Þjóðólfur - 29.03.1901, Síða 3

Þjóðólfur - 29.03.1901, Síða 3
59 legar lýsingar í blöðin um hag_ sinn og Vestur- Islendinga, og á þann hátt styddi að innflutningi frá Islandi til Vesturheims. En von þeirra brást. Hann ritaði ekki í blöðin um innflutningsmál. For- mönnuni kirkjuíélagsins gramdist þetta við séra Odd. Þeim þótti hann einnig í þessu tilliti vera ónýtur verkamaður 1 þjónustu kirkjufélagsins. Þessi tvö mál urðu þannig að ágreiningsefni milli séra Odds og formanna kirkjufélagsins. Þeir tóku þá það til bragðs, í kyrþey, að bola hann burtu frá söfnuðum þeim, sem hann hafði veitt prestsþjðnustu. I þeim erindum fór forseti kirkju- íélagsins ár eptir ár „missiónsferð" til Selkirk og Nýja-íslands. Erindið var ekkert annað en það, að fá Islendinga í Selkirk og Nýja-íslandi til þess að segja skilið við séra Odd, og taka sér annan prest, er forsetinn benti þeim á. Auðvitað var séra Oddur leyndur þessu, þangað til allt var kom- ið í kring. Eptir margar tilraunir tókst forsetan- um þetta. Islendingar í Selkirk tóku sér annan prest í st^ð séra Odds. Það er séra Steingrímur Þorláksson. Og forsetinn gat í „missións“ferðum sínum unnið marga Ný-íslendinga á sitt mál. Svo vel tókst formönnum kirkjufélagsins að leyna öllu þessu ráðabruggi fyrir séra Oddi, að hann vissi ekki neitt urn neitt, fyr en „Sameiningin" (15. árg. bls. 64) færði honurn honurn þá fregn, að Ný-ís- lendingar hefðu tekið sér annan prest í stað hans. — Það er séra Runólfur Marteinsson, náfrændi forsetans. Hann er ráðinn prestur Ný-íslendinga frá x. jan. 1901. — Þannig hafði forsetinn náð tak- rnarki sínu með „missións“ferðunum til Nýja- Islands. Séra Oddur hefur nú eigi nema að eins einn söfnuð í Nýja-íslandi og eitt hundrað dollara í árslaun. Það er eigi víst, hve lengi hann fær að halda þessum eina söfnuði og þessum launum sínum. Pað getur vel farið svo, að forseta kirkju- félagsins takist einnig að ná þessum söfnuði handa frænda sínum, áður en séra Oddur veit af því. Það er enginn efi á því, að séra Oddur á við mjög örðug kjör að búa. Hann hefur að eins eitt hundrað dollara í laun um árið (200—375 kr.). Ef vinir séra Odds heima á íslandi gætu rétt honum hjálparhönd, þá væri það vissulega vel gert. Séra Oddur á og allt gott skilið af lönd- um sínum fyrir langt og erfitt æfistarf. Allir góð- ir drengir, sem þekkja hann, vildu vissulega óska, að hann ætti nu í elli sinni við önnur og betri kjör að búa, en hann á hjá kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi. Hafsteinn Pétursson. Um skilvindur. Eptir S. B. Jónsson á Dunkárbakka. II. Þeir, sem takast á hendur að útvega eða selja fólki skilvindur, þurfa nauðsynlega að vera færir um sjálfir, að veita verklega áreiðanlega tilsögn í meðhöndlun þeirra, og að útskýra eðli vélanna, og þýðing eða ætlunarverk hvers einstaks stykkis i þeim, því að það getur reynzt þess virði til kaup- andans, eða allt að því, sem vélin kostar, og einn- ig í flestum tilfellum alveg nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að hún færi sem mestan arð. — Þetta er mjög áríðandi atriði. — Eins og þessi krafa er nauðsynleg, eins er hún líka eðlileg. Og að því er eg þekki til, þá er þetta krafa, sem aðrar þjóðir gera til þeirra, er