Þjóðólfur


Þjóðólfur - 11.12.1900, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 11.12.1900, Qupperneq 2
220 m mæli« ótækt í þessu sambandi, alveg krapt'laust, og það er þó orðið, sem æzti presturinn talar í mikilli geðshræringu, rífandi klæði sín, er hann heyrði svar Krists, það svar, er dauðadómurinn var aðallega byggður á. Það var ekki »lastmæli«, heldur óhæfileg móðgun gegn guði Gyðinga, 6- hæfileg saurgun á guðshugmynd þeirra og ó- kvæðisorð 1 munni nokkurs manns að segjast vera sonur guðs. Hér hefði því átt að standa: »Þér hafið heyrt ókvæðisorðið« (o: að Kristurkall- aði sig son guðs), því að það nær einmitt þýð- ingunni í »blasfemía« á þessum stað. Þetta fell- ur miklu betur við textann og hugaræsing æzta prestsins, auk þess sem orðið er fornt og gott orð, og þó öllum skiljanlcgi Þetta orð er eins- konar innsigli dauðadómsins, og má því ekki vera veikt eða villandi. Þessa bendingu um »lastmæl- ið« hér á þessum stað, vonum vér, að þýðand- inn taki til greina, þótt honum virðist ef til vill ekki ástæða til þess að gera það á hinum staðn- um bls. ii, en viðkunnanlegri væri þar einnig lík breyting. — Ymislegt fleira væri ástæða íil að nefna, en það yrði of langt mál. Prentvillur eru nokkrar í þessu sýnishorrJ t. d. Kapernaumað (í einu orði á bls. 6., bef- ir f. hefir á bls. n, jafnskótt f. jafnskjótt á bls. 21 o. fl. Víða eru stafir brotnir og ógreini- legir, letrið fremur ljótt og prentun slæm (úr Isa- f.prentsm.). Ætti félagið þó að vanda prentun á slíkum sýnishornum, því að það hefur mikla þýðingu. Línur þessar eru ekki ritaðar til að hnekkja gildi þýðingarinnar, sem yfirleitt virðist vera vel af hendi leyst, heldur til þess að benda þýðandanum og nefndarmönnum á þessi örfáu atriði, er oss við mjög lauslegan yfirlestur virtist einkum þurfa lagfæringar við, ef vera kynni, að þær bendingar yrðu teknar til greina, áður en þýðingin verður prentuð til fulls. Fyrir skömmu er komin út ensk þýðing eptir meistara Eirík Magnússon í Cambridge á hinum fræga sálmi Hallgríms Péturssónar: »Allt eins og blómstrið eina«. Hefur þýðandinn hald- ið sama bragarhættinum, sem í sálminum, og þræðir orðin mjög nákvæmlega. Tekst honum snilldarlega að ná hinni hátignarfullu alvöru og skáldlegu fegurð frumsálmsins. Er öll þýðingin mjög vönduð og höf. til sóma. Frá Manitoba. Brtfkajh til Þjódólfs. Winnipeg 8. ágúst 1900. Héðan úr Kanada er ekkert fagurt né frægi- legt að frétta. Tíðiðin var köld í allt vor og rigningarleysi fram að byrjun f. m. Veturinn var snjóléttur og þar afleiðandi hafa verið' of mikil þurviðri fyrir allan jarðargróða. Þá loks að skúrir komu var jörðin orðin svo þurr og skrælnuð, að engin von er um þolanlega uppskeru. Sumir voru búnir að plægja akra sína upp aptur, og vtða stóðu þeir hvítir og skrælnaðir. Gras- vöxtur verður hér ekki í meðallagi. þóttheyskap- ur byrji 2—3 vikum seinna en venja er til. Grip- ir ganga hér enn þá svangir í högum. Ofan á þessi dæmafáu þurviðri bætist sá ófögnuður, að um allan suður- og vesturhluta fylkisins hefur allt verið krökt af engisprettum og um allt fylkið hafa þær gert vart við sig. Blöðin steinþegja auðvitað yfir þeim ófagnaði, sem öðrum ókjörum. Stjórnin kaupir þau til að hæla og skjalla alla skapaða hluti, sem þolanlegir eru, en til að þegja um óhamingju og bágindi, sem land og lýður verður fyrir. Það er óhætt að segja, að árferði er nú mun verra, en komið hefur um slðustu 20 ár, og framtíð ærið skuggaleg. í sumar hefur dyngt hingað um 700 ísl. innflytjendum. Þeir sitja'flestir alveg aðgerða-og ráðalausir hjá kunningjum og frændum sínum. En svo verður þeim skipað af agentum