Þjóðólfur - 24.05.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.05.1901, Blaðsíða 2
98 hvem fulltrúa eða erindsreka við konungshlið ytra, enda þótt ráðgjafinn íslenzki sigldi endrum og sinnum með meiri háttar lög frá þinginu. Það lá einnig 1 eðli tillögu minnar, er ekki fer fram á neina stjómarskrárbreytingu, að eg tók ekki ákvæðið um skipun landsdóms upp 1 hana, eins og gert var 1 tillögunni 1895, því aðtilþess útheimtist stjórnarskrárbreyting. Sama var að segja um sérstök ábyrgðarákvæði fyrir æzta stjórnanda innanlands. Það gat ekki átt heima í minni til- lögu, er ekki stendur 1 neinu sambandi við tillöguna frá 1895, af því að þær standa á öldungis óllkum grundvelli, eru alls annars eðlis, eins og eg hef þegar sýnt fram á. Önnur varpaði frumkvæðisrétti ísl. þióð- arinnar og alþingis í sjálfstjórnarmáli voru fyrir borð og bað stjórnina um ný stjórnarskipunarlög, hin tillagan afsalar sérengum réttindum, en krefst að eins þess, að þjóðin fái þær umbætur á stjórn- arfarinu, sem vér þykjumst eiga fulla heimtingu á að fá án stjórnarskrárbreytingar. Að knýja nú fram stjórnarskrárbreytingu, meðan þessi stjórn, sem nú er, situr að völdum í Danmörku, er svo heimskulegt og vanhugsað, að það nær engri átt. Og svo lætur »ísafold« í veðri vaka, að undir eins og stjórnarbreyting verði þar, þá eigum vér óðara að krefjast frekari breytinga á stjórnarskránni. Þetta er að eins sagt út í hött til að villa og blekkja, til að knýja fram nú þegar það sem Hafnarstjórnarmennirnir eru að berjast við: inn- limun Islands 1 Danmörku og breytingin á 61. gr. o. s. frv. Þeir vita, að þetta gengur ekki, ef það er mjög lengi á dagskrá. Það má ekki leyfa mönnum að rýna oflengi í spilin hjá þeim. Tillaga mín átti að vera bending til þingsins nm, að ekki væri nú þegar hrapað að neinni ó- hyggilegri eða háskalegri breytingu á stjórnar- skránni, og álít eg þann veg. er tillagan fer, eink- ar heppilegan að sinni, eða að minnsta kosti á næsta þingi. En auðvitað má bæta hana og laga* Eg ætlaði aldrei að gera hana að neinu framtið- arprógrami. Hún ber það sjálf með sér, get- ur ekki verið það í eðli sínu. Hún er að eins bráða birgðar-yfirlýsing um, hvernigísl. þjóð- in lítur á málið, að hún krefjist breytingar á stjórnarfarinu, samkvæmtgildandi stjórnarlög- um, en óski ekki eptir neinni bindandi samþykkt eða breytingu á stjórnarlögunum sjálfum að svo stöddu. Þetta ætti að vera nokkurnveginn skiljanlegur munur, jafnvel ritstjórum ísafoldar, þótt skilningssljóvir séu og seingáfaðir, að því er ráða má; að minnsta kosti hafa þeir þrá- fallt fært mönnum heim sanninn um, að þá skortir alla hæfileika til að þekkja og meta sjálfa sig rétt, eða ræða um nokkur almenn mál svo, að menn séu nokkru bættari eptir en áður; allt lendir 1 einum eig og vaðli, »upp og niður og niður og upp«, kryddað með lokleysuskæting og hermdarorðum til persónulegra hatursmanna. Þar eru allar varnirnar, þegar í nauðírnar rekur, allir vitsmunirnir, þegar öllu er á botninn hvolft. Ekki er furða, þótt slíkir piltar séu drýldnir!! Það veitir heldur ekki af að hrækja hraustlega um þessar mundir, þá er forlög Kartagóborgar eru jafn auðsæ, eins og forlög valtýskunnar þeirra á þinginu í sumar. H. Þ. Heiöurssamsseti var þjóðskáldinu Stein- grími Thorsteinsson yfirkennara, r. af dbr. hald- ið hér í bænum (í Iðnaðarmannahúsinu) sunnu- dagskveldið 19. þ. m. á 70. afmælisdegi hans. Voru þar samankomnir rúmir 70 manna, karlar og