selja eða útvega fólki skilvind- ur eða aðrar vélar. Það dugar ekki að miða fram- boð skilvindunnar einungis eða aðallega við þann hagnað, er sala hennar veitir seljandanum, held- ur aðallega við það, hvers virði hún getur orð- ið kaupandanum, sem með þvf að eignast hana er vanalega að reyna til að bæta lífskjör sín og sinna, opt með veikum kröptum. — Það er því miklu meira vandaverk að selja fólki skilvindur og aðrar vélar, en margur ætlar, mikið meira vanda- verk en að selja t. d. kaffi og sykur eða annan almennan »búðarvarning«, sem flestir kunna að meðhöndla viðunanlega, — það er að segja, ef það á að vera gert ærlega og samvizkusamlega eins og vera ber. Ennfremur er nauðsynlegt, að þeir, sem út- vega skilvindur, sem og aðrar vélar, sjái svo um, að einstök stykki til þeirra (þau, er líklegast er, að geti bilað í öllu falli) séu til sölu á nægilega mörgum stöðum í landinu, svo að sem hægast veiti að endurbæta það, sem bila kann í þeim, og þessu jafnframt er og áríðandi, að þær vélar, sem seldar eru, séu vandaðar og vel kynntar, því að annars getur verið svo hætt við, að hætt verði við að búa þær til þegar minnst varir, og að ein- stök stykki til þeirra verði þar af leiðandi með öllu ófáanleg eptir fá ár. — I sambandi við þetta vil eg leyfa mér að minna menn á, hvernig geng- ið hefur hér á landi með sölu og meðhöndlun saumavélanna. Mér er persónulega kunnugt um, að mikill fjöldi þeirra hefur orðið ónýtur fyrir tímann, ýmist af því, að fólk kunni ekki að með- höndla þær, eða af því, að einstök stykki til þeirra voru ófáanleg, og sem eg álít beina afleiðing þess, að þær hafa verið útvegaðar af óvöldum mönn- um af handahófi, sem ef til vill hafa haft það eina augnamið með útvegun þeirra, — að selja. menn mega vel gæta' þess, að ekki fari eins með skilvindurnar. Þær eru ofdýr áhöld til þess, fyr- ir handvömm að hafa þeirra ekki full not, eins og reyndar má segja um alla hluti, að þeir séu ofkostbærir til þess að misbrúka þá. Það er vel gert, að útvega fólki skilvindurog allt sem lýtur að því, að gera vandað, útgengi- legt smér. En það er illa gert, að útvega fólki annað en beztu skilvindurnar. En svo er ekki nóg að útvega jafnvel beztu skilvindurnar, það þarf jafnframt að útvega öll önnur tilheyrandi á- nóld, o. fl. þar að lútandi, og beztu tegundirnar af því, og svo þarf að leiðbeina fólki í meðhöndl- un áhaldanna og í smérverkun, og á allan hátt, sem að gagni getur kornið í því efni. — Og svo þarf að útvega fólki p e n i n g a fyrir smérið. Það slarkast ekki af. Hægt er að leiðrétta sumt af því, sem skóla- stjórinn 1 Hafnarfirði segirí grein sinni í 16. tölubl. Isafoldar, en eg ætla að sleppa því, að yrðast lengur við hann, af því eg er sannfærður um, að reynslan sýnir, hvor okkar hefur á réttara að standa, og þörfin knýji svo á, að ekki llði mörg árin áður en bæði skipakví verður byggð, og breytt verður ráðning skipverja við Faxaflóa. Eg öfunda skólastjórann ekkert af því, að vera hrópandi rödd apturhaldsins, og að flytja annað í nefndri grein sinni, en hann ætti að vita að sannast er. — Menn horfa ekki í mörg* ár með köldu blóði á það, að um leið og sjávarútvegurinn er að draga til sín ofmikið afl frá landbúnaðinum, þá er hann að grafa