stjórnar- innar og kirkjufélagsins og »Lögbergi« að skrifa heim og segja að eins allt það bezta af bágind- um sínum hér. En einhverjnm mun samt bregða í brún, sem komu að heiman, og ætluðu að grípa gæfuna hér með báðum höndum. — Og eitthvað er óhræsin meðferð á innflytjendum frá ísl., því fylkisstjórnarmálgagnið Hkr. sagði um daginn, að barn hefði dáið úr hungri á innflytjendahús- inu f Winnipeg, og er ekki að efa, að bl. segir satt frá þessu. Því hefur farið að renna blóðið til skyldunnar, þótt stjórnarbl. sé, yfir jafn svívirðilegri meðferð á börnum og »málleysingjum«. En sam- bandsstjórnarleigutólið »Lögberg« sefur með værri samvizku um hungurdráp landa sinna, bara dreg- ur sfn fimm til sjö þús. dollara um árið, út á landa sína lifandi og dauða. — Það er óefað hryggðarsjón að sjá landa á innflytjendahúsinu í Winnipeg. Skortur og ör- birgð standa uppmáluð í andlitum þeirra, og ung- börn hrynja niður sem vorlömb í hafísavorum á íslandi. Bændur taka nú innflytjendur fullvinn- andi fyrir fæði og 2—5 $ um mán. Það þætti eflaust lágt kaup á Islandi um þetta leyti árs. Það kvað enn nú vera von á mörgu fólki frá Is- landi þetta sumar. — Sumir mæla, að »ísafold« sé nú komin í þjónustu »Lögbergs« og Dominion- stjórnarinnar til að vinna að vesturflutningum, og hrjóta henni nú víða hnjóðsyrði hér vestra. Ef blað hjá dugandi og menntaðri þjóð ynni svona verk gagnvart ættlandi sfnu og þjóð, myndu forsprakkar slíks blaðs verða tafarlaust h....... án dóms og laga. En allt ergott í íslendinginn sannast hér, en seinna koma sumir dagar og koraa þó. - Séra Hafst. Pétursson varð að hverfa héðan í burtu. Hann er óefað sá lærðasti og göfugasti prestur, sem Vestur-íslendingar hafa átt. Hann var ofurljði borinn með dæmalausasta undirferli og rógi, af kirkjufél. og Lögbergsklíkunni. Það eru sagðar allmargar familíur í söfnuði séra J. B., sem lifa á árlegum styrk frá bæjarstjórninni. Það eru líklega þessi, blessunarríku störf, sem kirkju- fél. og kirkjuþingsm. enn eru að þakka séra J. B. fyrir, að bannvinni í þarfir Vestur-íslendinga, að þiggja tekjur af opinberum þurfalingum?? Séra H. Péturssyni blöskraði meðferð kirkjumálanna í hendi séra J. B. og hans fylgifiska, svo hann hvarf héðan alfari til Danmerkur. Eg kaupi bæði blöðin Heimskringlu og Lög- berg. Heimilisfólkið vill fá neðanmálssögurnar og blöðin. Eg les þau sjaldan ítarlega. Eg get ekki baun á milli þeirra frændanna f rit- smfðum, B. L. Baldvinson og Sigtr. Jónassonar. »Heimskringla« er ekki betri fyrir ritgerðir B. L. Baldvinson en »Lögberg«, heldur fyrir að hún hefur notið rithæfari manna, og hefir ekki enn þá verið jafn fjandskaparfull gegn íslandi og Is- lendingum eystra. Sigtr. Jónasson ætla eg tátt um að segja, því eg þekki hann að eins gegn um »Lögberg«, og held að bezt sé að hafa sem fæst orð um þá persónu, láta hann njóta næðis við túnaaksturinn fyrir Laurierstjórnina og séra J. B. Eg fæ að heyra hundgá og arr í blöðunum hérna vestra síðar meir. Eg hef aéð hverja ófrægðargreinina á fætur annari dregna út úr fjósbásnum hjá »Lögbergi«. Það málgagn má reyna að bannfæra mig á sinn einkerinilega lubba- lega hátt. Eg met »Lögbergsklíkuna«, einsk- is til orða né verka, og ætla ekki að binda skó- þvengi mína að hennar vilja, meðan eg má ráða. Eg brá mér til borgarstjórans og fátækra- stjórans hér í Winnipeg. Þeir lofuðu að eg skyldi fá »reports« (o: skýrslur) úr fátækrabók- um borgarinnar, ef mér lægi á, viðvíkjandi styrk- þágu Islendinga. Mun eg beita svolöguðum skýrslum með fleiru, ef Lögberg fer að rífa mig í sig. H é ð i n n . Kolaskorturinn. (Niðurl.). Hættulegasti keppinautur Englands á kolamarkaðinum eru Bandaríkin, er bæði framleiða meiri kol og eyða meiru af þeim en England. 