Þjóðólfur - 11.12.1900, Side 3
221
mundi verða 162,400,000 ton, en hún mun í
reyndinni verða 60 miljón ton meiri. Kola-
útflutninginn áætlaði hún sama ár í hæsta lagi
13 miljónir ton, en 1899 var hann þegar orðinn
45 miljónir ton. Nú er stungið upp á þv(, að
setja nýja konunglega nefnd til að rannsaka þetta
málefni, og einkum til að hugleiða, hvað löggjöf-
in geti gert til að koma í veg fyrir óhóflega kola-
eyðslu. — Með tilliti til þess, hversu lengi kola-
forði Englands muni endast, þá kemur þar ýmis-
legt til athugunar, sem nefndin 1866 gat ekki
tekið til greina. I fyrsta lagi er notkun raf-
magnsins á Englandi enn ( bernsku. Víðtækari
notkun þessa afls til lýsingar og vélaiðnaðar
mundi spara mikið af kolum, sem nú er eytt til
að framleiða gufu og gas. I Cumberland, Wales
og Skotlandi er gnægð af vatnsafli til rafmagns-
framleiðslu. Auk þess mundi notkun rafmagns-
véla verða til mikils hagnaðar við sjálfa kola-
framleiðsluna, er mundi verða ódýrari, menn
gætu komizt lengra niður í jörðina, og unnið
kolaæðar, sem nú borgar sig ekki að fást við.
Svo má einnig takmarka mjög kolaeyðsluna með
meira sparnaði og skynsamlegri hagnýtingu. Allur
þorri manna verður hissa og firrtist jafnvel, ef
sagt er, að þeir sói óhæfilega þessum dýrmætu
afurðum landsins. Hér um bil !/10 hluti þeirra
kola, sem England framleiðir gengur til heimilis-
notkunar, og mönnum telst svo til, að þar korni
ekki að notum nema 1% þeirra kola, sem brennt
er. Hitt allt fer til spillis í hita, sem ekki kem-
ur að notum, reyk og ösku. I verksmiðjum
koma kolin að meiri notum, nfl. 10% af hinum
eiginlega krapti kolanna, sem brennt er, og þó
er það að eins lítið brot. Það hlýtur að verða
verkefni vísindanna og heilbrigðrar skynsemi að
koma í veg fyrir jafn óhæfilega. og heimskulega
eyðslu á þeirri vöru, sem aldri verður aptur feng-
in. I þriðja lagi má gera ráð fyrir töluverðum
kolasparnaði, við aukna notkun annars eldsneytis,
einkum steinolíu. Ýms stór gufuskipafélög eru
nú þegar tekin að nota steinoKu í stað kola á
skipum sínum, af því að hún er ódýrari í sjálfu
sér, og af því að kolin eru fyrirferðarmeiri og
þrengja að farmrýminu. Ef enskar járnbrautir
og gufuskip notuðu steinolíu, í stað kola, sem ekki
væri nein frágangssök, mundu við það sparast
25 miljónir ton af brezkum kolum árlega.
íslenzkir sagnaþættir.
Frá Hafnarbræðrum.
Hj'órldfur Arnason var fæddur 1761 og dó 18.
■okt. 1831. Hann ólst upp í Höfn og flutti þaðan
að Nesi hinum megin fjarðarins (Snotrunesi) og
bjó þar til elli; hann átti Björgu (f 4. júní 1829)
dóttur Jóns bónda á Torfastöðum afDals-og Hlíð-
arætt; hún var systir Þóreyjar konu Jóns vefara
og þeirra systkina. Björg var eins og Þórey syst-
ir hennar með hærri kvennmönnum, réttvaxin og
sæmilega gild og sómdi sér vel. Hjörleifi og
henni kom í meðallagi vel saman eða að kalla
mátti nógu vel. Börn þeirra voru : Árni, Magnús,
Stefán, Guðmundur og Guðlaug. HjÖrleifur Árna-
son var með hærri mönnum, tæpar 3 álnir (meir
•en 2x/j), með hrokkið hár, er varð dökkt með aldr-
inum, augun voru fremur fljótandi, lífleg ogímeð-
Mlagi stór, hann var rauðleitur í andliti, þegar
honum var heitt, svipaður móður sinni; hann var
karlmannlegur á fæti, gildur og herðamikill og
karlmenni, ef á þurfti að halda, enginn eljumaður
til verka, nema að smíða húsgögn og amboð úr
tré, báta og hús og sækja til fiskjar; varð þeim
bræðrum og föður þeirra sjávarúthaldið heilladrjúg-
ast, því að þeir Hjörleifur og Jón keyptu bæði
mat og föt fyrir sjávarafla. Þegar þeir bræður
Hjörleifur og Jón voru hjá föður sínum og móð-
ur heima ógiptir í Höfn var það eitthvert sinn
skömmu fyrir aldamótin i8co, að maður einn ó-
skrafinn Stefán að nafni, fór að Höfn sem hlutar-
maður, því að þar þótti fengvænast; þeir bræður
reru einir á sjó, eins og vant var, en höfðu Ste-
fán til þess að taka á móti aflanum og verka
hann; þeir höfðu feræring einn sterkan og ramm-
gervan, en fremur ófríðan; Jiöfðu þeir smíðað hann
sjálfir. Tíðin var góð og sátu þeir bræður eigi
marga daga í landi; misjafnt var, hve snemma þeir
fóru á sæ, fóru þeir opt í apturelding; það var
og misjafnt, hve snemma þeir komu aptur ti) lands.
