Þjóðólfur - 24.08.1901, Page 4

Þjóðólfur - 24.08.1901, Page 4
i68 39. Lög um bann gegn verðmerkjum og vöruseðlum. 40. Lög um br. á lögum nr. 28, 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. 41. Lög um bann gegn innflutningi ósútaðra skinna og húða. 42. Lög um að umsjón og fjárhald nokkurra lands- sjóðskirkna skuli fengið hlutaðeigandi söfnuðum í hendur. Leiðrétting við ,ísafold‘. I 55. blaði „ísafoldar" þ. á. skýrir ritstjóri blaðsins þannig frá atkvæðagreiðslu um breyting- artillögur þær, sem við undirritaðir fluttum í e. d. alþ. við „Hafnarstjórnarfrumvarpið" alrœmda-. »Sömuleiðis fóru þeirra tillögur sem hinna: þeir tveir einir fyrir þeim flestöllum". Það sanna er, að fyrsta breyt.till. féll með 6 : 3, önnur till. þar með fallin. Hinar breytingar- till.' voru allar felldar með 6:5. — Sá, sem greiddi atkvæði með öllum br.till. auk flutningsm., var séra Eirlkur Briem. Til hvers er blaðið að flytja. fregnir frá þing- inu, sem staðhæfa rná, að ekki eru sannar? Slíkt getur aldrei leitt til neins góðs, hvorki fyrir það, eða flokksmenn þess. — Þjóðviljinn skýrir á sinn hátt, en jafnósatt, frá atkv.greiðslunni um breyt.till. — Er það ekki að róa með ísafold á „drápsfleytunni"? Reykjavík 15. ágúst 1901. Guttormur Vigfússon. Gi/d/ón Guðlaugsson. Til Ísafoldar-Bjarnar. I morgun barst mér í hendur „Isafold" frá 10. þ. m., þar stendur grein með fyrirsögn »Ó- gætilega lánað nafn«, og byrjar á því, aðjón nokk- ur frá Bíldsfelli hafi verið látinn skrifa undir mjög heimskulega árás á Isáfold. Nei, að því er Björn hreinn og beinn ósannindamaður, eins og mörgu fleiru, er úr þeirri átt kemur. Grein sú, er birt- ist í Þjóðólfi 9. ágúst með mínu nafni undir, er frá mínu eigin brjósti og einskis manns annars, og þarf Björn þar engum „til að dreifa" öðrum. Það er eins og honum finnist þetta ástæðulaus á- rás, og eins og eg hafi ekki þurft minna eigin til- finninga vegna, að koma neinni leiðréttingu á prent út af hinni áður prentuðu óþokka- og álygagrein hans, þar eð hann sjálfur tók ekki í blað sitt leið- réttingu þá, er „pólitíin" í Reykjavík afhenlu hon- um frá mér, bar fyrir sigþá ragmannlegit ástæðu, að nafn mitt hefði ekki verið nefnt á nafn í grein- inni, og þyrfti eg þess vegna ekki að taka hana til mín fremur en einhver annar. Sko snáða! Það er eins og hann vilji nú fara að sleikja yfir þvætting sinn, vill nú jafnvel láta mig hugsa að hann hafi ekki átt við mig í grein sinni í vor, en mér er spum: Viðhvern átti hann? Nefni hann þá þann mann á nafn, ef hann hefur þor eða dreng- skap til. En þar mun nú hvorugu „til að dreifa". Svo kemur enn eitt hneykslið, þar sem hann vill ráðleggja mér heilræði, nfl. að lána ekki nafn mitt undir neinn samsetning. En þó mig vanti alþekkta spekingshöfuðið (!) hans, þá vil eg nú leggja honum heilræði, og það er það, að beita ekki aptur sínu ósannindavopni á hjortu syrgjandi foreldra, hverj- ir sem það svo eru, því kannske ritstjórinn sjálf- ur eigi dauðleg börn, og þó honum kannske þyki ólíklegt gæti það samt komið fyrir, að einhverju af þeim yrði kippt burt frá honum, þegar minnst varir, og mundi honum þá þykja óþægilegt að fá svipað högg í sárið, eins og hann hefur veittmér saklausum. Bíldsfelli 15. ágúst 1901. Jón Sveinbjórnsson. Prestkosningar. A Völlum í Svarfaðardal er prestkosning um garð gengin og var Stefán Kristinsson cand. theol. á Akureyri kosinn með 52 atkv. Séra Sveinn Guðmundsson í Goðdölum fékk 20 atkv. Á Rafnseyri kvað Böðvar Bjarnason cand. theol. hafa hlotið kosningu og í Laufási erkosinn Bjöm Bjarnarson aðstoðarprestur þar, með 53 atkv. af 55, er greidd voru. Séra Árni Jónsson á Skútu- stöðum fékk 2. Um Hofsprestakall á Skagaströnd sótti að eins einn: cand. R. Magnús Jónsson og hefur hlotið þar kosningu með öllum atkvæðum gegn einu. Síldarveiði var mjög góð á Austfjörðum í byrjun þ. m. Fengust 800 