Þjóðólfur - 22.02.1901, Síða 3

Þjóðólfur - 22.02.1901, Síða 3
35 leysir það furðuvel af hendi. Frk. Þuríði Sigurð- ardóttur tekst og dável 1 leik þessum. Kristján Þorgrimsson leikur gamla Hornum rösklega, og kemur að venju öldungslega og burgeislega fram, eins og persónu kanselliráðsins vel sómir. Einna lakast tekst Friðfinni Guðjónssyni; þar lýsir sér enginn undirstraumur tilfinninganna, og gleði hans kemur því fram sem einskonar uppgerðar-kátína, er vantar allar dýpri rætur. Sjónleikar á Eyrarbakka. I vetur síðan litlu fyrir jól, hafa Eyrbekkingar haldið uppi sjónleika-æfingum og sýnt almenningi leikina við og við. Leikirnir, — sem allir eru út- lendir, — eru flestir gamanleikir, meira til þess gerð- ir að skemmta almenningi, en fræða hann og betra; þeir eru flestir stuttir og efnislitlir, en yfir höfuð sýn- ast þeir vel valdir, fyrst ekki er öðru til að tjalda frá Islendingum sjálfum: frumsömdum íslenzkum gamanleikum, sem mikil þörf sýnist nú á, þar sem svo víða er nú leikið orðið hér á landi. Eyrbekkingar sýna sjónleiki sína í hinu ný- byggða Good-templarahúsi sínu, og ágóðanum hafa leikendurnir í þetta sinn gefið húsi þessu, sem enn þá er í allmikilli skuld. Slíkt er lofsverður áhugi í þarfir bindindisstarfseminnar. Það mun óhætt að fullyrða, -— ef tekið er til- lit til þess, að leikendurnir hafa æfingarnar að hjá- verkum, og hins, að tíminn er mjög naumur við undirbúning hvers leiks, — að flestir leikirnir hafa verið mikið vel leiknir. Sumir leikendurnir leika að mínu áliti mjög vel t. d. verzlunarmaður Gísli Jóns- son og frk. Halldóra Guðmundsdóttir. Gísli Jóns- son mun eiga mestan og beztan þáttinn í því, að Eyrbekkingar standa framariega í leiklistinni áf kauptúnum utan Reykjavíkur. — Húsið er rúmgott með upphækkuðum sjónarpalli til annars enda, og njóta áhorfendurnir því vel leikanna. Tjaldið, sem dregið er fyrir sjónarpallinn milli leikja og leikhluta er málað af verzlunarmanni Guðmundi Guðmunds- syni og er snilldarverk af manni, sem enga tilsögn hefur fengið í þeirri list. — Leikendurnir eiga skild- ar þakkir fyrir það, hve opt og vel þeir hafa stytt kveldstundina hjá mörgum Bakkamanninum. Ahorfandi. Maður hvarf n. þ. m., Þórdur að nafni, frá Víðinesi á Kjalarnesi um sextugt, ættaður úr Mýrdal. Hefur líklega farist í Leiruvogum. Var á heimleið úr Reykjavík, og sást sfðast til hans fyrir sunnan Korpúlfsstaði seint á degi. Þrátt fyrir mikla leit hefur hann ekki fundizt enn, að því er frétzt hefur. ____________ Eptirmseli. Hinn 2. marz f. á. dó Magnús bóndi Þórdar- son í Gróf í Hrunamannahreppi á 70. ári, son- ur merkismannsins Þórðar sál. Ólafssonar í Steins- holti. Magnús var kvongaður Maríu Amaliu f. Thomsen, sem er á lífi. Attu þau 3 börn á lífi, sem öll eru gipt. Magnús sál. var með stærstu mönnum og höfð- inglegur á velli, góðlegur og glaðlegur á svip, fjör- maður og félagsmaður góður, sérstaklega greiðvik- inn við alla, framúrskarandi barngóður og vel met- inn af öllum, er honum kynntust. S. Hinn 15. nóv. síðastl. lézt konan Ingibjörg Jónsdóttir á Jaðri í Hrunamannahrepp, ættuð frá Gróf í Villingaholtshrepp, á 60. ári. Hún giptist 19 ára gömul Sigurði bónda Jónssyni á Jaðri, Svein- björnssonar frá Tungufelli, lifði með honum í hjóna- bandi í 40 ár. Þau eignuðust 8 börn og eru 2 af þeim dáin. — Ingibjörg sál. var sómakona hin mesta og dugnaðarkona, ráðdeildarsöm og reglusöm, og hvers manns hugljúfi. N. r | l'óbaksbaukur lítill, nýsilfurbúinn hefur tapazt á Ieiðinni sunnan af Grímstaðaholti til Reykjavíkur. Finnandi er beðinn að skila bauknum í Glasgow-prentsmiðju mót fundarlaunum. Undertegnede aabner i April Maaned en Barber & Frisörforret- ning her i Byen. Ved 1. Klasses Be- handling haaber undertegnede at vinde et æret Publikum. Ærbödigst. Wilhelm Balsehmidt. Stúlka, sem ætlar að læra yfirsetufræði, ósk- ar eptir annari til að lesa með. Herbergið fengið. Ritstj. vísar á. Segldúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar, Stór misshilningur. Hinum mörgu pöntunum utan af landi að blaði höfuðstaðarins , EL DIN G‘ sem komið hafa, án þess að borgun fylgdi, verður ekki sinnt fyr en andvirði þess er greittá afgreiðslustofunni