Ekki þurfti Stefán að setja bátinn upp né ofan; þó
gerði hann það tvisvar,er hann var staddur niður við
sjó þá er þeir komu að landi og sýndist honum sín
hjálp gera lítið til. Eigi varð Stefán var við, að
þeir smökkuðu mikið á sjómat, sízt á lýsi (og kem-
ur það saman við það, sem Guðmundur Hjörleifs-
son segir). Guðlaug móðir þeirra skammtáði þeim
sem öðrum heimilismönnum, en jafnan fengu
þeir svo mikið, sem þeir vildu, svo sem mjólk o.
fl. Árni karl sat optast í baðstofuhorni og hélt
opt á ungbarni, er Gtiðlaug hafði tekið kona hans
(hann kallaði hana „Laugu sína") og hét það Stíg-
ur. Árna karli þótti Stígur skrepa á sig og kvað
hann þá vísu.
Það var einhvern dag um þann tíma (meðan
Stefán var í Höfn) að þeim bræðrum gaf ekki á
sjó og sátu þeir heima og uppi í skemmulopti, er
þeir sváfu í. Stefán kom inn í skemmuna, svo að
þeir verða hans eigi varir og heyrir hann, að þeir
eru að tala um sveitabændur og um styrkleika
þeirra og annara manna hér og þar og voru þeir
eitthvað aðjeta jafnframt. Steíán heyrir, að ann-
ar þeirra segir: „Vertu eigi að taka til þess arna,
hann er eins oglippur". Svona dændu þeir fleiri;
þó hélt Hjörleifur að nafni sinn Hjörleifur prest-
ur, er þá var á Bakka mundi hafa dálitla burði
og þó fremur Gísli Halldórsson, Gíslasonar. frændi
þeirra í Njarðvík; hann var vel þrekinn maður,
en vart meðalmaður að hæð, en séra Hjörleifur
var stór og þrekinn og vanur glímum og fleirum
átökum. Liltu seinna, þá er bræður voru á sjó, j
kom Stefán upp í skemmuloptsstipann og sér hann
þá mikið af beipum úr hangnu (reyktu) kjöti, svo
sem hryggi, leggi og rif að mestu leyti kjötlaust.
Slíkt höfðu þeir bræður undir eigin höndum; þeim
var fært slíkt að úr öllum áttum og borguðu þeir
það vel með sjávarafla. Guðmundur sonur Hjör-
leifs hefur rétt að segja svarið við kunningja sinn,
að þeir faðir sinn og Jón bróðir hans hafi aldrei
haft lýsi til matar, þó aðrir hefðu það saman við
tólg til viðskeru, því þeir hefðu verið matvandari
en svo, þar sem þeir hefðu aldrei viljað nema
það bezta úr matnum. Þeir voru engir matmenn,
en vildu að maturinn væri góður, unnu lítið eða
ekkert annað en að fara á sjó og smíða keröld
og amboð; Hjörleifur var bezti trésmiður, en Jón
lítið eitt laghentur. Hjörleifur fékk og marga
spýtu rekna, sem von var, því Nes liggur yzt norð-
an megin fjarðarins, einnig sóttu og hans menn,
ef spík rakst inn fjörðinn undan landi hans og
fluttu til sín og skal taka eitt dæmi. Þegar séra
Þórður Gunnlaugsson var prestur á Desjarmýri
sótti hann sjó með öðrum, þegar færi gafst og eitt
sinn, er prestur hafði fiskað fremur litið, því að
hálfillt var í sjó og voru eigi aðrir bátar úti, þá
hitti hann á heimleiðinni spýtu eina sívala utar-
lega í firðinum; prestur og menn hans festu spýt-
una við bátinn og gekk mjög tregt, reru þeir síðan
inn eptir. Þá kom Hjörleifur að þeim og leysti
frá þeim spýtuna og flutti til síns lands og mælti
ekki um við prest.
