Þjóðólfur - 07.12.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 7. desember 1900.
Nr. 56.
Biðjiðætíðum
OTTO MÖNSTEDS
danska smj örlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
10^“* Þjóðólfur kemur út
tvisvar í viku til jóla: 11., 14.,
18. og 21. desember.
Frá Parísarsýningunni.
Eptir Sigfús Blöndal cand. mag.
II.
Sýningunni var þannig fyrir komið, að aðal-
hluti hennar var áMarsveUinum, norður að Signu-
fljótinu. Andspænis hermannaskólanum, sunnan
við Marsvöllinn, var eitt aðalhliðið og var þar
gengið inn í akuryrkju- og matvælahöllina, en
þaðan inn í hátíðasalinn og rafmagnshöllina. Ut
frá rafmagnshöllinni gengu tvær miklar álmur,
sín hvoru megin vallarins, alla leið norður að
fljótinu, vinstra megin var fyrst efnafræðissýning,
þá samgöngusýning, þá bókmennta- og listasýning,
en í austurálmunni hægra megin voru ýmiskonar
vélar, klæði og málmsmíðar. Allar þessar sýn-
ingahallir voru tvíloptaðar, að mestu ieyti byggð-
ar úr gleri og járni, bjartar og fallegar. A sjálf-
um vellinum milli álmanna voru dýrðlegir gos-
brunnar og blómreitir. En yzt, rétt norður við
fljótið, fyrir framan bilið milli þessara tveggja
hallaraða, stóð Eiffelturninn, og varð að ganga
undir boga hans til að komast inn á völlinn
miðjan að norðanverðu. Kringum Eififelturninn var
fullt af smáhöllum, t. d. höll til að sýnaskógrækt og
veiðiskap, önnurhöll, er nefndist Ljósfræðishöllin
(Palais d’optiqe) og mun eg slðar lýsa henni ná-
kvæmar; þá voru ýmislegar aukasýningar í grennd-
inni, og á sjálfum fljótsbakkanum risavaxin höll
fyrir sjóferðir og verzlun.
Gengi maður nú yfir Jena-brúna norður yfir
fljótið blasti við nýlendusýningin kringum Troca-
derohöllina. A vinstri hönd voru ýmsar nýlend-
ur Frakka og bar mest á Algier og Túnis. Úti
í horni niður við fljótið var falleg sýning, Anda-
lúsía á dögum Serkja. Lengra norður frá voru
nýlendur Frakka í Asíu, voru þær byggingar mjög
■einkennilegar, allar' skreyttar líkneskjum og út-
skurði og óteljandi súlum og turnum. Fyrirnorð-
an þessa hallaþyrping gekk álma út úr Troca-
•derohöllinni og voru þar ýmsar minni sýningar
•og meðal þeirra sýningar íslands, Færeyja og
Grænlands. Að baki Trocadero-hallarinnar var
mikil og fögur sýning frá Madagaskar. Hér var
maður kominn á yzta enda sýningarsviðsins og
.gat nú snúið aptur og kannað þann hluta nýlend-
usýningarinnar, er lá á hina hlið Trocadero-hall-
arinnar niður að fljótinu. Þar voru þá fyrst ýms-
ar sýningar frá nýlendum Frakka, í álmu út úr
Trocadero er samsvaraði hinni fyrnefndu, enn
fremur ágæt sýning frá veldi Rússa í Asíu, þá
komu nýlendusýningar Hollendinga og Portúgals-
manna, þá sýning Transvaals, þá höll Kínverja.
Hér var og vita-sýning og mjög merkileg námu-
•sýning í jörðu niðri, er eg síðar mun lýsa. Nið-
ur við fljótið var þyrping af höllum, þar voru
sýningar ensku útlandanna. Canada, Australía
•og Indland kepptu þar um tignina, og við hlið
þeirra voni Egyptaland og Japan hvort öðru
glæsilegra.
Nú var maður aptur kominn niður að Jena-
brúnni og var nú ráð að halda í austur fram
1Tleð norðurbakka Signufljótsins. Var þar fyrst
Þöll til vfsindalegra fundarhalda (Palais des congrés)
og ennfremur heil þyrping af húsum til að sýna
Parísarborg á miðöldunum, með þröngum göt-
um og undarlegum gaflbyggingum og smáturnum.
Þá var maður kominn á Ódáinsvelli (Champs
Élysées). Var þar dýrðlegt um að litast: tvær
miklar hallir gnæfðu á báða vegu, og var stræt-
ið eða sviðið milli þeirra kallað »Avenue Nicolas
11« til heiðurs við núverandi keisara Rússa. Höll-
in á vinstri hönd, þeim er norður gekk, var stærri
og voru þar sýnd listaverk eintóm, málverk og
líkneskjur, en í minni höllinni voru ýmsir dýr-
gripir, er sýndu listasmíði Frakka á ýmsum tímum;
voru hingað sendir ýmsir kjörgripir úr söfnum
um allt Frakkland. Nú mátti snúa við og ganga
niður Avenne Nicolas II suður að fljótinu og
halda svo beint áfram yfir skrautlega, nýbyggða
brú, kennda við Alexander III., föður Nikulásar
keisara II. Blasti þá við manni nýr hluti sýn-
ingarinnar á svæðinu milli fljótsins og Hotel des
Invalides, þar sem Napoleon mikli er grafinn;
hér voru tvær hallaraðir, eins og á Marsvellinum,
og voru hér einkum sýnd húsgögn og allskonar I
listasmíði. Ef nú var haldið í norðvestur, eptir
suðurbakka fljótsins og stefnt á Eififelturninn, sem
sást í tjarska, lá leiðin gegnum einhvern hinn
fegursta og einkennilegasta hluta sýningarinnar,
nfl. Þjóðastræti (Rue des nations). Voru þar á
báðar hliðar sérstakar sýningarhallir ýmsra þjóða
byggðar á þann hátt, er einkennilegastur var fyr-
ir hvert land. Ítalía var fremst í röðinni mað
mikla höll í rómverskum stíl, en yzt var önnur
mikilfengleg höll og letrað framan á henni með
gullnu letri: Republica Mexicana.
