Þjóðólfur - 11.01.1901, Side 3

Þjóðólfur - 11.01.1901, Side 3
11 Raunar er það auðsætt, að Valtývar bér í sýslu, eru engir sérlegir lánsmenn; en að gangna- forföll hafi fremur hindrað þá, en And-valtýva, verð cg þó að telja allólíklegt. I 64. bl. segir »ísaf.« að »aðalstöðvar stjórn- arbótar!!! fjandskaparins hér, hafi verið hjá sýslu- manninum«, og er það álíka satt, eins og ef sagt væri, að aðalstöðvar Valtýsfylgisins hafi verið hjá prófastinum, nema að því leyti, að sýslumaður gætti kjörstjóraskyldu sinnar, og reyndi ekki að hafa nokkur áhrif á kosningarnar, en prófastur mun hafa gert það lítið, sem hartn gat, til þess að koma fram Valtýskunni. Auðheyrt er á hinu vingjarnlega trollarabréfi, sem »ísaf.« flytur at- hugasemdalaust í 66. bl., hve mikil alvara fylgir rausi »Isaf.« um »prúðmennsku og gætni« sýslu- manns. — En víst gætu sumir fóstbræður »ísaf.« ritstjóranna í sýslumannssessi lært sprúðmennsku og gætni af sýslumanni Húnvetninga þeim, sem nú er. Nei. «ísaf.« góð, Húnavatnssýsla er and- valtýsk, og öndverð innlimunarpólitíkinni, og mun verða það framvegis, þó Einar Hjörleifsson riði um hérað vort á hverju ári, og þó stjórnin sendi hingað Valtý sjálfan fyrir yfirvald. Þá er að minnast sneiðarinnar, sem »ísaf.« víkur okkur í 66. bl. um »manninn norðan yfir dalinn«. -— Eg þori að ábyrgjast, að sú saga er tilhæfulaus frá rótum, enginn Húnvetningur hefur sagt hana, og engum kjósanda hér í sýslu hefur verið talin trú um það, sem þar er sagt, og eg efast um, að nokkur Borgfirðingur hafi skrifað bréf það, sem nefnt er. — Væri hægt að særa »Isaf.« við eitthvað, þá yrði hún beðin að sanna þessa sögu, en því er nú ekki að heilsa. Húnvetningar láta heldur ekki ginnast af ó- sannindum eða »blekkingum«; það mætti Einar skáld vita síðan á Kornsárfundinum í fyrra. En auðvitað álít eg stórum mun ákjósanlegra, að fá Vídalín fyrir ábyrgðarlausan ráðgjafa, heldur en Valtý og suma aðra, sem til þess starfa hafa verið nefndir. í sambandi við þetta er gaman uð minnast þess, hve gersamlega vitlaust það er, sem »ísaf.« gerir, er hún dreifir mótstöðumönn- um valtýskunnar við kaupfélaga-auðvalds- og Vída- línsfylgi. Að því er Húnavatnss. snertir, þá eru að- alstöðvar kaupfélagsliðsins í Svínadal og Vatnsdal, þeim sveitum, sem 'Valtýskan á helzt athvarf í!— Hvorugur þingm. er við kaupfélögin riðinn, og annar þeirra, að því er eg veit, mjög andstæður stefnu kaupfélaganna, En Björn Sigfússon er em- bættismaður kaupfélagsins (endurskoðandi) og mjög hlynntur félaginu og við það riðinn. Auð- valdsfylgi eða Vídalínsliðveizlu er því hér ekki um að ræða. Slíkt er einungis til í ímyndun hinnar sjúku ritstjórnar. Þvættingi »ísaf.« um mig svaraeg engu, en ■eg hygg, að eg muni ekki eiga upphefð mína eða niðurlægingu undir tungu eða penna Einars Hjörleifssonar, hvort sem þeim tólum er beitt í Heimsk-ringlu, að Lögbergi eða í »Fo!dinni«. Eg hygg ekki þörf, að stinga gildara gin- kefli en þessu upp fritstjórn »ísafoldar« að þessu sinni. Fýlunginn úr Vestmannaeyjum orsakar henni, að öllu sjálfráðu, þann ginklofa, semjafn- vel »hin nýa læknakynslóð« fær ekki um bætt. Heyrzt hefur, að »Þjóðviljinn« ísfirzki flytji grfðarmiklar skammir um okkur Húnv. og eink- um Gísla sýslumann út af þingkosningunni hér; en ekki hefur blaðgrey það flækzt hingað 8—10 vikurnar síðustu, enda mun eg leiða hest minn frá því að ihoka flór »Þjóðvilja þess. Eru svo lesendur »Þjóðólfs« beðnir að af- *aka, hve langt erindi þetta er, en styttra varð Það ekki haft. En Húnvetningar munu ekki opt ^deila orðum við Hrapp«. 