Þjóðólfur - 03.05.1901, Page 1
ÞJOÐOLFUR.
53. árg.
Reykjavík, föstudaginn 3. maí 1901.
Nr. 22.
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska smjörlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst h j á kaupmönnunum .
Sundurlausir þankar
um nokkur þingmál.
Eptir Arnesing.
II.
Þá ætla eg að minnast á fjárlögin; þau eru
nú augasteinninn okkar, og hefði því átt að nefna
þau fyrst. Það er álit margra, að undanfarin
þing hafi gengið mikils til of langt í >bitlinga« —
eða styrkveitingum til einstakra manna. — Því
skal þó engan veginn neitað, að sumt af »bitling-
unum« hefurkomið að notum, og aðrirkunnaað
verða að notum í framtíðinni, en hinir eru samt
fleiri, sem engin hugsanleg eða sjáanleg not verða
að. Þó er það verst og sorglegast, sem bólað hef-
ur á stundum, að ýmsir »bitlingar« hafa verið
látnir standa á fjárlögunum ár eptir ár, þó allar
kringumstæður séu breyttar frá því, sem var,
þegar sty^karinn upphaflega var veittur og styrk-
þegar hafi verið búnir að sýna það, að þeir voru
betur lagaðir til að »lifa í vellystingum praktug-
lega«, heldur en að vinna þau verk, sem styrkur-
inn var upphaflega ætlaður til; »það má ekki
taka af honum styrkinn, það eru svo mikil von-
brygði fyrir hann«, segja þá hinir hjartagóðu
þingmenn, þegar ekki er öðru »til að dreifa«.
Þessi og því lík »hjartagæzka« þingmanna sýnist
að vera heldur um of. Eg skal hér minnast á
nokkra útgjaldaliði á sfðustu fjárlögum, sem
margir hafa ímugust á. Fyrst má telja það, að
það virðist röng stefna hjá þingi, að otaund-
ir embættismenn að segja af sér, með því að veita
hærri eptirlaun en lög standa til (sbr. séra
Matthías og dr. Þorv. Thoroddsen), en vitaskuld
eru báðir þessir menn mikilhæfir og góðs
maklegir. Þá eru hin nýju embætti tvö, eða
sýslanir: aðstoðarmaður endurskoðanda, og land-
skjalavörðurinn. Þetta kann hvorttveggja að vera
gott og gagnlegt, en ný embætti ætti þingið því
að eins að stofna, að bráðnauðsynleg séu.
Nefna má einnig hina gífurlegu launahækkun til
póstanna og póstafgreiðsluembættin nýju, það
hafa margir rekið í það augun allt saman en —
ef öll vanskil og glundroði á bréfum og böggul-
sendingum hverfur á næstu árum, þá má segja,
að góðu sé fyrir goldið. Guðjón nokkur Guð-
mundsson hefur fengið 500 krónur til landbúnað-
arnáms. Maðurinn kann að vera efnilegur, en
það eru lfka fleiri ungir menn, og ómögulegt að
styrkja þá alla. Páll Ólafsson skáld er með 500
kr. Islendingar eru svo fátækir, að þeirgetaekki
launað nema einu skáldi, enn sem komið er.
Geir Zoéga kennari fær 500 til orðabókar útgáfu.
Það ætti að geta borgað sig, að gefa þá bók út,
þó hann fengi engan styrk til þess úr landsjóði.
Styrkurinn til Stefáns kennara á Möðruvöllum
1000 kr. til að rannsaka fóður- og beitijurtir ermikils
til of hár að byrja með, því að árangurinn liggur
dulinn bak við tjald framtíðarinnar. Viðbótin
við eptirlaun séra Benediks Kristjánssonar 500 kr. á
ári, síðan hann hætti að vera gæzlustjóri landsbank-
ans, virðist óþörf, því honum standa svo nærri
efnaðir menn, sem mundu geta séð um, að hann
■ekki liði nauð í elli sinni. Þá virðast mér 500
kr. eptirlaunaveitingin til séra Þorkels Bjarnason-
ár lftt að verðleikum veitt, því að naumast getur
Það talizt næg ástæða, þótt maðurinn væri kon-
Ungkjörinn og sýktist meðan þing stóð yfir. Þing-
er komið út á athugaverða braut með þessar
sérstöku eptirlaunaveitingar, og brjóstgæðin ein
eiga þar ekki heima og mega ekki ráða atkv.
þingmanna, þá er um almannafé er að tefla. Þar
á annað að vera í fyrirrúmi. Eg skal svo hér
staðar nema, þótt margt fleira mætti nefna, en eg
el þá von í brjósti mínu, að alþing hér eptir
reyni af fremsta megni, að stemma stigu fyrir
hinni sárgrætilegu ölmusunáttúru lærðu mann-
anna, sem virðist vera að fara í vöxt, þegar »betl«
og »flakk« alþýðunnar er að fara úr móð.
III.
(Síðasti kafli).
