Þjóðólfur - 18.12.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.12.1900, Blaðsíða 2
228 þess, að löggjafarmálin þarf yfirráðanauturinn eigi að fá að láni frá íslenzka ráðaneytinu. — Bæði lögin og frumvörpin eru prentuð. — Og hann getur einnig gefið ráð í öðrum málum, ef vijl, án þess Islandsráðgjafi vissi af því. Alit sitt gæfi hann auðvitað einhverjum hinna dönsku ráðgjafa t. a. m, dómsmálaráðgjafanum. Hann segði svo álit s i 11 í ríkisráðinu um íslenzk mál, er honum þætti þess þurfa, og það gæti eytt þeim málum, er það vildi. Af þessu er það augljóst, að vald deildar- forstjórans hlýtur eigi að verða að engu, þótt val- týskan kæmist á. Þá er annað stórvægilegt atriði, sem menn hafa alls eigi athugað á Islandi, en þurfa þó að at- huga, og skal eg því skýra frá því: Ef valtýsk- an kæmist á og valtýski ráðgjafinn færi á þing, þá yrði nefndur annar ráðgjafi fyrir Island til þess að vera hér við hlið konungi á meðan hinn upp- haflegi ráðgjafi væri heima á Islandi. Til þessa yrði að sjálfsögðu nefndur einhver hinna dönsku ráðherra t. a. m, dómsmálaráðherrann. A með- an hinn ráðgjafinn væri á Islandi, í raun réttri eins og sendiherra, en eigi sem ráðherra, gæti sá, er settur væri ráðherra, gert ýmislegt, ef hann vildi og svo bæri undir, á meðan hinn væri fjar- verandi. Þetta ættu heimastjórnarmenn að athuga sérstaklega og að hver þingbundinn konungur verður jafnan að hafa ráðgjafa við hliðina á sér. Þingbundinn konungur getur eigi framkvæmt neina stjórnarathöfn, hvorki smáa né stóra, á lög- legan hátt, nema í sameiningu við ráðgjafa. Jón Sigurðsson ætlaðist líka til þess, að Island ætti fulltrúa eða ráðgjafa í Kaupmannahöfn til þess að gæta hags Islands með konungi. Dr. V. Guðmundsson hefur eigi skýrt satt né rétt frá valtýskunni, þótt eg hafi skorað á hann að gera það. Hann hefur þagað yfir öllum ó- kostunum, og reynt meira að segja að breiða yf- ir þá, eins og hægt var. Þetía hefði hann eigi átt að gera. Nú sækir hann málið fast, bæði hér í Danmörku og á Islandi, bæði leynt og ljóst; og hef eg áður minnst á aðferð hans. Öll von er úti um, að hann muni skýra rétt frá mál- inu, og hann hefur neytt mig til að skýra frá þessu, þvf íslecdingar þurftu að þekkja þetta. Islendingar ráða því algerlega sjálfir, hvort þeir trúa betur dr. V. Guðmundssyni eða mér í þessu máii. A það get eg engin áhrif haft, en dr. V. G. töluverð, af því að hann er þingmað- ur. En eg vil nú biðja alla góða menn, sem bera einhverja rækt til Islands, að lesa nú upp allar þær ritgerðir, sem við dr. V. G. höfum rit- að um stjórnarskjpunarmálið, hann í Eimreiðina og Isafold, og nú síðast í Fjallkonuna (takið Arn- argreinina í nr. 41 með), eg í Austra, bækling minn um stjórnarskipunarmálið og um fyrstuupp- gjöf íslendinga á^frelsi þeirra í Tímariti Bók- menntafélagsins, og finnið svo sjálfir, hvort yður þykir líklegra til heilla fyrir Island. Valtýskan átti erindi, en það ætlunarverk er hún búin að leysa. — Ef til vill minnist eg á það öðru sinni. — Nú á hún ekkert eptir, nema að ganga til hvíldar, nema því að eins, að hún eigi að verða Islandi að óhamingju og landsmönn- um til háðungar, en það ættu íslendingar eigi að leyfa. Er þeim vorkunnarlaust að skilja nú valtýskuna. 