Þjóðólfur - 09.07.1901, Side 4
136
kröfum með einum og sama plógi. Undir hin-
um mest algengu kringumstæðum verður Ólafs-
dalsplógurinn hinn hentugasti fyrir oss, og að hann
sé of þungur fyrir vora hesta í vanalegri jörð vita
þeir, sem hafa reynt hann, að er fjarstæða. Eg
hef heyrt ýmsa finna það að Ólafsdalsplógnum,
að hann væri ofstör, en eg álít, að hann megi
alls ekki vera minni, því eptir því sem plógurinn
er minni, eptir því verður hann óstilltari í drætti
og þarf því plógmaðurinn að beita meira afli til að
halda plógsporinu beinu, — en þetta þyngir drátt
inn meira en þó plógurinn væri nokkrum pund-
um þyngri og plægingin verður þá einnig ver af
hendi leyst. Það er meira komið undir laginu
á plógnum en stærð hans, hversu léttur hann er
, í drætti. Eg hef séð erlendis margar tegundir af
hinum almenna plógi og reynt eigi allfáar, og eng-
in þeirra hefur mér virzt taka Ólafsdalsplógnum
fram að neinum mun, þegar litið er á vorar kring-
umstæður. En það má fá ýmsa útlenda plóga, sem
vel má nota hér, og einkum létta plóga, sem
brúka má á mýrarjörð með því að laga ristilinn.
Svo margbreyttar myndir, sem menn hafa af
hinum almenna plógi, þá er það þó lítið í sam-
anburði við herfin. Undir vorum núverandi kring-
umstæðum þurfum vér ekki á svo margbreyttum
herfum að halda, en vér þurfum þó að hafa herfi
með mismunandi djúpgöngu fyrir hverskonar jörð
sem er, og vér þurfum að fá hentug herfi til að
losa sundur grasrót og seiga mýrajörð, og til þess
er valtaraherfi (Rullehorv) einkar hentug og slfk
herfi er hægt að fá einkar hentug frá Noregi. Herf-
in, sem komið hafa frá Ólafsdal, eru góð á vana-
lega túnjörð og aðra lausa jörð, sem rist er ofan
af, en ekki fyrir seiga jörð. Hin sænsku djúp-
gönguherfi, sem hér eru til á einstöku stað, eru
heldur ekki hentug fyrir slíka jörð, en annars eru
þau ágæt; þó væri æskilegt, að vér gætum fengið
þau í minna formi. Hnífaherfi mætti einnig reyna
að nota hér á seiga jörð, og trúi eg ekki öðru en
smiðir vorir geti búið þau til eptir teikningu, ef
einhver vildi reyna þau.
Þingmálafund
héldu Sunnmýlingar að Höfða á Völlum 12. júní. Var
þar mættur annar þingmaður kjördæmisins, Gutt-
orraur Vigfússon í Geitagerði og nær 30 kjósendur. —
Fundarstjóri var kosinn cand. Björgvin Vigfús-
son og skrifari séra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi.
Eptirfylgjandi tillögur voru ræddar og samþykktar:
1. Samgöngumál:
a. Fundurinn skorar á báða þingm. sína að
gera allt, sem í þeirra valdi stendur til, að fé verði
lagt úr landsjóði á þessu þingi til akbrautarlagning-
ar um Fagradal, sem fundurinn skoðar eitt fyrsta
lífs- og framfaraskilyrði Fljótsdalshéraðs. —
Akbraut yfir Fjarðarheiði er fundurinn algert
mótfallinn og vill heldur bíða betri tíma f akbraut-
armálinu, en að lagt verði fé til akbrautar yfir hana.
b. Fundurinn skorar á þingið að hlutast tii um,
að Selfljótsós verði mældur upp til uppsiglingar fyr-
ir strandbátana. —
c. Fundurinn skorar á þingið, að breyta vega-
lögunum í þá átt, að þeim hluta sýsluvegagjaldsins,
sem lagður er til póstvega, verði hér eptir ráðstaf-
að af sýslunefnd.
d. Fundurinn skorar á þingið, að veita fé til
brúargerðar á Grímsá, að minnsta kosti til jafns við
hlutaðeigandi sýslufélög.
