Þjóðólfur - 26.07.1901, Side 3
i5i
er farið fram á annað en það, sem er sæmilegt og
réttlátt. Á þessari skoðun minni byggi eg það —
að fái þetta frumvarp ekki fylgi stjórnarinnar, þá
víki stjórnin. þetta er constitutionalvenja. Og þeg-
ar þess er gætt, að hér er við okkar eigin stjórn
að eiga, þá hygg eg, að hún verði að beygja sig fyr-
ir þinginu. Hér er því ekki lagt út í vonlausa bar-
áttu; stjórnin mun sannfærast.
Hér er ekki um neina endurskoðun að ræða;
við viljum hér að eins koma fram með þærumbæt-
ur, er við treystum okkur að fá.
Valtýr Gudtnundsson : Eg hef nú litlu við að
bæta. Landsh. gat ýmsra agnúa á frv. og kvaðst
hafa heimild til að lýsa yfir, að stjórnin samþykkti
það ekki. Eneg vil líta á konungsbréfið. í því er
meira, en landsh. tók fram. í ráðgi.bréfi 26. maí
99 er markað miklu rýmra svið en áður. Landsh.
hafði þá aðra skoðun, þegar frv. kom í sömu mynd
frá efri deild, sem það hefur nú (les upp úr ræðu
landsh. '99). Þá skildi hann ráðgjafabr. eins og eg.
(Landsh.: „Þetta fiv. er ekki eins og hitt“).
Stjórnin heimtaði að 61. gr. yrði breytt. En
það er eðlilegt, að stjórnin reyni svo lengi sem unnt
er að knýja þingið til að ganga inn á sína skoðun,
en annað mál er, hvað verður þegar þingið lætur
ekki undan.
Mér þykir skrítið að landsh. skyldi ekki hafa
tekið þetta fram við nefndina fyrri en uú. — Stjórn-
in hefði átt að koma frarn með breytingartill., eins
og siður er til, ef henni er nokkuð annt urn málið.
Landsh. sagði, að stjórnin vildi að talsverður
meiri hluti samþ. frv. — Mér þykir það ótrúlegt,
þar sem hún lætur sér nægja eins atkv. meiri hl. í
landsþinginu, og örlítinn minni hl. í hinu. — Eins
til tveggja atkv. meiri hl. er stórkostlegur, þegar
borið er saman við útlönd. — Hér er því ekki teflt
út í neina tvísýnu. — Eg held, að meiri hluti þjóð-
arinnar geti alls ekki orðið með br.till. minni hl. ;—
enda eru það beinl. skaðleg ákvæði, meira að segja
spurning um, hvort þau eru betri en það sem nú
er. („Ástæður"!) Hann yrði landsh. með ráðgjafa-
nafnbót, undirráðgjafi þess, sem situr í Höfn. Það
er ekkert vit að taka ábyrgðarákv. upp úr norskum
lögum. Þau ákvæði koma í bága við grvl. Dana.
Það getur ekki verið nein hætta að samþ. frv. meiri
hl. (L. Bj.: „Búið að kannast við, að það sé ekki
viðunanlegt“). Sumir segja það, aðrir hitt. Við þurf-
um að fá reynslu fyrir því.
Eg hef aflað mér mikillar þekkingar í þessu
máli og er orðinn því vel kunnugur — og horfun-
urn í Danmörku og vil lýsa yfir því, að það bregzt
varla, að frv. nái staðf. konungs. — Ef þingið held-
ur fram sínu máli til streitu, innan löglegra takmarka,
þáerstjórnin skyld að láta undan. („Ný valtýskaV').
Landshöfðingi'. Ræðum. talaði um þann skiin-
ing, sem eg hefði haft á ráðgj.br. 1899 og þann,
sem eg hefði nú. Eg get vel hafa fengið réttari
skilning á því nú, enda er það eðlil. þar sem eg
hef fengið að vita skoðun núverandi ráðgjafa á því —
og undir honum er meira komið. Ræðum. vitnaði,
eins og þrásækilega áður í eina ræðu mína '99,
en í e. d. lét eg þá getið um ýmil. til breytinga og
kom með eina br.till. En þá vissi eg ekki með
vissu, hvað stj. gæti gengið að. Var þó hræddur
um, að hún gæti ekki gengið að sumum ákv. Nú
veit eg um það með vissu, og þingið þarf að vita,
hvað stjórnin álítur, en ekki hvað eg álít.
