Þjóðólfur - 21.12.1900, Síða 2

Þjóðólfur - 21.12.1900, Síða 2
234 list löngu áður en Evrópumenn; hjá Babýlons- mönnum, Egyptum og Grikkum voru notaðir málm- stimplar til að merkja með þræla, fé, brauð og leirker. Rómverjar notuðu handa börnum sínum við kennslu 1 lestri bókstafi skorna út í fílabein. En réttnefndur faðir prentlistarinnar er tréskurð- urinn, sem barst til Þýzkalands á 14. öld. Að- ur voru bækur allar skrifaðar og afardýrar og mjög fágætar. Til þess að fá bók lánaða, varð opt að setja heilar jarðir að veði, og fýrir homi- líúbók eina skrifaða varð t. d. að borga 20osauði, 5 tunnur af hveiti og jafnmikið af hrísgrjónum. Þegar tréskurðurinn kom til sögunnar, fóru menn að skera út á trétöflur myndir og texta áfast sam- an. Blöð með stórum skrifuðum bókstöfum voru tekin og lögð á trétöflur, millibilin milli bókstaf- anna skorin út, strokið yfir stafina með lit og þeim svo þrýst á vættan pappír. Bækur voru myndaðar þannig, að óprentuðu síðunum var klfstrað saman og eins margar síður og áttu að vera í bókinni, eins margar útskornar trétöflur varð að nota, og því var allt þetta afarseinlegt og ekki lagt út í stórar bækur. Þannig var tré- skurðarprentið, áður en Gutenberg kom til sög- ttnnar og var það eins og skript, og þvf haldið leynilegu af hræðslu við reiði afskrifaranna, sem sviptir urðu sinni arðsömu atvinnu. Sömuleiðis fór prentiðnin fyrst fram leynilega fyrir luktum dyrum. Það var hið þakkláta, hugvitssama verk Gut- enbergs, að leysa upp þessar áðurnefndu skript- töflur í einstaka bókstafi og finna upp hreyfan- lega leturstafi, svo að setja mætti saman aptur og aptur ný orð og nýjar línur með þeim. Fyrst voru þeir úr tré og hver einstakur stafur með gati og þeir þannig dregnir upp á þráð og raðað sam- an. Síðan voru þeir steyptir í rnálm. Ekki vita menn með vissu, hvenær Guten- berg var fæddur, þó að menn ætli, að það hafi verið um 1400 og æfiferill hans allur er óljós. Hann var af höfðingja ættum, en annaðhvort af fátækt eða menntunarfýsn gaf hann sig við hand- iðn og ýmiskonar verkfræði og hagleiksgerð, svo sem gullsmíði, speglagerð og steinafágun. 1436 fór hann að eiga við tréskurð og litlu síðargekk hann f félag við auðugan mann, Jóhann Fúst, og leggur hann fé ti) hinnar fyrstu prentsmiðju. Fékk Gutenberg hugmynd sína um, að búa til prent- pressu frá vínpressu, er hann átti. Eins og marg- ir hinir miklu menn mannkynsins átti Gutenberg við örðug kjör og örbirgð að búa; hann sáði, en aðrir fengu uppskeruna. Fúst tók af honum prentsmiðjuáhöldin og Gutenberg dó í fátækt 1467 eða 1468, og það er eins og sorgblandin saga, að hann, sem flutti ljósið svo ótalmörgum úti um allan heim og á minningarmark sitt í Strassburg fær rituð þessi orð »Et la lumiére föt« (Og það varð Ijós), skyldi sjálfur verablind- ur síðustu ár æfi sinnar. Mynd er til af Guten- berg, sem sögð er máluð eptir frummynd gerð af honum í lifanda lífi, æruverðugnm öldungi með síðu tjúguskeggi og kollhúfu á höfði. Síðan hefur prentlist og bókagerð fleygt á- fram og tekið stórmiklum framförum, einkum síð- an König fann upp hraðpressuna í byrjun þess- arar aldar og Senefelder steinprentunina, erbáð- ir áttu við örbirgð að búa, sem Gutenberg. Nýj- asta framförin