Þjóðólfur - 11.01.1901, Síða 2

Þjóðólfur - 11.01.1901, Síða 2
7 fastir kennarar við skólann, þar af einn yfir- kennari. Auk þess eru 2 sérstakir kennarar, ann- ar í söng, en hinn 1 leikfimi. Umsjón með hegðun skólapilta hefur lengst af verið í höndum kennaranna undir yfirstjóm rektors. Þó var sérstakur umsjónarmaður skip- aður 1866, og hélzt það til 1879. Rektorar við Reykjavíkurskóla hafa verið: 1. Sveinbjörn Egilsson (1846—1851). 2. Bjarni Jónsson (1851—1868). Mun það almæli, að hann hafi verið að öllu samtöldu stjórnsamastur og mest- ur skólamaður þeirra skólastjóra, sem verið hafa við Reykjavíkurskóla. 3. Jens Sigurðsson. 4. Jón Þorkelsson. 5. Bjöm M. Olsen. Þegar skólinn var fluttur til Reykjavíkur, þótti fljótt brydda á því, að bæjarlífið þar hefði ekki sem heppilegust áhrif á skólalífið. Hið ánægju- lega samlíf milli piltanna sjálfra og milli kennara og pilta varð allt lausara, og hefur stundum eink- um af því leitt uppþot og óspektir, t. d. uppþotið móti rektor Sveinbirni Egilssyni 17. jan. 1851. Samt verður ekki annað sagt, en að skólinn hafi starfað vei, og ekki hafa komið neinar kvartanir um það frá háskólanum, að stúdentar fráReykja- víkurskóla væru miður að sér en stúdentar frá dönskum skólum. a. Apturgangan. Smágreinar um Valtýskmia eptir N N. í Uöfn. I. Hvað er Yaltýskan? Það er stjórnar- stefna, sem miðar að því að minnka það litla sjálfsforræði, sem vér nú höf- um hér á Islandi, og á að þvergirða fyrir það, að Island fái nokkurn tíma sjálfs- forræði í sérmálum sínum, eða með öðru nafni heimastjórn. Valtýskan er útlend stj órnarstefn a, hin svokallaða Hafnar- stjórnarstefna. Hún er apturganga. n, Valtýskan er gömul. Hún gengur aptur á óhamingjustundum Islands. Hún liggur aldrei kyr. Hún væri réttnefndari Hákonska, eptir Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi, en Valtýska. Hann átti þúsund sinnum meira í henni en dr. Valtýr — því Nellemann samdi frum- varpið fyrir Valtý. — Það mætíi kalla hana Hallvörðsku eptir Hallvarði gullskó, Loðnu eða Leppsku eptir Loðni lepp, Bjelksku eptir Henrik Bjeike, með alveg sama rétti og Valtýsku eptir dr. Valtý, því þessir menn voru leiguliðar og erindrekar Hákonskunnar, og annað er dr. Valtýr ekki. Allir sem fallast á valtýskuna hafa verið réttilega nefndir apturgöngur, af því val- týskan er apturganga. Apturgöngurnar kalla aptur heimastjórnarmennina apturhaldsmenn, af því þeir halda apfurgöngunum aptur og kveða þær niður. Hafa apturgöngurnar sagt margt ó- sannara en þetta. III. Valtýskan vill flytja þá litlu heimastjórn, sem vér höfum fengið, til kongsins Kaupmanna- hafnar. Svo illa er valtýskunni við alla stjórn innanlands, að þar má ekki einungis vera nein skrifstofa fyrir landsmál, hvað þá meira. En í Kaupmannahöfn mega vera margar og miklar skrifstofur, sem stjórni ís- lan d i. Hin útlenda yfirstjórn íslands er ekki annað en skrifstofustjórn, og hef- ur aldrei verið annað en skrifstofustjórn, nema þegar þessi útlenda stjórn hefur gert út einhvern sendíherra til Islands, eins og Henrik Bjelke, til þess