Þjóðólfur - 18.12.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.12.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 18. desember 1900. Nr. 59. Verðlaun. Stúdentafélagið heitir | 0 0 krÓna verð- launum hverjum þeim, er yrkir bezt verð- launavert sóngkvœði til aldamótahátiðarinnar í Reykjavík. Þeir, sem keppa vilja, verða að hafa sent formanni félagsins kvæðin að kveldi hins 27. þ. rn. Fylgja verður hverju kvæði nafnmiði í lokuðu bréji samme rktur kv œ ð i nu. Stjórn Stúdentafélagsins nefnir þriggja manna dómnejnd. Þau kvceði, sem ekki fá verðlaunin verða endursend h'ófund■ unum og najnanna ekki við getið. Reykjavík 17. des. 1900. Bjarni Jónsson frá Vogi, núverandi formaður Stúdentafélagsins. Frá Parísarsýningunni. Eptir Sigfús Blöndal cand. mag. IV. Listasýningin var frámunalega fögur. Eg gleymi því aldrei, þegar eg kom inn t garðinn 1 Grand Palais des beaux-arts (fagurlistahöllin mikla), og sá að eg stóð þar inni í heilli þyrpingu af dýrðlegum, mjallhvítum líkneskjum, eptir helztu listamenn heimsins. Málverkasýningin var ekki lakari og vænt þótti mér um að sjá, hvað hátt Norðurlandaþjóðir stóðu. Listasýningin danska var með þeim allra beztu, og hefur vakið svo mikla eptirtekt, að nú ætla Frakkar að sögn að -stofna sérstaka deild í Luxemburg-safninu fyrir dönsk listaverk eingöngu. Eg sá, hvað margir listamenn höfðu nótað efni úr sögu þjóða sinna eða daglegu lífi þeirra á vorum dögum, og mér fannst, sem hvítu líkneskjurnar í garðinum þegj- andi kölluðu til mín : »íslendingur, þvf er ekk- ert úr þínu landi hér í okkar hóp? Þjóðin þín á sögu, bókmenntir og nútíðarlíf einkennilegra, en í flestum öðrum löndum; hvaða hendur hafa lýst því með hamri og meitli? Hver hefur sýnt það með penslinum?« Og eg fyrirvarð mig, því eg vissi, að það var ekki gáfnaleysi að kenna, að ísland var þar ekki — Albert Thorvaldsen sjálfur var af íslenzku bergi brotinn, — en eg minntist vankunnáttu og fyrirlitningar ýmsra landa minna á þessum listum, og eg hugsaði um lá- tækt íands og lýðs og hvað kærulausir við erum um það, að vekja smekk alþýðu fyrir slfku. Al- mennt hafa menn ekki lært að skilja það heima, að ein góð myndabók getur haft betri og meiri áhrif á andann en tíu húspostillur, fullar með andlausan kreddulærdóm og tuttugu ljóðabækur, fullar af ástagutli og föðurlandsjarmi1)’ Afpost- illum og ljóðabókum er of mikið til á íslandi, en málverk og líkneskjur vantar að mestu leyti. Reyndar eigum við eitt listasafn, málverkasafnið í Reykjavík, stofnsett fyrir atorku eins valinkunns dugnaðarmanns. Hvað er gert til að halda því 1) Hvenær skyldu menn annars almennt á ís- landi fara að lesa húslestra i ritningunni sjálfri, en láta postillurnar hvíla sig? Og hvenær skyldu menn fara að skilja mismuninn á skáldskap og orðsnilld? Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTEDS sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst h j á Uaupmönnunum. við og auka það ? Peningana vantar munu menn svara. En eru ekki til þeir menn á Islandi, sem vilja gefa nokkrar krónur árlega til að mynda fé- lag og sjóð, er geti hlúð að listum ? A Islandi er enginn einstaklingur nógu ríkur til að safna listaverkum, en ef margir listunnandi einstakl- ingar taka sig saman, mætti gera talsvert. Ef við, sem nú lifum byrjum á slíku, getur svo far- ið, að við aldrei sjáum sjálfir árangurínn af fé okkar, en ókomnar kynslóðir munu sjá hann og minnast þeiiTa, sem fyrst studdu að því, að inn- leiða fagrar listir á Islandi. Er eg gekk gegnum vélasýningarnar, akur- yrkju- og búnaðarsýningarnar varð mér opt sú ósk á vörum, að hér væri kominn íslenzkur verk- fræðingur og vélafræðingur til að sjá og skoða. En það eg frekast veit, hefur enginn af þeim fáu mönnum, sem við eigum í þeim greinum, verið sendur á sýninguna; enginn íslenzkur fiskifræð- ingur eða útgerðarmaður hefur hér fengið færi á að sjá hinar stórkostlegu sýningar í þessum grein- um, enginn íslenzkur