Hjörleifur var enginn vinur presta eða annara
embættismanna og urðu þeir optast að láta und-
an honum. Optast greiddi hann þó gjöld sín eigi
síður en aðrir, þó að stundum liðu 2 eða 3 ár á
milli, en s(ður galt hann þeim, er honum var lít-
ið um og kallaði þá harðdræga og ágjarna. Þeg-
ar séra Einar var á Desjarmýri lét hann byggja
kirkjuna og mæltist til þess við Hjörleif að að-
stoða sig við kirkjusmíðið, því að þá voru fáir
aðrir í Borgarfirði, er kynnu vel að húsasmíði.
Hjörleifur lofaði engu, en fáum dögum síðar kem-
ur Hjörleifur með tvo sonu sína, Árna og annan
til, og býður presti að telgja eina fjöl í kirkjuna;
prestur þiggur það. Hjörleifur skoðar stðan kirkj-
una og þykir efnalítil, tekur þó til verka og var
forsmiður kirkjunnar; var hann þar fáa daga, en
sótti smíðið fast og lét opt sækja fjalvið úr reka-
trjám heim að Nesi, því að hann kvað það mundi
vera skyldu sína að leggja eitthvað til í kirkjuna.
Hann sagði við kirkjusmiðina, að þeir yrðu að
vinna vel og lögulega að slíku húsi, þeir vissu að
þetta ætti ekki að heita hesthús. Sagt var, að það
hefði verið bezt og traustast gert í kirkjunni, er
Hjörleifur gerði. Hann vildi ekkert taka fyrir
vinnu þessa og sagt var, að hann hefði sent mat
að Desjarmýri seinna rúmlega eins mikinn og
hann og hans menn höfðu eytt, meðan þeir voru
þar. Þeim Hjörleifi og Einari presti kom jafnan
freinur vel saman í orði og verki, en við nafna
smn séra Hjörleif var hann eigi alls kostar góður,
bæði ertinn og óbilgjarn, en eigi tókst hann á við
hann, nema einu sinni; kom það af því, að prestur
vildi eigi láta sig í ræðu við nafna sinn; kom þá
í ryskingar með þeim, þó í flæmingi væri. Séra
Hjörleifur var haldinn tveggja manna maki og
vanur við áflog, eins og skólapiltar þekkja; nafni
hans var frernur fótmjúkur, en þó fór svo einu
sinni, að hann féll á hné fyrir presti, að þv(, er
prestur sagði sjálfur, en er prestur var spurður,
hví hann hefði eigi kastað honum útaf, þá svar-
aði hann; '„Eg gat það ekki, því að hann var
sterkari en eg". Eigi er þess getið, að Hjörleifi
hafi misfallið þetta við prest, en hélt fram erting-
um við hann og er sagt, að prestur hafi orðið hálf-
feginn, er hann komst úr nábýlinu við nafna sinn
frá Desjarmýri að Hjaltastað.
Till de Döve. En rig Dame, som er blev-
et helbredet for Dövhed og Öresusen ved Hjælp af
Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skánk-
et hans Institut 20,000 kr. for at fattige Döve, som
ikke kunde kjöbe disse Trommehinder, kunne faa
dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Long-
cott“, Gunnersbury, London W. Eng-
land.
Yín, vindlar og reyktóbak
frá
Kjær & Sommerfeldt
fæst hjá
Steingrími Johnsen.
Ætíð nægar birgðír.
BLÓM, JÓLAKORT, KRANSAR.
Allt ljómandi fallegt.
fæst á Skólavörðustíg n.
Jörð til ábúðar:
Ós í Skilmannahreppi, bezta jörðin í hreppnum,
fæst til ábúðar frá fardögum 1901. Semja rná
annaðhvort við málaflutningsmann Odd Gíslason
(í Reykjavík) eða Snæbjöm Þorvaldsson á Akranesi.
Samningar um
fasteignir.
Sala kaup leiga — veðsetningar,
Undirskrifaður yfirréttarmála-
færslumaður sel, kaupi og leigi fast-
eignir (jarðir og húseignir) með
umboði. — Nokkur tilboð frá lyst-
hafendum og seljendum liggja fyr-
ir. — Þeir, sem vilja selja eða
kaupa hús í Reykjavik snúi sér
til mín persónulega; jarðeigendur
eða lysthafendur að jörðum ú t i u m
land skrifi mér sem rækilegastar
upplýsingar. ^
Lán útvegast einnig i veð—
deild landsbankans.
Reykjavík 21. nóv. 1900.
Einar Benediktsson.
Undirritaður yfirréttarmálaflutningsmaður
tekur að sér öll málaflutningsstörf þ. á. m. að út-
vega lán í landsbankanum og veðdeildinni fyrir
væga borgun. Oddur Gíslason.