Þjóðólfur - 18.01.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.01.1901, Blaðsíða 3
i5 (á grammófón) og sungin ýms sönglög. En er borð- haldið var úti (um kl. 87») var gengið í Goodtempl- arahúsið og sungin 4 lög (Lofið guð, nú ljómar dagur, lag eptir Rolle, þrjár alþýðuvísur, lagept- ir Mendelsohn, Lilla Stina (Wallin) og íslandslag (Pacius); því næst var leikinn gamanleikurinn: »Frænka Charlesarc og sungin á eptir 4 lög: (Ó. guð vors lands, Þá eik í stormi hrynur háa, Skóg- argildi (Weber) og ísland: Þú álfu vorrar yngsta land eptir H. Hafstein með nýju lagi eptir Jón Laxdal verzlunarstjóra. Að því loknu var aptur gengið til bæjarþinghússins um kl. 11 og þar skemmt sér við ræðuhöld, hljóðfæraslátt, dauz, leiki o. fl. fram á nýju öldina. Er svo að sjá, sem hátíðahald þetta hafi verið allfjörugt og til- komumikið. Kvæði H. H. og »prógram« fyrir há- tíðahaldinu, hvorttveggja sérprentað mjög smekk- lega í prentsmiðju St. Runólfssonar. Jaröarför Steingr. Johnsen’s söngkennara fiór fram hér 1 bænum 11. þ. m. með allmikilli viðhöfn, og var líkfylgdin einhver hin fjölmenn- asta, er hér hefur sést. Séra Þórhallur Bjarnar- son hélt húskveðjuna, og var þá sungið eptirfar- andi kvæði eptir Bjarna Jónsson frá Vogi: Sú þögn er eins döpur og þungbúin nótt, er þagnar fagur söngur og allt verður hljótt. En þyngri er sorgin, er söngvarinn deyr og sundur brostinn strengurinn hljómar ei meir. Sú þögnin er sárari' en svartasta nótt, í sölum auðum verður svo grátlega hljótt. Nú grúfir hér yfir oss þögnin svoþung, þvl þögnuð er nú röddin, sem jafnan var ung. Og söngvarinn horfinn sem hljómur, er deyr, og hjartans strengur brostinn og titrar ei meir. Hann vinunum var eins og ljúfasta lag, það lag er orðið minningar bergmál í dag. Og autt er í sölum og sorgin er þung, en sífellt vakir minningin fögur og ung. Hún syngur um líf hans með hugljúfum hreim, sem hverfur trauðla burtu í ómælisgeim. Og vinunum léttir hún hugstríð og harm, og hjúfrar beztu svaldögg í ástvina barm. Nú söngvarinn hvarf oss, og hljótt er í sal, í hugum orðstír prúðmennis lifa þó skal. í kirkjunni voru sungin fögur söngljóð, er Einar Benediktsson hafði ort undir lagi, er landshöfðingjafrú Olufa Finsen hafði samið fyrr- um og sungið var við jarðarför Jóns Sigurðs- sonar. »Sólóc (sopran) í ljóðum þessum söng frk. Elizabet Steffensen og þótti takast mjög vel, en »sóló« (bas) söng Jón Jónsson sagnfræð- ingur; fór allur söngurinn vel úr hendi, enda «fður söngflokkur karla og kvenna, er hélt hon- um uppi. Þá sungu lærisveinar lærða skólans kveðju, er Jóh. G, Sigurðsson skólapiltur hafði ort. Eptir að sálmurinn »ó, blessuð stund* var sunginn, og áður en líkið var hafið út úr kirkj- unni lék. hr. Brynjólfur Þorláksson á »harmóníum« hið nafnfræga sorgargöngulag eptir Chopin, og mun það vera í fyrsta skipti, sem þetta fræga listaverk hefur verið leikið hér við jarðarfarir. Var öll athöfnin einhver hin hátíðlegasta og virðu- legasta, sem hér hefur fram farið við slík tæki- færi. Skraddaraþankar um jarðarfarir. Þjóðólfur minn! Svo er mál með vexti, að eg kvfði því, að útför mín geti orðið einhverjum að fjörtjóni. Eg er, ef satt skal segja, heldur glldur og breiður um búkinn, en nú eru, eins og mönnum mun kunnugt, kirkjudyrnar í Reykjavík svo hraparlega mjóar, að smiðurinn virðist ann- aðhvort hafa ætlazt til, að stórvaxnir og gildir menn væru alls ekki bornir í kirkju, eða að hinn dauði risi upp aptur og héldi á kistugreyinu á