búfræðingur hefur verið styrktur til að skoða það, sem hann hefði get- að haft ómetanlegt gagn af að kynna sér. Eg var að óska þess, að gremja mín út úr þessu væri að eins að kenna vanþekkingu minni, og eg vona það fastlega, og eg trúi ekki öðru fyr en í fttlla hnefana, að einhver ísler.zkur maður eða menn, úr þeim stéttum, er eg nefndi, hafi klofið fertugan hamarinn og komizt á sýninguna og haft gaman og gagn af. En sem stendur, hef eg ekki frétt af neinum.1) Eg varð að reika þarna gegnum sýningar, sem eg mjög lítið skynbragð bar á, og samt var þar margt svo einkennilegt og stórkostlegt, að eg gat ekki annað en skoðað það og dáðst að því; eg vil hér einkum nefna rafmagnssýningu Banda- ríkjanna, girta fallegum, grískum súlum, ennfrem- ur heiða- og skógræktasýninguna, sem eg dálítið kannaðist við frá því, er eg hafði séð á Jótlandi; þá vínyrkjusýninguna, þar var t. d. sýnt hérað nálægt Bordeaux og annað í Champagne, og vín- yrkja þar á ýmsum stigum. Matvælasýningin var feikileg; ekki sá eg þar íslenzkanrikling eða há- karl, en vel getur verið að það hafi verið þar, þó eg ekki kæmi auga á það. I sambandi við rafmagnssýninguna var salur, 1) Einustu íslendingar, sem eg veit til, að hafi séð sýninguna auk mín, eru frk. Dagmar Bjarnarson, sem býr í París, og mér er ljúft að þakka mörg góð ráð og bendingar og alla þá einstöku velvild, er hún sýndi mér, meðan eg var þar; ennfremur cand. phil. Árni Þorvaldsson frá Hvammi og Guðmundur bók- bindari Gamalíelsson úr Reykjavík. er nefndist Missýningasalurinn (salle des illusions). Þangað fór eg og mesti fjöldi af fólki. Við geng- um gegnum hinn mikla og skrautlega hátíðasal sýningarinnar upp á lopt, og inn í sal settan speglum og hálfgagnsæjum súlum; engir voru gluggar á salnum nema á gólfinu, þar voru nokkr- ir gluggar og bar daufa skímu upp um þá frá ljósum, er kveikt voru fyrir neðan, en kringum þá voru girðingar, er náðu manni næstum því í bringspalir. Varpaðist þá birtan upp um loptið og veggina, og er skipt var um ljós og liti niðri, breyttist allt í salnum. Fyrst var allt í hálfrökki, þá birti smámsaman í súlunum og þær urðusem hvítglóandi, þá skiptu þær aptur um liti, ogþær urðu grænar, rauðar, gular og íjóluleitar, en mynd- ir og litir breyttust á ótal háttu á lopti og veggj- um, og allt margfaldaðist í speglunum. Dálítil bending um þýðingarmikið mál. (Niðurl.). Hinn núverandi íslenzki deildarforstjóri er einnig forstjóri í annari stjórnardeild dómsmálaráðaneytisins. Bæði embætti þessi eru hæg, svo einn maður getur vel gegnt þeim báðum, því stjórnardeildir þessar eru litlar. Færi nú deildarforstjóri Dybdal úr íslenzku stjórn- ardeildinni, yrði hann sjálfsagt forstjóri annarar stjórnardeildar dómsmálaráðaneytisins eptir sem áður. Nú er það kunnugt, að þeir, sem vilja hafa Islandsráðgjafa í ríkisráðinu, gera það í þeim tilgangi, að hann verði því háður og hægt sé að hafa eptirlit með honum. Hvað væri þá eðlilegra, en að dómsmálaráðherrann léti deild- arforstjóra sinn fyrir annari stjórnardeild sinni segja sér álit sitt um íslenzk mál, einkum þegar hann hefði átt við þau lengi áður og væri þeim svo vel kunnugur. Það er altítt í ráðaneytunum, að þau hafi kunnuga menn fyrir ráðanauta (»kon- súlenta«, sem kallað er á útlendu máli) í þeim málum, sem þykir við þurfa. Þetta fellur allt svo vel og náttúrlega sam- kvæmt valtýskunni, Eins og dr. V. Guðmunds- son hefur tekið réttilega fram (Eimr. V. 74), eru það einmitt löggjafarmálin, »sem mest á ríður, því löggjöfin eða löggjafarvaldið er sá g r u n d- völlur, sem allt annað vald byggist á«. En svo laglega verður búið um löggjafarmál íslands eða hitt þó heldur, ef valtýskan kemst á, að hafa má leynilega danskan yfirráða- naut yfir ráðgjafa Islands í öllum ís- lenzkum löggja farmálum, ef vill. Þetta má gera svo leynilega, að íslandsráðgjafi verði þess eigi var, og viti ekkert af því, vegna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.