Þjóðólfur - 24.08.1901, Side 3

Þjóðólfur - 24.08.1901, Side 3
167 svo óvænt, eptir að búið var að samþykkja ein- stakar greinar frumvarpsins og breytingartillög- urnar, með öllum þorra atkvæða. Þá er um nauðsynjamál er að ræða, verður slíkt atferli ekki afsakað. En hvernig stendur á þessu, spyr maður mann. Hvað veldur því, að þingið fer þannig að ráði sínu? Það mun sönnu næst, enda á margra manna vitund, að í báðum þessum málum, botnvörpu- málinu og fasteignasölumálinu, féllu atkvæðin svona, eingöngu fyrir ákafan undirróður nokkurra óviðkomandi utanþingsmannna, er fyrir eigin hagsmuna sakir börðust fyrir því að fá botnvörpu- málið gegnum þingið eða neðri deild að minnsta kosti, en hitt frumvarpið fellt. Og er það afar óheppilegt, ef þingmenn láta leiðast af slíkum fortölum, hverjir sem í hlut eiga. Er þessa hér getið til þess að þingmenn skuli vara sig á utan- aðkomandi áhrifum, þá er um þýðingarmikil stór- mál er að ræða, því að virðingu þingsins er hætta búinút á við, ef slíkt kemur opt fyrir. Og oss er svo annt um sóma fulltrúaþings þjóðarinnar, að vér vildum þvo hvern blett af skildi þess, ef unnt væri. En það er helg skylda blaðanna sérstak- lega, að draga ekki fjöður yfir það, sem miður fer, hver sem í hlut á, hvort heldur það er full- trúaþing þjóðarinnar í heild sinni eða einstakir menn. Ríflegri umbætur en Valtýskuna er ekkert efamál, að þjóðin vill fá. Hún hefur 1 sumum sýslum landsins þreytzt á að etja kappi við hægrimanna stjórnina, sem hún vissi, að aldrei vildi sinna kröfum hennar. Samt sem áður má sjá á þingmálafundagerðunum síðustu, hvað óskin og þráin eptir meiri umbótum en val- týskunni er sterk og langgæð og rótgróin (sem von er), að t. d. ísýslusjálfs höfuðpaursins, Vest- manneyjasýslu, er 23. júnl samþykkt »en þ ó j a f n - framt að reyna að fá allar þær frekari nmbætur, sem nokkur von getur verið u m «, og svo er víðar, þar sem þingmennirnir eru þó valtýskir sjálfir. T. d. í Vestur-Skapta- fellssýslu óska menn á þingmálafundunum í vor, að ráðgjafinn sé búsettur hér og að sem ríflegastar umbætur fáist á stjórnarfyrirkomulagi landsins. I Suður-Múlasýslu er svo skyn- samlega til orða tekið: »Með hliðsjón af, að ný ráðgjafaskipti eru ívændumí Danmörkuogað þar muni komastað stjórn, sem ætla máað verði rífari í því að fullnægja kröfum vorum í stj,- skrármálinu«, þá vilja þeir helzt að málinu sé ekki hreyft á þingi í sumar. Á þingmálafundi í Norður-Múlasýslu(á Skeggjastöðum) vildu menn ekkert eiga við hægrimanna stjórnina, hvað stjórnarskrármálið snerti og á Vopnafirði vildu menn fá sem mestar umbætur að hægt væri. Átta sýslur voru alveg á móti valtýskunni: Strandasýsla, Húnavatnssýsla, Eyjafjarðars., S,- Þingeyjars., N.- Þingeyjars., Dalasýsla, Snæfells- nessýsla og Borgarfjarðarsýsla. Þrátt fyrir allt það ofurkapp, sem haft hefur verið 1 frammi til að halda að mönnum valtýsk- tmni, ýmist sem ágætisbót, ýmist sem neyðar- drræði, eptir þvl sem við átti í hvert skipti, Þá óaði mönnum samt svo við henni, að menn settu henni skilyrði, sterk og þjóðernisrík, jafnvel 1 þeim sýslum, þar sem forsprakkarnir sjálfir voru fyrir, eins og í Vestmannaeyjum og V.