Þjóðólfur - 14.12.1900, Side 2

Þjóðólfur - 14.12.1900, Side 2
224 30 ár frá 1865 til 1874, eða vill hinn valtýski greinarhöfundur, að Islendingar hefðu lögtekið stjórnarskrá Dana 1831? En eg sleppi þessu og ýmsu öðru engu betra, en vík mér að því, sem höfundurinn segir um embættismennina í íslenzku stjómardeildinni í Kaupmannahöfn. Hannsegir, að það séu íhaldsmennirnir, sem séu á móti stjórnarbreytingunni (o: hinni valtýsku) og segir svo: »Efst stendur stjórnin íslenzka í Kaupmanna- höfn, að undanskildum ráðgjafanum, sem telur sig litlu skipta þetta mál« (ekki gerði Rump heitinn það). »En hin eiginlega íslenzka stjórn í Kaupmannahöfn (íslenzka stjórnardeildin) hatar stjórnarskrárbreytinguna (valtýskuna) jafnt og pest- ina. Þessir ábyrgðarlausu skrifstofumenn, sem hafa í höndum sér æztu stjórn landsins, sjá það fullvel, að vald þeirra verður að engu, ef Island færsérstakan ráðgjafa, sem mætir á alþingis.1) Þeir gera því allt sem þeir geta til að sporna á móti þessu máli, og koma á undir- róðri kringum alltlandið*. Þeir menn, sem hér er átt við, geta eigi verið aðrir en þeir tveir, stjórnardeildarforstjóri Dybdal og skrifstofustjóri Ólafur Halldórsson. Hvort nokkur heil brú sé í þessu hjá greinarhöfundi, er mér eigi kunnugt, en menn hljóta t. a. m. að hafa orðið varir við undirróður þeirra á Islandi, ef hann hefur verið eins og höfundurinn segir. Ástæðan til alls þess segir höfundurinn að sé sú, »að vald þeirra verður að engu, ef Island fær sérstakan ráðgjafa, sem mætir á alþingi« eða ef valtýskan kemst á. Skyldi vald skrifstofustjóra verða minna en það er nú fyrir þvi, þótt hann yrði skrifstofustjóri eða eitthvað annað, ef Val- týskan kæmist á. Ekki hefur skrifstofustjórinn neitt úrskurðarvald í neinu máli, sem þýðingu hefur. Þá á þetta þvl sérstaklega við deildar- forstjórann. Hann hefur mikil völd, en þó er hann undir ráðgjafanum. Nú hef eg heyrt það haft eptir dr. V. Guð- mundssyni sjálfum, að hinn núverandi deildar- forstjóri mundi eiga að fara úr íslenzka ráðaneyt- inu, ef valtýskan kæmist á. En ætli að völd hans þurfi að minnka fyrir það. Eg held eigi, og þetta þurfa Islendingar að athuga: Deildar- forstjórinn er sjálfsagður til þets að vera nokkurs konarleynilegur yfirráðgjafi eðayfirráða- nautur í íslenzkum málum,ef valtýskan kemst á og ef hann vill. Að minnsta kosti er valtýskunni svo vísdómlega fyrirkomið, að ómögu- legt er að hindra það frá íslands hálfu né ráð- gjafa íslands, ef t. a. m. deildarforstjórinn og ríkisráðið eða dómsmálaráðherrann 1 því vill það. (Nlðurl.). Bogi Th. Melsteð. ,Stívelaði hötturinn' eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin. Smákaflar úr firirlestri eftir Bj'örn M. Olsen. III. Rangar orðmindir (frh.). »tigul- mór«. Svo vill B. J. rita firir deigulmór. Jeg hef aldrei heirt þess getið, að tiglar hafi ver- ið brendir hjer á landi úr þeirri jarðtegund; aft- ■ur á móti hefur greindur smiður sagt mjer, að deiglur (eða diglar) sjeu oft reindar hjer til Æveita í deigulmó með því að klessa honum ut- an um deigluna og hita síðan alt í aflinum, þang- að til það verði glóandi, brjóta svo deigulmóinn ntanaf, og sje deiglan góð, ef hún þá reinist ó- sprungin. Llka er deigulmór hafður firir lím í smiðjuafla. Orðið deigulmór er skilt digull og d e i g 1 a, óg líklega standa öll þessi orð í sambandi við lísingarorðið deigur og nafnorð- ið deig (hvk.). Deigulmórinn er deigur, þegar hann er tekinn úr jörðu, og svo mun • vera um allar þær leirtegundir, sem diglar hafa verið brend- r úr frá alda öðli. Orðið