Þjóðólfur - 11.12.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.12.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 11. desember 1900. Nr. 57. Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTEDS sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Þjóðólfur kemur út þrisvar enn til jólanna 14. 18. og 21. desember. Bókmen nti r. Æósebækurnar í Ijósi hinna vísindalegu bihlíurann- sókna. Eptir Jón Helgason prestaskólakennara. (Sérprentun úr Tímariti bókmenntafélagsins) 56 bls. 8™. Ritgerð þessi er nýung 1 bókmenntum vorum á svæði hinnar vísindalegu guðfræði, sem hing- að til hafa verið harla fáskrúðugar og lítilsháttar. Vísindaleg rannsókn á biblíunni hefur naumast verið nefnd hér á nafn; það hefur ekki mátt hreyfa við þeirri grein guðfræðinnar, því að guð- fræðingamir íslenzku munu hafa óttast, að biblíu- byggingin hryndi í grunn niður, ef hróflað væri Jiar við hinum minnsta steini, ef nokkur vafiværi vakinn um það, að öll ritningin væri ekki bein- línis innblásin af guði, og því öll jafnheilög, jafná- reiðanleg og jafnóskeikul í öllum atriðum. Höf. þessarar ritgerðar á því þakkir skilið, að hann hefur haft þrek og djörfung til að brjóta ísinn í þessu efni, og »gefa«, eins og hann segir sjálfur »almenningi færi á að kynnast Iítilsháttar einu því starfi 1 heimi vísindanna, sem á sfðasta manns- aldri hefur hvað mest verið rætt og ritað um innan heimsbókmenntanna, en það er starf hinna svonefndu »hærri biblíurannsókna« eða hin vís- indalega sögulega rannsókn hinna helgu rita gamla testamentisins, sem opt er kennd við dr. J. Well- hausen háskólakennara í Göttingen«. Höf. ritar ekki um hið trúfræðilega gildi Mósebókanna í þessari ritgerð, heldur að eins um bækur þessar trá bókmenntasögulegu sjónarmiði. Rannsakar hann fyrst, hver muni vera höfundur Mósebókanna, og kollvarpar þeirri gömlu skoð- un, að Móse hafi ritað þær, hann sé hvorki né geti verið höfundur þeirra, og færir til þess ýms ómótmælanleg rök. Því næst athugar hann, hvern- ig bækur þessar séu til orðnar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær séu ekki sjálfstætt sagnarit, heldur samsteypa eldri rita, sem aðalhöfundur Jieirra eða safnandi hafi tekið upp óbreytt að mestu, án þess að rýma burtu ósamkvæmni og missögnum í þessum sérstöku ritum, er hann hafði fyrir sér, og kennir höf. það ekki klaufaskap eða misgáning safnandans, heldur sagnaritunaraðferð þeirri, er hann hafi fylgt, og tíðkazt hafi á Aust- urlöndum í þá daga: að taka upp heimildirnar orðréttar, kafla fyrir kafla og vers fyrir vers, án þess að breyta nokkru. Slðast rannsakar höf. rit- gerðarinnar, hvenær Mósebækurnar séu ritaðar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að í þeirri mynd, sem vér höfum þær nú, séuþær ekki fram komn- ar í heimi bókmenntanna fyr en um miðbik 5. aldar f. Kr. Þetta er þá aðalniðurstaða sú, sem höf. kemst að við rannsóknir sínar, en hér er ekki rúm til að skýra nánar frá einstökum dæmum, er hann tekur til að sanna mál sitt. Menn verða að lesa ritgerðina sjálfir og athuga ástæður höf., er flest- um munu virðast full veigamiklar til að hnekkja algerlega hinni eldri skoðun á Mósebókunum 1 þeim atriðum, er höf. tekur til umræðu. Það €r heldur ekki til neins að ætla sér að bæla slík- ar rannsóknir niður, annaðhvort með þögn eða þráa, miklu skynsamlegra og réttara að viður- kenna það, sem ekki verður móti mælt eptir orð- um sjálfrar ritningarinnar. Grundvöllur sá, sem trú vor byggist á, þarf ekki að haggast, þótt sýnt sé fram á, að byggingin sé ekki öll reist af drottni sjálfum, heldur af ófullkomnum verkamönnum, er hvorki voru óskeikulir né fullkomlega færir um að leysa starfið svo af hendi, að fullkomlega lýta- laust og samræmilegt (harmoniskt) yrði. Og hvað »innblásturinn« snertir, þá má með eins miklum rétti segja, að frægustu listamenn og spekingar á öllum tímum hafi verið »innblásnir af guðs anda« og skapað verk sín undir þeim áhrifum, engu slður en höfundar biblíunnar. — Það er kunnugt, að prestaskólakennari Jón Helgason hef- ur sætt átölum af hálfu sumra kredduguðfræðinga fyrir það, að hann hefur bent á ýmsa ófullkom- leika og missagnir í frásögn ritningarinnar, en þeir munu samt vera fleiri — og verða eflaust