Þjóðólfur - 26.07.1901, Síða 4

Þjóðólfur - 26.07.1901, Síða 4
152 ra/'d til pess ad tnæla málstað peirra bót, en úr hin- um flokknum töluðu 3 auk framsögumanns (nfl. Hann- es Þorsteinsson, Lárus Bjarnason og Pétur Jónsson). Br.tillögur minni hlutans um búsetu ráðgjafans hér á landi og landsdóminn voru felldar með jöfn- um atkvæðum (n gegn 11). Einar Jónsson greiddi atkvæði með þeim, en svo með frumvarpi hinna, og þótti undarlegt. Var það því samþykkt með 12 atkv. gegn 10 (vísað til 3. umræðu). Þeir sem greiddu atkvæði með því voru: Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jóh. Jóhannesson, Magnús Torfason, Olafur Briem, Sig. Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson þm. Skagf., Valtýr Guðmundsson, Þórður Guðmundsson, Þórð- ur Thoroddsen, en á móti greiddu atkv. Björn Bjarnar- son (Borgf.), Björn Bjarnarson (Dalam.), Hannes Haf- steinn, Hannes Þorsteinsson, Hermann Jónasson, Jósafat Jónatansson, Lárus Bjarnason, Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson (Eyf.) og Tryggvi Gunnarsson. Stjórnarskrármálið var til 3. umræðu í neðri deild í dag og var frumvarp meiri hlutans (Hafn- arstjórnarfrumvarpið) eins og vænta mátti, sam- þ y k k t með 12 atkv. gegn 10, og skiptust flokkarnir, eins og fyr er getið. Einar Jónsson gerði á sinn hátt grein fynrþví, hversvegna hann greiddi nú atkv. með frumvarpi þessu, enda þótt hann væri hlynntur búsetu ráðgjafans hér á landi og hefði greitt atkv. með þeirri br.till. Talaði hann lengi svo, að menn vissu ekkert, hvert hann fór eða hvar hann mundi lenda með atkvæði sitt, sem nú reið baggamuninn í úrslitum þessa máls í deildinni. — Hann hlýtur að finna þungt til þeirrar ábyrgðar. Einar Hjörleifsson Og séra Sigurður Gunnarsson í gapastokknum. „Isafold" hefur nú um nokkurn tíma gert mér þann greiða, að tala illa um mig. 13. apríl birtir hún grein um mig, sem með venjulegum flágjallanda er kölluð: „Á banasænginni. Páskahugvekja". Undir greininni stendur E. H. — hornamark Einars Hjörleifssonar, svo að eiginlega er hrein- asti óþarfi að bera greinina til baka. En Einar var ekki einn um hituna í þetta skipti. Sóknar- presturinn minn, séra Sigurður Gunnarsson, hafði tuggið í hann. Séra Sig. hafði, nokkru áður en „Vesta" kom til Stykkishólmsí seinastliðnum marzm., riðið suður að Staðastað til að pumpa séra Eirík Gíslason, og svo héldu honum hvorki bönd né bróðir hans, er komið hafði með „Vestu“ til að heimsækja hann. Hann varð endilega sjálfur að færa Einari sínum söguna, þetta dómadagsijDthögg á mig. Og svo hafði séra Sig. annað í fórum sínum. Maður hafði fyrir 5 árum skrifað séra Sig. ónot um mig í prí- vatbréfi. Þetta bréf hafði séra Sig. geymt ekki lakar en sóma sinn og færði nú Einari ásamt sög- unni. Það átti svo sem að ganga milli bols og höfuðs á mér og ekki seinna vænna. Eg var væntanlegur heim með „Skálholti" um miðjanapríl. Eg vík fyrst að hugvekjunni. Textinn er sótt- ur vestur á Snæfellsnes og hljóðar svo: Fyr- ir rúmum 6 árum dó þar stúlka, eptir því, sem læknirinn segir, „allskostar eðlilegum dauðdaga". Ut af þessu leggja svo þeir félagarnir, séra Sig. og Einar, langa, hjartnæma ræðu; stúlkan hafi verið svelt, það hafi verið farið frámunalega illa með hana, sóknarpresturinn hennar hafi ekki þótzt geta forsvarað, að jarða líkið óskoðað, eg hafi að vísu unnizt til að fyrirskipa líkskoðun, en verið ófáanlegur til að höfða