í þeim efnum er setningarvélin, er Mergenthaler fann upp í Ameríku fyrir nokkrum árum; hún svo að segja setur af sjálfu sér og sitja menn við hana líkt og nótnaborð og leika á hana með fingrunum, sem við skrifvélar. Það, sem fyrst var prentað í öllum löndum voru mest guðsorðabækur. Gutenberg var að prenta biblítina í 3 ár. Víðast voru það fylgis- menn siðabótarinnar, sem tóku prentlistina fyrst upp í löndunum, nema hér á Islandi. Það var Jón gamli Arason, sem ætlaði að rétta við ka- þólsku kirkjuna með þessari nýju list og fékk 1530, sænskan mann Jón Mattíasson, er síðar varð prestur, til að prenta bækur á Breiðabólstað í Vesturhópi; síðar var prentsmiðjan á Núpufelli, Hólum, Skálholti, Hrappsey, Leirárgörðum, Beiti- stöðum, Viðey og síðast 1 Reykjavík. Fyrir fimm- tíu árum síðan var að eins þessi eina prentsmiðja á landinu; 1852 var prentsmiðja sett á stofn á Akureyri, og nú eru þær orðnar átta alls í kaup- stöðum landsins. Hver, sem heldur áfram prent- smiojusöguágripi Jóns Borgfirðings, prentað 1867, hefur því margs og margra að minnast, ekki sízt snillingsins Sigmundar Guðmundssonar prentara. V J. ,tsafold‘ sektuð og dæmd ómerk. I máli, sem landlæknir dr. med. J. Jónassen höfðaði samkvæmt skipun landshöfðingja út af ummælum í einni »ísafoldargrein«, er birtist um það leyti, sem blaðið hafði hæst og tók munn- inn fyllstan um kosningar hér í bænum, var felld- ur dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í gær og voru með þeim dómi öll ummæli, er landlæknirinn á- taldi í málssókn sinni dæmd dauð og marklaus, og ritstjóri blaðsins sektaður um leið um 30 krónur til landsjóðs og dæmdur til að greiða málskostn^ð samkvæmt kröfu sækjandans. Þessi ómerking á illmælum »ísafoldar« gegn hinum velmetna og vinsæla landlækni mun al- menningi kærkomin leiðrétting á einni af gífur- yrðaklausum þess blaðs; málið hefur vakið tölu- verða eptirtekt vegna þess, hve ófeimnum meðul- um hefur verið beitt af hálfu hins dómfellda við vitnaleiðslur í málinu og f vörninni yfirleitt: Þann- ig mun það hafa þótt lfkt annari framkomu hins virðulega ritstjóra stjórnarmálgagnsins, erhannvar að láta menn bera vitni um það í réttinum, hvað hinir og þessir hefðu átt að heyra kastað fram á götunni, án þess að unnt væri að tilgreina neinn sérstakan nafngreindan heimildarmann að sögu- burði ritstjórans. En því meira almennt athygli. sem málið hefur vakið, því gleðilegra er það fyrir almenmng, að lastmæli blaðsins dæmast opinberlega á þá leið, sem þau verðskulduðu: einskisverð og að engu hafandi. Úr Hrútaflrði er ritað 22. f. m. »Það þykja mestu tfðindi hér, að við Hrút- firðingar eigum á næsta vori, að sjá á bak vor- um ágæta sóknarpresti Páli próf. Ólafssyni. Það skarð verður ekki auðfyllt, þar sem séra Pál má hiklaust telja með lanidsins merkustu klerkum, og þess utan uppbyggilegasta og bezta félagsmann, framkvæmdarsaman, frjálslyndan og lipran for- sprakka allra góðra og gagnlegra fyrirtækja. Af- koma þeirra hjóna er líka aðdáanleg, þegar haft er tillit til ómegðar þeirra og takmarkalausrar hjálpsemi við skylda og vandalausa, nær og fjær. Það mun margur maður í Hrútafirði hugsa við burtíör séra Páls, líkt og Jónas kvað forðum: »Hafðu þökk fyrir allt o. s. frv.