enn fleiri eptirleiðis — er kunna honum þakkir fyrir, að hann hefur þorað að tala, þá er aðrir þögðu, ekki álitið rétt að þegja um þær misfell- ur, sem bæði sérhverjum hugsandi guðfræðing og hverjum skynsömum, athugasömum alþýðumanni lá í augum uppi. Staða höf. sem kennara presta- efna vorra er auk þ jss næg trygging fyrir því, að hann fari ekki lengra, en hæfilegt er, enda mun enginn með réttu geta borið honum á brýn, að hann hafi gert það, hvorki í ræðu eða riti, því að hann mun vera áhugamikill trúmaður, sem hann á kyn til. En þótt hann hafi dálítið los- að íslenzku prestastéttina úr »sálartjóðri« hennar og veitt henni ofurlítið meira svigrúm í kenninga- frelsi en fyr, þá var naumast vanþörf á því, enda munu allir áhugamiklir, hugsandi kennimenn ís- lenzku kirkjunnar vera honum þakklátir fyrir þá rýmkun. Og kirkjan hér verður naumast valtari á fótum fyrir þ a ð . Markúsar guðsþiall. f nýrn þýdingu eþtir frum- textanum. Reykjavík. Hid islenzka bibltufélag. 63 bls. 16 5£. Smákver þetta er bráðabirgðarsýnishorn af hinni nýju biblíuþýðingu, er biblíufélagið lætur gera. í fyrra kom sýnishorn af x. Mósebók. Þá er þýðingu allrar biblíunnar er lokið, sem taka mun mjög langan tíma, mun hugmyndin vera sú, að hið mikla brezka biblíufélag gefi út nýja og vandaða útgáfu biblíunnar eptir þessari endur- skoðuðu þýðingu. Við þessa þýðingu er farið eptir gríska textanum á nýja testamentinu, sem fylgt er í ensku biblíuþýðingunni nýju, en hann er ekki alveg samhljóða Tischendorf. Af sýnis- horni þessu má sjá, að mikill munur er á því og hinni eldri þýðingu, og frumtextinn betur þræddur. Þessi þýðing er þvf nákvæmari en hin, og málið yfirleitt mun betra. En til þess að skrifa rækilegan ritdóm um sýnishorn þetta þyrfti að bera það saman orði til orðs við frumtextann og jafnframt við eldri þýðinguna, til þess að geta rnetið yfirburði þessarar yfir hina. En öllu slíku verður hér að sleppa. Að eins viljum vér geta þess, að við fljótan yfirlestur höfum vér orðið var- ir við nokkur orðatiltæki, sem oss þykja ekki sem viðkunnanlegust. Vér tökum t. d að »smakka d au ð a nn«! á bls. 31. Þetta stendur einnigíeldri þýðingunni og því hefur ekki verið breytt. Þótt »smakka« sé rétt þýðing á gríska orðinu í þessu sambandi, þá er orð þetta bæði tiltölulega nýtt í málinu, finnst ekki 1 fornritum og er óviðkunnan- legt, sérstaklega í þessu sambandi, eptir þeirri merkingu, sem 1 þvl liggur. Þýðandinn þurfti heldur ekki að vera hér í vandræðum með betra orð og víkja þó ekki frá frumtextanum. Hann hefði ekki þurft annað en setja »bergja« fyrir »smakka«. Orðið »bergja« er fornt og kemur allvíða fyrir í fornritum (t. d. í Eyrbyggju) með þágufalli. þar á meðal einmitt setningin: »bergja dauða* (o: deyja) í Postulasögum og Flateyjarbók. Hefði það verið miklu viðkunnanlegra í þessu sambandi, en orðið »smakka« og auk þess hár- rétt þýðing af gríska textanum í »Mark. 9,1«. Á bls. n er orðatiltækið að »lastmæla gegn heilögum anda«. Eldri þýðingin hefur að »tala lastmæli gegn heil. anda« og er það betra, fyrst og fremst sakir þess, að sögnin að »last- mæla« mun harla ótíð í fornri og nýrri íslenzku, þótt hún sé rétt mynduð (sbr. nafnorðið »lastmæli«) og setningarsambandið slastmæla gegn einhverj- um« tæpast rétt (betra: lastmæla »einhverjum«, sbr. ámæla, illmæla e-m). En forsetningin »gegn« mun hér sett vegna gríska textans (»eis to« o. s. frv). Sögnin »lastmæla« er llka út af fyrir sig ekki heppileg í þessu sambandi. Það liggur meira í gríska orðinu »blasfemein«, heldur en í orðinu lastmæla, sem táknar fremur álas, róg, ó- hróður (á ensku slander, á þýzku Verleumdung) heldur en móðgun, illmæli, ókvæðisorð. Hér hefði oss þótt betur eiga við: »hver sem illmæl- ir heilögum anda, eða »mælir ókvæðisorð um heil. anda eða »gegn« h. a. Vér ætlum.að það væri ekki ofsterklega til orða tekið eptir frum- textanum. En þótt »lastmæla« sé ef til vill hæfi- lega sterkt orð á þessum stað, þá er orðið »last- mæli« á bls. 56 alltof veikt og enda beinlínis rangt. Þar fellur það alveg máttlaust niður. »Þér hafið heyrt lastmælið«, segir æzti presturinn, þá er Kristur segist vera sonur guðs. Þarna er »last-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.