bakinu út úr kirkjunni eða þá að kistan færi sjálfkrafa út. Eg hef einu sinni komizt í að bera kistu, sem var nokkru breiðari en þær gerast, ut- ar eptir kirkjunni; þegar eg kom í innri dyrnar stóð eg þar fastur og gat hvorki hreyft legg né lið og mundi sjálfsagt hafa orðið þar til, ef með- burðarmenn mínir hefðu ekki aumkvast yfir mig og skotið kistunni einhvem veginn á ská, svo eg slapp úr kreppunni. Nú vil eg biðja þig Þjóðólfur minn, að hlutast til um, að annaðhvort verði kirkjudyrnar víkkaðar svo, að hægt sé að bera breiða kistá í gegnum þær eða að sjá um, að eg og mínir líkar að gildleika séu alls ekki bornir í kirkju; því að hinn dauði er ekki bætt- ari með það, þótt hann kremji llftóruna úr ein- um eða fleiri mönnum við úthafning síná. Skyldi eg deyja á vetrardegi vil eg biðja góða menn að standa ekki 7-t stundar eða 7» stund yfir gröf minni og hafa ef til vill upp úr því niðurgang, garnakvef, lungnabólgu eða eitt- hvað annað þvílíkt góðgæti. Þetta er ósiður, sem tíðkast ekki í neinu landi nema Islandi. Þegar búið er að syngja eitt eða tvö vers eða leika stutt lag á lúðra (choral), og presturinn er búinn að kasta rekunum á, þá fer líkfylgdin burtu og þá fyrst taka líkmennirnir til starfa sinna að moka niður í gröfina. Að síðustu skal eg geta þess, að eg ætla f erfðaskrá minni að stofna tvær dán- argjafir, aðra handa presti, sem les yfir mér bóka- og blaðalaust, hina hánda manni, sem hefur dugnað í sér að koma upp líkvagni til þess að flytjalík- in á suður í kirkjugarð. Að svo mæltu kveð eg þig Þjóðólfur minn og bið þig að birta almenn- ingi þetta. Mannvinur. Úr Mjóaflrði eystra er skrifað 7. des. f. á. »Tíðin góð og fiskafli töluverður: stór ýsa og þorskur. Ekki hefur gufuskipaútgerðin getað borgað sig hér eystra. Þeir hafa 3 gert hér tilraun með það nokkur undanfarin ár: Wathne og svo erfingjar hans með 3 skip, danskt hlutafé- lag, sem stórkaupm. Thor Tulinius var víst fram- kvæmdarstjóri fyrir með, 2 skip og Konráð Hjálm- arsson kaupmaður með 1 skip, alls 6 skip. Það er sagt, að öll þessi gufuskipaútgerð hætti og skipin verði seld; sum er þegar búið að selja. Allir þessir menn hafa haft held- ur tjón en ábata af útgerðinni og öfluðu þó Wathnesskipin opt mætavel. Svo fór um sjóferð þá. Með þessum tilraunum sýnist vera nokkur reynsla fengin fyrir því, að gufuskipaveiðar muni ekki borga sig hér við land með þessu fyrirkomu- lagi sem hér tíðkast, nfl. að salta og verka fisk- inn hér upp á gamla háttinn. En alls ekki er víst fyrir því, að gufuskipaveiðar geti ekki borg- að sig hér sé fiskurinn fluttur út nýr eða sé hægt að selja hann nýjan t. d. til Englands, eða ann- að, þar sem nýr fiskur er vel borgaður«. Maður varð úti á Kerlingarskarði föstu- daginn næstan fyrir jól (21. des.), Jón Þórðar- s o n að nafni, vinnumaður frá Hofstöðum í Mikla- holtshrepp, lætur eptir sig ekkju og 5 börn öll ung. Hann var á heimleið úr Stykkishólmi, hreppti blindbyl með hörkufrosti og var enn ófundinn 10. þ. m. Á sama fjallvegi varð maður úti í fyrra vetur og sá þriðji nokkrum árum áður. »Þetta ætti að vera næg hugvekja til þess að vegur þessi yrði varðaður sem fyrst, þar sem hann er bæði mjög fjölfarinn og þar að auki landsjóðsvegur nú orð- inn« segir fréttaritari úr Miklholfthreppi. Maðup drekkti sér á Akureyri síðastl. gamlárskveld: Gísli ljósmyndari Benediktsson (Jóhannssonar prests á Kálfafellsstað Benedikts- sonar). Var fluttur þangað fyrir skömmu frá Sauð- árkrók. Hann var ungur