Eg veit ekki til að stjórnin sé vön að koma
með breytingartill., nema hún vilji styðja málið.
Ráðgj. ’99 hafði áhuga á því, og kom því með br.-
till., en núv. ráðgj. er enginn áhugi á því, þótt hann
standi við það, sem hinir hafa gert,' en slíkt nær
ekki til þessa frv., sem stj. er ekki áhugamál.
Hannes Hafstein: Mér hefur aldrei verið ljós-
ara en nú, það sem felst í orðunum:
„Hverjum þykir sinn fugl fagur
þótt hann sé bæði ljótur og rnagur".
Áður var eðlilegt, að svona frv. var haldið fram. En
það sætir furðu, að slíkt skuli gert nú lengur, þeg-
ar hvorki þing né stjórn er með. — Ef barátta er
háð, þá verður hún að vera um eitthvað veru-
legt, en ekki um það, sem að eins er neyðarúrræði.
Þetta frv. stafar af þreytu hjá þjóðinni og gengur
því miklu lengra niður á við, en þjóðin getur fellt
sig við, eða verið ánægð með.
Það nær engri átt að skýra grv.lög í nefndarál.
allt öðru vísi en orðin hljóða, eins og meiri hl. hefur
Sert. Valtýr sagði að fyrirkomulag það, er minni hl.
®skir, væri skaðlegt og óhugsandi. Þetta er alveg
órökstutt og mótmæli eg því kröptuglega. Hann
vill sjálfur ekki með nokkru móti innlenda stjórn,
-- hann vill girða fyrir alla innlenda stjórn. („Heyr!
Heyr!“)
Einn ráðgjafi getur ekki bæði verið á alþingi
og hjá konungi í einu. Það þarf þá milllibilsráðgj.
og hann hefur alveg óbundnar hendur. Frv. minni
hl. gerir ráð fyrir tveimur og verksvið beggja er af-
markað,
Valtýr sagði, að hér væri ekki um að tala nema
nýja „landshöfðingja-nafnbót". Þetta er bara út í
loptið. Landsh. getur ekki undirskrifað lög með
konungi, — en milli ráðgj. og konungs þarf engan
millilið og hann ber sjálfur ábyrgð fyrir þinginu,
fyrir innlendum dómstóli. Allir vita að fjöldi mála
er þannig, að ráðgj. þarf ekki að bera þau undir
konung.
Það getur komið fyrir að ráðgj. sá, er sitja skal
í Höfn, þurfi að undirskr. bráðabirgðarlög, t. d. eins
°& »lög um að banna fl. á skotvopnum til Kína";
en ef hann færi að brjóta stj.skr., þá yrði hann að
bera fullkomna ábyrgð á því. — Valtýr lýsti skoð-
un sinni um grv.lög Dana. Hann talar þar sem
danskur hægrimaður. Vinstrimenn segja þvert á
móti, að þau gildi ekki fyrir ísl. né ráðgj. í sér-
málum þess.
Valtýr sagði, að meiri hl. þjóðarinnar hefði lýst
því yfir, að hún væri fús á að ganga að minna, en
farið sé fram á í frv. meiri hl.; hvað eru þeir þá að
bæta inn í fram yfir það, sem meiri hl. þj. óskar
eptir?
Spuming sú, er nú liggur fyiir þinginu er þessi.
Vilja menn hafa útlenda, en ekki innlenda stjórn?
Hannes Þorsteinsson'. Frs.m. meiri hl. óskaði
að þetta mál væri ekki rætl með hita. Eg æski þess
ekki heldur, en þegar um jafn mikilsvert mál er að
ræða sem þetta, fyrir þjóðina í heild sinni, þá verð
ur að ræða það með alv'óru.
Á frumvarpi meiri hlutans og br.till. minni hl.
er stór „princip“-munur. Annað miðar að því að efla
sjálfstjórn landsins, en hitt að draga yfirráðin sem
mest til K.hafnar; annað miðar að því að leysa ráðgj.
úr rlkisr., hitt að hinda hann þar. Flutningsm. frv. á
þingskj. 28. hafa aldrei getað neitað því, að frv.
þeirra flytji valdið út úr landinu. — Samkvæmt
breyt.-ákvæðum heimastj.manna verður þungamiðja
valdsins hér en ekki í Höfn; þau hafa í för með
sér flutning valdsins inn í landið.