að hnekkja frelsi Islands. Nú á seinni árum hefur stjórnin ekki gert út neinn slíkan mann, þangað til dr. Valtýr kom til sög- unnar og gerðist nokkurs konar leynilegur sendiherra hennar. Það var þó ekki mein- ing stjómarinnar að gera út neinn slíkan sendi- svein, en dr. Valtýr bauðst til þess og bað u m þ a ð, og þá fékk hann að fara, er ráðgjaf- 10 inn loks hafði sannfærzt um, að það var virki- lega meining dr. Valtýs að flytja inn- lenda valdið apturtil Kaupmannahafn- ar, og fá þær breytingar, sem valtýskan býður. En lengi ætlaði ráðgjafinn ekki að trúa sínum eigin eyrum, er dr. Valtýr talaði við hann og bauð sig fram. »Þ&ttaer þvertámóti því, sem Islendingar hafa ávallt viljað í s tj órn arskrá r m ál i n u«, sagði ráðgjafinn, »en þeir geta auðvitað fengið það fyrir stjórninni, efþeir vilja«. Þó bætti ráð- ráðgjafinn við: »að Islendingar mundu ekki geta gengið að þessu«. »Jú eg held þeir vilji það«, sagði ráðgjafaefnið, »því þá fá þeir sérstak- an ráðgjafa, sem verður I slendingurl* Aldamótahátíð Eyrbekkinga. Af Eyrarbakka er Þjóðólfi ritað 2. þ. m. Eyrir tilhlutun hr. verzlunarstjóra P. Nielsen’s, var haldin hér aldamótaminning í fyrri nótt, með þvl að kirkjan, Goodtemplarahúsið og flest öll í- búðarhús voru skrautlýst (illumineret), ártölin 1900 —1901 og ýms smekkleg orð og teikn, flest ept- ir hr. verzlunarm. Guðm. Guðmundss. (yngra), sýnd með gagnsæis-myndum (transparent-myndum) á gluggunum, Hornleikaflokkur hr. Gísla Jóns- sonar lék fyrst uppi á veggsvölum Good-Templ- arahússins, laust fyrir kl. 12 lagið: »Eldgamla Isa- fold«, þá lagið: »Þið þekkið fold með blíðribrá*, eptir hr. Helga Helgason og loks lagið: »Kong Christian stod ved höj en Mast«. Um miðnætt- ið var kirkjuklukkúnum hringt og á meðan lét hr. P. Nielsen þrjú stórskot dynja (Kanon skud). Loks söng söngfélagið uppi á veggsvölum G.-T.hússins með karlmannsröddum eptirfylgjandi kvæði ept- ir hr. Brynjólf Jónsson dbrm. frá Minna-Núpi. Aldamótakvœdi á nýjársnótt 1900—1901, um miðnætti). Lag: Fanna skautar faldi háum. Stundin mikla stendur yfir, stutt, en merk og tignarhá: aðra slíka enginn lifir, er nú þessa fær að sjá. Eins og hverfur augnablikið er hún raunar fram hjá skjót. En hún þýðir þó svo mikið :,þessa,: stund eru’ aldamót. :,: Öldin, sem oss alið hefur, eilífðar í djúp nú hvarf. Hana munum! Hún oss gefur. helgra menja dýran arf. Framfara hún sáði sæði. sendi not frá margri hlið. :,: Þökkum fyrir þegin gæði, :,Þökkum,: Drottins hjálp og lið. :,: Straumur alda stanzar eigi: Strax er byrjuð öld á ný. Hver af oss þó henni deyi hana blessum fyrir því: Framfaranna blóm hún beri, bæti' og auki notin góð, :,: farsæla með guðs hjálp geri, :,góða’,: og nýta vora þjóð. :,: Söngnum stýrði hr. Jón Pálsson organleikari, er átti mestan þátt í söngskemmtun þessari, sem þótti fara mætavel úr hendi. Veðrið var hið ákjósanlegasta: logn og bjart- viðri,með ysjuskúrum við og við, og var minningar- stund þessi öllum viðstöddum hin ánægjusamasta og hátfðlegasta. x. Leiðréttingar við ,ísafoId‘. Með því, að nú mun mega gera ráð fyrir því, að alþingiskosningaærsl »ísafoldar« sé um garð gengin að mestu 1 þetta sinn, þá leyfi eg mér, að biðja yðtjr, herra ritstjóri »Þjóðólfs«, að flytja heiðraðri alþýðu á Islandi leiðréttingar og athugasemdir við fréttaburð »ísaf.