Þjóðólfur - 24.08.1901, Side 1
Þ JOÐOLFUR.
53. árg.
Reykjavík, laugardaginn 24. ágúst 1901
Nr. 42.
Útkomu þessa blaðs hefur ver-
ið frestað um einn dag vegna póstsklps-
komunnar.
Fyrir þeim, er lán hafa fengið úr veð-
deild landsbankans skal brýnt það.er hér segir:
1. Gjalddagi hinnar árlegu greiðslu (afborg-
ana, vaxta o. fl.) er i. oktober. —
2. Greiða verður nákvæmlega þá upphæð,
er hverjum lántakanda hefur við lántök-
una verið afhent skírteini um, að hon-
um bæri að greiða á ári hverju. — Af-
borgun fram yfir skyldu er þó leyfileg,
en verður að standa á IOO kr. og greið-
ast I. október. —
3. Sé greiðslan eigi komin til bankans fyrir
októberlok, ber að greiða í dráttarvöxtu
í°/o fyrir hvern mánuð, og er þá brot úr
mánuði reiknað sem heill mánuður. —
4. Tiltaka verður nákvæmlega upp í hvaða
lán greiðslan eigi að ganga (helzt nefna
lánsnúmerið), hvað sé að veði o. s. frv. —
5. Frest á ákveðinni greiðslu, afborgana og
vaxta af veðdeildarlánum, er eigi unnt að
veita og er þvi óhjákvæmilegt að
ganga að veðinu, séu vanskil
sýnd.
6. Þeir, er lán hafa fengið út á hús, sem eigi
eru í Reykjavík, verða að gæta þess, að
húsunum sé haldið vátryggðum samkvæmt
reglum bankans, — sé þetta vanrækt er
allt lánið fallið í gjalddaga. —-
Landsbankinn 22. ágúst 1901.
Tr. Gunnarsson.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 12. ágúst.
Til þess að kúga mótspyrnu Búa, hefur Kit-
chener lávarður þessa dagana eptir boði ensku
stjórnarinnar, látið birtast auglýsing um, að allir
herforingjar Búa verði dæmdir í æfilanga útlegð,
ef þeir ekki innan 15. sept. þ. á gefist upp, og að
óbreyttir hermenn meðal Búa skuli undir sama
skilyrði gefa að öllu leyti með fjölskyldum sín-
um, þannig, að fasteignir þeirra skuli skoðaðar,
sem veð fyrir borguninni. — Þessi tilskipun hef-
ur þá þýðing, að Bretar skoða Búa nú ekki leng-
ur sem hermenn at annari þjóð, heldur sem brezka
uppreisnarmenn. Það er þó fyrst og fremst talið
efasamt, hvort þessi aðferð Breta sé samkvæm al-
þjóðarétti, og þar næst er við því búizt, að Búar
muninúfara að berjastmeð Iangtum meiri grimmd
og hlífðarleysi en áður, m. ö. o.: að þeir, sem hing-
að til hafa farið tiltölulega vel með hertekna menn
muni vægðarlaust taka þá alla af lífi. Búar hafa
sýnt — segja menn, — að þeir ætla að berjast til
þrautar; það er engin hætta á, að þeir láti hug-
fallast fyrir hótun Breta — þeir hafa áður hafnað
langtum betri friðarkostum. En þegar þeim sjálf-
úm ekki er nein vægðarvon, er hætt við, að þeir
borgi í sömu mynt og gefi heldur ekki grið.
Rétt áður en þessi tíðindi bárust hafði Cham-
berlain á þingfundi 3. þ. m. farið geisihörðum
orðum um Búa, svo að búast mátti við, að þrumu-
Veður væri í lopti. Það var við umræðurnar um
fjárveitingartil nýlenduráðaneytisins. Hann komst
bér um bil svo að oiði, að Búar væru nú komn-
ir á það stig, að stríðið frá þeirra hálfu væri að
ems gripdeildir og glæpaverk; það væriekki um-
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska smjörlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunnm.
talsmál að bjóða neina friðarkosti, en veramætti,
að Bretar mundu sýna veglyndi, þegar ófriðnum
væri lokið. Ýmsum þingmönnum þótti Ch. nokk-
uð hrokafullur, en allar fjárkröfur hans voru sam-
þykktar, og sleit fundinum fyrst nær miðjum
morgni næsta dag.
Eitt enskt blað hefur frætt lesendur sína á
því, að Kitchener væri veikur af sárum og mundi
fara frá herstjórn í Afríku; en líklegt þykir, að
þetta sé að eins uppspuni.
Enska þingið hefur samþykkt, að veita Ro-
berts jarli 100,000 £ (nær tveim milj. kr.) í heið-
ursgjöf fyrir frammistöðu hans í Suður-Afríku.
8. þ. m. kom Waldersee greifi úr Kínaferð
sinni til Hamborgar. Honum var tekið með
mestu virktum af bæjarbúum, en allt hið fyrirhug-
aða hátíðahald með keisara í broddi fórst fyrir
vegna dauða keisaramóður, sem síðar verður á-
minnst. Blöðin gata þess, að keisari hafi — þeg-
ar W. seinna kom á fund hans — tvíkysst hann
(þó ekki upp á íslenzku).