-Skaptafells- sýslu. Og þetta áður en menn höfðu nokkra vissu ttm, að stjórnarbreyting mundi verða í Danmörku. Hvað skyldi þá ekki nú verða ofan á, þeg- menn vita, að v i n s t r i m a n n a s t j ó r n er kom- lr> að völdum 1 Danmörku og líka vita, að sjálf- lr fáðherrarnir nýju f þeirri stjórn hafa tjáð sig ^eðmælta búsetu ráðgjafa á íslandi. Það er svo sem ekki neitt efamál, hvað þjóð- in segir. Hvergi mun hún spenna bogann lægra en að biðja um innlendan ráðgjafa, ogöll mun hún verða samtaka um þessi tvö orð: innlenda stjórn. -S. Nýtt búfræðisrit. Frumatriði jarðrœktarfrœðinnar eptir Sigurð Þór- ólfsson. Reykjavík 1901. Bók þessi er ekki stór, að eins 140 + IV bls. í og þegar litið er til þess, að bókin er skrif- uð um umfangsmikið efni, verður þess ekki með sanngirni krafizt, að ítarlega sé út í allt farið. Tilgangur höf. með bók þessari er sá, að gefa bændum og búmannaefnum, sem ekki hafa stund- að búfræðisnám, dálitla hugmynd um þau grund- vallaratriði jarðræktarfræðinnar, sem nauðsynleg eru hverjum manni, er jarðrækt stundar, og hefur því höf. hér gert lofsverða tilraun til að bæta úr mjög tilfinnanlegri þörf, því þó vér höfum áður allítar- legar ritgerðir um ýms atriði, sem tekin eru með í bók þessari, þá er bæði að sumar af þessum rit- gerðum eru ekki sem bezt við alþýðu hæfi, og svo eru þær prentaðar á víð og dreíf í blöðum og tíma- ritum og koma því eigi að eins verulegum notum, eins og þar sem þessi atriði eru öll sameinuð í eina heild í aðgengilegu formi, þannig að þau geti verið stuttur og handhægur leiðarvísir í hinum dag- legu störfum, og til þess er rit þetta einkar hentugt. Niðurröðun efnisins er mjög góð og framsetn- ingin skýr og skilm.erkileg. I. og II. kafli um jurtirn- ar og jarðveginn eru beztu kaflar bókarinnar, enda eru það þau atriði, sem mest nauðsyn er á að fá glögga og góða ritgerð um, er um leið geti verið aðgengileg fyrir hvern mann, því þekking almenn- ings á þessum atriðum er yfirleitt á mjög lágu stigi. Kaflinn um framræslu er góður, og nægilega ítarlegur, samkvæmt tilgangi bókarinnar. Kaflinn um vatnsveitingar er aptur á móti heldur mikið samandreginn, og koma þar fyrir at- riði, sem ekki eru nægilega skýrð. En vatnsveit- ingar eru, að því er fyrirkomulag þeirra snertir, svo vandasamt starf, að varla er til þess ætlandi, að almenningur geti náð neinni verulegri þekkingu í því efni, — enda hefur höf. bent á það. — Æski- legt hefði samt verið, að kaflinn um að veita á, hefði verið ítarlegri og tilfærðdæmi um innlenda reynslu í því etni. Dragverkfæri og notkun þeirra er einnig at- riði, sem æskilegt hefði verið að taka dálítið ít- arlegar í gegn, einkum að því er snertir þýðingu slíkra áhalda fyrir jarðræktina, því þekking á nyt- semi og kunnáttu í notkun þessara áhalda, er af mjög skornum skammti hjá almenningi. Það sem sagt er um hinn almenna plóg og notkun hans er að vtsu nóg, því plægingar er starf, sem aldrei verður af bókum lært. Bendingarnar um grasræktmeð sáningu eru mjög góðar, þó er aðferð sú, sem bent er á, við ræktun á grasfræi ekki heppileg. Sumar af þeim innlendu fóðurjurtum, er höf. bendir á til fræræktar, eru ekki sem auðveldastar viðfangs f því efni, enda er ekki gott að gefa reglur um það að svo stöddu. — I töflunni um efnarannsókn á fslenzkum jarð- vegi bls. 54 hefur slæðst inn prentvilla, sem ekki er leiðrétt. Þar stendur „kolsúrt kalk 10,40“ en á að vera „kfsilsúrt kalk 10,40“. Þetta er dálítið vill- andi, þar sem jörð mun óvíða hér á landi vera svo auðug af kolsúru kalki, en enga verulega þýð- ingu hefur þetta. Yfirleitt er bókin vel samin og gefur margar góðar bendingar og upplýsingar og hún á fyllilega skilið að vera keypt og lesin af hverjum einasta bónda. Sá, sem starfar af þekkingu, starfar með meiri áhuga og nánari eptirtekt á starfinu og þetta skapar