« um þingkosn- ingarnar hér í Húnaþingi. — Eg tekst þetta á hendur af því að eg hygg, að engir aðrir verði til þess, af þeirri ástæðu, sem öllum er kunn: að »ísafold« er alls ekki svaraverð. — Öfgarhenn- ar og hlutdrægni í »pólitík«er þó alls ekki meira en v e s t u r h e i m s k, en eg held, að annað verra sé á seyði, ritstjórnin sé ekki heilbrigð, og að henni sé því ekki sjálfráð ósköp sfn. En vegna þeirra, sem blaðið lesa, verður þó að tjá sann- leik þessa máls. »ísaf.« byrjar í 61. blaði 3. okt.: »Svo óhentuglega var kjördagur valinn, að hann »lenti í miðjum fjallgöngum í mörgum hreppum »sýslunnar, Svínadals, Vatnsdals, Víðidals o. fl.« Þessi setning er sönn, en svo kemur viðbótin: »einmitt þeim hreppunum, er B. Sigfússon hafði mest fylgi í«. Þessi setning er ósönn, enda hefur ritstjórnin sett »þanka«-stryk framan við hana; lftur því út fyrir, að hún hafi bætt þessum ósann- indum við að yfirlögðu ráði, en þó hugsað sig um og hikað við; þess var og full von, því djarf- lega er drýgður mjöðurinn hjá kerlu. Sannleikurinn er sá, að kjördagurinn lenti í miðjum fjallgöngum í öllum hreppum sýslunn- ar að fráskildum 4:. Engihlfðarhr. (Langadal ut- anv. og Refasveit), Vindhælishr. (Skagaströnd) og Þverár- og Kirkjuhvammshr., er báðir liggja kring- um Vatnsnesfjall. I þessum hreppum var ekki gengið fyr en mánudag 17. sept. Eg set hér skýrslu um kosningarnar í öllum hreppum sýslunnar, sem eg skal ábyrgjast, að er rétt: ln % Staðarhreppur .... F remri-T orfastaðahr. Ytri-Torfastaðahr. . Kirkjuhvammshr. . . Þverárhreppur .... O 00 O' CO — 00 CO (S t-l t-4 I I I* I I O ND o uy 1-1 O *-• m co. ►- I I I I ! Lr» co O W O —' d JC'— M 1 I I l I I Þorkelshólshreppur . g, 0 1-1 Ashreppur .... 1 Sveinsstaðahreppur . 2“ n — Torfalækjarhreppur . *j* U Svínavatnshreppur . " I'' 0 i I I I I Bólstaðarhlíðarhr. . . ^ 2? m 21 0 I I I ! I Engihlíðarhreppur. . o S' ^ " Vindhælishreppur . -Ö bc W- > *<: < > > nj 3 c M aá _o ÚH Fyrir kjörfundinn var það almennt álitið, að auk Vatnsdals, (Ashr.) og Svínadals mundu Valtýingar helzt ná fylgi úr Kirkjuhvamms- og Þverárhreppum, og skal eg geta þess þessu til sönn- unar, að meðmælandi Bjarnar, séra Ludvig mág- ur minn, sagði mér að morgni kjördagsins, að B. Sigfússon ætli sér að minnsta kosti 40 atkvæði kringum Vatnsnesfjall, en reyndin varð önnur, og kom það báðum flokkum jafnóvart, þó auðvitað hefði slfkt engu ráðið um úrslit kosninganna. Hafa því Vatnsnesingar verið hafðir fyrir rangri sök,4 sem betur fór og sæmilegra var. Eins og hér er sýnt, höfðu Valtývar ekkert fylgi að kalla úr neinum hreppi, nema Ás- og Svínavatnshreppum; og úr Víðidal, sem ísafold dreifir við Valtýsfylgi, fengu þeir ekkert atkv. að undanskildum flokksleysingja einum, er kaus Björn.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.