Þjóðólfur - 22.02.1901, Page 2

Þjóðólfur - 22.02.1901, Page 2
34 Vídalíns, nema það sem blaðið »íslafold« hefur flutt okkur um þá, sem er vitanlega ekki ómeng- að lof, sem þeir eiga heldur sjálfsagt ekki skilið — sem eigum að hlaupa erindi þeirra, og róa að þvl öllum árum, að komið sé í veg fyrir þá stjórnarbót, sem sé í boði, og að öllu sé haldið i sama horfinu, og jafnvel að stöðugar bréfaskript- ir eigi sér stað milli forkólfanna út af þessu. — Ef að annað eins og þetta, hjá blaði, sem vill heita merkismálgagn er ekki blekkingarryk, þá mun verða erfitt að vita, hvað langt skal leita í þeim efnum. — Það er auðvitað 1 fyllsta máta samkvæmilegt, að við hinir svokölluðu heima- stjórnarmenn, fáum þetta hjá »ísafold« fyrir að komavini hennar!, ritstjóra þess blaðs, sem þess- ar línur'eru ætlaðar, á þing; það er svo sem ekki tiltökumál, en kynlegra virðist mér, að eitthvað svipað hefur þvt orðið á þar nyrðra, því svo er að heyra, að Húnvetningar séu ekki alveg ásátt- ir um frásögur Hafnarstjórnarmálgagnsins — í þeirra garð. Til að slá botninn í þetta, getum við Árnes- ingar, er misstum Pétur af seilinni, hreint ekkert vorkennt Birni og Einari, að þola, þótt séra Magn- ús yrði honum samferða, það fer vonandi vel um þá, þar sem þeir eru; báðir hafa þeir, einkum prestur, vandasömu starfi að gegna, er fáir vilja missa hann frá. Og um Pétur er það að segja, að þegar eg talaði við hann nokkru eptir kjör- fund, var hann hinn kátasti yfir úrslitunum, ósk- aði að eins, að Sigurður búfræðingur reyndist okkur vel í þingstöðunni, og vinir hans yrðu þar ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var öll þykkjan. — Eg hálf bjóst við að kennaranum félli þyngra fallið en svona. Skarlatssóttin er víst um það bil að deyja hér út, og er það að þakka dugnaði læknis okk- ar, Ásgeirs, er lætur sér afar annt um að kyrkja veikina í tíma, enda veit eg ekki til, að sóttin sé hér neinstaðar, en hræddir eru menn mjög við hana, og að vermenn komi með hana til sjávar- arins, eða hún berist hingað að sunnan; þaðan stafar hættan mest. Því miður hefur fullkominn málþytur gosið upp, að Skeiðahreppur hafi haft sýkina víðar, en orð var á gert í fyrstu, og al- þýða farið tómlætislega að ráði sínu með sam- göngur við sýkta bæi, en sem betur fer munu allir hér leikir og lærðir reyna sem auðið er að sporna á móti veikinni; alþýðan verður að vera vel samtaka, annars dugar ekkert samgöngubann eða sóttvarnarhald. 8A 1901 Vox populi. ,Stívelaði hötturinn' eða ,Blaðamanna‘-stafsetningin. Smákaflar úr firirlestri eftir Björn M. Ólsen. X. Ósamkvæmni (frh.j. 4. boð orð ,Blaða- manna' er svo: »Rita skal í álíslenskum orðum f og g næst á undan t í samstöfu, enn ekki p (pp) nje k, nema rót orðsins í öðrummind- um þess endi á þeim stöfum«. Þessi regla er margoft brotin. Svo ritar B. J. t. d. »ypta«, »tæpta«, »flökta«, »gjökta«, »hrikta«, »hökta«, »lykt«, (bæði í merkingunni ,þefur‘ oglmerk. ,endi‘) »lykta«, »snökt«, »snökta«, og endar þó rót þessara orða ekki á p eða k 1 neinum öðrum mindum þeirra, og rót sumra þeirra, sem kemur fram 1 öðrum frumlegri skildum orð- um, endar vafalaust á g (t. d. »flökta«, sbr. flögra, flug, »gjökta« skilt lísingarorðinu gagr (= skakkur); »vigt«, sem ekki er »alís- lenskt« orð, ritar B. J. með g— eftir hvaða reglu? 