Er Þjóðastræti lauk tóku við nokkrar hallir,
er sýndu hernað á sjó og landi og var maður
þá kominn aptur á Marsvöllinn og hafði farið
um allt sýningarsviðið.
Allt var gert til að láta sýningargestina kunna
sem bezt við sig og geta notað tímann sem hag-
hnlegast. Til þess að komast upp á lopt í sýn-
ingarhöllunum voru víða stigar, sem var undið
upp hægt og tólkinu með, er í þeim stóð; engin
rið voru á stigum þessum. Lyptur voru sumstað-
ar. Rafmagnsbraut gekk um mest allt sviðið,
en uppi á loptinu var hringbrsut ein, er kölluð
var »le trottoir roulant« (Veltibrautin). Var hún
þannig gjör, að þrjár trébrautir lágu samhliða,
fast hver upp að annari; yzta brautin hreyfðist
ekki, en miðbrautin leið hægt áfram og in,nsta
brautin harðara. Til þess að hægra yrði að kom-
ast af einni braut á aðra voru járnstandar reistir
víða á báðum innri brautunum, beið maður á
yztu brautinni, þangað til næsti járnstandur mið-
brautarinnar leið að manni, greip um hann og
vatt sér yfir á miðbrautina, greip í næsta járn-
stand innstu brautarinnar og steig um leið yfir á
hana og svo þaut brautin áfram með mann hátt
í loptinu fyrir ofan sýningarsviðið. Fjöldi veit-
ingahúsa, dýrra og ódýrra var hingað og þangað
um sviðið; þar á meðal var kínverskt matarhús;
mátti þar fá að sögn fróðra manna, súpu úr svölu-
hreiðrum og ánamaðka-ragout. Einkum var bjór seld-
ur víða, mest þýzkurbjór, og var stundum nokkuð
órómantískt að sjá æruverða túrbanklædda Araba,
í dragsíðum skikkjum, minnandi áhorfandann á
iooi nótt, sitja þar og þamba þýzkan bjór, krús
eptir krús, og reykja vindla með.
Frá útlöndum
komu engin stórtíðindi nú með »Skálholti«. Nýj-
ustu ensk blöð frá 27. f. m. — Buller kominn
heira til Englands trá Afrlku og fagnað allvel.
Hefur Viktorla drottning boðið honum aðals-
mannstign, og mun hann þiggja, Verður hann
þá kenndur við Ladysmith. Roberts er enn kyr
syðra, því að enn er þar illa fritt. Kunnugir
menn segja, að ófriðurinn sá ekki nándarnærri
til lykta leiddur, og er enska parlamentinu stefnt
saman 3. þ. m. (neðri málstofunni) og 6. þ. m.
(efri málstofunni) til að samþykkja nýjar íjár-
veitingar til hernaðarins. Einn hershöfðingi
í brezka liðinu þar syðra hefur nýlega ritað
heim á þessa leið: »Bréfin að heiman virðast
bera með sér, að menn ætli ófriðinn hér bráð-
lega á enda kljáðan. En oss hérna sýnast eng-
ar horfur á því. Vér höfum kollsteypt stjórn-
inni í Transvaal, og sigrað meginher Bú-
anna. Vér höfum farið yfir landið þvert og
endilangt, en alstaðar eru herflokkar Búa á
flökti umhverfis oss. Vér höfum helztu bæina á
valdi voru, en f fárra mllna fjailægð frá setuliði
voru, er landið í höndum óvinanna. Yfirráð vor
ná að eins svo langt, sem byssur okkar geta
dregið og lengra ekki. Vér, sem dveljum hér á
staðnum, getum ekki séð nein merki þess, að ó-
friðurinn verði til lykta leiddur í bráð. Sjálf-
boðaliðs og liðs frá nýlendunum getum vér inn-
an skamms án verið, en vér sjáum ekki neina á-
stæðu til þess að fækka til muna fyrst um sinn
hinu reglulega liði hér f Suður-Afríku«. Þannig
segist hershöfðingja þessum frá, og mun skýrsla
hans í aðalatríðunum rétt. Við og við er þó all-
margt af brezka liðinu að tínast heim aptur, en
meiri hluti þess er sjálfboðalið.
Krúger forseti steig á land í Marseilles á
Frakklandi 22. f. m. og fékk hinar glæsilegustu
viðtökur. Þaðan hélt hann til Parísar og var