2. Prestlaunamálið:
Fundurinn skoraráalþ., að semja og samþ. lög
um, að prestar verði settir á föst laun að öllu leyti.
3. Bankamálið.
Fundurinn er mótfallinn því, að afhenda seðla-
útgáfurétt landsjóðs og eignir landsbankans til banka,
sem stendur undir útlendum yfirráðum, en leggur þar
á móti til, að þingið auki enn seðlaútgáfu landsbank-
ans eptir viðskiptaþörfinni, og að stofnað verði úti-
bú á Seyðisfirði.
4. Fundurinn leggur til, að ábúðar- og lausa-
fjárskatturinn verði afnuminn, en í þess stað kæmu
tollar á álnavöru, glysvarning, margarine o. fl.
5. Fundurinn skorar á alþ., að breyta kosn-
ingalögum til alþ. í þá átt, að kosið verði í hverj-
um hreppi, með leynilegum kosningum.
6. Stjórnarskrármálið:
Eptir langar umræður var samþ. svohljóðandi
tillaga með öllum atkv.:
Með hliðsjón af því, að ráðgjafaskipti eru nú í
vændum í Danmörku, og að þar mun komast að
stjórn, sem ætla má, að verði rífari í því að full-
nægja kröfum vorum í stjórnarskrármálinu, álítur
fundurinn réttast, að hreyfa ekki málinu á þessu
þingi. — En komi fram frumv. til breytinga á stjórn-
arskránni byggt á sama grundvelli og hin svonefnda
valtýska, skorar fundurinn á þingmenn sína að
greiða óhikað atkvæði gegn því.
7. Fundurinn skorará þingið, að friða rjúpurfrá
1. febr. til 31. okt. og hreindýr allt árið, — hrein-
dýrin fyrst um sinn í 10 ár.
Björgvin Vigfússon. Magnús Bl. Jónsson.
Hörgár-brúin.
Hinn 22. júní var ný hengibrú úr járni, yfir
Hörgá á Staðarhyl, fyrirframan ogneðan Möðru-
velli, vígð. Til brúar þessarar veitti þingið 1897
7,500 krónur móti því, að sýslubúar legðu annað
eins fram, og hefur brú þessi þannig verið á fjórða
ár í smíðum, sem hefur orsakazt af ýmsum óhöpp-
um, sem fyrir hafa komið, enda hetur hún orðið
talsvert dýrari en ráð var fyrir gert, undir 19,000
kr. Brúin er 78 álnir á lengd og 4 ál. á breidd
og að öðru leyti mjög svipuð öðrum járn-hengi-
brúm, sem komnar eru upp. Sigurður Thorodd-
sen hefur verið aðalverkstjóri við hana, og undir
honum Páll barnakennari Jónsson á Akureyri,
sem er mjög verkhygginn maður. Af hálfu sýslu-
nefndarinnar í Eyjafjarðarsýslu hafa þeir Stefán
kennari Stefánsson á Möðruvöllum og Klemens
sýslumaður Jónson haft aðalframkvæmdina,
Vígsludagurinn varð fyrst ákveðinn 3 dögum
á undan, og aldamótahátið Þingeyinga var hald-
inn á Ljósavatni daginn áður, og dró þettahvort-
tveggja úr aðsókn, og mættu þó á 6. hundrað
manns við vígsluna. Klemens sýslumaður Jóns-
son hélt aðalræðuna, og því næst hélt Stefán kenn-
ari Stefánsson ræðu fyrir verkamönnunum. Fleiri
ræður voru haldnar á eptir og kvæði sungin, og
fór allt mjög vel og reglulega fram.
