Þjóðólfur - 07.12.1900, Blaðsíða 3
218
Guðrún, báðar dánar. — Eggert heit. var lipur-
raenni í framgöngu og vel látinn af öllum, er
honum kynntust.
Lausn frá embætti hefur Þorvaldur
Jónsson héraðslæknir á ísafirði fengið,
„Skálholt“ (kapt. Aasberg) kom hingað
að morgni 5. þ. m. og fer aptur áleiðis til út-
Janda á morgun.
Hr. Aasberg verður skipstjóri á »Laura« í
stað Christiansens og munu margir fagna þeim
skiptum, því að Aasberg er mjög ötull og sam-
vizkusamur skipstjóri og mætavel þokkaður hér.
Skipstjóri á »Skálholt« í stað hans verður Gott-
fredsen, er var 1. stýrimaður á »Vestu« hér um
■árið, er landsjóður nafði hana á leigu.
Völskurnar flýja íir skipinu.
(Aðsent). Jón Ólafsson, einn af þeim, sem
Björn Jónsson telur sem meðhöfund sinn að Staf-
.setningarorðbókinni, lýsir nú yfir því í Nýju
•öldinni, að hann »beri engaábyrgð á neinuöðru
i bókinni (o: Stafsetn.orðb.) en þeim örfáu bend-
ingum, sem hann hafi gefið«. Alveg sams kon-
;ar yfirlýsing hata þeir Pálmi Pálsson og Geir
Zoéga gefið. Einkennilegt tímans tákn!
„Ekki bregður mær vana sínum“.
Smásaman er „ísafold" að vökva okkur Árnes-
inga með því, að við höfum smalað handa Hannesi
ritstj. Þorsteinssyni, og þar að auki skrifað hótunar-
bréf í þá átt. — Eg skal alls ekki bera á móti því,
.að atkvæðasöfnun hafi átt sér stað, en að því er
hótunarbréfin snertir, þá lýsi eg áburð ísafoldar
hrein og bein ósannindi, enda er eg sannfærður um að
hún getur aldrei lagt þau bréf fram á borðið.
Það er annars nokkuð viðbjóðsleg kenning hjá
rstjórnardulunni, er hún talar um smalamennsku, því
ekkert blað og enginn maður hefur talað jafnmikið
um kosningar í sumar, sem hún.
Svo að maður víki nú aptur að atkvæðasmölun
handa H. Þ. hér í sýslu, þá er það áreiðanlegt, að
•ekki var síður smalað atkvæðum handa séra Magn-
úsi og Sigurði búfr. því það mun stjórnardulan sjálf
•ekki geta borið á móti, að hún hafði 3—4 sendi-
sveina á fleygiferð um Árnessýslu, rétt fyrir kosning-
arnar, þeir óðu grenjandi, sem djöfulóðir menn gegn-
um mannþyrpinguna í fjárréttunum, og töfðu næst-
um því fyrir mönnum að draga fé sitt, hefði ekki
verið svo vel til hagað af forsjóninni, að versta veð-
ur var um leitirnár og þar af leiðandi lítið f jallsafn,
•svo menn höfðu meira næði til að taka eptir um-
ferðapostulum ísafoldarmannanna,þAkenningarþeirra
Eefðu harla lítil áhrif á hugi Hannesar manna.
„Isafold" man sjálfsagt ekki eptir því, að einn
prestur sýslunnar hafði yfirreið um sóknir sínar líkt
og húsvitjunarferð og smalaði næstum því sauð-
laust handa séra Magnúsi og Sigurði búfr.
„ísafold" hefur sjálfsagt ekki heyrt það, að ann-
ar sálusorgari hér í sýslu haf ði að sögn haldið fund
meðal sóknarbarna sinna, og sagt þeim skýrt og
skorinort, að þeir menn, sem ekki kysu séra Magn-
ús og Sig. búfr. yrðu óvinir sínir,og einn af þessum
blessuðu sauðum prestanna, var ekki betur að sér
eptir allan lærdóminn en það, að þegar halin kom
á kjörfundinn, sagðist hann kjósa „séra Sig. Sigurðs
son og Magnús búfræðing !!“
Einn góður og gildur óðalsbóndi sýslunnar hélt
fund í hrepp sínum, rétt eptir að Einar Hjörleifsson
gisti þar í vísitasíuferð sinni um Árnessýslu.