Um setu ráðgj. í ríkisráðinu er ekkert ákveðið
með sérstökum orðum í frv. minni hl. og var það
gert til samkomulags. En ráðgjafi, sem er búsett-
ur hér, getur ekki setið í ríkisráðinu, og það hafa
sjálfir postular Hafnarstj.stefnunnar séð og kannast
við. Þeir hafa því enga ástæðu til þess að drótta
að mér „princip“-breyting í þessu atr. — Það er al-
gerL rangt, því eg get lýst því hér yfir, að fyrir
mér og fleirum flokksmönnum mínumvakti, að reyna
að leysa ríkisráðshnútinn á þennan hátt: að fá ráð-
gjafann búsettan hér.
Þingm. V.-Skaptf. hefur sjálfur haldið því fram
áður, bæði á þingi og í blaðagreinum, að valdið
flyttist út úr landinu, samkv. frv. dr. Valtýs. Hann
var þá og á þeirri skoðun, að fyrsta og sjálfsagð-
asta skilyrðið til umbóta á stj.farinu væri það, að
stjórnin væri innlend, (Guðl. Guðm.: „Og er enn
á þeirri skoðun"). — Það er ágætt, eg vona að hann
fallist þá á breytingartill. minni hl. Hann hefur
einnig áður lagt mikla áherzlu einmitt á búsetu
ráðgjafans hér á landi, og talið hana bráðnauðsyn-
lega til verklegra umbóta.
Dr Valtýr sagði, að búseta ráðgj. væri skaðleg
og óhugsandi og vísaði til bréfs landsh. '95 út at
þingsályktunartill. Þá var allt öðru vísi varið en nú,
þá var gert ráð fyrir einum ráðgj. en nú fyrir tveim-
ur, svo að slík ummæli eiga ekki við nú. Þá strand-
aði allt á því, að ráðgj. yrði að vera við hlið kon-
ungs. Nú er bætt úr því.
Landsh. tók það fram, að mjögmikið væri und-
ir því komið, að sem flestir væru sammála — og
eg einnig mikla áherzlu á það, en mér og mínum
flokksm. er ekki sama um hvad er sameinast. Vér
viljum ekki kaupa friðinn, nema vér fáum hann
með viðunanlegum kjörum.— Dr Valtýr hefur vikið
frá öllum eða flestum sínum gr.vallar-principum.
Hann hélt því fram '95, að ráðgj. ætti alls ekki
að sitja í ríkisráðinu, en nú, að hann sé þar réttilega
kominn og hvergi annarstaðar. — Á sama hátt hefur
honum snúizt hugur í öðrum höfuðatriðum máls-
ins og er því ekki vert af honurn að bregða öðrum
um „princip-breytingar".
f sjálfstj.máli landsins hefur komið upp mjög
óheppileg sundrung og úlfúð, sem lagfærast þyrfti.
— Sum blöð hafa alið á sundrungunni á allar
lundir og aldrei látið ónotað tækifæri til þess að
spilli friði og sátt og eyðileggja allar sannar og
og verulegar umbætur. Eg þarf ekki að nefna nöfn.
Menn þurfa ekki lengi að leita og þeir munu þekkja
sneið, sem eiga— Vér verðurn að minnast þess, að
nú eru mjög merkileg tímamót. Þetta er fyrsta ár
hinnar nýbyrjuðu aldar. Urh þetta leyti eru 100
ár síðan sá ísl. fæddist, er fyrstur hóf máls til þess
að vekja þjóðina til umhugsunar um málefni sín og
endurreisa vildi alþingi; það var Baldvin Einarsson.—
Nú eru einnig rétt 50 ár, síðan þjóðfundurinn frægi var
haldinn, þegar ísl. hófu fyrst stjórnarbaráttuna. Þá
vildi stjórnin, að fsl. samþ. hin dönsku grundvall-
arlög, en Jón Sigurðsson og aðrir fundarmenn mót-
mæltu allir. Væri nú vel starfað, ef sátt og samn-
ingar kæmust á milli fulltrúa þjóðarinnar um þau
atr. og á þeirn grundvelli, sem beztu forvígis-
menn þjóðarinnar hafa haldið fram til þessa. Þá
væri vel haldið uppi minningu Þjóðfundarins og
vorra beztu ;manna., en ef þetta frv. meiri hlutans
nær fram að ganga, þá getum vér ekki haldið þessi
afmæli í sumar, nema með blygðun og kinnroða.