Að öðru leyti er það talið víst, að W. — þó
að hann reyndar hafi ekki unnið nein afreksverk
— muni eiga sæmdir miklar í vændum frá hálfu
keisara. Þess er jafnvel getið til, að hann muni
eiga að verða landstjóri í Elsass-Lothringen, sem
er feiki-há staða; núverandi landstjóri þar, fursti
Hohenlohe-Langenburg, yrði þá að víkja án sýni-
legrar ástæðu. í þessu sambandi má geta þess,
að stjórnarforseti (Overpræsident) í Slésvík v. Köll-
er — illkunnur fyrir burtrekstur danskra manna
þar syðra — er orðinn ráðherra (Statssekretær) í
Elsass-Lothringen í stað v. Puttkammers. Stjórn-
arforseti í Slésvík er aptur skipaður fríherra Wil-
mowski, forstöðumaður ríkiskansellísins.
Óróasamt sagt vera í Venezuela, eins og opt-
ar; fyrv. forseti í þinginu Garberas gert uypreisn
með 5000 m. gegn forseta Castro. Stjórnin kvað
þó enn þykjast hafa unnið sigur á uppreistar-
mönnum. ____________
Feikimiklir skógarbrunar í Svíþjóð hafa eytt
stórt landflæmi (4 □ mílur), tjónið metið 1 milj. kr.
Ráðherrarnir Hörup og Enevold Sörensen
liggja veikir; síðarnefndi alvarlega.
Prófastur í Odense Kock (f. 1858) skipaður
biskup í Rípum í stað Götsche.
Af látnu merkisfólkiskalnefnt:
Victoria, ekkja eptir Friedrich Þýzkalands-
keisara, elzta barn Victoria Englandsdrottn-
ingar, en móðir Wilhelms II., núverandi keis-
ara Þjóðverja, rúmlega sextug (f. 21. nóv,
1840). Keisaradrottning þótti vel gáfuð og
hámenntuð, en mjög var hún andstæð gamlaBis-
marck í skoðunum og var honum ætíð illa við
hana, einkum af því að hún líka hafði mikil áhrif
á mann sinn. Þegar Friedrich keisari dó 1888,
eptir 99 daga stjórn, hætti hún algerlega að skipta
sér af politik og settist að í höllinni Friedricks-
hof við Cronberg, þar sem hún andaðist 5. þ. m.
eptir langvinnan sjúkleik.
Ftancesco Crisþi, nafnkunnur ítalskur stjórn-
málamaður, dó í gær í Neapel, nálega 82 ára (f.
4. okt. 1819 á Sikiley). Las lög og gerðist máls*
færslumaður, en fór snemma að skipta sér af póli-
tik, barðist með Garibaldi 1860 og varð þingmað-
ur árið eptir, þá í flokki framfaramanna, en snerist
seinna í lið með apturhaldsmönnum, og varð innan-
ríkisráðherra 1877. Ari seinna varð hann að vlkja
úr sessi sem ákærður fyrir tvíkvæni; hann var
reyndar sýknaður, en fyrst 1887 tókst honum apt-
ur að komast í ráðherrasess, en varð skömnu síð-
ar ráðaneytisforseti. Varð að víkja frá 1891, en
kornst aptur að völdum 1893 og sat að stjórn þang-
að til í marzmán. 1896, er Italir biðu ósigurinn
mikla tyrir Menelik Abessiníukonungi við Adua.
Crispi stældi Bismarck, en þótti aldrei ná með
tærnar, þar sem B. hafði hælana; hann vildi fyrir
hvern mun gera Ítalíu að stórveldi og lagði ókljúf-
andi herkostnað á þjóðina. Það var undir hans
stjórn, að Ítalía gekk í þríþjóðasambandið; en það
var nýlendupolitik hans í Afríku, er varð honum
að falli. Eptir ófarirnar við Adua, þar sem her
Ítalíu varð Abessiningum að bráð, var Crispi ekki
viðreisnarvon. En hefði Umberto konungur þó
ekki haldið hendi yfir honum, mundi hann ef til
vill hafa endað sína daga í höndum réttvísinnar
sem féglæframaður. Hann hafði lengi staðið f
miður sæmilegum viðskiptum við ýmsar peninga-
stofnanir (Banca Romana o. fl.), en fékk ákærun-
um hrundið og slapp klaklaust úr klípunni.
Baratieri, ítalskur hershöfðingi, f. 13. nóv. 1841,
stýrði liði ítala, er þeir biðu ósigurinn við Adua,
og var þá vikið frá, en hafði fyr rneir unnið sér
mikinn orðstír.
Prins Henri af Orleans, f. 16. okt. 1867, son-
ur hertogans af Chartres og bróðir Maríu, konu
Valdemars Danaprins’, dó 9. þ. m. í Saigon, höf-
uðstaðnum í frönsku nýlendunni Kotshinchina
(Cochinchina) í Austur-Asíu. Hafði, þótt ungur
væri, fengið álit á sig fyrir landfræðislegar rann-
sóknir og í launaskyni fengið bæðikross heiðurs-
fylkingarinnar og gullpening landfræðisfélagsins í
París.
Dr. Bosse, fyrv. kennslumálaráðherra i Þýzka-
landi og
H. L. Forsell, fyrv. fjármálaráðherra í Svíþjóð.
Póstsklpið sLaura"
kom hingað frá útlöndum í morgun. Með henni
komu: Sigurður Magnússon cand. med. frá Laufási,
Gísli Skúlason stud. theol., Valdimar Ottesen
verzlunarm., nokkrir útlendir ferðamenn o. fl.