Eyfirðingum þykir þetta góð samgörigubót,
enda hafa þeir lagt mikið gjald á sig tri að koma
brúnni upp. Nú vantar að eins veg að henni,
en þar sem póstvegurinn, sem Iiggur um Möðru-
velli, er bæði ófullkominn og afarkrókóttur, þá
vænta þeir, að nýr vegur verði bráðlega lagður
frá Akureyri, beint út Kræklingahlíð að brúnni
og þaðan fram Þelamörk, eins og leið liggur nú
vestur yfir heiði. S.
islenzk rímnalög,
sem áður hafa lltt verið rannsökuð né tekin
til greina af söngfróðum mönnum, er hér hafa
ferðazt, kvað nú þýzki tónlagasmiðurinn Max Rebci,
er var hér á ferð fyrir skömmu ætla að taka sam-
an frá ýmsum byggðum landsins og setja í nokk-
urskonar heild eða sérstakt verk, sem á að gefa
yfirlit yfir þessa einkennilegu íslenzku tónlist og
getur það orðið nýstárlegt að heyra kvæðalög þann-
ig „harmoniseruð" og leikin af mörgum hljóðfær-
um saman.
M. Rebel er allkunnur um Svíþjóð og Noreg
fyrir tónlög sín og hefur dvalið í þeim löndum ura
mörg undanfarin ár, en er þýzkur að ætt og fór
hann héðan beint til Þýzkalands til að gefa út
safn af íslenzkum þjóðlögum, er hann hefur kynnt
sér hér í sumar. Það mun ekki vandalaust verk
að gera glögga grein á þvf, sem innlent er og út-
lent af lögum þeim, sem hér kallast þjóðlög, en
þekking á slíkum hlutum er þó mikils verð og fullt
svo þýðingarmikil sem margt annað, er að þjóð-
fræðinni lýtur. — Þessi maður, sem hér er nefndur
er líklegur til þess að geta unnið eitthvað þarflegt
í þessa átt og mun hann vera einn hinn hæfasti
söngfræðingur, sem komið hefur. hér til landsins.
Hann hefur þegar samið tónlög við nokkur kvæði
íslenzkra skálda, er hann ætlar að gefa út á sín-
um tíma.
,Hólar‘ strandaölr.
Hinn 2. þ. m. snemma morguns rakst strand-
ferðabáturinn „Hólar“ á blindsker úti fyrir Breið-
dalsvfk í niðaþoku, og brotnuðu göt á hann. Losn-
aði hann brátt aptur af skerinu og komst með
naumindum til Djúpavogs; var þar lagður við bryggju
og vörurnar teknar úr honum, en farþegar komu
hingað suður 5. þ. m. með fiskiskipinu „Atlas" af
Seyðisfirði, er sent var eptir í snatri. Brá björg-
unarskipið „Helsingör11, er lá hér á höfninni þeg-
ar við og hélt austur á Djúpavog 6. þ. m. Mun
verða reynt að koma „Hólum" til Englands til að-
gerðar og óvíst, að meira falli úr en ein hring-
ferð, en það getur orðið mörgum allbagalegt. —
Með „Atlas" kom hingað af Austfjörðum Knud
Zimsen mannvirkjafræðingur, frú Anna kona dr.
Valtýs Guðmundssonar og frú Jósefína kona Jó-
hannesar sýslum. Jóhannessonar o. fl.
L-JNDIRRITAÐUR annast um sölu á íslenzkum vör-
um og innkaup á útlendum vörum.
Innkaupareikningar fylgja hverri vöruskrá.
Sýnishorn af erlendum vörum hefi eg, viðskiptavinum til
hægðarauka við pantanir sínar, svo og líka verðlista.
Hross annast eg um sölu á. Sömuleiðis sauðfé, ef skips-
farmar bjóðast í tíma.
Þeir sem vilja senda út saltað sauðakjöt áminnast um að
panta tunnur í tæka tíð.
Eg tek á móti pöntunum, meðan eg dvel hér,
annars sendist þær til mín í Kaupmannahöfn, Got-
hersgade 135.
Reykjavík í júní ipoi.
ón Vídalín.
J
Duglegur og þægilegur hest-
ur óskast á leigu. „
Ritstj. vísar á.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
Glasgow-rentsmiðjan.