Þjóðólfur - 22.02.1901, Síða 1
B
ÞJÓÐÓLFUR
53. árg.
Reykjavík, föstudaginn 22. febrúar 1901.
Nr. 9
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska smjörlíkl
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
R i t s j á.
Eptir Jóhannes Þorkelsson.
Bókmenntafélagið og bækur J>ess
hinar siðustu. i
II.
3. Kristnitakan á Islandi árið iooo.
Rit þetta, sem er eptir Björn rektor Ólsen mun
mega teljast eitt hinna myndarlegustu rita, er Is-
lendingar hafa skráð um sögu sjálfs sín á síðara helm-
ingi þessarar aldar. Koma þar í ljós margar
nýjar skoðanir og s'kýringar á tildrögum og or-
sökum þessa merka atburðar (kristnitökunnar) og
var þeirra full þörf, því mikið skortir á, að forn-
rit vor hafi gert fulla grein fyrir þvl, hvernig á
þeim hinum dæmafáa eða jafnvel dæmalausa at-
burði stóð, að heilt þjóðfélag frjálsra manna sam-
þykkir með lagaboði á löggjafarþingi sínu, að
leggja niður trúarbrögð þau, er þeir og forfeður
þeirra höfðu haft frá ómunatíð og taka upp önn-
ur ný, gersamlega ólík og fjarskyld hinum fornu.
Eptir sama höfund hefur bókmenntaféiagið látið
prenta ritgerð um Sturlungu. Er ritgerð sú mik-
ið stórvirki og samin af svo miklum lærdómi og
skarpskyggni, að hún er bókmenntum vorum til
mikillar prýði,
4. Islenzkar gátur, þulur og skemmt-
anir. Ritsafn þetta er í rauninni afar-merkilegt
og ber fullkominn vott um dugnað, elju og fróð-
leik safnendanna, eða sérstaklega aðal-safnandans
herra Ólafs Davíðssonar. En safnendunum hefur
orðið á, þá er fara skyldi að velja úr safni þeirra
til prentunar. Þeir virðast nefnil. ekkert hafa
valið,úr og engu hafnað, heldur prentað allt, er
þeir komu höndum á. En það ætla eg, að hafi
yfirsjón verið. Ætlun safnendanna virðist hafa
verið sú, að safn þetta skyldi vera safn íslenzkra
þjóðfræða (gátna, þjóðkvæða o. s. frv.) og lýsing
þjóðleikja og íþrótía. En alþýðleg fræði geta
ekki önnur fræði kallast en þau, sem náð hafa
þeirri alþýðuhylli, að þau hafa langa-lengi geymzt
1 manna minni og ein kynslóðin hefur þau af
annari numið. Samkvæint þessu hefði því átt að
kasta allmiklu af því, er safn þetta hefur að geyma,
því nefnilega, sem aldrei hefur komizt út á með-
al alþýðu, heldur á tilveru sína einasta því að
þakka, að það hefur verið skrifað upp og kom-
izt í handritasöfn. A þetta heima um gáturnar,
grýlukvæðin og þó sérstaklega um vikivakakvæða-
safnið. Er ekkert efamál, að meiri hluti þess
safns á hér ekki heima. Enda hefði það mátt
missa sig af annari ástæðu, þeirri nefnil., að það
er einhver hinn hreinasti leir, sem nokkru sinni
hefur verið borinn út úr prentsmiðjum. Aptur á
móti eiga sagnakvæðin hér heima. Þau eru út
at þjóðsögum ort og virðast sjálf hafa verið reglu-
leg þjóðkvæði, svo sem t. d. Kötludraumur. Frá
skáldskaparlegu sjónarmiði skoðað hafa þau auð-
vitað ekki mikið gildi í heild sinni. En margir
einstakir staðir eru laglegir í þeim. Skal eg taka
til dæmis lýsinguna á því, er fyrir augu stúlk-
Unnar bar, er hún var komin til undirheima
óða Álfheima:
»Jörð sá hún græna og ótal fjár
og alblómgaða alla skóga,
garða glyslega, grindur sterklegar;
skein sól á sal silfri þaktan«.
Er ekki laust við, að vísa þessi minni á Eddu-
kviður vorar (Völuspá) bæði að efni og því, hve
hátturinner lýtalaus. — Eg minnist eins kvæðis,
er migfurðar á, að ekki er i safniþessu (í sagna-
kvæðunum) og er það Ijúflingsmál, er þannig byrjar:
»Sofðu, sofðu sonur minn!
sefur selur í sjá, svanur á báru
már í hólmi; manngi þá svæfir.
Sofðu! Eg unni þér!«
Er tengd við það þjóðsaga og mun það lengi
hafa verið algengt meðal alþýðu.
Um þulurnar er það að segja, að hávaði
þeirra eru ósvikin þjóðfræði, og eiga þær að því
leyti með réttu heima í safni þessu. Um gildi
þulanna á heima fornmælið: »Amlóði mælir orð
af viti og af óviti««. Þar skiptist á þreifandi
vitleysa, málleysur og háttleysur við spakmæh,
málfegurð og hætti, er gengizt gætu undir mál
við sjálfa Völuspá.