4/12—1900, Arni Arnason. ,Stívelaði hötturinn* eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin. Smákaflar úr firirlestri eftir Bj'órn M. Olsen. VI. Orðið pottloka(!)í kverinu er bæði smekk- leisa og vitleisa firir bo 11 oka, sem stend- ur í orðabók Björns Halldórssonar og þfðir að fást við búhokur; orðið er eflaust skilt sænska orðinu bollek, bullek, »husháll, matlag« (Ri- etz). B. J. gerir úr þessu pottloka, og segir, að b o 11 o k a sje rangt! Tilvitnanir í útlend mál eiga víst að sína lærdóm höfundarins, enn bera oft vott um fáfræði hans, t. d. þar sem hann hefur »testiculum« hvor- ugskins (bls. 8), veit ekki, að þetta latínska orð er karlkins (testiculus). Oftast eru þessar tilvitn- anir skrifaðar upp úr orðabók Guðbrarids Vig- fússonar eða Fritzners, enn höf. kann ekki að hafa rjett eftir. Undir geisa vísar höf. í gotn. orðið »gajsjan«, sem er rangt firir gaisjan; þetta er tekið eftir G. V., sem auðvitað hefur orðið rjett. Undir »bílí fi« vitnar B. J. í engilsaxn. »biliofa«, sem er rangt firir bileofa; tilvitnunin er tekin úr Fritzner, enn þar er orðið rjett ritað. Höf. hefði helst ekki átt að hætta sjer út í afleiðslur orða, því að þær eru viðsjálar,jafn- vel firir lærðari menn enn hann er, enda eiga þær ekki heima í stafsetningarorðabók. Oftast tekur höf. afleiðslur sínar eftir Guðbr. Vigf., enn það er einn af annmörkum þeirrar orðabókar, að afleiðsl- ur eru þar oft rangar. B. J. segir, að »frygð«, ást, gleði, sje leitt af lat. fructus, enn það orð er samstofna við orðið brúka og á ekkert skilt við frygð, sem er sama orð og norska orðið frygd, sænsk. fröjd, d. fryd, þ. freude, skilt fr o h á þýsku. Orðið k r í 1 i á ekkert skilt við enska orðið creel, stór karfa, heldurerþað skilt norska orðinu kril, smásíld, síli. Höf. seg- ir, að sjáldur sje leitt af sjáaldur, enn það er þvert á móti: sjáldur er eldri mind enn sjáaldur. Orðið klassekkur (svo alm. frb.) segir B. J. að eigi að rita »klakksekkur«, enn klassekkur sje rangt; orðið á ekkert skilt við klakkur, heldur er sama orð og klæðsekkur, eins og Konráð Gfslason hefur sínt;klæðsekkur kemur alloft firir í fornritum, klassekkur í Sklðarímu, en »k 1 a k k s e.kkur« hvergi. Höf. ritar »rumungur«, telur rummungur, sem allir segja og rita, rangt, og leiðir orð þetta af »raumungur«, sem mjer vitanlega er ekki til í málinu. Prentlistar-sýning. Meðan eg dvaldi í Wien í sumar sem leið, var óvenjuskemmtilegt að koma þar á »Hofbiblio- thek«, því að þar var þá sýning elztu prentana, sem eru til. Með því að 500 ára afmælis Gut- enbergs er getið í 60. tölubl. Þjóðólfs f. á. langar mig til að drepa lítið eitt á þessa sýningu. Brenni- punkturinn f þessari sýningu voru nöfnin Guten- berg og Maximilían keisari fyrsti. Um hinn fyr- nefnda fylkja sér æskuafrek prentlistarinnar. Max. I kemur þar á móti fram sem sannur frömuður bóklegra lista og mynda. I hvelfingu bókasafns- ins, sem Daníel Gran hefur málað svo meistara- lega, stóð á dúkklæddum palli logagyllt skrfn með keisara-örninni yfir, og í því var fyrsta latínska biblían, sem Gutenberg byrjaði að prenta í Ma- inz með hjálp Fusts árið 1453, en semFustend- aði með aðstoð Scheffers, eptir að hafa komið Gutenberg með málaflækjum fyrir kattarnef. Önnur biblía var þar f gull-umbúðum — hin svonefnda Mazarin-biblía; fyrsta eintak hennar fannst nfl. 1 bókasafni Mazarins. Af henni voru aldrei prentuð nema 100 eintök alls, þar af þriðjungur á pergament; af pergaments-biblíunni eru enn til sex eintök, af pappírseintökunum níu. Þetta ein- tak er metið á 100,000 kr. 1884 fór eitt eintak á uppboði