Svona mætti tína til langtum fleiri dæmi af
tnönnum, sem smöluðu bæði leynt og ljóst handa
séra Magnúsi og Sigurði, en stjórnardulan mun
^kki kalla það [ósæmilegt t. d. af manninum, sem
kótaði mönnum óvináttu sinni, ef þeir kysu ekki
k'agnús og Sigurð. „ísafold", mun hér sem optar
sJá ögnina í augum bræðra sinna, en gæta ekki
bjálkans, sem er í hennar eigin augum og hennar
manna.
Kveð eg svo „Isafold" og vildi óska þess, að
hún minntist ekki framar á kosningarnar eða smala-
mennsku handa H. Þ. í Árnessýslu, því það er að
eins henni sjálfri til skapraunar, og til þess að ein-
hverjir hér fletti betur ofan af henni hamnum, svo
úlfurinn komi í ljós, sem hún hylur undir sauðar-
gærunni.
Þetta eru heilræði til gamla Björns frá
Árnesing.
Eptlrmæli.
Hinn 23. dag maímán. andaðist að Stóruborg
í Húnavatnssýslu ekkjufrú Guðrún Finnbogadóttir,
ekkja Guðmundar prófasts Vigfússonar á Melstað.
Frú Guðrún sál, var fædd í Reykjavík 26. marz 1810
og þannig komin á gi. aldursár, er hún lézt. Hún
var eitt af hinum merku og mikilhæfu börnum Finn-
boga borgara Björnssonar og konu hans Arndísar
Teitsdóttur. Árið 1836 giptist hún Guðmundi pró-
fasti og fluttist með honum ári síðar að Stóra-Núpi
er hann vígðist og tók það brauð. Á Stóra-Núpi
bjuggu þau blómlegu búi, þar til Guðmundi prófasti
var veitt Borgar prestakall árið 1846; þjónaði hann
því brauði þar til honum var veitt Melstaðar presta-
kall árið 1859, og var jafnframt prófastur í Mýra-
sýslu 5 síðustu árin, er hann var á Borg. Á Mel-
stað bjuggu þau þar til hann andaðist 31. okt. 1870.
Af 10 börnum, er þeim hjónum varð auðið, dóu 3Í
æsku, 3 á fullorðins aldri, en 4 eru á lííi: Vigfús,
borgari í Ameríku, Arndís kona Theodórs Olafsson-
ar verzlunarstjóra á Borðeyri, Elisabet kona Péturs
óðalsbónda Kristóferssonar á Stóruborg og Rannveig
gipt í Ameríku. Eptir lát manns síns bjó frú Guð-
rún sál. um hríð á eignarjörð sinni, Ytri Völlum í
Miðfirði, en fluttist síðan til barna sinna og andað-
ist í húsum dóttur sinnar að Stóruborg.
Frú Guðrún sál. • var ein af þeim konum, sem
milcið þrek var lánað bæði til sálar og líkama, enda
var hún í flestum greinum sönn merkiskona. Að
dugnaði og ráðdeild bar hún af flestum samtíðar
konum sínum og heimili þeirra hjóna var orðlagt
merkisheimili; rnátti á sinni tíð telja það eitt hið
fremsta heimili í Húnavatnssýslu, ekki að eins að
reglu og dugnaði, heldur og að rausn og höfðings-
skap. Eins og kunnugt er var maður hennar orð-
lagt lipurmenni og ljúfmenni, en hann var einnig
orðlagður búmaður; voru þau hjón eigi að eins sam-
taka í ráðdeild og dugnaði, heldur og í rausn og
gestrisni, og mátti það í fyllsta máta á þeim sann-
ast, að „húsbændurnir gerðu garðinn frægan". Mun
margur vera sá, sem kom á heimili þeirra, sem
minnist þess, að allt vottaði um þá heimilishætti, sem
öðrum voru til fyrirmyndar. 1 Hjónabandið var hið
farsælasta, barnauppeldið fagurt og rausn og gestrisni
við alla, er að garði þeirra komu. Frú Guðrún sál.
var sérlega trygg og hjartagóð við þá, sem bág-
staddir voru; tóku þau hjón fleiri munaðarlaus börn
og ólu þau upp um lengri og skemmri tíma og
reyndust þeim sem sínum eigin börnum. Æfistarf
frú 'Guðrúnar sál. var langt, en það var líka fagurt,
því það miðaði mörgum til góðs; hún var kona lán-
gefin, ekki einasta að því leyti að hún eignaðist
þann mann, sem var framúrskarandi mannkostamað-
ur og mörg efnileg börn, sem hafa staðið með heiðri
í stöðu sinni og fetað þannig í fótspor foreldra sinna,
heldur og að því leyti að hún bjó ætíð við blóm-
legan lífshag og naut almennrar virðingar allra þeirra.
sem til hennar þekktu. Mun mannkosta hennar og
manns hennar lengi verða minnst og minning þeirra
lengi geymast í heiðri af mörgum víðs vegar urn
land, sem þekktu þessi merkishjón og nutu góðs af
lífsstarfi þeirra. (X.)
