Þjóðólfur - 14.12.1900, Síða 4

Þjóðólfur - 14.12.1900, Síða 4
22Ö Hvergi er fegri riddara og föngulegri að sjá sem fákum gullbeizluðum bruna fram á. Horfðu þar á blekbyttur úr holum demantstein, í heimi eru ei önnur slík gersemi nein, Gígjurnar og fidlurnar allir leika á, hjá Aladdin má »talent« í kaupbæti fá. Og þá eru aladdms albumin góð, því elskhuga sinn finnur í þeim sérhvert heims- ins fljóð. Og englanna söngrödd er innan í þeim, þann undragrip eg kaupi og tek hann með mér heim. I sþeiglmn sérðu allt það sem að einkum viltu sjá, þitt ágæti og kosti — en skuggi er brestum á. Þar gnægð er jólakorta — Æ gleymdu ekki þeim, þar getur myndir nærfellt úr öllum vorum heim. Geiri þeim er við brugðið, er Golíat bar, en góðum mun digrari eru blýantarnir þar. I silfurbentar kextunnur má ávallt sækja auð og aldrei þrýtur í þeim jóla- og sœtabraud. Ur Hratnistu eru skipin þau hafa jafnan byr, þeim hefði landssjóðsútgerðin átt að kynnast fyr. Högl þarf ekki í byssurnar, en aðalkost einn þær allar hafa saman — þær drepa ekki neinn. Bretinn náði teþottum »boxurunum« hjá. Ur bezta postulíni. — »Já þá er vert að sjá«. Og Li-Hu-Chang kínverska — mesta heimsins mann já, meira færðu aldrei 1 vasann en hann. Hann gamli Kriiger er þar og grönum brettir við. Með gull sitt komst hann undan og lifir nú í frið. Frá Sæmundi fróða þar firn af þúkum er, sem flytja lok af byttum og vinna fyrir sér. Og þúsund sinnum þúsund er þar til meira að fá, en það sýnir hann Aladdin — gaman væri að sjá. Eg fer þangað sem skjótast því ekki geyma á, ef einhvern tíma er framboðið hamingjunni að ná. Með fimmtíu aura eg fer þangað í kvöld og fæ mér nóga hamingju á komandi öld. Ve r z 1 u n i n .EDINBORG‘ Reykjavík. Með s/s ,SKÁLHOLT‘ komu miklar birgðir af allskonar vörum. PAKKHÚSDEILDIN: JSteinolía. Þakpappa. Skóleður. Bankabygg. Hveitimjöl M i og 2. Hrísgrjón. Rúgrnjöl. Haframjöl. MaismjÖl. Klofnar matbaunir. Margarine. Segldúkur. Seglsauma- garn og margt fleira. NÝLENDUVÖRUDEILDIN: Epli, fyri rtaksgóð. Appelsinur. Vinber. Kaffi. Kandís. Hv. sykur. Strau- sykur. Exportkaffi. — Munntóbak. Reyktóbak margar nýjar tegundir, mjög ódýrar eptir gæðum. Kerti stór og smá. Eldspítur. Jólakökur. Kaffibrauð. Ostur. Sardínur. Humrar og allskonar niðursoðinn matur. Saucé, margar tegundir, niðursoðnir ávextir o. m. fl. VEFNAÐARVÖRUDEILDIN: Svuntuefni. Skyrtuefni, Angola, Pique. Millifóður. Drill. Allskonar tvinni. Garn. Skyrtur. Rammar. Greiður. Kvennslipsi. Sokkabönd. Heklugarn o. m. fl. Meðan Bazarinn stendur yfir verða margskonar vörur í vefnaðardeildinni seldar með niðursettu verði. Asgeir Sigurðsson. Till de Döve. En rig Dame, som er blev- et helbredet for Dövhed og Öresusen ved Hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skánk- et hans Institut 20,000 kr. for at fattige Döve, som ikke kunde kjöbe disse Trommehinder, kunne faa dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Long- cott“, Gunnersbury, London W, Eng- land. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. 