maður og rak iðnsína með dugnaði, en sagt er, að hann hafi verið tek- inn að sýkjast af holdsveiki, og muni þessvegna hafa fyrirfarið sér. Skjalafölsun. Maður nokkur að nafni Jóhannes Jóhannesson skipstjóri á Sauðárkrók, sveik 600 kr. lán út úr sparisjóðnum á Akureyri seint í nóv. undir nafni annars manns (bónda 1 Skagafirði); hafði falsað öll lántökuskjölin, og strauk svo með peningana norður í Þingeyjar- sýslu. Komust svik þessi upp af tilviljun og var manninum veitt eptirför, náðist hann í Sandfells- haga í Axarfirði, og var fluttur til Akureyrar; ját- aði hann brot sitt, en meiri hluta peninganna hafði hann eytt eða komið undan, sagði að þeim hefði verið stolið, þar sem nann hefði falið þá. Veöurátta hefur verið mjög vætusöm það, sem af er nýju öldinni: stöðugar rigningar að kalla má, en hlýviðri óvenjulega mikið um þetta leyti árs. Hús c. 10X11 úlna (eða nálægt þeirri stærð, má vera heldur minna) óskast til kaups strax við Laugaveg eða Lindargötu. Rvk. 16. jan. 1901. Einar B ene dikts son yfirréttarmálafærslumaður. B ANN. Að gefnu tilefni, banna eg öllum, að festa upp auglýsingar á hús mitt (nr. 7 í Aðalstræti) og á girðingarnar milli húsanna og umhverfis vörugeymsluhúsið. Reykjavík 16. jan. 1901. B. H. Bjarnason. Þegar við urðum fyrir því mikla mótlæti í fyrra haust, að einkadóttir okkar, Filippía, veiktist svo í fæti, að hér var þrátt fyrir alla góða viðleitni lækn- anna hr. Ásg. Blöndal og hr. Guðm. Guðmundsson- ar, ekki unnt að fá þá lækningu, er með þurfti, urðu fjölda margir góðir menn og konur til þess að rétta okkur hjálparhönd, svo að við gætum Ieitað læknis- hjálpar í Reykjavík. Viljum við sérstaklega geta þess, að mikill og vandaður samsöngur var haldinn hér til ágóða fyrir okkur, fyrir tilhlutun og með að- stoð þessara manna: frú E. Nielsen, frú K. Blöndal, frk. Ragnh. Blöndal, frk. Guðm. J. Nielsen. frk. Halldóru Guðmundsd., hr. Guðm. Oddgeirss., hr. Gísla Jónss., hr. Jóns Pálss., hr. Guðm. Guðmundss., og hr. Sig. Eiríkss. og í sama sinn hélt hr. prestur Ólafur Ólafsson í Arnarbæli fyrirlestur í þessu skyni. Kvennfél. á Eyrarbakka gaf okkur nm 5 krónur og auk þess studdu ýmsir einstakir menn okkur með fjárframlögum, svo sem: hr. próf. Valdimar Briem, hr. prestur Ólafur Sæmundss., verzlunarm. hr. Guðm. Sigmundss., og hr. kaupm. Konráð Hjálmarss. Mjóa- firði; ennfremur þessi hjón: hr. verzlunarstj. P. Niel- sen, og E. Nielsen, hr. bóksali Guðm. Guðmundss. og Ástríður Guðmundsdóttir, hr. organisti Jón Pálss. og Anna S. Adolphsdóttir o. fl. Fyrir alla þessa höfðinglegu hjálp og hluttekningu í okkar bágu kjör- um, þökkum við af hrærðu hjarta, sömuleiðis hr. Guðna Þorbergssyni á Kolviðarhóli og konu hans, hr. Erl. Zakaríassyni og konu hans, hr. Jóni Ein- arssyrfi Mundakoti og konu hans, svo og frú Rósu Jörgensen, frú Önnu Magnúsdóttur í Reykjavík, og síðast en ekki sízt, hinum góðfrægu höfðingshjón- um Guðm. lækni Magnússyni og frú hans, fyrir dæmafáa nærgætni og hjálpsemi við okkar elskuðu dóttur, er nú sendir þeim og öllum öðrum, er reynd- ust henni hjálpsamir og huggandi í hinum miklu þrautum hennar, hjartans kveðju sína og þakklæti fyrir allt og allt. Óskum við síðan að lyktum, að öllum nauðlíðandi mönnum mætti ávallt hlotnast að geta með réttu fagnað jafnalmennri og mikilli hjálp- semi og hluttekingu náungans, eins og við nú getum gert. Mundakoti á Eyrarbakka 5. jan. 1901. Margrét Filippusdóttir. Árni Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.