sakamálsrannsókn gegn húsbændunum; eg hafi meira að segja gert tilraun til að láta prestinn borga líkskoðunina, líklega í því skyni, að venja prest og aðra em- bættisbræður hans af því að brjóta upp á öðrum eins óþarfa, en til allrar hamingju hafi amtmað- ur girt fyrir, að eg píndi peningana út úr presti. Svona er nú sagan á Isafoldarmáli, en hún er í rauninni nokkuð á annan veg. Eg fer ekki út í annað en það, sem snertir mig persónulega, afskipti mín af þessu máli. Hitt kemur mér ekki við, enda hefur Isafold áður rennt því niður. Séra Eiríkur Gíslason bað mig með bréfi dags. 22. apr. 1895 aðlátaskoða lík Margrétar nokkurrar Jónsdóttur frá Öxl í Breiðavíkurhreppi, hún hefði haft „svo slæman aðbúnað, að mér (presti) þótti óbrúkandi fyrir sjúkling". Enda þótt þetta mætti heita fremur óákveðin lýsing, bað eg þó auka- læknirinn 1 Ólafsvík með bréfi dags. 27. s. m., að skoða líkið. Jafnframt skrifaði eg hreþpstjóranum í Breiðavíkurhreppi á þessa leið: „Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi h. 27. dag aprílm. 1895. Með því að eg, sökum ýmsra embættisanna, eigi á heimangengt, að svo stöddu, vil eg hér með fela yður, hr. hreppstjóri, að vera fyrir mína hönd við- staddur, þá læknisskoðun á líki Margrétar Jónsdótt- ur frá Öxl, er eg, samkvæmt kröfu hlutaðeigandi sóknarprests, hefi fyrirskipað, og ber yður að hafa tvo votta viðstadda. Eg hefi beðið læknirinn að afhenda yður llk- skoðunina, er yður ber að senda mér með hraðboða, ef læknirinn álítur stúlkuna dauða af mannavöldum, eins og yður einnig þá ber að gæta líksins grand- gæfilega og hafa vakandi auga á gerðum þess eða þeirra, er grunaðir kunna að vera, að hvorki þeir eða sönnunargögn reki undan. Sé stúlkan aptur á móti dauð eðlilegum dauða, má bréfið bíða pósts. Ef að þér kynnuð að verða á einhvern hátt for- fallaður, legg eg hér með skipunarbréf til handa Einari bónda Þorkelssyni á Kambi, er yður þá ber að afhenda honum". Læknirinn í Ólafsvík skoðaði líkið 30. apríl og vottaði, að stúlkan hefði dáið „allskostar eðli- legum dauðdaga". En þó bað séra Eirfkur mig með bréfi dags. 27. d. maím., að höfða sakamáls- rannsókn gegn húsbændum Margrétar af því. að hún „hafi sætt miður góðri meðferðhjá húsbænd- unum". Eg svaraði séra Eiríki 20. júní sama m., tilfærði í bréfinu orðrétt dóm læknis og bætti við, að eg gæti ómögulega orðið við beiðni hans um sakamálsrannsóknina. Þetta bréf mitt tjáist Ein- ar H. hafa í höndum og sleppir þó úr læknisvott- orðinu aðalorðunum, sleppir þeim vísvitandi, punkt- ar út, að „vökvarnir í plevra og adhærensarnir og það, sem rann úr lungunum, þegar skorið var í þau", bendi á, að stúlkan hafi dáið allskostar eðli- lega. Bréfi mínu til séra Eiríks lýkur svo: „I sambandi hér við og eptir samráði við amtmann- inn, leyfi eg mér hér með að senda yður reikn- ing læknisins fyrir skoðanina með þeim tilmælum, að þér vilduð senda mér upphæð hans sem fyrst og óskast reikningurinn jafnframt endursendur". Hinn 5. d. febrúarm. 