78 „Það var ógætilegt af mér að láta yður fara einan til hans“, sagði hann. „Það hefði getað farið illa. Að minnsta kosti skal eg fylgja yður, þegar þér farið aptur til hans á morgun og til frekari fullvissu mun eg fá nokkra knáa pilta til að slást í för- ina, því að þegar hann tryllist fær hann meir en mannlegt afl. — En gerið þér nú svo vel og komið að borða; menn eru þeg- ar seztir að borðum". Vegna þess, að svo margir nýir gestir voru komnir voru umræður mjög fjörugar undir borðum. Sessunautur minn við borðið var roskinn maður á að gizka um sextugt. Hann var mjög málhreifur og hafði eg því mikla skemmtun af að tala við hann og gleymdi brátt öllum alvarlegum hugleiðingum. Hann var ættaður frá Santiago, en hafði dvalið mestan hluta aldurs síns í París og var mjög hrifinn af þessari alkunnu „drottningu borganna". „Þrátt fyrir alla kosti Lundúna, Vínar og Berlínar“, sagði hann, „finnst manni engin borg jafnast á við París, einkum ef maður er svo lánsamur að vera einhleypur -— og eg er einmitt svo lánsamur!" Um leið og hann mælti þetta leit hann til mín glettnislega og deplaði augunum. „Eg hefi einungis komið hing- að á fornar stöðvar til þess að vitja arfs, og jafnskjótt sem eg hefi lokið erindi mínu held eg aptur til Parísar, því að þar ætla eg að lifa það, sem eptir er æfinnar, og þar ætla eg að bera beinin". Mér ga2t ósjálfrátt mjög vel að því að tala við hann, enda þótt orð hans virtust stundum benda á, að hann væri allmikill mannhatari, því að frásagnir hans voru sagðar með svo hrífandi orðum, að menn gleymdu efninu vegna framsetningarinnar. Eptir máltíðina bauð hann mér að koma með sér á skemmti- göngu, en eg hafnaði því, með því að eg minntist þess, er Pedró 79 gamli hafði sagt, og hélt til kirkjugarðsins. Á leiðinni tíndi eg nokkur mislit blóm, er eg batt saman í skúf og lagði niður hjá gamla trékrossinum. Á honum hékk ennþá skrælnaður blóm- sveigur frá árinu áður. í því bili, er eg ætlaði að fara í burtu sá eg Pedró álengdar og stefndi hann í áttina til mín. Hann var mjög fölur og virtist eiga bágt með að dragast áfram. Þeg- ar hann kom auga á mig, staðnæmdist hann og virtist ætla að snúa aptur, en er hann leit blómin á gröfinni varð mikil breyt- ing sýnilega á andliti hans. Hann rak fyrst upp stór augu og starði forviða á mig, en síðan hljóp hann til mín og tók í hend- ina á mér og þrýsti henni í óumræðilegri geðshræringu. „Veslings Pedró!", sagði eg og komst við af hinni þögulu þakklátssemi hans, „hélduð þér, að eg mundi ekki uppfylla ósk yðar?" Hann sagði ekki eitt einasta orð, en tár komu fram í aug- un á honum og hann titraði allur. Eg tók undir handlegginn á. gamla manninum og leiddi hann í burtu. „Komiðþérmeð mér", mælti eg „því að þér þarfnist hvíid- ar, eg skal fylgja yður heim". Hann hlýddi orðalaust. Þegar við vorum komnir heim í kofann hans, og hann settist niður á fátæklega rúmið rauf hann loks þögnina. „Farið þér ekki í burtu", mælti hann í innilegum bænar- róm. Eg er hálfsmeikur". „Við hvað ?“ spurði eg. „Eg ætla einungis að fara aptur til veitingahússins til þess að sækja yður einhverja hressingu". „Nei, nei, gerið það eigi fyrir alla muni" sagði hann með ákefð, „Eg þarfnast einskis; en eg má um fram al!t eigi vera einn, því að í dag ávítar Dómitila mig aptur'*. „Dómitila?", spurði eg.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.