Þjóðólfur - 03.05.1901, Side 3
87
sett upp úr 26 kr. í 28 kr. 200 ® og hrísgrjón úr
30 kr. í 32 kr. 200 ®. Mönnum þykir mikill munur
á kaupstaðarverð i á hrísgrjónum eða ( kaupfélag-
inu, þau eru þar vanalega um 20 kr. auðvitað ekki
meiri munur á þeimenmörgu öðru. Það væri’fróð-
legt, að blöðin flottu meir en þau gera af vöruverði,
bæði á útlendum og innlendum vörum frá ýmsum
stöðum, bæði utanlands og innan.
Líknarstofnun.
Fr. í „ísafold" hefur fundið ástæðu til að finna að
grein minni í Þjóðólfi um, að engin Kknarstofnun
væri til fyrir ólánsmenn hér á landi. Eg nefndi
■dæmi því til sönnunar, að hennar væri ekki vanþörf
hjá okkur. Allur bærinn sá og þekkti þetta dæmi;
það fór svo sem ekki leynt, að því var þannig var-
ið, eins og eg hef tekið fram í Þjóðólfi, þó að Fr. |
gefi í skyn, að honum hafi ekki verið kunnugt um
það. Það er eins og honum finnist, að nóg hafi
verið aðgert. En það var ekki ætlun mín að fara
að ásaka hvorki Fr. eða annan einstakling um það,
að þeir hefðu persónulega „gengið tram hjá". Góð-
verkanna má auðvitað geta, hvort sem þau.eru fleiri
eða færri, en þau sem talin eru upp í „ísafold". En
það var eins og eg vildi benda á í Þjóðólfi, — ein-
staklingunum ofvaxið að færa þá réttu björg í þessu
efni og því fannst mér ekki úr vegi, að minnast á,
hvort þjóðfélagið gæti ekki hlaupið undir bagga
með að bjarga mannslífi, þegar einstaklingunum væri
það um megn. En Fr. minnist ekki á það einu orði;
hann hefur ekki fest hugann við aðalefnið í grein
minni, hugsjónina sem í henni var falin, heldur vill
hann nú fara að þrátta um þessa manns æfi, en það
er ekki tilætlun mín. Því einu verð eg að svara,
að það er ekki nóg afsökun, að ofdrykkjumanni,
sem ekkert heimili á, séu fengnir einhverjir peningar
í hendur eða leyft að koma einhversstaðar til þess
-að biðja um matbjörg; hann fer ekki með pening-
ana, eins og hann ætti að fara með þá, af því að
hann er afvegaleiddur, og vegna óþrifanna og tötr-
anna forðast hann að koma á sjálf heimilin. Þó að
hann fái hvorttveggja skilding og bita — getur
hann ekki af sjáýsdáðum hafið sig upp á æðra stig,
getur hann ekki bætt sig, getur hann ekki orðið
maður aptur, þó að viljinn væri. Þessvegna á þjóð-
félagið að taka hann að sér, láta hann vinna það,
sem honum er viðfelldnast á líknarstofnuninni, heim-
ili hans, og koma honum í skilning um, að hann
sé þar ekki sem beiningamaður, sé ekki úrhrak, sem
gustuk sé að gefa bita og skilding, heldur fái hann
ljós, hita, fæði og skæði, af því að hann hafi hlut-
verk af hendi að leysa eins og aðrir menn, og vinn-
an sé jafn heiðarleg, hvort sem það er einstakur
maður, þjóðfélagið eða opinber stofnun, sem geldur
honum þóknun fyrir verk hans. V. J.
Póstþjófnaður. 17 ára gamall piltur, sém
nokkur undanfarin misseri hefur borið út bréf hér
um bæinn og verið til aðstoðar á pósthúsinu í við-
lögum, hefur orðið uppvís að þjófnaði og situr nú í
varðhaldi undir rannsókn. Hafði póstmeistari fyrst
orðið var við, að ekki var allt með felldu, og hafði
því nánar gætur á pilti þessum, unz hann fékk full-
ar sannanir í hendur, og játaði þá pilturinn þegar
fyrir honum, að hann hefði stolið rúmum 200 kr.,
úr (6) peningabréfum, en ónýtt svo bréfin. Við nán-
ari rannsókn heima hjá honum fundust ýms bréf,
sum upprifin, er hann hafði ekki borið út um bæ-
inn m. fl. Það ætla menn, að meiri brögð séu að
þjófnaði þessum, heldur en piltur þessi hefur enn
meðgengið. ____________
Veðuráttufar í R.vik í aprílmánuði.
Medalhitt á hádegi . . + 2.1 C. (í fyrra + 4.5)
—„ nóttu . . . + 1.9 „ ( —„----P 0.3)
Mestur hiti „ hádegi (30.) + 10 „
— kuldi „ — (3O-F 7 „
—„— hiti „ nóttu (30.) + 6 „
—„— kuldi „ „ (3O -r- 12
Mjög kaldur framanaf mánuðinum — norðanátt —
og gerði hér alhvíta jörð við og við; aðfaranótt
h. 23. snjóaði hér talsvert. Síðustu dagana far-
ið að hlýna í veðri. -
Vs 1901. J. Jótiassen.
TUBORG 0L frá hinu stóra ölgerðarhúsi Tuborgs Fabrikker í Khöfn er al-
þekkt svo sem hin bragðbezta og nœringarmesta bjórtegund
og heldur sér afbragðsvel.