kringum ræturnar fyrir sinni eigin framtíð. Undirróðrarmaður og postuli þess málstaðar vil eg ekki vera. — »Vinn það ei fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans*, segir Hallgrímur gamli Pétursson. — Tr. G. StrandferðaskipiO ,Vesta‘ kom hing að norðan og vestan um land í morgun, og með henni allmargir farþegar, þar á meðal Magnús Jóhannsson læknir Ole Blöndal verzlunarmað- ur frá Sauðárkrók, Benedikt Sveinsson skólapilt- ur frá Húsavík, Pétur Thorsteinsson kaupm. frá Bíldudal, séra Sigurður Gunnarsson frá Stykkis- hólmi o. fl.—Fréttir fáar. Bezta tíð um land allt. Agætur afli við Isafjarðardjúp. Gullmedaliu fyrir úrlausn vísindalegrar spurningar í stærðfræði, hefur Kaupm.hafnarhá- skóli veittÓlafi Dan Danlelssyni stud. mag. (sonarsyni séra Ólafs Þorvaldssonar í Viðvík). Hafa 2 íslendingar fengið áður samkynja verðlaun í þessari fræðigrein: Stefán Björnsson mælinga- meistari, fyrrum skólameistari á Hólum (J* 1798) og Björn Gunnlaugsson yfirkennari (tvisvar sinnum). Afmælishátíð allfjölmenn var haldin hér í bænum 23. þ. m. fyrir Helga kaupmann Helgason, í minningu þess, að þá voru liðin 25 ár frá stofnun Lúðrafélagsins, er hann hefur veitt forstöðu alla þá tíð. Aflabrögð eru nú góð á opnum báturn, eink- um í Þorlákshöfn og Selvogi, en á Eyrarbakka og Stokkseyri er frémur lítill afli, enda gæftir stirð- ar. í Höfnum og á Miðnesí er og sagður góð- ur afli, og eins hér inni í flóanum ágætisafli, en lítt stundaður héðan af Innnesjum. A laugardaginn var bjargaðiþilskipið »Hima- laya« úr Hafnarfirði, Þorbirni bónda Guðmunds- syni í Nesi í Selvogi og skipshöfn hans í fiskiróðri. Höfðu þeir hlaðið skipið og haft seil á eptir, en gátu ekki náð landi vegna hvassviðris, enda langt róið undan landi, en fiskinn misstu þeir og skipið lask- aðist við björgun mannanna. Þilskipin, sem inn hafa kornið þessa dagana, hafa fengið góðan afla, hæst »Björgvin« (skipstj. Kristinn Magnússon) 17 þúsund. Fyrir næstliðna helgi hafði Hjalti Jónsson skipstj. á »Swift« feng- ið i&'/z þúsund, en hann lagði út rúmum hálfum mánuði á undan öðrum. ///////////// / /:m& Enhver bör pröve. Veð at sende 10 Kr. faar man tilsendt et nytCylinder Remontoir-Uhr með Kæde med 2 Aars skriftlig Garanti. I Partíer paa mindst 6 St. gives ydermere 10 Procent Rabat. S. Rasmussen, Sværtegade 7, Köbenhavn K. f-------^ ÓDÝRASTA SAUMA3T0FAN í REYKJAVÍK -cö 14 BAN KASTRÆTI 14, hefur ÚRVAL af FA TAEFNUM í Alklæðnaði Sumaryfipfrakka C M—■ <D -4—• æ bJD '03 03 03 ro ’o> QC C- ‘c -Q Reiðjakka, einnig óllu, sem til FA TA keyrir. Ný efni með hverri ferð. Guðm. Sigurðsson. Tilbiinir alklæðnaðir = 20 kr. = Komið í tíma fyrir páskana. Aðsöknin mikil að vanda. H o1 c- 3 s» -r cr c X c fö Q> <2 5’ cn 00 ?r -s O- 3 C 0 í U p p n á m i 0 Spánnýtt tafltímarit! Nauðsynlegt fvrir alla. Koma út 4 hepti á ári, verð: 1 króna. Kaupendur snúi sér til Péturs Zóphoníassonar ritara „Taflfélagsins" i Reykjavík. • -w ^± --++■« Hjá Taflfélaginu í Reykjavík, fæst til kaups: Mjög lítill skákbæklingur;" skákritið í uppnámi, af því koma út á ári 4 hepti; ennfremur skákborð og skákmenn ýmiskonar. Menn snúi sér til Péturs Zophoníassonar, rit- ara félagsins.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.