5. Landfræðissaga dr. Þorv. Thorodd-
sen. Þetta rit verð eg hiklaust að álíta, að sé
hið langmerkasta sögurit, er samið hefur verið á
íslenzku á þessari öld, að undanteknum Árbók-
unum að vissu 'Teyti. Þótt ritið nefnist nafni
því, sem að ofan er tilfært, þá er það í rauninui
þjóðmenningarsaga vor íslendinga. Ber ritið fylli-
lega vott um það, að höfundurinn hefur í ríkum
mæli til að bera alla þá eiginleika, er góður
sagnaritari þarfnast, að hann hefur yfir að ráða
djúpsettri og vlðtækri þekkingu á efni því hinu
afar-mikla, er hann hetur tekið til meðferðar.
Ritmál hans mun mega teljast eitt hið bezta, er
vér eigum að venjast nú á dögum: tilgerðarlaust,
þýtt og hagyrt. Ritið er allt hið skemmtilegasta
og fróðlegasta; taka þó sumir kaflar öðrum fram,
svo sem æfisögur þeirra frænda Guðbrandar bisk-
ups og Arngríms lærða. Yfirleitt ætla eg, að
oss hafi ekki enn til fulls skilizt, hve mikilhæfan
rithöfund vér eigum, þar sem dr. Þ. Th. er.
Pistill úr Árnesþingi.
11.
(Síðari kafli).
[Verzlun á Eyrarbakka og Stokkseyri — Onógar birgðir — Pöntunar-
félag Stokkseyrar — Gaspur Isafoldar orðið því til stuðnings — Em-
bættismanna- og auðvaldið einmitt Isafoldar megin — Látlaust blekk-
ingaryk blaðsins — Ósannar staðhæfingar þess í garð heimastjórn-
armanna.—Illska þess út af kosningum í Arness- og Húnavatnssýslu
auðskílin — Pétur kennari og séra Magnús — Skavlatssóttin].
Verzlun er yfir höfuð hálf ill, eins og vant
er á vetrum; látum það nú vera, þó nokkuð sé
keypt dýrt; verst er að nauðsynjar fást opt og einatt
ekki, og ef satt skal segja, stöndum við lítið bet-
ur að vígi, en þegar Eyrarbakkaverzlun var ein
um hituna. — Það er vitanlega ekki til þess ætl-
andi, að þessi eini innlendi kaupmaður, sem hér
er, bæti úr þessu að öllu leyti; hann varð fyrir
allmiklum óhöppum í fyrra, og tæplega búinn að ná
sér eptir það. — En meira er furðanlegt, að þar
sem aðrir eins stór-grósserar og Copland, eiga í hlut,
skuli ekki birgja sig vel upp af því allra nauð-
synlegasta, svo sem salti, kolum og steinolíu. Kol
og olía þraut þar í haust nálægt réttum; matur
sagður þar líka af skornum skammti. Til þessa
hefur Lefoliis verzlun haft góðan treining af stein-
olíu, en nú er hún á förum; ofnkol fást þarenn
þá, reikningsverð 6 kr. 30 a. skippundið; þó þetta
sé dýrt, bjargar það mörgum frá að eta hrátt,
eða krókna úr kulda. —
Pöntúnarfélag Stokkseyrar kvað færa talsvert
út pöntun sína í þetta sinn, og virðist því trúin
á þá Zöllner & Vídalín ekki hafa minnkað, held-
ur þvert á móti aukizt við andþóf »ísafoldar« í
sumar, og er þó hreint ómögulegt að neita því, að
sumt af deilugreinum blaðsins var mjög vel lag-
að til að veikja traust almennings á þeim. I sum-
ar taldi »ísafold« Vídalín og vald hans, svo mik-
ið, sem henni sagðist af því, allt fjandsamlegt
stjórnarbót þeirri, er nefnd er Valtýska, og blað-
ið heldur fram, og þessu valdi hefði tekizt að koma
að 1 Reykjavík ákveðnasta stjórnarbótaróvininum, er
á þingi hefði setið. — Síðan seilist blaðið »ísa-
fold« austur yfir heiðina til okkar Ámesinga, og
gefur ótvíræðilega í skyn, að sama valdið vída-
línska sé hér á ferðinni, og beiti hér »látlausu
blekkingarryki« með fleirum faguryrðum eða hitt
þó heldur, sem beint er í garð ýmissra manna
hér. Af þvl eg er nú talsvert kunnur hér um
sýsluna, og þekki nokkuð til ,um flokkaskipun,
þá þori eg að lýsa þessi ummæli blaðsins tóma
ímyndun og rugl, — því þeir menn hér í sýslu,
sem líklegastir eru vegna stöðu sinnar, til að hlaupa
erindi hins erlenda auðvalds, eru forstöðumenn
pöntunarfélagsins og deildarstjórar þeirra í hrepp-
unum,semvoru allir, að undanskildum 1—3
eindregið á bandi þeirrar stefnu, er
»ísafold« fylgir enn fram, og með atkvæð-
um sínum á kjörfundi og ýmsum aðförum öðrum
sýndu, að þeir vildu auka presta- og embættis-
mannavald á þingi. Þess vegna eiga menn þessir alls
ekki skilið þessa aðdróttun blaðsins; því hlýtur
og að vera kunnugt um þetta, svo kunnugir eru
ritstjórar þess sumum embættismönnum Stokks-
eyrarfélagsins. —
Þá er það við hinir — sem stöndum að öllu
leyti fyrir utan embættismennsku félagsins, og
þekkjum svo að segja ekkert til þeirra Zöllners &