TUBORG 0L, sem hefur hlotið mestan orðstír hvarvetna, þar sem það hefur
verið haft á sýningu, rennur ut svo ört. að af því seljast 50,
000.000 fl. á ári, sem sýnir, hve miklar mætur almenningur
hefur á því.
TUBORG 0L fœst nœrri því alstaðat á íslandi og ættu allir björneytendur
að kaupa það.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn þ. 6. maí næstkomandi verð-
ur opinbert uppboð haldið í Hafnarfirði, er
byrjar kl. 12 á hádegi, og þar seldir ýmsir
verðmætir munir tilheyrandi kaupmanni P.
Ward, þar á meðal 5 uppskipunarbátar, tveir
smábátar, annar úr mahogni, mörg vatnsílát,
4 stórir fiskþvottakassar, vírnet, manillakaðl-
ar, præsenningar, um 100 kolapokar, járn-
smiðja, húsbúnaður, búsgögn, og margt fleira.
Söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 29. apríl 1901
Páll Einarsson.
Nýtt nautakjöt, reykt kjöt
og skilvindusmjör
fæst daglega í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
j ---
ODYRASTA
4
SAUMASTOFAN I REYKJAVlK
14 BANKASTRÆTI 14,
Skötau fyrir ungl. og börn fæst í
verzlun Jóns Þórðarsonar.
Leirtau og allsk. email. áhöld fæst
hvergi eins ódýrt og í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
4Z> Hátíðasöngvar 4Z>
eptir séra Bjarna Þorsteinsson, kr. 1,50.
Sex sönglög eptir sama. Verð 0,75,
fást í verzlun
Guðmundar Ólsens
Jörð til sölu og ábúðar.
Heimajörð Stóru-Vogarí Gullbringusýslu
með hjáleigunni Garðhúsum er til sölu nú’
þegar, og fæst til ábúðar í fardögum 1902. Vænt
steinhús fylgir jörðinni, 14 ál. langt og 10 ál.
breitt. í meðalári fást 3 kýrfóður; útheysslægjur
eru litlar, en 'landkostir góðir, og útbeit fyrir sauð-
fé er í bezta lagi bæði í fjöru og heiðarlandi.
Flesta vetur gengur sauðfé þar af gjafarlaust. Við
Vogastapa var árlega til skamms tíma bezta veiði-
stöð við Faxaflóa. Verðið er lágt og borgunar-
skilmálar góðir.
Lysthafendur snúi sér til stjórnar Landsbankans.
ftilkeborg [(lædefabrik
tekur ekki ull og ullartuskur fyrir lægsta
verð (eins og auglýst er um aðra verksm.
í Þjóðólfi) heldur vinnur hún fyrir lægsta verð
úr ull og ullartuskum, sem tekið er að ðllu leyti
í fataefnin, (ekki að nokkru leyti).
Valdimar Ottesen.
Gísli Þorbjarnarson
í Reykjavík
er umboðsmaður Chr. Junchers klæðaverk-
smiðju í Danmörku, sem er ein hin stærsta,
elzta og bezta klæðaverksmiðja á Norður-
löndum, tekur bæði tuskurogull, og vinnur fyrir
lægsta verð, hefur vanalega mikið úrval af tau-
um á lager. Pantanir fljótt afgreiddar. Islenzk
ull er tekin að nokkru upp í ullartau, á 1 kr.
hvert ®. Alenn snúi sér til Glsla Þorbjarnar-
sonar, sem gefur nánari upplýsingu og sýnir tauin.
1—2 herbergl óskast til leigu frá 14. mai
með aðgang að forstofu, hezlt í iniðjum bænum.
Ritstj vísar á.
Gufubáturinn
kaupmanns.
ERFIÐISMENN og sjómenn, iðnaðar-
menn og verzlunarmenn geta fengið alfatnaði
fyrir 10—35 kr. — Yfir
100 klæðnaði um að velja.
Hvergi á íslandi fást betri fatnaðarkaup. Reið-
jakkar 13 kr. Sérst. buxur 3,50—10,00 kr.
Með „Ceres“ er von á 50 drengjaklæðn-
uðum, sem seldir verða með lágu verðihanda
3—20 ára gömlum pilturn.
Reykjavík 30. apríl 1901.
Jón Þórðarson.
HÖfuðfÖt allskonar og hálStaU er
nýkomið í verzlun
Jóns Þórðarsðnar.
,Oddur4
Eptir samningi við umboðsmann sýslu-
nefndarinnar í Rangárvallasýslu, herra prest
Skúla Skúlason í Odda, fer gufubáturinn „Odd-
ur“ í sumar 2 ferðir milli Eyrarbakka,
Stokkseyrar, Skúmsstaða og Hall-
geirseyjar í Landeyjum, og Holtsvarar
undir Eyjafjöllum:
/. ferð tnilli /. og 10. júní,
2. — — 28. júní og 6. júlí
Pöntun á vörum frá Lefoliisverzlun verð-
ur að vera komin til mín í seinasta lagi 2
dögum á undan áætlun.
Eyrarbakka 18. apríl 1901.
P. Nielsen.
Til
• GÍSLA ÞORBJARNARSONAR
Ageet mjölkurkýr, sem á að bera um
Jónsmessu, er til sölu 1 vor. Ritstj. vísar á,
kemnr með „Ceres" 6. þ. m. karla- kvenna-
og barnanærfatnaðir og sokkar, aiitprjónað
úr ull, og verður selt miklu ódýrara en hér
er áður þekkt. Utsölustaður verður síðar
auglýstur.
Þrándheims-gulrófufraa fæst hjá.
Guðttt. Guðmundssyni lækni á Stokkseyri.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.