11. nóv. 1900. Bogi Th. Melsteð. ,StíveIaði hötturinn* eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin. Smákaflar úr firirlestri eftir Bj'órn M. Olsen. IV. Sumir eru þeir á meðal vor, sem gera sjer leik til þesS að brjóta bág bæði við ritvenjU og framburð með því að nota í ritum slnum gamlar og löngu úreltar orðmindir. Jeg get ekki annað en kallað slíkt sjervisku og smekkleisi. Mál þeirra manna, sem best hafa ritað íslensku á þessari öld, svo sem Konráðs Gíslasonar, er eðlilegt nútíðarmál, laust við alt tomeskjutildur. Þeir sem leggja alvarlega stund á móðúrmálið okkar og filgja breitingum þess frá elstu tímum alt niður til vorra tíma, munu komast að raun um, að breitingar þær, sem málið hefur orðið firir, eru skiljanlegar og eðlilegar, og fá virðingu firir nútíðarmáli, því máli, sem móðir okkar kendi okkur að tala, því að það er að sumu leití míkra og handhægra enn fornmálið, og alt eins fagurt, ef vel er á haldið. Auk þess er sá annmarki á þessum fornirðum, að þau eru óskiljanleg al- þíðu manna, enn menn rita þó til þess að aðr- ir skilji. Þessar smekkleisur, forneskj usletturnar, eru á hverju strái í kverinu. Jeg tek að eins örfá dæmi: á 2. bls. einni í 2. dálki »aufúsa«, »aukvisi« (í fornr. kemur firir ökkvisi og ökvisi, og mindin örkvisí, sem nú er tíðkuð, kemur firir í handritum frá 17. öld), »auvirða«. sauvirð ilegur«, »auvisli« (o: usli), — enn- fremur: »fatrast«. Svo vill B. J. rita, enn telur fatast rangt (t. d. f. sund). Orðin eru bæði rammlslensk og standast á eins ogt. d. glamma og glamra, klífa (klifa) og klifra. Ef nokkuð er, þá er fatast upphaflegra og fatrast leitt af því, þó að fatast komi ekki firir f fornritum. »Gásir«. Nú er þessi bær við Eijafjörð alt- af kallaður Gæsir, og er sú mind rjettari og nær hinni fornu fleirtölumind orðsins gás held- ur enn Gæsir. Jeg tala nú ekki um, hve miklu Gæsir er smekklegra og fallegra bæjarnafn enn Gásir! Og þó að mindin Gásir eðaGás- ar kunni að finnast í fornritum, þá er það ekki eftirbreitnisverðara enn t. d. Nesjar, sem líka kemur firir í fornritum (Hkr. Ól. h. 44. k., útg. Ungers 250. bls.) 'og B. J. telur ranga mind (f. Nes). »hindri« (o: síðari eða næsti, »ens hindra dags« = næsta dag). Orð þetta nú alveg úrelt og óþarft 1 málinu. »lífspund«. Svo vill B. J. ritg firir llsi- pund eða líspund. Þó að það geti verið fróðlegt að vita, að líspund er upphaflega s. s. lífskt (o: líflenskt) pund, þá er það meira enn meðalsjerviska að taka upp ritháttinn 1 í f s p u n d (I), sem auk þess er villandi (flestir munu skilja firri lið orðsins sem eignarfall af 1 í f). Annars kemur mindin líspund firir 1 fornritum. „Rey kj aví k‘‘ eptir mag. Ben. Gröndal. Eg ætla ekki að semja neina »grein-d« (o: kritik) eða gagnrýnisdóm um Gröndal eða þessa gersemisritgerð hans. En kæra kveðju eiga þessar flýtislínur að færa kempunni —jafnt fyrir gallana sem gullið! Svona mála eg, er sagt, að meistari Rafael hafi ritað vini sínum, og dreg- ið neðanmáls dálftinn spotta af »réttri« línu, frí- hendis. Svona málar meistarinn í elli sinni! Og svona var og er hún Reykjavík í skuggsjá hins síunga gamla Gröndals. Margur mun buga góðú að nafni hans og niðjum fyrir vikið. Væri eg Reykjavík slæi eg upp stórveizlu og leiddi öldung Islands skálda til öndvegis á 1. degi 20. aldarinnar, ef ekki á »gamla klúbbnum*, þá samt í xöndvegi kastalans«, sem þó »nú séguðsmað- ur« (eins og karlinn kvað við LoptPálsson bisk- ups um föður hans) þætti forðum allmikið verald- arbarn, meðan hin fornu goðin stóðu þar enn á stöllum. — Reykjavík! Reykjavfk! Hver ósköp hefurðu að þakka! Hefurðu kysst karlinn fyrir?— »Hver mundi hafa hugsað það, himneska dýrð að treyjan fengi, simpil lóðstreyja, eptir að útanskotuð hún var svo lengi?