tigull er afútlendri rót (lat. tegula), lánað orð, og á ekkert skilt við d ei gulm ór. »köngurló«. Svo ritar B. J. (með rl). Hin elsta mind orðsins er köngurváfa, o: sti, sem vefur köngur (smágjörvan vef), enn af því að menn skildu ekki k ö n g u r, — gerðu menn snemma úr því köngul, — og kemur mindin köngulváfa firir í fornritum. Nú breitast báð- ar þessar mindir, þannig, að köngurváfa verð- ur köngurófa, sem kemur firir í fornritum (sbr. ófu firir váfu,af vefa); næsta stig: könguróa og síðast könguró (þessar 2 mindir hef jeg þó hvergi sjeð nje heirt); á sama hátt breitist köngulváfa first íköngulófa svo 1 köngul- óa, þá í könguló og loks f kðnguló, eins og nú er sagt vanalega. Á þessu sjest, að það er rangt að skrifa þetta orð bæði með r og /. Annarhvor stafurinn verður að þoka, og þá held- ur r eftir nútíðarframburði. smeskinn « vill B. J. rita firir maski nn, montinn, sem hann telur rangt. Jeg neita því ekki, að m e s k i n n hafi verið til í fornu máli, enn það hefur haft alt aðra þíðing enn mask- inn og er alt annað orð. I Laxd. kemur firir 6- m e s k i n n f þíðingunni ,ókærinn‘, ‘ekki sítings- samur' (»Þorleikr frændi er jafnan ómeskinn um beitingar«). Meskinn þíðir þá ,sítingssamur‘, ,sá sem metst um eitthvað1 (leitt af meta). Aft- ur á móti stendur maskinn í sambandi við norska orðið maska, »stöje, drive leg og spög« (Ásen), og er alveg rjett mindað (sbr. líka ísl. m a s a , m a s). ,Fróðleikssmælki‘ Jsafoldar1 Þá sex dálka af fúkirðum, sem »ísafold« hellir ifir mig 8. þ. m., leiði jeg alveg hjá mjer. Allur sá »tigulmór« hrín ekki á mjer, heldur á höf. sjálfum. Aftur á móti mun jeg fara nokkrum orðum um tilraun hans að verja sín ástkæru »stível«. Hann segir, að jeg hafi sagt, að »mindin »stígvél« kæmifirirí Thomassögu. Vanalegur »ísafoldar«-sannleikur! Mín orð vóru, að mindin s t i g v é 1 eða s t f g v é 1 « kæmi þar firir. I handritinu stendur »stiguel«, sem getur þítt bæði stigvél og stígvél, eins og allir vita, sem nokkuð hafa fengist við lestur gámalla handrita, að þau gera vanalega engan greinarmun á iog i. Rjett á eftir stendur í Thomassögu: »Skilia sid- an með blidum kærleik* — þar er »s/dan« — sfðan, og »bh'dum« = bHðum«. Af þessu leiðir, að enginn getur sagt með neinni vissu, hvort mindin, sem kemur firir í Thomass., er stigvél eða s t í g v é 1, og að firgreind orð mín eru ná- kvæmlega rjett. Á hverju B. J. sjer það, að stig- vél eða stígvél sé kvennkinsorð í setningunni: »Thomas ber stiguel at hans fæti«, er mjer alveg óskiljanlegt. Enn eitt hefur B. J. óneitanlega upp- götvað, og það er, að fornmenn hafi verið komn- ir það lengra en vjer í vjelafræðinni, að þeir háfi haft »vjel til að stíga á hestbak«!. — Annars er meginástæða mín gegn hneikslismindinni »stível« ekki tekin úr Thomassögu, heldur hitt, að þetta orð er nígjörvingur, búinn til af B. J., sem fer í bága við bæði þau öfl, sem eiga að ráða staf- setningu, — ritvenju og framburð. Þau eru nokkuð götótt, »stívelin« þín, nafni minn! Þú ættir sem first að senda þau til skó- arans og láta gera úr þeim stígvjel. í sísafold í dag eiðir B. J. heilum dálki til að reina að sanna að fóvella (önd) sje erla! Með vanalegri sannleiksást getur blaðið ekkert um það, sem jeg hafði bent á, að sami fuglinn heitir líka h á v e 11 a, o: sú sem vellur hátt. Orð- mindimar filungur, hangur, Rípar, sext- ungur og veifiskafi reinir blaðið ekki einu sinni að verjal Reikjavfk 12. des. 1900. Bjórn M. Ólsen. íslenzkir sagnaþættir. Frá Hafnarbræðrum. Það var eitt sinn á fyrri árum