1899 var kolaframleiðslan á Englandi rúm 220 mil- jónir ton en s. á. í Bandarlkjunum 225 miljónir. Kolaframleiðslan í Ameriku hefur aukizt ákaflega á sfðustu árum og eru Bandaríkin nú mesta kola- land í heimi. Við þetta bætist, að það er minni kostnaður við kolagröptinn í Bandaríkjunum en á Englandi og annarstaðar, því að meðalverð á hverju »ton« kola við sjálfar námurnar í Banda- ríkjunum er að eins 3 kr. 90 a., en á Englandi 5 kr. 70 a., á Þýzkalandi 6 kr. 60 a., í Frakk- landi 8 kr. 10 a. og í Belgíu 7 kr' Hagskýrsl- urnar sýna, að á árunum 1883—1899 jókst kola- framleiðslan f Bandaríkjunum um 120°/o en að eins um 40% á Stóra-Bretlandi á sama tíma. Um leið féll kolaverðið í Bandaríkjunum úr 6 kr. niður í 3 kr. 90 a. hvert »ton« (tekið við námurnar), en á Englandi hækkaði það úr 4 kr. upp í 5 kr. 70 a. Ef kolanámurnar í Bandaríkj- unum hefðu verið i nánd við hafnarbæina mundu amerísku kolin fyrir löngu orðin alvarlegur keppi- nautur á kolamarkaði Norðurálfunnar, En ame- rísku kolanámurnar liggja nokkur hundruð kíló- metra upp í landi, og flutningsgjaldið á járnbraut- unum veldur því, að verð á hverju »ton«íhafna- bæjum Bandaríkjanna er um 9 kr. Þá er svo þar við bætist flutningskostnaður yfir Atlantshaf, verða amerísku kolin, er þau koma til Evrópu ofdýr til að þola samkeppnina við ensku kolin. En hið óvenjulega háa kolaverð, sem nú er á Evrópumarkaðinum virðist ætla að gera amerísku kolunum samkeppni þessa mögulega hér í álfu. Mestur hluti alls þess feikilega mikla kolaforða, er Bandaríkin framteiða, gengur til notkunar innan- lands. Það má kallast fremur lítið, sem út er flutt (rúm 5 miljónir »ton«). Það virðist fremur ólíklegt, að amerísku kolin geti beinlínis komið til leiðar verðlækkun á kola- markaði Evrópu. En það er ekki ósennilegt, að Bandaríkin geti haft óbeinlínis áhrif á kolaverðið. Sú iðnaðargrein, sem mestra kola þarfnast, er járnbræðsla, og það lítur út fyrir, að Ameríka ætli í þeirri grein að verða Englandi fremri á heimsmarkaðinum. Til að bræða eitt »ton« af smíðajárni þárf 2—21/* ton kola og til að bræða eitt »tón« af stáli 6—8 tón kola. Ef England og önnur lönd Norðurálfunnar fara eptirleiðis að flytja smlðajárn frá Amerlku, þá leiðir af því, að minna verður eytt af kolum, einkum á Englandi og við það mun kolaverðið lækka. Englandhef- ur þá því meiri kol afgangs, sem Ameríka brennir meira af sínum kolum. Kostnaðurinn við flutning járnsins frá Ameriku verður að sjálfsögðu fyrst um sinn nokkuð mikill, en þá er ófriðnum í Klna og Suður-Afriku er að fullu lokið mun sá kostnaðnr minnka, eins og flutningskostnaður á hverri annari vöru, því að þá verður ekki jafn- mikill hörgull á skipum, eins og nú, meðan svo mikill fjöldi er eingöngu bundinn við flutninga í hernaðarþarfir. Það hefur verið rannsakað allítarlega, hversu kolanámur Englands séu kolaauðugar og hversu kolin í landinu mundu lengi hrökkva til. 1866 var sett konungleg nefnd til að rannsaka þetta mál, þvf að bók, sem kom út árið áður um þetta eptir Jevons háskólakennara hafði skotið Englend' ingum skelk í bringu. Nefnd þessi skipaði 5 undirnefndir til að rannsaka hin einstöku atrið1 þessa máls, og eptir 5 ár birtist álit þessarar sameiginlegu nefndar, og voru fylgiskjölin v1^ það 700 blaðsíður. Er það reiknað út, að kola* forði Englands muni geta varað 110—360 ^r’ eptir því sem kolaeyðslan sé mikil. En ýmsar áætlanir nefndarinnar hafa sfðar reynzt skakkar. Þannig ætlaðist hún á, að kolaeyðslan árið 1901

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.