þess,- að kol-
in, sem England flytur út, eru að þyngd 4/s hlut-
ar alls þess, sem England flytur út, og það er
þess vegna ekki ofsagt, að kolaútflutningsbann á
Englandi mundi svipta landið verzlun þess og
.siglingum. (Niðurl.).
„Opið bréf“
tii
„taktmannsins" Björns Jónssonar, ritstjóra sísafold-
ar«, Stafsetningarorðbókarhöfundarins m. m.
Þér hafið, háttvirti hr. orðbókarhöfund-
ur, sýnt oss þann heiður í vísindalegri varnar-
»Generalpr0ve« í stafsetningarorðbókarmálinu
að geta þess, að vér höfum á leikhús-»Forestill-
ing«, sem þér nefnið svo á hinni gullfögru ís-
lenzku »Blaðamannafélagsins«. verið »fengnir
»til að klappa« fyrir fyrirlestri hr. rektors B.
M. Ólsens. Færum vér yður alúðarþakkir fyrir,
að þér hafið »látið svo lítið«, að geta vor í
yðar sannleikselskandi, þjóðholla og kurteisa
fyrirmyndarblaði. *
Með því að vér vitum, að þér unnið sann-
leikanum svo mjög, að þér til þess að leita hans,
viljið fá leiðbeiningar hjá »æðri og lægri,
úti sem inni, nótt sem nýtan dag«, þá
íeljum vér oss eigi »geta varið kvöldinu
öðruvfsi betur« en til þess, að leiðrétta þær
fregnir, sem yður af miður-»greini,legri af-
spurn« hafa borizt af fundinum, með því að
þér vegna vísindalegra stafsetningarorðbókaranna
gátuð ekki heiðrað samkomuna með virðulegri
návist yðar.
Það er »sem sé« ekki satt, að verið hafi
»fengnir aukreitis um 20 skólapiltar á
fundinn til að klappa«, heldur fundum vér
hvöt hjá oss til að taka undir með hinum öðrum
fundarmönnum, er að makleikum klöppuðu lof
1 lófa hinni snjöllu og rökstuddu ræðu rektors
B. M. Ólsens.
Skólapiltar, sem á fundinum voru.
Um þingkosninguna í Barðastrandar-
sýslu er ritað af Patreksfirði 30. f. m.
„Eg býst við, að féndur landsins, ritstj. Isafold-
ar og þeirra nótar, telji þingmannskosninguna 4
Barðastrandarsýslu sönnun fyrir því, að meiri hluti
eða máské allir kjósendur kjördæmisins séu á þeirra
bandi, hvað skoðun á stjórnmálum snertir, en svo
er ekki. Kosningin er rnjög eðlileg afleiðing þess,
hve allar samgöngur eru eifiðar á landi og kjör-
dærnið stórt og illt yfirferðar, og tíðarfarsins, sem
bannaði flestum úr fjarlægri hreppunum að sækja
kjörfundinn.
Eins og getið var um í Þjóðólfi í sumar, munu
sumir í vesturhluta sýslunnar hafa haft augastað á
Ingólfi Kristjánssyni, sem þingmannsefni, en það
voru þeir, sem þekktu hann nokkuð að mun; um mikið
fylgi gat ekki verið að tala að hann hefði úr austur-
sýslunni, nema þá fyrir „agitatiónir" annara, þar sem
hann var þar alveg óþekktur, en hvorki mun hon-
um hafa þótt neitt keppikefli að komast á þing, og
svo mun hann ekki hafa viljað með nokkru móti
koma í veg fyrir, að séra Guðmundur í Gufudal
kæmist að, en það var á margra vitund, að hann
hugði á þingmennsku og hafði nokkurt fylgi úr
suðurhluta sýslunnar; það var því eðlilegt, að þeir,
sem gjarna hefðu viljað Ingólf, kæmu sér saman
urn, að kjósa séra Guðmund og reyndu að útvega
honum fylgi annara; það var því aldrei neitt veru-
lega talað um aðra en prestana séra Guðmund og
Sigurð próf. Jensson, sem þingmannsefni fyrir þetta
kjördæmi. Fylgi Sigurðar próf. var í Eyja- og
Múla-hreppum (hans prestakalli) og* nokkuð af
Barðaströnd, þar sem séra Bjarni Símonarson á
Brjánslæk hafði smalað. Það lá því í augum uppi,
að það var tíðarfarið og ýmsar ástæður kjósenda,
sem hlytu að ráða því, hver kosinn yrði, það kom
líka á daginn, því næsta dag fyrir kjörfundinn var
lítt fært veður, svo flestir þeir úr fjarlægari hrepp-
unum, sem annars ætluðu að fara, hættu við það.
Kjörfundardaginn var bezta veður, og því lítið fyrir
haft að sækja fundinn úr nágrenninu, enda voru fáir
langt að, en margir af Sigurðar próf. útvöldum þjón-
um; þannig mátti heita, að allir kosningarbærir menn
úr Eyja-hreppi mættu. Úr suðurhluta sýslunnar
kom enginn maður, nema pósturinn, sem þá var á
ferð, og þess vegna mest hefur séra Guðmundur
líklega ekki komið, ekki séð það til neins.
Oefað er þrátt fyrir það, hvernig liði var skip-
að á kjörfundinum, að hver brúklegur bóndi, sem
hefði boðið ‘feig fram, hefði fengið eitthvað töluvert
af atkvæðum, þó engin von væri um sigur, og þeg-
ar svo enginn bauð sig fram á móti séra Sigurði,
var eðlilegt að flestir kysu hann, og þó voru nokkr-
ir, semækki greiddu atkvæði.