5. boðorð um að rita ekki i næst á eft- ir g eða k, ef á eftir fer e, i, í, æ, ei eða ey, er í helberri mótsögn við 2. boðorð, að því er snert- ir ge og ke. Eftir 2. boðorði á að rita géfa, k é n n a, því að í þessum orðum og þvílíkum heir- ist je í framburði á eftir g og k, enn eftir 5. boð- orði gefa, kenna. Það er annars lítill vandi að filgja þessu 5. boðorði, enda hef jeg ekki fund- ið það brotið í kverinu. 6. boðorð — um, hvar z skuli rita — er brotið t. d. í ifirstiginu »efstur« (o: aftastur), sem ætti að rita »efztur« eftir reglu ,Blaðamanna‘ (sbr. miðstigið e f t r i), enn fremur í lísingarorð- inu naskur (skilt natinn) o. fl. 7. boðorð, reglan um, hvar sje leift að rita tvöfaldan samhljóðanda. Eftir henni á að rita »rökri« f. rökkri, »nokrar« f. nokkrar o. s. frv., enn kverið kemur sjer einhvernveginn hjá því að leiða slíkar mindir fram á sjónarsvið- ið. Hún hefur rökkur, en greinir ekki þágu- fall, hún hefur nokkur og beigir það, enn læt- ur u haldast gegnum allar myndir, sem er óþol- andi forneskja. Hún hefur eignarfornafnið »ykk- ar« og segir, að það beigist eins og »yðvar«; af því orði eru greindar samandregnu myndirn- ar: »yðra, y ðrum, yðru, yðrir, yðrar«, enn ekki sjest á bókinni, hvort hún vill láta rita »ykra« eða »ykkra«, »y kr um« eða «y k kr- um« o. s. frv. Þetta virðist gert af ásettu ráði, af þvf að höf. skammast sfn fyrir mindirnar rökri, nokrar, ykra o. s. frv., enn svo verður að rita eftir reglu ,Blaðamanna‘. Reglan er beinlínis brotin, þar sem kverið ritar »þurs« f, þu r rs, eignarf. af lo. þu r, þolf. þurran (svo ritað f kverinu), og í »k y r s« eignarf. af lo. »kyr«, þolf. »kyrran« (svo B. J.), því að í báðum þessum orðum heira bæði r-in til stofn- inum og ættu eftir reglunni að haldast á undan fallendingunni s. Enn fremur ættu bæði r-in í þessum orðum að haldast í samsetningum sam- kvæmt sfðari lið boðorðsins, enn kverið ritar»kyr- seta«, »ky r setning«, »þurfætis«, »þur- lendi« í bága við regluna. Eftir reglunni má og ekki tvöfalda samhljóð á undan samhljóð, sem birjar afleiðsluending. Enn bókin ritar »g 1 ö gg - lega«, »rammlega«, »snögglega«, »þess- legur«. Skoðar B. J. þá ekki -lega, -legur, sem afleiðsluending? Yfirlýsing frá kjósendum í Árnessýslu. Vér undirritaðir kjósendur, sem allir vor- um staddir á kjörfundi Árnesinga á síðastliðnu hausti og hlustuðum þar á kjörfundarræðu Sigurðar búfræðings, lýsum því hér með yf- ir, að ÖIl frásögn ,ÞjÓðÓlfs‘ um fram- komu Sigurðar í stjórnarskrármálinu á kjör- fundinum er í alla staði sannleikan- urn samkvæm; er því yfirlýsing Sigurð- ar sjálfs í 70. tölublaði »ísafoldar« hrein og bein markleysa. Á kjörfundarræðu Sigurðar var auðheyrt, að hann vissi ekkert, hvorn flokkinn hann átti að fylla, eða vildi ekki láta það uppi. f desembermánuði 1900. Ásgeir Blöndal. Bjarni Grímsson. læknir. Stokkseyri. Einar Einarsson. Guðmundur Magnússon. Guðni Árnason. Elannes Magnússon. söðlasmiður. Sandvík. H. L. Möller. Jakob Árnason. Jóhannes Sveinsson. Jón Guðmundsson. Jón Vilhjálmsson. Kolbeinv Guðmundsson. Magnús Magnússon. Oddur Ögmundsson. Páll Grímsson. Sig. Þorsteinsson. Simon Jónsson. Þorkell Þorkelsson. Þórður Þorvarðarson. Þórður Sigurðsson. * * * Þess skal getið, að yfirlýsing þessi hefur, ýmsra atvika vegna, ekki getað komizt að í blaðinu fyr en nú. Annars þarfnast hún engra skýringa frá minni hálfu. Hún er fullljós sjálf. H. Þ. Manntjón. Snemma morguns 13. þ. m. strandaði austanvert við Loptsstaði, undan Ragn- heiðarstaðasandi, enskt botnvörpuskip »C 1 a y P a t- rick« fráHull, (skipstj. Clarkson)ogdrukknuðu þario manns, enað eins einn komst lífs af á sundi. Um nánari atvik við manntjón þetta hef- ur Þjóðólfi verið send eptirfarandi skýrsla: »Skipið hafði lagt út frá Hull í Skotl. 