Guðl. Guðni. talaði þá nokkur orð, sagði að
valdið færi ekki út úr landinu, mikið af því væri
óbreytt, enginn gerði ráð fyrir að emb. landshöfð-
inga breyttist.
Ldrus Bjarnasoiv. Umræður formælenda meiri
*hl. hafa farið fyrir ofan garða og neðan. Hér ligg-
ur fyrir ótvírætt svar stjórnarinnar um það, að frv.
þeirra fái ekki staðfestingu. Það er því óþarft að
þvæla um það lengur, að þeir taki það sem fáist og
vilji bæta úr sárustu neyð. Hér er ekkert í boði.
Nú vil eg bera saman frumvörpin. Hvort er betra?
— í frv. meiri hl. eru þessi atriði. 1. sérstakur ráð-
gjafi — til þess þarf enga stj.skr.breyting. 2. skilja
og tala íslenzku — ekki heldur stj.skr.breyting. 3.
bera ábyrgð fyrir alþingi. Þetta höfuðákvæði er
hvergi nema eingöngu á pappírnum; hér vantar bæði
ábyrgðarlög og dómstól til að dæma, því að það
er alveg víst, að hæstiréttur mundi aldrei dæma ráðgj.
fyrir pólitiskt brot.
Frams.m. meiri hl. sagði í ísafold 1896 og '97,
að breytingar þær er dr. Valtýr fer fram á, væri
spor ( öfuga átt og það stórt spor, af því að ráðgj.
væri ekki búsettur í landinu. Svo mikla áherzlu lagði
hann þá á þetta eitt, að láta málið heldur liggja ( dái,
nema búsetan fengist. Þá er frv. minni hlutans. I.
Búsettur ráðgj. í landinu. Það hafa allir játað að væri
einkar mikilvægt og sjálfsagt. 2. Launaður af landsfé.
Eg legg mjög mikla áherzlu á það atr. — Stjórnin
hefur valdboðið því upp á oss, að ráðgj. skuli laun-
aður af dönsku fé. Fyrir stjórninni er þetta ekkert
smáræði. — Við getum hugsað okkur ráðsmann fyr-
ir búi, hvort væri heillavænlegra, að eigandi búsins
launaði honum, eða einhver annar, sem hlutast vildi
til um hag búsins, og koma þar ýmsu fram sér í
hag, þótt hann ætti ekkert í því ? Flokksm. meiri
hl. telja stjórn og þjóð mjög andvíga. 3. Landsdóm-
ur. Ábyrgðin er tvennskonar, siðferðisleg og lagaleg,
en sú lagalega er útilokuð, eptir ákvæði í þskj. 28
— Innlendur dómstóll er einkaskilyrði fyrir laga-
legri áhyrgð.
Hvorttv. frv. er nu jafnófáanlegt. Um frv. minni
hl. erenginn ágreiningur að það sé til mikilla bóta;
— umhitt sagði G. G. sjálfur '97, að hefði engar um-
bœtur í sér fólgnar. — Eg held því fram, að ekki
sé fenginn neinn viðunanl. endi, þótt frv. meiri hl.
verði samþ. — En við stöndum betur að vígi en
hinir; um okkar frv. er enginn neitun fyrirliggjandi,
eins og um þeirra. — Um okkar skilning á réttar-
gr.vellinum liggja fyrir gamlar og nýjar yfirlýsingar
frá Dönum oss í hag. — Vinstri menn s\:anda nú
betur að vígi en nokkru sinni áður, — en það er
varasamt að senda mjog lélegt frv. út nú, því að
þeim getúr aldrei verið kappsmál að veita ösS meira,
en vér biðjum um. — Ef hægrimannastj. situr enn
eitthv. að völdum, þá samþykkir hún ekki frv. meiri
hl. — Með þessu er hans eina ástæða fallin og
ræð eg honum því fastlega til að taka frv. aptur.
Sakir rúmleysis verður að sleppa hér ræðu Pét-
urs Jónssonar þm. Suður-Þingeyinga. Ræðu-ágrip
þau, sem hér eru birt, eru að eins tekin eptir laus-
legri uppteiknun meðan á fundi stóð, og þessvegna
auðvitað ýmsu sleppt, en aðalatriðin eiga þó nokk-
urnveginn að sjást. Benda má á það sérstaklega,
að úr flokki Hafnarstjórnarmanna talaði auk fram-
sögumanns, að eins dr. Valtýr einn; enginn annar