« Aukinn þilsklpaútvegur. Við þil- skipaflota Reykvfkinga bætast í vetur líklega 9—10 fiskiskip, öll keypt frá Englandi. 5—6 þeirra kaupir Asgeir Sigurðsson eða eigendur verzlunar- innar »Edinborgar«, þeir Copland & Berrie í Leith. Öllum hásetum á þeim skipum verða borguð laun þeirra í peningum, og mun það ekki hingað til hafa verið venja hjá þilskipaeigendum hér, en nú hljóta þeir að gera það, eða bjóða þá mönnum jafn-góð kjör sem peningaborgun. Verð- ur þetta til mikils hagræðis fyrir sjómenn. Þess má og geta, að verzlunin »Edinborg« hefur gert sér mikið far um að greiða fyrir hagfelldum verzlunarviðskiptum, meðal annars með því, að kaupa hér fisk fyrir peninga út í hönd, og hefur sú upphæð numið um 350,000 kr. þetta árið. Ef landbændur gætu selt afurðir sfnar á sama hátt gegn peningaborgun út í hönd, mundi hagur manna brátt komast í annað og betra horf, og öll skuldaverzlun hverfa af sjálfu sér. Upsaveiðl dágóð hefur verið hér á höfn- inni undanfarna daga, en mjög er upsi þessi smár. Er þetta bezta skepnufóður og enda einn- ig til manneldis. Tunnan seld á 1—2 kr. Ekknastyrkur. 700 krónur varð ágóð- inn af tombólu þeirri, er »Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa« og skipstjórafélagið »Aldan« hélt 15. og 16. þ. m. til styrktar ekkjum þeirra manna, er drukknuðu á Amarfirði 20. sept. og af »Falken«. Hátíðaguðsþjónustur í dömkirkj- unni Heyrzt hefur, að óæfður, lítt þekktur kandí- dat eigi að stíga í stólinn hér í dómkirkjunni á gamlárskveld — síðasta kveld aldarinnar. Hvers- vegna er ekki fenginn æfður og andríkur kennimað- ur til að prédika við annað eins tækifæri? Og hvers vegna megum við ekki fá að heyra hátíðasöng séra Bjarna Þorsteinssonar t. d. á nýársdag? Það kvað þó loksins eiga að nota hann (þ. e. að segja brot úr honum) við kveldguðsþjónustuna á aðfangadag og gamlársdag. Svo langt erum við þó komnir. En það er ekki nóg. Vill ekki organleikarinn taka sér fram um þetta? Eða hvað eríveginum? VérReyk- víkingar eigum ekki að vera aptastir heldur fremstir í þessu sem öðru. Höfuðkirkja landsins má ekki standa á baki sveitakirkjum, að því er viðhafnar- mikinn og smekklegan söng snertir. S'óngvinur. *r Jiljólanna -*■ á HOTEL^ ,íSLAND‘. Higllland. whisky (Special Liqueur). Ný tegund, sem aldrei fyr hefur flutzt til „Landsins". Sommervilles Export Whisky (ioára gamait). ÁhrifamikiII og Ijúffengur drykkur. Ennfremur hið alkunna V. O. B. Whisky, sem allir vilja kaupa. GAMLE CARLSBERG (Lageröl) ágætasta aftöppun. Þessi drykkur er svo góðkunnur, að ekki þarf að lýsa honum frekar. Einnig Rosenborg sodavatn og Citron-vatn. Jóla- og aldamótavörur. Svo sem: Portvín — Sherry — Madeira — Sv. Banco — Rauðvín — Messuvín — Whisky — Cognac — Rom — Brennivín. — Gamle Carlsberg Alliance — Nýja sýltaða ávexti í 2V2 ® dósum. — Ananas á kr. 0,75 — Perur á 1,00 — Aprikoser á 1,05 Fjölda teg. af V i n d 1 u m frá kr. 6,00—kr. 9,00' pr. kassi °/o stk. er bezt að kaupa í verzlun B. H. Bjarnason. IIIIIHHIIIIHHIIIIII Yín, vindlar og reyktóbak frá Kjær 4 Sommerfeldt fæst hjá Steingrími Johnsen. Ætíð nægar birgðír. BLOM, JOLAKORT, KRANSAR. Allt ljótnandi fallegt. Fæst á Skólavörðustíg 11. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.