Þjóðólfur - 09.07.1901, Page 3

Þjóðólfur - 09.07.1901, Page 3
i35 felur hann á medan oðrum manni á hendur stjórnarstórf sín innanlands á sína ábyrgð, en gceta verður hann fess, að sámaður full- nœgi öllum þeim skilyrðum, sem heimtuð eru af mónnum til að gegna embætti á íslandi. 4. gr. (5. gr. stj.skr.). Konungur stefnir saman reglulegu alþingi annaðhvort ár. An samþykkis konungs má þingið eigi setu eiga lengur en 8 vikur. Ákvæðum greinar þess- arar má breyta með lögum. 5. gr. (11. gr. stj.skr.). Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráða- birgðalög milli þinga, fjárlögin þó því að eins, að þingið hafi eigi getað komið sér saman um þau. Bráðabirgðalög mega eigi koma í bága við stjórnarskrána, og skulu þau ætíð lögð fyrir næsta alþingi á eptir. 6. gr. (12. gr. stj.skr.). Konungur náð- ar menn og veitir almenna uppgjöfá sökum. Þó getur hann eigi náðað ráðherrana, nema með samþykki neðri deildar alþingis. J. gr. (14. gr. stj.skr.). Á alþingi eiga sæti 32 þjóðkjörnir alþingismenn og 4 alþing- ismenn, er konungur kveður til þingsetu. Tölu hinna þjóðkjörnu alþingismanna má breyta með lögum. Bæði kosningar hinna þjóðkjörnu alþingismanna og umboð þeirra, er kvaddir eru til þingsetu af konungi, gilda venjulega fyrir 6 ára tímabil, og umboð þeirra, er konungur tilnefnir eins fyrir það, þótt al- þingi kynni að verða leyst upp. Deyi nokk- ur eða fari frá af þeim,. sem kosnir eru eða kvaddir til þingsetu, meðan á kjörtímanum stendur, skal samt að eins kjósa eða kveðja til þingsetu fyrir það tímabil, sem eptir er af kjörtímanum. 8. gr. (17. gr. stj.skr.). Kosningarrétt til alþingis hafa: a. bændur, er bú hafa á 1 hndr. úr jörðu eða meira og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, er með sérstakri ákvörðun kynnu að vera undanskildir einhverju þegnskyldu- gjaldi, eigi fyrir það missa kosningarrétt sinn; b. allir karlmenn í kauþstöðum og hreþþ- um, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjalda að minnsta kosti 4 kr. á ári, sem aukaútsvar ; c. embættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða eru skipaðir af yfirvaldi því, er konungur hefur veitt heimild til þess; d. þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, embættispróf við prestaskólann eða lœknaskólann í Reykjavík, eða eitthvcrt ann- að þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki séu þeir í embætt- um, ef þeir eru ekki öðrum háðir sem hjú. Með lögum má veita konum kosningar- rétt til alþingis. Enginn getur átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þeg- ar kosningin fer fram, hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, eða hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða honum verið gefinn hann upp. Með lögum má breyta ákvœðunum um auka-útsvarsgreiðslu í stajl. b. 9. gr. (18. gr. stj.skr.). Kjörgengur til alþingis er hver sá, er hefir kosningarrétt sam- kvæmt því, er nú var sagt, ef hann 1. ekki er þegn annars ríkis eða að öðru feyti er í þjónustu þess; 2. hefir að minnsta kosti í síðustu 3 ár ver- ið í löndum þeim í Norðúrálfunni, er liggja undir Danaveldi; og 3. sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þegar kosningin fer fram. Kjósa má samt þannmann, sem á heima utan kjördæmis eða hefir verið þar skemur en eitt ár. Hinar nákvætr\ari reglur um kosningarn- ar verða settar í kosningarlögunum. III. 10. gr. (ný gr). Alþingi er friðheilagt. Hver, sem raskar friði þess eða frelsi, gej- ur eða hlýðir þar að lútandi fyrirskiþunum, verður sekur um drottinssvik. 11. gr. (19. gr. stj.skr.). Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungur eigi til tekið annan samkomudag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 12. gr. (25. gr. stj.skr.). Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er sam- an komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland fyrir tveggja ára fjárhagstímabil- ið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja tillag það, er samkvœmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu, 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sérstaklegu gjalda íslands. Þó þannig, að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar Islands, eins og þau verða ákveðin af konunginum. Gjöld, sem ákveðin eru með gildandi lögum, tilskipunum, konungsúrskurðum, eða öðrum gildum ákvörðunum, skulu, þangað til breyting verður á því gjörð með lögum, bæði í frumvarpinu til fjárlaganna og í þeim sjálfum færð til með þeim upphæðum, sem einu sinni eru ákvednar, nema krafist sé sér- staklega viðbótar fyrir hið einstaka fjárhags- tímabil eða hún veitt. Frumvarp til fjárlaganna og eins frum- varp til fjáraukalaga skal jafnan fyrst leggja fyrir neðri deild alþingis. 