1896 skrifa eg svo amt- manni og enda bréfið á þessa leið : „Eptir ráði yðar, hávelborni herra, beindi eg reikningnum til séra Eiríks, og nú eptir að séra Eiríkur hefur reynzt ófús á að borga hann, leyfi eg mér, eptir umtali, að leita aðstoðar yðar til að Gísla lækni verði endurgoldin fyrirhöfn hans úr landsjóði". Eg hef öll bréf mín og séra Eiríks um þetta mál á takteinum og gæti því prentað þau orðrétt. En rúmið leyfir það ekki, enda mun það, sem hér er sett, nægja til að sýna, hvor útgáfan afi sögunni er réttari, mín eða félaganna. Annars hefði Einar ekki þurft að sækja text- ann svona langt. Eg veit ekki betur en, að ein- mitt um það leyti, sem hugvekjan kom út, hafi einn af félögum hans dáið í mestu eymd undir handarjaðrinum á honum. En um það þagði Ein- ar. Af hverju? I næsta blaði vík eg svo að prívatbréfinu, sem „ísafold" er gleiðust út af núna upp á síðkastið. Lárus H. Bjarnason. Samsæti héldu allmargir alþingismenn og nokkrir bæjar- búar til heiðurs kapt. á »Heimdalli« A. P. Hov- gaard, 23. þ. m. Aðrir yfirmenn skipsins voru og boðnir. Forseti neðri deildar, Klemens Jóns- son, hélt aðalræðuna fyrir Hovgaard. Ymsar fleiri ræður voru og haldnar. Daginn eptir voru þeir, sem veizluna sátu o. fl. boðnir út í »Heimdal« og var þar vel fagnað. Samsöngur var haldinn í Goodtemplarahúsinu í fyrra kveld, og söng þar Islendingurinn Ari Johnsen frá Hamborg, er getið var nánar um í síðasta blaði, nokkra sólósöngva af meiri list, en menn eiga hér að venjast, og var gerður mikill rómur að. Hafði hann mikil hljóð og hreimfögur, og söng með mjög skýrum framburði og mikilli tilfinningu, eins og æfðir söngvarar gera. Líktist söngur hans því, sem menn eru vanir að heyra erlendis á helztu leikhúsum, þar sem beztu söngkröptum er á að skipa. Hr. Ari fór héðan heimleiðis með >Lauru« í gær, og munu landar hans minnast hingaðkomu hans með einlægri þakklátssemi, þótt dvöl hans væri stutt, og óska honum alls vegs og gengis í þjónustu sönglistarinnar framvegis. Ágóð- inn af samsöngnum, er varð um 200 kr., rennur í minningarsjóð Jónasar Hallgrfmssonar. Hraparlegt slys varð hér í bænum nýlega. Gipt kona, Björg Sigurðardóttir, (kona Ásgríms Eyþórssonar verzlun- armanns) datt ofan í Laugarnar, er hún var þar við þvott, og brendist svo, að hún dó í gær- morgun. „Vesta" kom hingað norðan og vestan um land í gær- morgun snemma. Farþegar fáir: Pétur Thor- steinsson kaupm. frá Bíldudal, séra Sigurður próf. Gunnarsson, séra Jósep Hjörleifsson, Einar Magn- ússon verzlunarstj. af Patreksfirði o. fl. Dáinn er 27. f. m. séra Gunnar Ólafsson upp- gjafaprestur í Höfða norður, 84 ára gamall, (f. 1817) merkur klerkur og vinsæll, og mesti dugn- aðarmaður á yngri árum. Hann var útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1842, en vígðist ári síðar að- stoðarprestur til föður síns séra Ólafs Þorleifsson- ar í Höfða, og var þar alla tíð upp frá því. !i—aw—g sem vilja panta sænskan húsavið nú í haust hjá verzluninni ,GODTHAAB‘ eru beðnir að gefa sig fram hið fyrsta — Nánari upplýsingar fást hjá Thor Jensen. Saumastofan —AUSTURSTRÆTI 3^— gefur frá þessum degi 15°|o afslátt. móti borgrun út í hönd. Með LAURA kom gott og fallegt fataefni í alklæðnað, buxur og sumarfrakka. IMF Afborgun er veitt með góðum kjörum. Reykjavík 26. júlí 1901. Reinh. Anderson, skraddari. Gjöf til Eyfellinga frá útlendingi (»a for- eigner«) að upphæð 35 krónur afhent á skrifstofu Þjóðólfs. Alls komið inn 965 kr., þar af ósent austur 45 kr. TJÖRUPAPPI fæst í verzluninni „GODTLIAAB". Velverkaðan æðardún, selskinn og lýsi kaupir fyrst um sinn hæsta verði verzlunin GODTHAAB mót peningum út í hönd. ________Thor Jensen. Smjör. Kaupandi að vönduðu smjöri óskast (65—-75 a. pr. ÍB). Ritstj. vísar á. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.