tunnur í lás á Seyðisfirði og á Reyðar- firði var síld innilokuð í lásum, um 1000 tunn- ur, að því er gizkað var á. Norskt síldarveiða- skip »Albatros« hafði fengið um 250 tunnur í reknet. — Utlit með fiskafla gott og enda ágætt. PóstskipiO „Ceres" kom hingað 20. þ. m. norðan og vestan um land. Með henni kom Björn Ólsen rektor úr hringferð kringum land, og frá Akureyri Páll Briem amtmaður. Aðrir farþegar voru séra Ein- ar Þórðarson í Hofteigi, Ásgeir Ásgeirsson stór- kaupm. frá Isafirði, Jón Norðmann kaupm. frá Akureyri, Árni Riis verzlunarstjóri, Bjarni Sæ- mundsson skólakennari, kand. R. Magnús Jóns- son, Guðm. Benediktsson stúdent, Jóhann Sigur- jónsson dýralækninganemi, Kr. Jónasson verzl- unaragent, o. fl. Heiðurssamsæti var skáldinu Matthíasi Jochumssyni og konu hans haldið í Iðnaðarmannahúsinu 18. þ. m. af nokkrum bæjarbúum (um 50), körlum og konum. Hélt heiðursgesturinn þar ræður fjörugar og skáld- legar. Þar töluðu og margir fleiri: Þórh. Bjarn- arson, Hannes Hafstein, Ágúst Bjarnason, Guðm. Finnbogason, Hjálmar Sigurðsson. Fór skemmt- un þessi hið bezta fram. Séra Matthías og kona hans fóru héðan kl. 9. aðmorgni 19. þ. m. með »Reykjavíkinni« upp í Borgarnes og ætluðu þaðan landveg norður. Séra Matthías er nú vetri meir en hálfsjötugur, en ellin virðist eiga enn langt í land að koma hon- um á kné. á Eyrarbakka frá konu og 4 börnum ungum. Hann dó úr hálsmeini, sem hann var búinn að þjást af í fullt ár; hann mun hafa verið rúml. fertugur; var heppnis-formaður í Þorlákshöfn, mjög vandaður maður, stflltur og umgengnisgóður. Hann vargiptur Viktoríu Þorkelsdóttur frá Óseyrarnesi Jónssonar, Snorrasonar. J. Ef þið viljið fá bækur ykkar vel bundnar og band ódýrara en hjá öðrum, þá komið þeim í Bókbandsverkstofuna ÞINGH0LT88TRÆT1 3. Þar eru bækur einnig heptar með þriðjungs lægra verði en ann- arsstaðar. ARINBJ, SVEINBJARNARSON. Enginn verðhækkun á Kína-Lífs-Elixír þrátt fyrir tollinn. Eg hefi iengið vitneskju um, að sumir neytendur Kína-Lífs-Elixírs hafi orðið að greiða hærra verð fyrir Elixírinn, síðan tollhækkun- in komst á. En eg get frætt menn á því, að kaupendurnir fá Elixírinn fyrir sama verð og áður og að úts'óluverðið er óbreytt, i kr. 50 au. flaskan, eins og stendur á flöskumiðan- um. Eg vil því biðja menn um að skýra mér frá því, ef nokkur kaupmaður selur El- ixírinn dýrar, því að það er rangt og mun verða vandað um það. Hinn ekta gamli Kína-Lífs-Elixír fæst fratnvegis til útsölu úr forðabúri mínu á Fá- skrúðsfirði eða ef menn snúa sér beint til verzlunarhússins Thor E. Tulinius. Waldemar Petersen. Frederikshavn. Skrifstofa og forðabúr: Nyvej x6. Köbenhavn V. Mannslát. Hinn 3. þ. m. dó Sigurður Jónsson bóndi á Akri AUGLYSI NG. Við verzlanir undirritaðra i Búðum, Ólafsvik, Stykkishólmi, Búðar- dal, Skarðsstöð, Flatey, Patreksfirði, Bíldudal, Þingfeyri, og Haukadal verða frá nýári 1902 greiddir 5°/0 vextir af inneignum og teknir 5°/0 vextir af skuldum, — hvorttveggja miðað við 50 kr. upphæð og þar yfir. — Vextir reiknast af upphæð þeirri, er stendur við hver árslok og tilfærast í fyrsta sinn 31. desember. 1902. í ágúst 1901. pr. Aktieselskabet r__, ~ _ . , pr. pr. Leonh. Tang. N. Chr. Grams Handel. Árni Riis Holger Adolph. pr. Islandsk Handels & Fiskerikompagni Aktieselskab. Pjetur A. Olafsson. Sæm. Halldórsson. P. J. Thorsteinsson & Co. De forenede Bryggerier Köbenhavn. mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum. I ALLIANCE PORTER (Double brown stout) hefur náð meiri fullkomnun en nokkurn tíma áður. ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pilsner. fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt. David Östlund prédikar {G ThúSinU & Eigandi og ábyrgðarmaður: UaY 1U vol,u,,u á sunnudaginn kl. 6V»síð- Hannes Þorsteinsson, cand. theol. degis. Allir inn boðnir. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.