konur. Rektor Björn Ólsen hélt ræðu fyrir heiðursgestinum. Einnig töluðu þar Guðm. Finn- bogason cand. mag., Bjarni Jónsson kennari (frá Vogi) o. fl. Þar varogsungið eptirfarandi kvæði til heiðursgestsins, er Bjarni frá Vogi hafði ort: Á vögguna þína fyrst vorgeislinn skein og vorgolan strauk þér um lokka og þröstinn þú heyrðir á gróandi grein og glaðróma heiðlóar flokka. Því varð þér svo létt um þín vordagaljóð um vona og ástar og sólar glóð. í æskunni frelsisins vorómur var þér vinur, sem kært var að heyra, er kröfur um sjálfstæði sífellt hann bar og söng þær við landsmanna eyra. Því varðst þú svo óðsnjallr um íslands hag og alvöru-kjarnyrt þitt þjóðvorslag. Og hafðu nú þökk fyrir hörpunnar söng og hjartnæmu, þýðlegu slögin, því þó að þín ævi sé orðin svo löng þér aldregi döpruðust lögin. Og þökk fyrir trú þfna á land og á lýð og ljóðbornar vonir um fegurri tíð. Og njóttu enn sjötugur vonar og vors, sem værir þú upp á þitt bezta, og njóttu enn aflgleði æskunnar þors, sem aldurinn rænir þó flesta. En ellin hin þungstíga aldrei þér nær, því að æskan í ljóðum þér sífellt hlær. Sama daginn, áður en samsætið hófst, gengu allir skólapiltar 1 fylkingu heim til yfirkennarans, fluttu honum ávarp og færðu honum að gjöf mjög fallega bréfapressu úr fílabeini, með útskorinni gyðjumynd á og mynd af hörpu, mjög haglega gerðri af Stefáni hinum »oddhaga» Eiríkssyni. Jafnframt fluttu þeir og hinu aldna skáldi kvæði það, er hér fer á eptir, ort af Jóhanni G. Sigurðs- syni skólapilti: Heill sé þér, skáld og menntavinur mæri, margfalda þökk ljóð þetta viljum vér, að frá oss færi. Fósturjörð klökk vorskrúða sveipuð heilsi öldnum hali; heilagar vættir syngi kvæðin þín. Beri grund og bali blómklæðin sín. Blómálfar hnýti þér í djúpum dölum dýrðlegan kranz; fossbúinn kveði hátt í hamra sölum helgisöng lands, Sjötugu skáldi sýni þannig lotning sú, sem að hefir fóstrað öll þín ljóð ; íss og ægis drottning, íss, land og þjóð. Þín hefir lengi hljómað harpan skæra, hreimfögur, þýð; fagurt er hjá þér feðramálið kæra; fossar í hlíð hafa ei leikið hljómfegur á strengi, helgar þar raddir kitla eyru manns. Mæra mun þig lengi mengi vors lands. Harpan þín góða hjörtun fyllir ungu heilagri þrá. Fáir þér betur frelsisljóðin sungu, fósturjörð á. Þigg af oss lítinn vott um viðurkenning, vott um þá þökk, sem allir færa þér, meðan nokkur menning má þróast hér. Helber ósannindi eru það í ísafold 18. þ. m., að það hafi verið tillaga Sigurðar þingm. Sigurðssonar, er samþykkt var 1 stjómarskrármálinu á þingmálafundunum í Ár- nessýslu,þvl að sú tillaga var fráséra Magnúsi áTorfa- stöðum, og virtist hann koma með hana heiman að frá sér skrifaða, en Sigurður bar enga til- lögu upp í þessu máli á neinum fundi. Hvað blaðinu gengur til að skrökva þessu, er ekki sjá- anlegt, því að það getur ekkert grætt á því, en orðið sér hreint og beint til minnkunar, með því að hér eru svo margir vottar, sem geta staðið mál- gagnið að beinum ósannindum í þessu. Og hér getur blaðið ekki afsakað sig með neinni missögn, með því að það er á margra manna vitorði, að ritstjórarnir hafa talað við þá báða M. og S. ept- ir fundinn. En hver veit nema S. hafi haft þessa tillögu í vasanum héðan að sunnan og afhent hana séra M. til flutnings fyrir fundinn á Mos- felli. Að minnsta kosti tóku menn eptir því, að séra M. fékk eitthvert áríðandi bréf að sunnan með Sigurði. Og hefur þá Birni skjátlazt þar illa, að ljóstra þessu