I staðinnfyrir hina ónauðsynlegustu »bitlinga«,
vil eg láta þingið veita einstökum mönnum nokk-
urs konar verðlaun tyrir unnin afreksverk,
hvort sem þau eru andleg eða líkamleg; slíkt er
uppörfun, til að neyta krapta sinna, hjálpa sjálf-
um sér og landinu sínu. Félagsskap þarfþingið
að efla í landinu, með því að styrkja félö.g, sem
stofnuð eru 1 góðum tilgangi, og líkleg eru til
þjóðþrifa, en helzt eða öllu fremur ætti slíkt að
gerast með hagfeldum lánum, svo ölmusu-náttúr-
an taki ekki upp á því, að nrófla upp ó n ý t u m
félögum á hverri þúfu. Styrkurinn til búnaðarfé-
laga þarf að hækka en ekki lækka, en það ætti
að vera fast og ófrávíkjanlegt skilyrði, að honum
væri varið til jarðabótavinnu árið eptir, en ekki
skipt upp milli manna tyrir það, sembúið er að
vinna, eins og víða hefur viðgengizt. Og hag-
felld lán til jarðabóta þurfum við að fá, ef nokk-
uð á að verða gert að marki. — Prestunum
okkar viljum við launa sjálfir á líkan hátt og ver-
ið hefur, en ekki láta landsjóð gera það, því við
álítum nóg annað nytsamlegra við hann að gera.
Reykvikingar þurfa að fá styrk til að raflýsa bæ-
inn, því það getur flýtt fyrir því, sem án efa
verður hlutverk 20. aldarinnar, að aflið í fossun-
um okkar verði tamið og látið taka til starfa.
Innlendan iðnað þarf að styrkja. Þilskipaútveg-
inn þarf að styrkja, og margt og margt fleira.
Eg get ekki stillt mig um að geta þess, áður
en eg lýk máli mínu, að einn er sá bitlingur eða
styrkur, sem ekki mundi mælast mjög illa fyrir
að þingið veitti (ef sú tillaga lægi fyrir), og það
er nokkur upphæð til að koma Amerlku postul-
anurn »raunalega« og hans nótum, vestur um haf,
því það eru piltar, sem þar eru bezt komnir, og
landið okkar getur vel án verið.
*
* *
Aths. Vér erum ekki að öllu leyti sam-
dóma hinum háttvirta höf., einkum að því er
snertir sumar fjárveitingar alþingis, er hann
minnist á hér í 2. kafla. En skoðun hans mun
vera samkvæm áliti alls þorra alþýðu, og hefur
við mikinn sannleik að styðjast, eins og greinin
yfirleitt er vel og skynsamlega rituð. R i t s t j.
Frumvarp')
til laga um óháð sjálfstjórnarkirkjufélóg á
íslandi.
1. gr. Heimilt skal söfnuðum á Islandi að
taka að sér alla stjórn og umsjá sinna kirkjufé-
lagslegu málefna, eða mynda óháð kirkjufélög,
eptir þeim reglum og með hlunnindum þeim, er
lög þessi ákveða.
2 . g r. Þá er íbúar prestkalls óska að mynda
óháð kirkjufélag, og hafa fengið samþykki hins
þjónanda prests til að halda áfram prestþjónustu
hjá sér eða veita söfnuðinum forstöðu, skal safn-
aðarfulltrúi eða fulltrúar tilkynna það hlutað-
eigandi lögreglustjóra (sýslum. eða bæjarfóg.), og
útnefnir hann hæfa menn til að vera atkvæða-
greiðslustjóra, og skal lögreglustjóri eiðfesta þá
til þess starfa. Kostnað þann, erleiðir af útnefn-
ing og starfi atkvæðagreiðslustjóra bera hlutaðeig-
andi söfnuðir, en safnaðarfulltrúar ábyrgjast og
annast greiðslu hans.
3 . g r. Atkvæðagreiðslustjórarnir skulu halda
fundi með íbúum prestkallsins, er þeim ber að
boða til með nægum fyrirvara, til að leita atkvæð-
is prestkallsbúa um, hvort þeir óska að mynda
óháð kirkjufélag, og hafa um það jafnt atkvæði
allir menn, er heimili eiga í prestkallinu, konur
sem karlar, sem eru fullra 18 ára eða eldri, nema
eigi sé með réttu ráði að læknis dómi. Skal
hinn þjónandi prestur láta atkvæðagréiðslustjórun-
um 1 té nafnaskrá yfir alla prestkallsbúa, er at-
kvæðisrétt hafa samkvæmt þessari gr.
4 . g r. Að lokinni atkvæðagreiðslunni skulu
atkvæðagreiðslustjórarnir senda lögreglustjóra
skýrslu um atkvæðagreiðsluna, ásamt nafnaskránni.
Beri skjöl þessi með sér, að fullir 2/3 hlutar at-
kvæðisbærra prestkallsbúa óski að mynda óháð
kirkjufélag, úrskurðar lögreglustjóri þeim rétt tií
þess, og er sá úrskurður bindandi fyrir alla íbúa
prestkallsins. Afrit af úrskurðinum skal lögreglu-
stjóri senda hlutaðeigandi prófasti, er tilkynnir
biskupi, en lögreglustj. tilkynnir yfirboðurum sínum.
5 . g r. Nú losnar prestkall, og óska íbúar
þess við það tækifæri að mynda óháð kirkjufé-
lag, og skulu þá safnaðarfulltrúar tilkynna það
prófasti. Hafi prófastur fengið slíka tilkynning
frá öllum söfnuðum prestkallsins, innan 4 vikna
1) Verður aðlíkindum lagt fyrir næstaalþingi.