« — — Því það er óneitanlegt, að margt og mikið »simpilt« hefur fylgt og fylgir R., en hvernig fer hinn sanni listamaður — ekki realistinn, held- ur s a n n i listamaðurinn, andans og hjartans — mikilmennið með það »simpla?« Það skal eg segja ykkur, börn: Hann fer með það eins og ærin við lambið, móðirin við barnið, ærin karr- ar, móðirin laugar, og ekkert óhreint eða simp- ilt sést, þó realistinn með vissum sanni standi á sfnu svari og segi: »lamb og barn er og verðUr svínastía samt. því hver organismi er ekki ann- að en áburðar-fabrika«.— Reykjavfk ! ReykjavíkL kanntu að lesa ? kanntu að gleðjast? kanntu að þak ka? Svona hamhleypu eignast þú ekki áöldinni sem kemur !Vittu til! Hver aldur á s í n börn og sín einkenni. Eflaust eignast hún meiri ogmekt- ugri tamda gæðinga listanna, en trauðla hans maka, ótamda. Og eg er hér að vegsama hina ótömdu, villtu og trylltu list andans, sem »aldrei þekkti bönd«. Það er fimbulfamb, að vísu, sem eg hér hripa á pappíriun. — »Ceres« er að fara og segir: geturð’ ekki kvikað! Það er ekkert hversdagslof: eða haldið þið eg þekki ekki handa- hlaup og hundasund, eins hjá Gröndal, sem sjálfum mér? Eg bersjálfur sjöfjórðungapott af syndum og yfirtroðslum gegn tízkunnar tamda tignarvaldi og listanna lögbundna leirburði. »Eg vil ekki vera hér, ef eg á að búa saman við tóma engla!« sagði maður meinlega skyldur þeim skáldmæring, sem nú situr fyrir minni ádrykkju. Það er rétt: af manneskjum enda misjöfnum, höf- um við flestir mest að segja, en um englana vitum við mest á meðan við erum börn — máske því miður, og — máske ekki. Allt þesskonarer löngu orðið myglað og þarf að sloptast út«, eld- berast og endurfæðast, eins og syndararnir sjálfir. Já, syndararnir, segi eg. Sannur andans og lífsins vinur elskar manneskjurnar eins, ef ekki fremur, fyrir bresti þeirra eins og — kosti. Rellu- barnið er miklu skrítnara og skemmtilegra en hitt barnið, sem þykir vera »þægðin sjálf«, en efrétt er að gætt, húkir úti í horni með hálffölskum hræsnislunta. Má eg í mínu nafni þakka þér, bróðir í Ap- olló! fyrir eptirmæli þín eptir þá herra Hróbjart hugumprúða, Jón kópa, Sigurð skalla, Gvend í Traðarkoti, svo og ekki síður fyrir vorn forna félagsbróður, Fjósarauð, Margréti hans spúsu, með augað, Þorstein kong, Gunnu mína með grall- arann, Krók, og guð veit nöfn þeirra allra. Um þessa meðborgara yrkir enginn utan mikilmenni með barns hjarta — eins og þú' hefur gert — að ógleymdum Þórði þeim ódauðlega alamalal Slíkar höfuðkempur éignast Reykjavík heldur ekki aptur. Hysteron — proteron með hús og nöfn, varðar mig ekkert um, bara eg finni púls- inn slá og lesi nihil humanum millilínanna. Drottinn elski þig fyrir »útúrdúrana«, og lengi töluvert þína lífdaga. Matth. Jochumsson. Auglýsingar stjórnarvalda. Leitt er að missa skulda í dánarbúi fyrir þ að að hafa orðið of seinn með kröfur sínar. — Þó vill þáð opt til. Er þetta tíðum vegna þess, að menn sjá ekki innkallanirnar. Blöðin eru mis- jafnlega útbreidd, sumstaðar á hverju heimili, og: sumstaðar hvergi í heilum hreppum. — En í sið- uðu þjóðfélagi eiga menn heimting þess, að rétt- ar þeirra sé gætt eins í þessu atriði sem öðrum. — Auðsætt er því, að úr þessu þarf að bæta og gera mönnum hægra fyrir að þessu leyti. Opin- beru auglýsingarnar eru svo mikil tekjugrein fyrir blöð þau, sem flytjaþær, að ekki er ósanngjarnt, aðeitthvað komi á móti. — Enda er því þannig varið í öðrum löndum, svo sem með Dönum, er vér íslehdingar semjum oss mest eþtir. Berlinga- tíðíndi borga árlega stórfé fyrir það að fá að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.