Hjörleifs í Nesi, að hann kom að Bakka og hittir nafna sinn séra Hjörleif; þeir yrðast á og ertast dálítið í orðum og ber ýmislegt á góma. Naut voru þar í túni og var þar með graðungur stór, er prestur átti, horn- óttur og eykinn við fólk og lét jafnan illa, ef naut- in voru hýst, Hann var hafður einn sér 1 húsi og kýrnar sér; 2 menn eða fleiri vildu koma hon- um inn, en réðu eigi við hann, þótt þeir fengju tekið hann eða komið á hann bandi, Hjörleifur segir: „Það er mikið, ao 2 menn skuli ekki ráða við kálfinn". Prestur mælti: „Sýnist þér hann svo lítill, að einn ráði við hann, þar sem hann er einnig eykinn og veitir eigi af, að 3 séu með að hýsa nautin og má þykja gott, ef allt gengur þá vel“. Hjörleifur svarar: „Þér er þá eins gott að láta drepa hann eða ætlar þú að láta hann lifa?“ Prestur mælti: „Já, en eg held að piltar mínir hafi eigi áræði til þess; það er eigi eins og þú sért með piltunum hérna; þú mundir geta haldið í taugina". Hjörleifur mælti: „Eigi kærði eg mig um hjálp annara, ef eg ætti að halda í kálfinn". Prestur mælti; „Kannske þú viljir drepa fyrir mig nautið?“ Hjörleifur þegir. Prestur mælti: „Eg ætlast ekki til, að þú sért einn við að drepa naut- ið, eg skal láta hjálpa þér til". Hjörleitur mælti: „Ekki held eg að eg kærði mig um hjálp, mér sýnist það eigi margra manna verk“. Nú féll þetta tal niður. Þá er Hjörleifur fór á braut, þa mælti hann við prest: „Vertu sæll, nafni minn!“ Hinn tók því. Hjörleifur mælti: „Viltu að eg drepi kálfinn?" Prestur mælti: „Já“. Hjörleifur mælti: „Hvenær á eg að gera það?“. Prestur mælti: „Svo sem að þrem dögum liönum“. Einhvern sunnu- dagsmorgun skömmu seinna í góðu veðri kemur Hjörleifur að Bakka snemma morguns, áður en prestur er klæddur ; hann var í belgbempu og haf ði band um sig miðjan; hann gerir nú boð fyrir prest, en prestur biður hann að koma inn. Hjörleifur neit- ar því og kveðst vilja finna hann út; prestur bið- ur hann að koma inn, en Hjörleifur neitar því sem áður; hann spyr þá, hvar kálfur prestsins sé, en hinir kváðust eigi vita það. Hjörleifur fór nú að verða kvikur á hlaðinu og gægist inn í hvern kofa, hvort hann sjái eigi kálfinn og sér hann eigi. Loks segir einhver, að hann sé í hesthúsi spölkorn frá bænum. Hjörleifur skundar þangað og tekur slagbrand frá hurðu og opnar húsið. Kusi kem- ur þegar 1 dyrnar og rekur hornin 1 Hjörleif; hann tók í hornin og snýr hann þegar í stað niður, tek- ur svo sjóbreddu sína upp úr vasa sínum og sker af kusa höfuðið. Piltar og fleiri stóðu heima á hlaði oghorfðuá. Hjörleifur kallar heim ogsegir: „Þið getið nú flegið hann; hann er dauður; eg vorkenni ykkur það eigi“. Hjörleifur korn eigi heim, en gekk heim að Nesi, og er hann kom heim, var hann spurður tlðinda, en Hjörleifur vildi eigi af segja, en kvað nafna sinn eigi mundubiðja sig um þesskonar optar, enda kvaðst hann eigi ætla sér að verða slátrunarmaður hans. ,Vísvitaradi ósannindi*. (Aðsent). T grein í »ísafold« með yfirskript »Vísvitandi ósannindi« ber Jón Ólafsson á móti því, að -hann hafi sagt í Nýju Öldinni, að hann »beri enga ábyrgð á neinu öðru í Stafsetningar- orðbókinni en þeim örfáu bendingum, sem hann hafi gefið«. Af því að orð þessi eptir Jón standa ómótmælanlega í N. Ö., hlýtur yfirskript greinar- innar að tákna, að greinin öll, sem á eptir fer séu »vísvitandi ósannindi«. Það er nýlunda, að blaðamenn vorir segist sjálfir fara með vísvitand* ósannindi. Skarlatssóttin er nú komin austur * 1) Auðkennt af mér. Höf.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.