Laufásveg 6. Sbr. i. tölu- blað. Allir póstafgreiðslumenn taka einnig móti pöntunum. Tómar flöskur hvítar, helztWhisky- flöskur eru keyptar á Hótel Island. * S ULT U T A.U fest í verzlun Sturlu Jónssonar. Heimsins vónduðustu og ódýrustu Orgel Fortepíano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Cg og frá Cornish & C “, Was- hington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum (122 fjöðr- um), 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönd- uðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnottréskassa hjá Petersen & Steenstrup minnst ca. 340 krónur og lítið eitt minna hjá öðrum orgelsölum á Norðurlöndum). Flutn- ingskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—40 krónur eptir verði og þyngd org- elsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi félaganna hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. 88 Eg skal bíða, bíða með þolinmæði. Eg skal ekki ónáða þig með einu orði, ekki með einu augnatilliti. Þú skalt hafa frest til umhugsunar; þú getur það enn, það er enn eigi of seint!" Hún varð föl sem nár og vék hratt eitt skref aptur á bak. „Slepptu mér, Pedró!", sagði hún með ákefð. „Það er of seint!". Eg starði á hana, eins og eg væri búinn að missa vitið; síðan greip mig allt í einu hræðileg tilhugsun. „Hvað meinar þú með þessu, Dómitíla?", æpti eg ógnandi, „Það, sem þú óttast", svaraði hún í hálfum hljóðum, „nú veizt þú það?" Eitt augnablik fannst mér sem eg ætlaði að missa alla skynjun. Síðan fannst mér allt fyrir augum mér vera sem eld- rautt blóðhaf. Hið hvíta brimlöður sýndist mér vera rautt; ham- arinn, sem eg stóð á, sýndist mér rauður, skýin á himninum, föt Dómitílu, sem flögruðu fyrir vindinum — allt sýndist mér rautt, blóðrautt. Eg greip hnífinn minn. Hún æddi beint að mér og f dauðans ofboði reif hún hann út úr höndunum á mér. Eins og hjörtur, sem eltur er af hundum, flýtti hún sér út á brúnina á hamrinum og þeytti honum út í sjóinn. I sama bili náði eg í hana. Eg hafði nú ekki lengur nokkra stjórn á sjálfum mér, eg hóf hana upp og í næsta vetfangi lukust bylgjurnar yfir höfði hennar. Eg stóð eptir á brúninni alveg agndofa. En þegar eg heyrði örvæntingaróp hennar, er henni skaut upp, þá rankaði eg ^ptur við mér. Drottinn minn! Hvílíkt ódæði hafði eg gert. En var ekki unnt að bjarga henni ? Eg hljóp niður af hamrin- Ul« þangað sem báturinn minn var, ýtti honum út og reriþang- að, sem eg hafði síðast séð henni skjóta upp. En það kom fyr- lr ekki. Eg fann hana ekki. Osjálfrátt hljóp eg útbyrðis; eg var 85 inn utan um mitti hennar. En hún ýtti mér frá sér og æpti upp: „Slepptu mér!“. „Hvað gengur að þér, Dómitíla?", spurði eg steinhissa. Hún starði niður fyrir fætur sér og virtist eiga í baráttu við sjálfa sig. Allt í einu leit hún upp og horfði á mig með hvössu augnaráði. „Það tjáir ekki, að við séum að reyna að dyljast hvort fyrir öðru", sagði hún. »Eg veit, að móðir þín hefur talað við þig og hún hefur lengi veitt mér eptirtekt. Eg get ekki að því gert, en eg finn, að eg get ekki elskað þig. Hættu því við áform þín, því að eg get ekki orðið konan þín. „Dómitíla!", sagði eg í ákafri geðshræringu. „Er það þá satt, að þér sé orðinn annar kærari heldur en eg?" Hún hneigði höfuðið til samþykkis. „Hefðarmaðurinn frá Santíago?" „Þér má standa á sama, hver það er. Þér er það nóg, að það er annar en þú“. „Og heldur þú, að eg láti mér það lynda?", æpti eg upp, hamslaus af reiði. «Hvað ætlarðu að gera?“, svaraði þún þrjózkulega. „Þú getur ekki neytt mig tii neins. Ef þú elskaðir aðra stúlku, gæti eg heldur ekki spornað við því. Þú verður að sætta þig við það, sem óhjákvæmilegt er. — Og nú skulum við halda til lands, sérðu ekki, hvað sjórinn er farinn að verða ókyr?" Eg þreif ósjálfrátt árarnar, því að sviplegur vindkaldi þaut yfir sjávarborðið og breytti ásýndum hafsins á svipstundu. Hver bylgjan á fætur annari skall á bátnum og skvetti silfurgljáandi löðrinu inn í hann. Himininn var orðinn dimmur; gulur, fölleit- ur geisli sást þar sem sólin hafði sigið í æginn. Afarstór bylgja hóf bátinn hátt upp yfir yfirborðið, svo sem hnotskurn, en á

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.