30. f. m. og var að veiðum 5 enskar mílur suður af Reykjanesi þar til það hafði fengið hleðslu að- faranóttina 13. þ. m. og lagði það þá af stað heim á leið nál. miðnættinu, með 10 mílna ferð á vökunni. Gengu þá allir skipverjar til hvílu, að undanteknum 1. vélastjóra ogstýrimanni. Seg- ir svo ekki af ferðum þeirra, fyr en skipið skall með fullri ferð á sker í brimgarðinum og vökn- uðu skipverjar með ótta miklum, létu skipsbátinn út og komust í hann allir (11) með naumindum og lögðu svo frá skipinu og hugðu að leita lands inn úr öllu brimrótinu, en brátt tók sjórinn af þeim árarnar og hvolfdi kænunni. Einn mað- ur (2. vélastjóri) 26 ára gamall, komst llfs af, en hinir allir drukknuðu. Segir sá, sem af komst, að hann og 3 menn aðrir, þar á meðal skipstjóri hafi verið alllengi samferða á sundi og hafi hann og skipstj. talazt við, en loks hafi stórsjóirnir að skilið þá: skipsstj. dregizt út í brimið aptur, en hann komist svo nærri landi að tveir menn (Jón Gíslason og Jón Erlendsson á Loptsstöðum) hafi með snarræði og dugnaði vaðbundið sig í landi og vaðið út að honum og þannig náð í hann. Annar félagi hans (1. vélarstjóri) hafði þrifið í hann á sundinu, en hann varð að slíta hann af sér til að bjarga sjálfum sér. Enga orsök veit hann að strandinu, með þvl að hann var í svefni, þegar það vildi. til, en hann hyggur, að sá sem vörð hafi átt að halda á þiljum uppi, hafi sofnað og skip- ið því brunað áfram í stjórnleysi. Einn íslenzk- ur maður, ungur og efnilegur, hafði verið á skipinu (Kristinn Jónsson af Seltjarnarnesi). Skipið var tveggja ára gamalt, sterkt og vel um vandað að öllum útbúnaði. Lítil llkindi eða jafnvel engin eru talin til þess, að neinu verði bjargað úr því, nema því að eins, að svo mikil ládeyða komi, að komizt verði að því sjávar megin, ella liðist það í sundur og reki annaðhvort á sjó út eða sandverpi þar við ströndina*. Sjónleikar. Leikfélag Reykjavíkur er nú farið að leika nýjan leik »Þrumuveður«, eptir Hostrup. Leikurinn er fremur lltilsháttar, en fer dável á leiksviði; að eins eru biðirnar millum hinna einstöku þátta oflangar, er stafar af tíðum leiktjaldaskipturn og leiksviðsbreyting- um, sem menn hér eru ekki nógu æfðir í að láta ganga greiðlega. Leikurinn er yfirleitt vel leik- inn, en honum er svo háttað, að ekkert hlutverk f honum er sérlega yfirgripsmikið eða vándasamt. Frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur malarakerl- inguna mjög fjörlega, en er ef til vill full snör í hreyf- ingum, sem roskin kona. Það spillir og fyrir, að hún er ekkert torkennd eða máluð í framan, eins og ætti að vera um konu, sem á uppkominn son. Frk. Sigríður Bergþórsdóttir, sem nú lék f fyrsta skipti, lék mjög liðlega og vonum framar vel af övönum leikanda. Er sennilegt, að hún við frek- ari æfingu geti leyst örðugri verkefni vel af hendi og að leikfélaginu verði að henni góður styrkur. Á leiksviðinu sómir hún sér einnig allvel, sem ávallt breiðir yfir smávegis agnúa í sjálfum leikn- um. Árni Eiríksson og Jón Jónsson leika að vanda vel, sömuleiðis Helgi Helgason; honum er auðsjáanlega mjög sýnt um að leika látlaust og náttúrlega, fremur flestum öðrum. Hlutverk frk- Solveigar Sveinsdóttur er hálfleiðinlegt, en hun

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.