Það er annars hörmulegt til þess að vita, hve'
margir þeir eru, sem enga sjálfstæða skoðun hafa
á stjórnmálum, og láta að eins leiðast af undir-
róðri annara, og svo á hina hliðina kæruleysi og
áhugaleysi manna, að láta sig engu skipta, hvernig
alþingi er skipað, og hverjir þeir eru, sem ráða eiga
lögum vorum. — Hún var stutt ræðan, sem þing-
mannsefnið hélt, og gekk aðallega út á að lofa ráð-
gjafann, þegar hann væri kominn á þing; en að
minnast á ríkisráðssetu hans varaðist hann eins og
heitan eldinn, og þá var heldur ekki von á, að
hann útlistaði fyrir kjósendum nauðsyn þess, að
61. gr. stjórnarskrárinnar væri breytt. Líklega hef-
ur hann þó treyst sér til að mæla þv! athæfi Val-
týinga einhverja bót?“
Drukknun. ’ Hinn 1. þ. m. drukknaði í
tjörn hjá Hjalteyri við Eyjafjörð Jóh. Jón Vilhelm
Möller, sonur Ola Möllers kaupmanns á Hjalt-
eyri, 22 ára gamall (f. 27. okt. 1878), efnispiltur
og vel látinn. Hafði hann verið að renna sér á
skautum á tjörninni um kveldið, en ísinn ótraust-
ur, enda hafði verið hláka um daginn. Þá er
hann féll ofan um ísinn, og hljóðin heyrðust heim
að íbúðarhúsunum, var óðar brugðið við til björg-
unar. Sá sem skjótastur varð, ætlaði að ná f
76
viðbót. Eptir ofurlitla stund sagði hann : „Eg mundi kasta yð-
ur á dyr, ef eg væri ekki eins máttfarinn og eg er!“.
„En með því að þér hafið ekki mátt til þess, þá ætla eg
að leyfa mér að vera kyr hérna hjá yður og hjalpa, það er þér
þurfið".
„Eg held það taki því ekki", sagði hann og andvarpaði.
Þrátt fyrir óþýðleik karlsins var eg mjög vel ánægður yfir ár-
angrinum af ferðalaginu. Eg tók nokkrar kexkökur úr vasa
mínum og fékk honum. Hann horfði á mig með hryggðarsvip
og virtist langa til þess að fleygja þeim aptur í mig, en hungrið
varð yfirsterkara.
Hann át græðgislega nokkrar kökur og hallaðist síðan apt-
ur á koddann.
„Farið þér nú í burtu!“ sagði hann síðan.
„Eg skal fara, en lofið mér því, að taka betur á móti mér,
þegar eg kem aptur".
„Þér þurfið ekki að koma aptur", svaraði hann þrjóskulega
„Eg vil vera einn".
„Pedró!", sagði eg með hluttekningu, því að eg kenndi
mjög í brjósti um veslings manninn, hví finnst yður svo mikið
um að þiggja greiða af meðbræðrum yðar? Ef móðir yðarlifði
enn, munduð þér þá hrinda henni frá yður? Eg hef þó heyrt,
að þér hafið unnað henni mjög.
Hann stundi þungan og lá nokkra stund grafkyr og þegj-
andi. Loks svaraði hann í miklu blíðari róm en áður: „Tilgang-
ur yðar er góður og þess vegna bið eg yður um að fara, þvf
að eg verð að vera einn".
Eg tók hattinn minn til þess að gera gamla manninum
■ekki gramt í geði.
„Get eg þá ekki gert yður neinn greiða?", spurði eg, áður
73
gert nokkrum manni mein og við gátum ómögulega fengið af
okkur að láta hann sæta slíkri meðferð".
„Hve langt er síðan að þér kynntust honum?" spurði eg.
„Það eru tólf ár síðan" svaraði hann. „Eg settist þá hérna
að. Hann var þá öldungis eins og hann er núna. Eg veit eigi
annað um fyrra hluta æfi hans en það, sem gömul kona ein, sem
nú er dáin, sagði mér einhverju sinni. Hann var háseti í æsku
en seítist síðar að í Valparaísó. Þar lofaðist hann fríðri stúlku
og var brúðkaupsdagurinn þegar ákveðinn. Eitt kvöld reru þau
að . gamni sínu á sjó út, en þá skall á norðanveður, svo að
bátnum hvolfdi skammt frá landi. Drukknaði unnusta Pedrós
þar fyrir augunum á honum, enda þótt hann reyndi af fremsta
megni að bjarga henni, en sjálfum var honum með naumindum
bjargað af fiskimanni einum. Fáum dögum síðar rak lík stúlk-
unnar hér á land upp og var greptrað í litla kirkjugarðinum. í
fyrstu kvað hann hafa látið sem vitstola maður og hvað eptir
annað ætlað að kasta sér í sjóinn, svo að beita varð við hann
ofbeldi ; því næst greip hann þunglyndi mikið og smátt og smátt
hefur hann orðið svo mannfælinn og kynlegur í liáttum, sem þér
hafið orðið var við í dag. Hann bar innilega ást til móður
sinnar og skömmu eptir atburð þennan fluttist hún hingað með
honum og skildi ekki við hann á meðan hún lifði. Síðar réðst
hann enn á ný í sjóferðir, en að ári liðnu kom hann aptur og
síðan hefur hann eigi yfirgefið stað þann, þar sem ástvinir hans
hvíla".
Morguninn eptir klifraði eg upp á hamarinn, svo sem eg
var vanur, en þar var enginn fyrir og næstu daga þar á eptir
sá eg hvergi gamla manninn.
N okkrar vikur liðu; veitingahúsið var var farið að fyllast.
Nýlega var kominn hópur af nýjum gestum norðan úr landi, er