13. gr. (28. gr. stj.skr.). Þegar lagafrum- varp er samþykkt í annarihvorri þingdeild- inni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykkt. Verði þar breytingar á gjörðar, gengur það aptur til fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aftur gjörð- ar breytingar, fer frumvarpið að nýju til hinn- ar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málstofu, og leiðir þá alþingi málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess að gjörð verði fullnað- arályktun á máli, að meir en helmingur þing- manna úr hvorri deildinni um sig sé á fundi, og eigi þátt í atkvæðagreiðslunni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku máls- atriði, en til þess að lagafrumvarp, að und- anskildum frumvörpum til fjárlaga og fjár- aukalaga, verði samþykk't í heild sinni, þarf aptur á móti að minnsta kosti, að tveir þnðj- ungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. 14. gr. (34. gr. stj.skr.). Ráðherranum á íslandi skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðunum eins opt og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. Ráðherrann getur einnig veitt öðrum manni umboð til þess a sína abyrgð að mœta á alþingi, þegar sjúkdómar eða önnur slík forfóll hamla honum frá því. Atkvæðisrétt hefir ráðherrann eða sá, sem kemur í hans stað, því að eins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. 15. gr. (36 gr. stj. skr.). Hvorug þing- deildin má gera ályktun um neitt, nema meir en helmingur þingmanna sé á fundi og greiði þar atkvæði. 16. gr. (39.gr. stj.skr.). Þyki þingdeild- inni ekki ástæða til að gjöra ályktun um eitthvert málefni, þá getur hún vísað því til ráðherrans a íslandi. 17. gr. (40. gr. stj.skr.). Fundir beggja þingdeildanna og hins sameinaða alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur hlutaðeigandi forseti eða svo margir þing- menn, sem tiltekið er í þingsköpunum, kraf- izt að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og skal þá þingdeiíd sú, er hlut á að máli, skera úr, hvort ræða skuli málefnið f heyr- anda hljóði eða á leynilegum fundi. 18. gr. (62. gr. stj.skr.). Stjórnarskiþ- unarlög þessi um breyting á stjórnarskra um hin sérstaklegu malefni fslands, g.jan. 1874, öðlast gildi asamt þeirri ákv'órðun um stund- arsakir, er hér fer a eþtir. 19. gr. (2. ákvörðun um stundarsakir í stj.skr,). Þangað til lög þau, er getið er um í 3. gr. 1. málsgr., koma út, skal hæstirétt- ur ríkisins dæma þau mál er konungur eða neðri deild aiþingis kann að höfða á hend- ur ráðherranum á tslandi út af embœttis- fœrslu hans, eptir þeim málsfærslureglum, er gilda við nefndan rétt. Smágreinar um grasræktina. Eptir Jón Jónatansson. VII. I akuryrkjulondunum hata menn hinn mesta sæg af ýmiskonar plógum og herfum, og fer lög- un þeirra eptir ástandi jarðvegarins og tilgang- inum með noktun þeirra. Hjá oss er ekki nú sem stendur um neina akuryrkju að ræða, og vér þurf- um ekki á margbreyttum áhöldum að halda, og allra sízt meðan vér ekki höfum tekið upp gras- rækt með sáningu. En þrátt fyrir þetta þá getur eitt plógform ekki átt við undir öllum kringum- stæðum. Ólafsdalsplögurinn er ætlaður til þess, að nota hann á allskonar jörð og hann er bæði að því er lagið og stærðina snertir mjög vel snið- inn eptir vorum kringumstæðum. Hann er ágæt- ur á lausa jörð og nægilega sterkur til að bola þó jörðin sé dálítið grýtt, en hann er of erviður fyrir hestana á seigri mýrarjörð, þótt hún sé nokk- urnveginn þur. A slíkri jörð þurfum vér að hafa sérstakan plóg, sem þarf að vera frábrugðinn hin- um að ýmsu leyti, einkum ætti hann að hafa lengri veltifjöl og brjóta jörðina minna, hin seiga mýrajörð er svo samloðandi, að lítt mögulegt er að láta plóginn brjóta hana í fyrsta sinn, og sé plógnum ætlað að gera þetta verður það aðeins til að þyngja dráttinn, ristillinn þarf að bíta vel og vera svo þunnur sem unnt er. Þetta hefur af- armikla þýðingu og einkum þar sem mjög þýft er og strengurinn verður að vera svo þykkur í þúfunum. Tilraunir, sem gerðar hafa verið 1 Dan- mörku með misjafnlega þykkaristla sýna, að þeg- ar bakkaþykkt hans eykst um x/4 þuml., eykst dráttarþungi plógsins um 60%. Hið sama má segja um skerann, hann þarf einnig að vera vel beittur. Þetta er hinn helzti mismunur, sem vera þarf á þeim plógi, stm ætlaður er fyrir seiga mýra- jörð, og hinum, sem ætlaður er fyrir lausari, og ef til vill grýtta jörð. Mismunurinn er ekki mik- ill, en þó svo mikill, að mönnum hlýtur að vera Ijóst, að ekki er hægt að fullnægja svona ólíkum

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.