reynslu, sem hægt er að byggja á og hana vantar oss tilfinnanlega. Þó bók þessi sé stutt, þá er hún þannig rituð, einkum I. og II. kafli, að nái hún þeirri útbreiðslu, sem hún á skilið, getur hún komið að góðum notum til að bæta úr þess- ari vöntun. f. Jónatansson Alþi ngi. X. Frv. um sk i p t i n g Is a fj a r ð ar s ýs 1 u í tvö kjördæmi er fallið í efri deild. Fram kvæ mdarstj óri söfnun arsjóðs- ins er endurkosinn í sameinuðu þingi 16. þ. m. Eiríkur Briem. Verðlaunanefnd »Jóns Sigurðssonargjaf- arinnar« er endurkosin í sameinuðu þingi 16. þ. m.: Björn M. Ólsen, Eiríkur Briem og Stgr. Thorsteinsson. E n du rsko ð u n a rme n n landsreikn- inganna eru endurkosnir 21. þ.m.:Jón Jens- son af neðri deild og Sigurður Jensson af efri deild. Gæzlustjóri við landsbankann er endurkosinn af efri deild 21. þ. m. Kristján Jónsson. Gæzlustjóri við söfnunarsjóð ís- lands er kosinn af e. d. 21. þ. m.Jón Jensson. Tolllagafrumvarpinu hefur efri deild breytt nokkuð, fært upp vínfangatollinn, en fellt í burtu toll á skonroki, skipskexi og öðrum til- búnum brauðtegundum og niðursoðnum matvæl- nm. Að þessum breytingum hefur n. d. gengið og er frv. þannig orðið að lögum frá þinginu. Kosningarlagafrumvarpið ernú kom- ið aptur úr nefndinni og hefur hún gert við það allmargar breytingar. Helztu br. eru, að ein kjör- stjórn skuli vera í kjördæmi hverju í stað einn- ar yfirkjörstjórnar fyrir land allt og kjördagur skuli vera 10. sept. í stað 1. nóv. Frv. var til 2. umr. í n. d. 21. þ. m. og voru þá samþykkt- ar allar breyt.till. nefndarinnar því nær í einu hljóði. Stofnun innlends brunabótafélags. Frv. er nú samþ. af n. d. Helztu breyt., sem hún gerði á því, voru, að Reykjavík skyldi ekki vera í félaginu og að þvf skyldi stjórnað af full- trúaráði en ekki af stjórn landsbankans. Ávarp til konungs. E. d. hefur kosið nefnd til að semja ávarp til konungs: Kristján Jónsson, Hallgr. Sveinsson og Axel Tulinius(l) Bankamálið er nú hér um bil afgreitt frá efri deild með lítilsháttar breytingum og kemur því aptur til neðri deildar, líklega þinglokadaginn (26. þ. m.) Biskupinum þótti málið svo ágætt, er það kom frá neðri deild, að hann vildi alls ekki láta setja nefnd í það(!). En öðrum flokksmönnutn hans þótti þó sú aðferð nokkuð viðurhlutamikil við svo alvarlegt mál, og skipuðu 3 manna nefnd til málamynda, og komst biskupinn í hana ásamt séra Magnúsi Andréssyni og séra Eiríki Briem. Varð séra Eirikur þar í minni hluta, því að hin- ir vildu ólmir gleypa við hlutafélagsbankanum, og hröðuðu nefndarálitinu, eins og þeir ættu lffið að leysa, svo að við sjálft lá, að það riði heilsu biskups að fullu. En mikið skal til mikils vinna. Ný lög frá þinginu: 28. Lög um að landssjóður Islands kaupi jörðina Laug. 29. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og 1901. 30. Lög fyrir ísland um tilhögun á löggæzlu við fiski- veiðar fyrir utan landhelgi í hafinu umhverfis Færeyjar og Island. 31. Lög um viðauka við lög 6. apr. 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. 32. Lög um fiskiveiðar hlutafélaga í landhelgi við ísland. 33. Tolllög fyrir ísland. 34. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 35. Viðaukalög við lög 11. des. 1891 um samþykkt- ir um kynbætur hesta. 36. Lög um friðun hreindýra. 37. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Sandgerð- isvík í Gullbringusýslu. 38. Lög um löggilding verzlunarstaðar á Hjallasandi í Neshreppi utan Ennis innan Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.