Hinn 12. ágúst síðastl. andaðist að Múla
í Gilsfirði madama Oddfriðut Gísladóttir, ekkja
séra Halldórs sál. Jónssonar, er síðast var prestur
í Tröllatungu. Hún var 87 ára gömul, fædd
25. maí 1813 á Þorpum í Strandasýslu. Foreldrar
hennar voru Gísli hreppstjóri Eiriksson og konahans
Ingibjörg Tómasdóttir. Madama Oddfríður var
þrek og gerðar kona, Af börnum þeirra hjóna kom-
ust 3 dætur til fullorðins ára, og giptust, en allar
voru þær látnar á undan henni; hin síðasta andað-
ist skömmum tíma á undan móður sinni, og var
jarðsungin daginn áður en móðir hennar lézt. (a.)
FLESTUM er í fersku minnihið mikla manntjón,
sem varð á Arnarfirði 1 ofsaveðrinu 20. sept. f
haust, þar sem 18 menn drukknuðu frá 7 ekkj-
um og 16 börnum á unga aldri. —
Til þess að rétta hjálparbönd og dálítið reyna
að létta þessum munaðarleysingjum neyðina og sorg-
ina, ætlar „Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa" og
skipstjórafélagið „Aldan" að stofnaý til samskota
og „tombólu“, sem haldin verður í Iðnaðarmanna-
húsinu laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. þ. m. kl
S til 10 báða dagana. —
Nokkur hluti þess, er inn kemur, gengur einn-
ig til fátækustu ekknanna eptir menn þá, er drukkn-
uðu næstl. vor á skipinu „Fálkanum".
Undirtektir hafa verið mjög góðar að styðja þetta
fyrirtæki, enda er þörfin mikil þeirra, sem þessa
eiga að njóta, svo búast má við, að talsvert verði
gefið, og má senda það til oss undirskrifaðra, sem
tökum á móti því með þakklæti. —
Bj'órn Guðmundsson. Jóhannes Jósepsson
Bjatni Jónsson. Páll Haftidason.
Finnur Finnsson. Pétut Sigurðsson.
Hatines Hafliðason. Stefán Pálsson.
Helf Helgason. Tr. Gunnat sson.
Jóhannes Hjartatson. Þorsteinn Þorsteinsson.
„Bazar“ Thorvaidsensfélagsins
verður haldið áfram fyrst um sinn og veita und-
irskrifaðar forstöðukonur viðtöku allskonar ís-
lenzkum munum, sem þar verða hafðir áboð-
stólum. Félagskonur skora því á almenning að
nota vel veturinn til að búa til ýmsan sélegan
varning, einnig vona þær, að allir vilji styðja
þessa tilraun til að efla íslenzkan heimilisiðnað
með því að kaupa á »Bazarnum« sem víst opt
má gera sér að skaðlausu. Nú fyrir jólin verður
til talsvert af laglegum hlutum hentugum til jóla-
gjafa. Félagið tekur 10% af útsöluverðinu i
sölulaun.
Ingibjdrg Bjarnasen, Ingibjörg Johnsen,
Lovise Ftnnbogasen, Pálína Þorkelsson,
Þórunn Jónassen.
Tombóla
„hins íslenzka kvennfélags“
verður haldin í hinu nýja húsi Bárufélagsins
laugardaginn 8. desember
°g
sunnudaginn 9. desember
kl. 5—7, og 8—10 báða dagana.
Á tombólunni verða ágætir munir og til-
tölulega fá núll. Þar verður núlLalaus barna-
kassi.
6. desember 1900.
Fólagsstjórnin.
Ekta anilinlitir
*
S !
5 !
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins
og í verzlun
STURLU JÓNSSONAR
Aðalstræti Nr. 14.
■UIIIUB
I =
( C
I ■-
! S
! s
» w
Leiðarvísir til lífsábyrgrðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja
tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
R ú ð u g 1 e r í stórum skífum nýkom-
ið í verziun Sturlu Jónssonar.
KALK fæst í verzlun Sturlu Jónssonar.