í Lundúnum á 3,900 £. Mazarin-biblí- an er og nefnd »42-lína biblían«, og það hefur lengi verið rifizt um, hvort hún eða »36-lína biblf- an« (hin svonefnda Schellhornska, sem Gutenberg var að prenta um sama leyti), sé hin elzta. Á þessari sýningu var Mazarín-biblían talin eldri. Þá var hið svonefnda »Psalterium von Fust und Schöffer« (Saltari Fust og Sch.) 1457, og var það alveg prentað á pergament; bókin er metin á 240,000 krónur, og er það ekki of hátt, því að það eru til ein sex eintök, og ekkert þeirra er fáanlegt. Eitt eintak af annari útgáfu bókar- innar (1459) var 1884 borgað með 4,950 £. og var það hæsta verð, sem nokkur bók hefur ver- ið borguð með, en kaupandinn (Quaritch, hinn heimsfrægi antiquar) seldi hana aptur 1896 fyrir 5,256 £. Af fyrstu útgáfunni eru enn til eitt ein- tak f París, Dresden, Darmstadt og Windsor. Margar aðrar biblíur voru þar merkar t. d. ein »Wittenberger Lutherbibel*, prentuð (á perga- ment með lituðum myndum) af »Bibeldrucker« Hans Lufft 1561. Ennfremnr Guðbrandar-biblía gott eintak. í sex ógurlega stórum pergament-folíöntum var »Wenzelsbibel«, sannarlegt skrauthandrit, skrif- að fyrir Wenzel keisara; hún er óviðjafnanlegt meistaraverk bókritara- og bókmálara-listarinnar; það er einkennilegt við það biblíuhandrit, að keis- arinn er hvað eptir annað málaður þar í baði meðal tveggja baðkvenda, sem eru að nugga hann með baðtólum. En bókin er óumræðilegt skrautverk. Þá var enn hið svonefnda »Kuttenberger Canonicale« annað bæheimskt meistaraverk af handritum frá miðju 15. aldar. Það eru litúrg- iskir söngvar. Canonicale þetta er meðal beztu heimilda til þess að kynna sér gamla nótnaskript. Yfirleitt voru á þessari sýningu »musikalia« jafn- merkileg og prentuðu bækurnar. Meðal landabréfa vil eg að eins telja það, þar sem nafnið »America« fyrst ksmur fyrir; það er prentað í Wien (af Singiener) 1520 og er úr Solinus: »Mirabilia mundi«. Á mjög lærdómsríkan hátt var á sýningu þessari blandað saman skrauthandritum og skraut- prentunum, sem lfkist svo hvað öðru, dð varla verður þekkt að; maður sér glöggt, hvernig prent- arinn hefur gengið í fótspor skrifarans og reynt að stæla hann; og þetta á sér ekki eingöngu stað við hina fögru gotnesku skript, heldur kemur fyr- ir við arabiskt handrit frá 1337 (Makamen, eptir Hariri), sem er auðsjáanlega fyrirmynd fyrir medi- ceiska prentverkinu. Þá voru þar og fyrirboðar prentlistarinnar; mátti þar líta heilar töflur eða stimpla-prentanir. Þá var fullt borð með ógurlega dýrum, nafn- stað- og ártalslausum verkum, sem síðar urðu all- tíð meðal fleiri þjóða. Þar var t. d. Ars mori- endi, þ. e. samtal djöfsa við engil hjá banabeði manns eins, og er hyski mannsins hjá honum; 1867 voru gefnir 9,550 frankar fyrir eitt eintak í 13 blöðum. Ennfremur »Biblía« pauperum«, »Ars memorandi« (nfl. listin að festa guðspjöllin í minni sér með hjáprentuðum myndum og tölustöfum). »Speculum humanæ salvationis« handrit. Bókagerð á Maximilians tímum hefur verið hreint atbragð. »Pentingers Augsburger Inschrift- enbuch« er að mestu leyti prentuð með gulli á pergament. Þá mátti og sjá þar eitt skrauthandrit, er Max. fékk í heimanmund með Maríu af Burgund- íu. Það er skáldsaga Gerards von Rousillon þýdd og rituð fyrir Filippus góða (1477) með ljómandi smámyndum. Filippus var mesti bókavin á sín- um tfma í Norðurálfu. H. M. Póstbréf. Allir œttu að gera sér að reglu að rita jafnan nafn sitt og heimili aptan á bréf þau, sem menn senda frá sér, hvort sem það eru peningabréf, ábyrgð-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.