ráðabruggi upp. En hvernig sem því er varið, mun tillagan ekki samin af Sigurði- Hann á víst engan staf 1 henni. — Annars eru frásagnir blaðsins um fundi þessa að öðru leyti mjög villandi og hlutdrægar, og dettur oss ekki í hug að eltast við slíkt. T. d. stendur málgagn- ið á því fastara en fótunum, þvert ofan í ályktanir fundanna, að Árnesingar vilji endilega »stóra bankannll Það kann ekki að skammast sín. Þá er þess er gætt, að tillaga séra M. var samþ. með einum 6 atkv. mun á Mosfellsfundin- um og 20 manns þar greiddu ekki atkv., en með 3 atkv. mun á Selfossi og önnur tillaga samþ- þvert ofan 1 hana, þá virðist ekki mikil ástæða fyrir stjórnarmálgagnið að gleðjast til muna yfir atkvæðagreiðslu Árnesinga í þessu máli. Og fyr- ir menn þá, er nú lögðu sig mestílíma fyrirval- týskuna var þetta harla lítilfjörlegur græðiplástur á kosningarúrslitin 1 haust. Þess skal t. d. get- ið, að allur þorri Grímsnesinga, þar á meðal all- ir helztu bændur þar, eru algerlega mótfallnir allri valtýsku, þótt svona færi á Mosfeþsfundinum. Sama er að segja um Grafningsmenn, Þingvallasveitar- menn, meiri hluti Tungnamanna og Skeiðamanna og allan þorra Flóamanna og Eyrbekkinga. Það eru aðallega Hreppamenn, er af vissum ástæðum fylgja hinum flokknum, auðvitað meiraaf kappi en sannfæringu, enda játuðu sumir bændur þar eptir fundinn á Húsatóptum, að þeir vissu ekki, hvers biðja bæri 1 þessu máli, og legðu ekki svo mikla áherzlu á það, þótt þeir væru að samþykkja þess- ar ályktanir í því. Þess skal getið, að höfðingi þeirra Hreppamanna, séra Valdimar prófastur Briem, er var fundarstjóri á Húsatóptum, og kom þar mjög liðlega fram, greiddi ekki atkvæði um tillögu séra Magnúsar, ekki heldur Jón dbrm. í Skeiðháholti, gáfaður karl og hygginn, sem nú er nærfellt 87 ára gamall og hinn ernasti enn. Gat hann þess síðar, að hann hefði lesið málið ítarlega frá báðum hliðum, og jafnan sannfærzt beturog bet- ur um, að valtýskan væri óhafandi. Til ,ísafoldar‘. Isafold kvað »laugardaginn 19. Maí« þ. á.— en sá dagur hefur reyndar ekki verið til á þessu ári annarstaðar en í Isafold — hafa fundið ástæðu til þess að fara að nefna mig eitthvað 1 sambandt við það, sem hún minnist á kver eitt, sem ný- lega er útkomið hér 1 bænum, og kallast: »Um laumuspilið eða þann sérstaka. Valtýskan krufin«, og heyri eg sagt, að flestir skilji orð blaðsins svo, að eg muni vera höfundur þessa rits. Þó að þa<3 væri mér næstum því fullt svo mikill sómi að hafa samið þetta ritkorn, eins og ef eg hefði verið höf- undur að bæklingi þeim, sem einu sinni var prent- aður í ísafoldarprentsmiðju, og nefndist »Ráð- gjafinn á þingi«, — og þó að ísafold komi það, þykkjulaust talað, ekkert við, hvort eg er höfund- ur þessa kvers eða ekki — ætla eg samt, til þesS að hafa engan sóma af þeim mönnum, sem e'ga hann, að geta þess, að eg vissi þá fyrst af r'11 þessu, þegar piltur einn bauð það prentað til sölú heima hjá mér. ísafold getur því í næsta skip)1 snúið sómanum á hendur þeim, er henni þy^ir maklegastur eptir mig. — í annan stað heyri e8 sagt, að velnefnt blað lýsi það með prýðileguin munnsöfnuði »tilhæfulausa lýgi og hana af illgirtl islegra taginu«, að dr. Valtýr Guðmundsson haú við háskólann 1 Kaupmannahöfn með höndum eU1 bætti það, er fylgi prédikunarskylda í pólitík u á íslandi, — allt þangað til eg hafi lýst því J r' að hann hefði v í s t þetta prédikunarembsetti.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.